Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 61

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 61 Öll fastan miðar aðdauða Jesú og hinnævaforni siður, aðreyna að halda sigfrá neyslu kjöts á þessu tímabili, helgaðist af því að ekki þótti sæma manninum að lifa í vellystingum, meðan frelsari heimsins píndist. Þetta er m.ö.o. undirbúningstími, þar sem krist- inn söfnuður íhugar af alvöru þá atburði, sem leiddu til aftöku meistarans á föstudaginn langa fyrir bráðum 2000 árum. Og til að undirstrika þetta, breytist litur- inn, sem undanfarið hefur verið grænn, í fjólublátt. Það sem hér á eftir fer styðst mjög við upplýsingar sem finna má á vef þjóðkirkjunnar (kirkj- an.is), en þar er jafnan boðið upp á marga áhugaverða lesningu hvað varðar trúarleg efni. Hinn eiginlegi föstutími byrjar miðvikudaginn eftir sunnudag í föstuinngang, eða m.ö.o. á ösku- dag. Þá eru 40 virkir dagar til páska. En askan er tákn iðrunar og er víða notuð í helgihaldi þess dags, einkum þó í löndum kaþ- ólskra. Mánudagur og þriðjudagur fyrir öskudag bera ýmis nöfn. Þriðjudagurinn kallast sprengi- dagur, vegna þess að fyrr á tím- um þegar menn tóku hina ytri föstu alvarlega, var hann síðasti dagurinn sem neyta mátti kjöts, allt til páska. Heitið bolludagur á mánudeginum er á hinn bóginn ungt heiti og tekur mið af síðari tíma venju. Ýmislegt í sambandi við þessa daga, eins og það að stunda ærsl og læti á öskudaginn, eða þá sum- ar kjötkveðjuhátíðirnar erlendis, standa nú orðið í mjög óljósum tengslum við hina eiginlegu föstu. Hinn kristni skilningur á þess- um dögum byggist á spá- mannaritunum og orðum Jesú sjálfs. Þar nægir að minna á orð- in í lexíu öskudagsins, sem tekin eru úr Jesaja 58:5–7: Sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Og í Fjallræðunni (Matteusar- guðspjall 6:17–18) segir Jesús: En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt, svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. Talan 40 hefur táknræna merkingu, eins og áður var nefnt, en það vísar jafnframt aftur í sög- una og tengist göngunni í fylgd Móse í eyðimörkinni í 40 ár. Á sama hátt er öskudagur fyrst og síðast að boða hinum kristnu söfnuðum þetta: Við búum okkur sameiginlega undir gönguna til páska. Góð aðferð til þess er að lesa og hugleiða boðorðin tíu, já velta þeim aðeins fyrir sér, líta í eigin barm og spyrja hvernig þau rími við göngulagið hér á jörð. Er farið eftir þeim? Og í hvaða mæli þá? Fyrstu þrjú boðorðin fjalla um afstöðuna til Guðs, en hin sjö um kærleikann til náungans, til með- bræðra okkar og systra. Þau er í heild sinni að finna á tveimur stöðum í Gamla testamentinu (2. Mósebók 20:2–17 og 5. Mósebók 5:6–21). En eftirfarandi röð þeirra og uppsetning er sótt í „Fræðin minni“ eftir Lúther: 1. Þú skalt eigi aðra guði hafa. 2. Þú skalt eigi leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. 3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. 4. Heiðra skaltu föður þinn og móður. 5. Þú skalt eigi mann deyða. 6. Þú skalt eigi drýgja hór. 7. Þú skalt eigi stela. 8. Þú skalt eigi bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9. Þú skalt eigi girnast hús náunga þíns. 10. Þú skalt eigi girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á. Boðorðin tíu, sem eru grund- völlur allra laga og siðferðislegra reglna í gyðingdómi, kristindómi og íslam, eru oft nefnd umferðar- reglur lífsins. Þau eiga að kenna okkur að umgangast Guð og menn á eðlilegan og réttan hátt, þ.e.a.s. með elsku og virðingu. Þau eru okkur nokkurs konar áttaviti, hjálpartæki til að rata um brautir ævinnar; án þeirra myndum við fljótt lenda í ógöng- um. Oft er gott að binda flókið mál í vísur og ljóð, til að auðvelda sér að muna. Þá gætu boðorðin litið svona út: Fyrst ber að nefna fróman Guð, fremstan í þessum heimi (1). Hégóma (2) næst, og hvíld (3), ei puð. Heiðrun (4) ég ekki gleymi. Fimm (5), þú skalt ekki fremja morð. Forðast svo hórsins (6) neista, þjófnað (7) og lygı́ (8) og þjónsins borð (9 og 10), þó kunni allt að freista. Fasta Nú er byrjaður sá tími kirkjuársins sem nefnist langafasta eða sjöviknafasta. Verið er að minna á dagana 40 sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan. Sigurður Ægisson leit inn á vef þjóðkirkjunnar og athugaði skrif um föstuna. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA 1. Hvað heitir heitmey Friðriks, krónprins Dana? 2. Hvar fór Samfésballið í fyrradag fram? 3. Hvaða tónlistarmaður mun fara með hlutverk Jimi Hend- rix í væntanlegri kvikmynd um kappann? 4. Hver er pabbi Krumma í Mín- us? 5. Hver leikstýrir myndinni Vind- verkir (A Mighty Wind)? 6. Á rithöfundurinn J.K. Rowling (Harry Potter) meira en einn milljarð dala? 7. Hver er höfundur leikritsins Draugalestin? 8. Virt tónlistartímarit fjallaði um tónleika Muse í Laugardalshöll í desember. Hvaða blað er þetta? 9. Hvað heitir plata Ske frá haustinu 2002? 10. Hvaða tveir leikarar fara með aðalhlutverkið í myndinni 50 fyrstu stefnumótin? 11. Trúbrotin 13 er ný plata sem er væntanleg bráðum. Með hvaða listamanni? 12. Hvað heitir hópurinn sem sigr- aði í Íslandsmeistarakeppninni í Frjálsum dansi sem haldinn var á dögunum? 13. Hvað heitir ný plata Noruh Jones? 14. Hvaða ár var kvikmyndin um Jón Odd og Jón Bjarna frum- sýnd? 15. Hvað heitir þessi náungi og hvaða gengi tilheyrir hann? 1. Mary Donaldson. 2. Í Laugardalshöll. 3. Andre 3000 úr Outkast. 4. Björgvin Halldórsson. 5. Christopher Guest. 6. Já. 7. Jón Atli Jónasson. 8. Q. 9. Life, Death, Happiness & Stuff. 10. Adam Sandler og Drew Barrymore. 11. Rúnari Júlíussyni. 12. Eldmóður. 13. Feels like home. 14. Árið 1981. 15. Þetta er Raekwon úr Wu-Tang Clan. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Pera vikunnar: Settu tölur í hringina þannig að summan á hverju striki verði 72. Finndu töluna x. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á há- degi föstudaginn 5. mars. Ný þraut birtist sama dag kl. 16:00 ásamt lausn þessarar þrautar og nöfnum vinnings- hafa. Þátttakendur skrái lausnina á vefsíðu Digranesskóla, digranesskóli.kopavogur.is, fyrir kl. 24:00 fimmtudaginn 4. mars nk. Tveir þátttakendur fá verðlaun, sjá nánar á vefsíðu Digranesskóla. Lausn síðustu þrautar er: D (2 cm) Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins ÞAÐ var fjörugt og fjölmennt í Grunnskólanum í Grímsey þegar skólastjórinn Dónald lagði af stað með gítarinn og 22 grunnskóla- nema til að heimsækja fyrirtækin í Grímsey. Já, fullt af krökkum mættu til að heimsækja fjölskyldur og vini í vetrarfríinu sínu á fasta- landinu og slógust í hópinn með skólabörnunum í öskudagsgöng- una. Grímskjör, Fiskmarkaður Gríms- eyjar, Sæbjörg og Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar fengu öll söng frá skólabörnunum sem í stað- inn fengu glás af nammi. Endað var í Sigurbirninum, saltfiskverkuninni og þar var „kötturinn“ sleginn úr tunnunni. Biðröð krakkanna við tunnusláttinn var sú lengsta sem sést hefur hér í mörg ár! Tunnu- kóngur þetta árið var Guðlaugur Óli Guðlaugsson frá Akureyri. Eftir heimsóknirnar í fyrirtækin héldu börnin í fjölbreyttum og frumlegum grímubúningum sínum og klyfjuð sælgætispokum í Félagsheimilið Múla. Þar biðu kvenfélagskonurnar Guðbjörg, Margrét og Rannveig með sjóðandi heitar pylsur og ískalt kók. Börnin völdu síðan fallegasta og frumlegasta búninginn í hópnum þetta árið og tunnukóngurinn var krýndur með viðhöfn. Morgunblaðið/Helga Mattína Öskudagsfjör: Krakkarnir í Grímsey skemmtu sér vel á öskudaginn. Löng biðröð við tunnusláttinn Grímsey. Morgunblaðið. Kynning á framhaldsnámi við Kennaraháskóla Íslands verður þriðjudaginn 2. mars kl. 16.15 í fyrirlestrarsalnum Bratta í ný- byggingu skólans Hamri við Stakkahlíð. Fundurinn hefst með almennri kynningu deildarforseta framhaldsdeildar á námi við deild- ina. Síðan gefst þátttakendum kostur á að kynna sér nám á ein- stökum námsbrautum. Framhaldsnámið er ætlað kennur- um, þroskaþjálfum og öðrum upp- eldisstéttum. Námið mun nýtast þeim sem sinna þróunarverk- efnum, rannsóknum eða öðrum fræðistörfum og fólki í forystu- og stjórnunarstörfum. Allar námsbrautir í framhaldsdeild fara fram með fjarnámssniði, þannig að unnt er að stunda námið jafnhliða starfi. Námið fer fram að stórum hluta með tölvusam- skiptum og á Neti, en einnig eru staðlotur þar sem nemendur og kennarar hittast. Rétt til að sækja um inngöngu eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfsmenntanámi á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Að jafnaði er mið- að við að umsækjendur hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Um- sóknarfrestur er til 17. mars nk. Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu skólans (www.khi.is). Fundur hjá ættfræðiklúbbi Bókasafns Hafnarfjarðar verður haldinn í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, kl. 19 þriðjudaginn 2. mars. Á fund- inum mun Sigurður Gylfi Magn- ússon sagnfræðingur ræða um ein- sögu og sjálfsævisögur. Ættfræðiklúbbur Bókasafns Hafn- arfjarðar heldur fundi fyrsta þriðjudag í mánuði yfir vetr- armánuðina. Hvers þarfnast góður vefur? Hvað gerir vef að góðum vef? Leitað verður svara við þessari spurningu á námskeiði hjá Endur- menntun Háskóla Íslands sem hefst 8. mars nk. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að vefhönn- un og uppbyggingu vefjar, en einnig kaupendum veflausna. Far- ið er í undirbúning, skipulag, við- mót og kynningu á vefsvæðum með skýrleika og gott aðgengi í fyrirrúmi, vinnubrögð, fram- kvæmdaliði o.fl. Kennari á námskeiðinu er Gunnar Grímsson, viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu ehf. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.is. Á NÆSTUNNI AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.