Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                                                                                                              Kári er kominn til að leita að anti-Davíðs geninu í ykkur, hr. Jón. Málþing MS félagsins Eina vissan er óvissan MS félagið á Íslandistóð nýverið fyrirmálþingi með yf- irskriftinni „Horft til framtíðar með MS – mál- þing um stöðu og horfur ungs fólks með MS. Stein- unn Þóra Árnadóttir er fulltrúi MS félagsins í Ör- yrkjabandalaginu og var ritari félagsins 2001–2003. Hún kom að undirbúningi málþingsins og af því til- efni ræddi Morgunblaðið við Steinunni um málþing- ið og yfirskrift þess. – Segðu okkur fyrst eitthvað frá tilurð og til- gangi málþingsins … „Tilurðin er sú, að það eru haldnir árlegir fundir MS félaganna á Norður- löndunum og röðin var komin að okkur að halda slíkan fund, en á þessum fundum eru bornar saman bækur og farið yfir hin ýmsu sameiginlegu málefni. Við vorum því með samnorrænan fund, en að auki vildum við nota tækifærið og gera eitthvað meira og niðurstaðan var sú að efna til málþings með ofangreindri yfir- skrift, hafa yfirbragðið íslenskt.“ – Er ungt fólk með MS stór hópur á Íslandi? „Í MS-félaginu eru á sjöunda hundrað manns, en af þeim eru á fjórða hundrað með MS, aðrir eru aðstandendur og velunnarar. Við teljum að við séum með allan þorrann af MS-greindum í félag- inu, en það er þó örugglega slæð- ingur utan félagsins og svo hinir sem hafa ekki verið greindir enn sem komið er. Þú spyrð um ungt fólk með MS, það er allnokkur hópur af þessum heildarhópi og við það er að bæta að greining- araldur hefur færst niður á við. Í dag eru flestir greindir með MS á bilinu 20 til 40 ára, sem er í sjálfu sér af hinu góða, því þá getur meðferð hafist fyrr.“ – Hvað getið þið gert fyrir ungt fólk með MS með málþingshaldi? „Það hefur verið sagt um MS, að eina vissan er óvissan því birt- ingarmyndir sjúkdómsins eru svo margvíslegar og ólíkar. Við grein- ingu er nánast ekkert hægt að segja viðkomandi því orsakir sjúkdómsins eru óþekktar og það er engin regla um það hvernig hann þróast. Þess vegna hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að fólk þyrstir í upplýsingar og aukinn fróðleik. Ég get nefnt Öryrkja- bandalagið sem dæmi um þetta. Margir sem eru með MS eru ör- yrkjar eða eiga eftir að verða það þó að það eigi alls ekki við um alla. En það er t.d. hægt að fræða fólk um fyrir hvað bandalagið stendur, hvernig það virkar og hver tilgangur þess sé, þannig að okkar fólk hreinlega viti það ef á þarf að halda. Og þetta á ekki hvað síst við um ungt fólk, því þá erum við að tala um einstaklinga sem eru í mörgum tilvikum ekki búnir að stofna fjölskyldur og heimili, hafa ekki lokið námi, eru ekki komnir í lífeyris- sjóði, svo eitthvað sé nefnt. Augljóst er að þetta fólk velti því fyr- ir sér hvað framtíðin beri í skauti sér og í því liggur okkar hlutverk.“ – Og hvað frædduð þið mál- þingsgesti um? „Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, var einn af gestum okkar, en sjálfur er hann með MS. Hann fræddi okkur ein- mitt um eðli og hlutverk banda- lagsins. Annetta A. Ingimarsdótt- ir iðjuþjálfi hjá dagvistunar- og endurhæfingardeild MS sjúk- linga kom einnig til okkar og greindi okkur frá starfi iðjuþjálf- ans og hvernig hann hjálpar okk- ur að byggja upp færni og starfs- getu. Loks tók til máls Margrét Sigurðardóttir félagsráðgjafi hjá MS félaginu, en hún greindi okk- ur frá rannsókn sem hún hefur unnið að um stöðu og hagi MS- sjúklinga, en stef úr henni er kall eftir meiri upplýsingum.“ – Hvað er MS? „Ég get ekki lýst sjúkdómnum á sama hátt og lærður læknir, en get þó sagt að þetta er taugasjúk- dómur í miðtaugakerfinu. Þetta er ekki hrörnunarsjúkdómur, andstætt því sem margir halda. Það eru fjölmörg birtingarstig og ýmsar gerðir af MS, sumar afar alvarlegar og bráðar, en aðrar viðráðanlegri. Sjúkdómurinn er þó ólæknandi og um ástæður hans er ekki vitað. Flestir upplifa MS sem köst og bata og það geta liðið mörg ár á milli kasta í sum- um tilvikum, en skemmri tími í öðrum. Einkenni eru margvísleg eins og ég hef getið um, en nefna má, minna úthald, þreytu sem svefn vinnur ekki á, fínhreyfingar spillast, dofi kemur í útlimi og verkir blossa upp sem verkjalyf ráða ekki við, því þetta eru tauga- verkir. Einnig má nefna sjón- taugabólgu sem getur í verstu til- vikum valdið blindu, blindu- blettum og í vægari tilvikum tvöfaldri sjón. Einkenni geta var- að allt frá nokkrum klukkustund- um upp í nokkra mánuði og upp í að vera ævarandi.“ – Ert þú talsmaður norrænnar samvinnu? „Alveg tvímælalaust, og alþjóð- legrar samvinnu. Þannig fáum við mun meiri upplýsingar. T.d. hafa Danir, sem eru með geysisterkt MS félag, verið afar dug- legir að miðla til okkar öllu mik- ilsverðu af ráðstefnum sem þeir hafa setið erlendis, og boðið okk- ur allt sitt kynningarefni að kostnaðarlausu. Hjá Svíum höf- um við nýverið fengið barnabók til þýðingar sem greinir frá sam- skiptum barns og foreldris með MS. Þetta eru bara tvö dæmi af mörgum, samvinna af þessum toga er ómetanleg.“ Steinunn Þóra Árnadóttir  Steinunn Þóra Árnadóttir er fædd í Neskaupstað árið 1977. Stúdent frá MH haustið 1996 og lauk BA prófi í mannfræði frá HÍ í febrúar 2002. Er nú í mast- ersnámi í sama fagi, við sama skóla. Var ritari stjórnar MS fé- lagsins 2001-2003 og fulltrúi fé- lagsins í stjórn Öryrkjabanda- lagsins frá 2003. Sambýlismaður er Stefán Pálsson sagnfræð- ingur. Flestir upplifa MS sem köst og bata GÍSLI Pálsson, mannfræðingur og prófessor, hefur samið við útgáfu Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada um að gefa út bókina Frægð og firnindi, ævi Vilhjálms Stefánssonar, í enskri þýðingu og er stefnt að því að bókin komi út haustið 2005. Að undanförnu hefur Gísli Páls- son verið í Vesturheimi og kynnt bók sína um landkönnuðinn Vil- hjálm Stefánsson, sem Mál og menning gaf út í haust. Myndin Artic Dreamer: The Lonely Quest of Vilhjalmur Stef- ansson, sem var sýnd í Sjónvarp- inu í vetur og verður endursýnd í apríl, hefur verið sýnd við sama tækifæri og er Gísli mjög ánægður með viðtökurnar. „Þetta hefur gengið mjög vel, mikið fjölmenni hefur sótt sýningarnar og líflegar umræður hafa verið á öllum stöð- um,“ segir Gísli. Peter Raymond, framkvæmdastjóri White Pine Pictures í Toronto og framleið- andi og leikstjóri myndarinnar, er jafn- framt mjög ánægður með móttökurnar. „Myndin og bókin bjóða upp á umræður um efnið og þær hafa tekist sérstaklega vel,“ segir hann. „Það hefur verið frábært að starfa með Gísla og því samstarfi er ekki lokið.“ Félagarnir voru með þrjár kynningar í New York og komu meðal annars um 500 manns á kynninguna í Americ- an Museum of Natural History en þeir voru jafnframt í Scandinavian Center og Land- nemaklúbbnum the Explorers Club. Þá sýndu þeir myndina og fjölluðu um efnið í Dartmouth-háskóla, Manitoba-háskóla og Ottawa, þar sem um 300 manns fylgdust með og þar á meðal Adrienne Clarkson, landstjóri í Kanada. „Aðsóknin almennt var mjög góð og ég er mjög ánægður með hana, en það var sér- staklega gaman að heyra jákvæð við- brögð landstjóra Kanada og af áhuga hennar á efninu,“ segir Gísli. „Það er líka ánægjulegt að University of Manitoba Press ætli að gefa út bókina á næsta ári.“ Bókin um Vilhjálm gefin út í Winnipeg Morgunblaðið. Winnipeg. Gísli Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.