Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 21
erfitt er fyrir heyrnarlaust fólk að sækja um vinnu, það þarf að fá túlk og er mismunað þótt það sé auðvitað ekki leyfilegt. Atvinnuveitendur í Bandaríkjunum þurfa að greiða fyr- ir túlkinn og það fælir þá frá að taka heyrnarlausa í viðtal. Eftir að ég fékk starfið í Gallaudet tók við margra mánaða bið eftir atvinnu- leyfi, en það kom þó að lokum.“ Ákveðinn í að taka mastersgráðu Hver er munurinn á að búa í Bandaríkjunum og hér á Íslandi? „Fyrir mig er það mikill munur, ég vinn í táknmálsumhverfi þar sem táknmál er talað, flestir eru heyrn- arlausir sem vinna með mér, en í deildinni eru heyrandi líka og þurfa þeir að tala táknmál sín á milli til að hinir heyrnarlausu geti fylgst með. Þó að Bandaríkin séu stór og erfitt að ná til allra, geta margir sagt takk fyrir á táknmáli og sumir segja „þú ert velkominn“ á táknmáli og svo getur fólk skrifað skilaboð á blað. Á Íslandi er ömurlegt að sjá heyrnar- lausan mann skrifa skilaboð á blað og starfsmanninn reyna að tala við hann alveg eins og í gamla daga, en þetta gerist því miður enn á Íslandi. Það er mikil vanþekking eða fáfræði meðal fólks á Íslandi um hvernig á að hafa samskipti við heyrnarlausa. Þar þyrfti að gera átak. Einnig er vandamálið það að allmargir heyrn- arlausir eru illa læsir vegna þess að þeir fengu ekki góða menntun og eru smeykir við að skrifa. Í Bandaríkjunum er flest sjón- varpsefni textað og á að texta 100% fyrir árið 2006. Ég fæ áfall í hvert skipti þegar ég kem til Íslands, því sáralítið efni er textað í Sjónvarpinu og alls ekkert af innlendu efni hinna stöðvanna. Þó að tæknin sé fyrir hendi er ekki hugsað um þetta nema að litlu leyti. Ég hef líka heyrt að Ís- land sé í hópi þeirra landa sem texta minnst af innlendu efni. Það er auð- vitað til skammar. Ef allt væri text- að myndu heyrnarlausir og heyrn- arskertir geta skilið íslenskuna betur og lært af því og verða því fær- ari til að taka þátt í þjóðfélaginu. Það er alltaf erfitt að koma og sjá að lítið sem ekkert þokast í réttinda- málum heyrnarlausra, þó að vilji sé hjá fólki til að reyna að viðurkenna móðurmál heyrnarlausra sem ís- lenskt táknmál og þau réttindi sem þeim fylgja.“ Hafa stórstígar framfarir í upp- lýsingatækni, svo sem SMS-tæknin og netvæðingin ekki gjörbreytt að- stæðum fyrir heyrnarlausa? „Tækni fyrir heyrnarlausa á Ís- landi hefur eiginlega staðnað og ekki eru nýtt þau tækifæri sem sem fyrir hendi eru. Ef við förum aftur til 1984 þegar vinur minn sem var skipti- nemi í Bandaríkjunum kom með textasíma til landsins var það mesta stökk sem orðið hafði í símamálum heyrnarlausra. Við fórum að nota þetta strax á árinu 1985 og fengum tvö tæki á mann ókeypis, til dæmis annað til að hafa heima og hitt hjá foreldri eða á vinnustaðnum. Mér fannst þetta allt annað líf, ég gat far- ið að hafa samband við aðra heyrn- arlausa og svo þróaðist þetta með stofnun textasímamiðstöðvar á árinu 1991 og þannig gat maður haft samband við aðra í þjóðfélaginu í gegnum textasímamiðstöð. Heyrnarlausir fengu svo tölvu og textasímaforrit sem var áfram þróað frá 1991 til 1999. Á árinu 1999 fóru heyrnarlausir á Íslandi að taka SMS-tæknina í sínar hendur sem var stórkostlegt og mér fannst frá- bært að geta sent skilaboð hvar sem var. En gallinn er að þú getur bara sent stutt SMS-skilaboð til þeirra sem hafa GSM-síma. Þú getur ekki nýtt þetta til að hringja og tala við aðra. Með tilkomu SMS-skilaboða hefur notkun á textasímamiðstöðv- um dottið út, notkun textasímamið- stöðvar var um 250 skipti á mánuði en er núna aðeins 15 skipti á mánuði. Ég tók eftir að ég gat ekki hringt í leigubíl um daginn, þegar ég var einn í íbúð og með SMS-síma. Það var sími í íbúðinni en ég gat ekkert heyrt í honum. Ég fór því út og reyndi að ná í bíl þannig en það gekk ekki og ég þurfti því að biðja heyr- andi að hringja fyrir mig. Mér finnst það alveg óþarfi fyrir mig að biðja aðra að gera þetta, svona lagað vil ég gera sjálfur. Heyrnarlausir í Bandaríkjunum eru með þróaðri boðtæki, og eru ennþá með textasíma í þróun með textunarsímamiðstöð. Heyrnarlaus- ir geta notað þetta boðtæki til að senda tölvupóst, skilaboð, fax, tala á milli eða vafra á Netinu, en SMS er takmarkað. Einnig eru textasíma- sjálfsalar þar sem símasjálfsalar eru staðsettir og hægt er að komast að textasíma víða. Einnig eru sum hótel með textasíma í herbergi fyrir heyrnarlausa gesti. Í Bandaríkjun- um eru heyrnarlausir farnir að nota textunarsímamiðstöð í gegnum tölvu og margir eru farnir að nota háhraðanet eða ADSL til að eiga samskipti sín á milli með „auga“ þar sem þeir þurfa ekki að hringja á milli, og komin er textunarsímamið- stöð þar sem túlkur er sjáanlegur og er það frábært að geta hringt til hans og talað við einhvern í gegnum túlkinn. Þetta er sú tækni sem koma skal. Við þurfum ekki rándýra myndsíma sem notast við símalínu og eru hægvirkari. Fyrir fáeinum árum komu myndsímar til Íslands til prófunar, en ég veit eiginlega ekki hvernig það hefur gengið þar sem þetta hefur ekki verið almennt notað meðal heyrnarlausa. Á Íslandi nota heyrnarlausir mik- ið spjallrásir eða MSN á milli sín í staðinn fyrir síma og nota þá SMS til að spyrja viðkomandi hvort hanni vilji spjalla í gegnum MSN. Ég sé enga þróun í textunarsímamálum fyrir heyrnarlausa á Íslandi þar sem heyrnarlausir eru með úrelta tölvu og hafa ekki fengið búnaðinn end- urnýjaðan. Einnig hef ég rekið mig á að eldri kynslóð heyrnarlausra er ekki vel læs á íslensku vegna mennt- unar sem hún fékk áður fyrr og því erfitt fyrir hana að nýta sér þennan búnað. Táknmál í gegnum túlk er besta lausnin fyrir alla, held ég.“ Varðandi framtíðina sagði Krist- inn Jón að hann væri ráðinn í vinnunni til þriggja ára og ákveðinn í að taka mastersgráðu. „Ég er ekki ákveðinn í hvað ég tek fyrir í nám- inu, líklega þó eitthvað sem tengist stjórnun eða tölvunarfræðum. Það er erfitt að komast inn í góða há- skóla, maður þarf að vera mjög góð- ur í ensku og sumum prófum eins GRE eða GMAT er krafist að maður hafi lokið til að komast inn í fram- haldsnámið, og miðað er við að mað- ur sé heyrandi til að þreyta slíkt próf. Ég hef verið að dunda mér við að undirbúa það. Það er því ljóst að ég verð í Bandaríkjunum næstu ár- in.“ svg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 21 Allur hagna›ur af sölu plastpokamerktumPokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is MERKI UM UPPBYGGINGU Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 12. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 12. MARS Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir stofnfjáreigendum í afgreiðslu Sparisjóðsins miðvikudaginn 10. mars og fimmtudaginn 11. mars í Borgartúni 18 svo og á fundarstað og hefst afgreiðsla þeirra þar kl. 15:00. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn föstudaginn 12. mars kl. 16.00 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi Sparisjóðsins síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum Sparisjóðsins sem fela í sér hækkun á hámarksfjölda stofnbréfa sem einstakur stofnfjáraðili getur eignast. 4. Ákvörðun um greiðslu arðs. 5. Kosning sparisjóðsstjórnar. 6. Kosning löggilts endurskoðanda/ endurskoðunarskrifstofu. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Önnur mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.