Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 35
ALLTAF BETRA VERÐ
Í VEIÐIHORNINU
OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17
Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760
Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is
Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs
Ódýrustu byssuskáparnir á markaðnum?
3 mm stál, boltalæsing með 5 25 mm boltum, innfelldar lamir, gataðar fyrir veggfestingar. Geymdu skot-
vopn í öruggum, viðurkenndum skápum frá Veiðihorninu. Allar upplýsingar í símum 551 6760 og 568
8410 eða á www.veidihornid.is. Nú geymir þú ekki byssurnar undir rúmi lengur.
Frábært pakkatilboð á 3" pumpu
Frábært pakkatilboð á 3" pumpu. Norinco pumpa, 28" hlaup, 3" skot, ólarfest-
ingar, ól, 3 þrengingar, hörð plasttaska, 250 skeet skot og 150 leirdúfur. Verð aðeins 38.900
fyrir allt þetta. Góð byssa fyrir byrjendur eða í slarkið. Fáir pakkar í boði. www.veidihornid.is
Sage flugustangapakki á frábæru tilboðsverði
Sage grafit 2, diskabremsuhjól, uppsett flotlína m. baklínu og taumatengi. Aðeins 29.900 fyrir allt þetta.
Sage er ein vinsælasta stöngin á markaðnum, það er ekki tilviljun. Sage VPS 14 feta tvíhenda, diskabremsuhjól
og Rio lína m. skiptanlegum sökkendum. Aðeins 59.900. 40 gerðir af Sage stöngum á lager í Veiðihorninu
Sumarið er handan við hornið Loksins frábær veiðimynd frá Íslandi á DVD. Góð blanda af veiði
og flugukastkennslu með Henrik Mortensen. Myndin er tekin upp á Íslandi, við Rangárnar, Hafralónsá, Miðfjarð-
ará og Laxá á Ásum. The Perfect Cast er til á VHS myndbandi (65 mínútur) og DVD (90 mínútur). Styttu þér bið-
ina eftir stórkostlegu sumri og náðu þér í eintak í Veiðihorninu strax í dag. VHS kr. 2.990. DVD kr. 3.880.
Lærðu að hnýta heima 2 ný íslensk kennslumyndbönd í fluguhnýtingum.
Hvergi meira úrval af fluguhnýtingaefni og verkfærum
frá Whiting, Veniard, Hareline, Dr. Slick, Sprit River og fleirum.
Alltaf betra verð í Veiðihorninu.
Námskeiðin hafin, leiðbeinendur Sigurjón Ólafsson og Sigurður Pálsson.
Skráning í símum 551 6760 og 568 8410 eða veidihornid@veidihornid.is.
Alltaf meira úrval í Veiðihorninu - Opið í dag 13-17
Frábært rifflatilboð
22 Cal Norinco riffill með griplás (lever action). 15 skota, 6x40
mm sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 Sellier & Bellot skot -
Frábært verð, aðeins 34.990 fyrir allt þetta.
Nýtt!
Veiðimynd frá
Íslandi á DVD
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
• www.heimsferdir.is
Síðustu sætin.
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á
hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími
ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina
og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábær-
ir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11.
mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel.
Skattar innifaldir. Verð m.v. netbókun.
Bókunargjald kr. 2.000.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Aðeins 10 herbergi í boði á þessu tilboði
Helgarferð til
Prag
11. mars
frá kr. 29.950
STRENGJASVEIT Listaháskóla
Íslands heldur tónleika í Neskirkju í
dag, sunnudag, kl. 17.00. Á efnis-
skránni eru þrjú verk, Divertimento
eftir Mozart, Adagio eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson og Bachiana
Brasileira nr. 5 eftir Heitor Villa-
Lobos, fyrir átta selló og sópran, en
það er Þórunn Elín Pétursdóttir
sem syngur með sellóunum.
Stjórnandi hljómsveitarinnar,
Gunnar Kvaran sellóleikari, segir að
enn sem komið er sé hljómsveitin
ekki rekin á föstum grundvelli, til
þess séu nemendur tónlistardeild-
arinnar enn of fáir. „Mér finnst samt
nauðsynlegt að það sé einhver
hljómsveitarstarfsemi í gangi í skól-
anum, þannig að í fyrra, þegar við
héldum hliðstæða tónleika, fengum
við til liðs við okkur fólk úr öðrum
tónlistarskólum, þannig að við vor-
um með um sextán manna strengja-
sveit. Núna er sveitin skipuð rúm-
lega tuttugu krökkum, og við höfum
aftur leitað til nemenda úr öðrum
tónlistarskólum, sem eru komnir á
efri stig námsins. Það vildu allir
mjög gjarnan vera með, og það hef-
ur verið mjög gaman að vinna að
þessum verkefnum.“
Gunnar Kvaran er best þekktur
sem sellóleikari og einn meðlima
Tríós Reykjavíkur. En hann á sér
draum um annað hlutverk í tónlist-
inni, með sellóleiknum.
„Fólk spyr kannski hvað þessi
maður sé að standa upp úr selló-
stólnum og baða út öllum öngum og
stjórna. En ég verð að viðurkenna
það, að það hefur alltaf blundað í
mér löngunin til að stjórna. Ég var
með litla strengjasveit í Tónlistar-
skólanum í Garðabæ í nokkur ár, og
hafði mjög gaman af. Ég var líka
með sellósveit í Tónlistarskólanum í
Reykjavík í nokkur ár, og við spil-
uðum meðal annars á Listahátíð. En
svo datt þetta uppfyrir, en innst inni
var ég með þessa bakteríu og fann
að það gæti verið gaman að stjórna.
Í fyrra þegar við byrjuðum með
strengjasveitina hér fannst mér það
mjög gaman og krefjandi; það er allt
önnur hlið á því að músísera að
standa frammi fyrir hljómsveit en að
spila, en mjög spennandi. Krakk-
arnir eru líka yndislegir og ánægju-
legt að vinna með þeim.“
Gaman að spila
Mozart í hljómsveit
Gunnar kveðst vona að hin unga
tónlistardeild Listaháskólans vaxi
svo fiskur um hrygg, að hún stækki,
– að strengjunum fjölgi, en einnig
blásurum og öðrum hljóðfæraleik-
urum. „Ef ekki er hægt að fullmanna
sveit frá Listaháskólanum finnst
mér þó mjög jákvætt að geta leitað
til annarra skóla, og hafa samvinnu.
Það er mikilvægt á allan hátt að það
sé samvinna á milli skólanna.“
Þær Júlía Mogensen sellónem-
andi, Gróa Margrét Valdimarsdóttir
fiðlunemandi og Gunnhildur Daða-
dóttir fiðlunemandi leika allar með
strengjasveitinni. Þær eru ánægðar
með það fyrirkomulag sem nú er á
hljómsveitinni, og segja það gott að
hafa hljómsveitarnámskeið og læra
mikið í stuttan tíma og halda svo
tónleika. Það sé jafnvel ákjósanlegra
en að vera í hljómsveitartímum allan
veturinn. Og þessi háttur er líka
hafður á hjá hljómsveitum atvinnu-
manna. Og þær eru ánægðar með
nýliðið námskeið og verkin sem æfð
voru.
„Maður spilar svo sjaldan Mozart
í hóp, að það er sérstaklega ánægju-
legt. Ég hef að minnsta kosti ekki
gert mikið af því,“ segir Júlía, og
Gróa tekur undir það. „Það er líka
óalgengara að hljómsveitir á efri
stigum spili Mozart. En þetta er
mjög skemmtilegt.“ Gunnhildur seg-
ir að Mozart sé lúmskt krefjandi.
„Það er alveg hægt að láta yngri
krakka spila verkin hans, – en það er
þá meira bara að komast í gegnum
nóturnar.“
Gróa þekkti verk Magnúsar Blön-
dals fyrir, en hinar ekki, – hún spil-
aði það með strengjasveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík fyrir nokkrum
árum. „Þetta verk kom mér svolítið
á óvart, því hljóðfærasamsetningin
er mjög spennandi,“ segir Júlía.
„Það er skemmtilegt hvernig Magn-
ús notar strengina á annan hátt en
maður býst við. Selestan spilar til
dæmis aldrei með strengjunum, –
hún er alltaf með alveg sóló.“ Stúlk-
urnar eru sammála um að laglínur
Magnúsar í Adagio séu fallegar og
verkið sé á margan hátt ólíkt fyrri
verkum hans.
Bachianas Brasileiras eru vafalít-
ið þekktustu verk Heitors Villa-
Lobos, og sú númer 5 er eitt ástsæl-
asta verk síðustu aldar.
Það er samið fyrir sópransöng-
konu og sellósveit. Píanóleikarar
segja stundum að það sé allt öðruvísi
að spila með söngvurum en hljóð-
færaleikurum.
En á það líka við um hljómsveit,
sem leikur með söngvara? „Mér
finnst það allt öðruvísi,“ segir sellist-
inn Júlía. „Það eru á suman hátt
minni not fyrir stjórnandann, –
söngkonan er einleikarinn og hlut-
verk hljómsveitarstjórans er
kannski meira það að samræma
hljómsveitina því sem söngkonan
gerir.“
Framundan hjá stelpunum eru
tónleikar tónsmíðadeildarinnar, þar
sem tónsmíðanemar opinbera verk
sín í leik samnemenda í skólanum.
En tónleikarnir í Neskirkju í dag
eru öllum opnir, taka innan við
klukkustund, og hefjast sem fyrr
segir kl. 17.
Annað
að stjórna
en að
spila
Strengjasveit Listaháskóla Íslands á æfingu með stjórnanda sínum, Gunnari Kvaran.
Morgunblaðið/Golli
Í GALLERÍINU og versluninni
Arctic Glass við Holmbladsgade 23 í
Amager, Kaupmannahöfn, stendur
nú yfir sýning á handverki og listiðn-
aði sex Íslendinga. Verkin eru eftir
Ragnhildi Magnúsdóttur, Ólöfu Erlu
Bjarnadóttur, Kristínu Sigfríði Garð-
arsdóttur, Geggu (Helgu Birg-
isdóttur), Philippe Ricart og Þóreyju
S. Jónsdóttur. Galleríið rekur Pía
Rakel Sverrisdóttir glerlistamaður.
Hún hefur undanfarið unnið að hönn-
unarverkefni með endurunnið
gluggagler sem hún fékk styrk frá
Byøkologisk Fond í Danmörku til að
vinna að. Sýningin stendur til 7. mars.
Listiðnaður Íslendinga
í Kaupmannahöfn