Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 35 ALLTAF BETRA VERÐ Í VEIÐIHORNINU OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17 Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs Ódýrustu byssuskáparnir á markaðnum? 3 mm stál, boltalæsing með 5 25 mm boltum, innfelldar lamir, gataðar fyrir veggfestingar. Geymdu skot- vopn í öruggum, viðurkenndum skápum frá Veiðihorninu. Allar upplýsingar í símum 551 6760 og 568 8410 eða á www.veidihornid.is. Nú geymir þú ekki byssurnar undir rúmi lengur. Frábært pakkatilboð á 3" pumpu Frábært pakkatilboð á 3" pumpu. Norinco pumpa, 28" hlaup, 3" skot, ólarfest- ingar, ól, 3 þrengingar, hörð plasttaska, 250 skeet skot og 150 leirdúfur. Verð aðeins 38.900 fyrir allt þetta. Góð byssa fyrir byrjendur eða í slarkið. Fáir pakkar í boði. www.veidihornid.is Sage flugustangapakki á frábæru tilboðsverði Sage grafit 2, diskabremsuhjól, uppsett flotlína m. baklínu og taumatengi. Aðeins 29.900 fyrir allt þetta. Sage er ein vinsælasta stöngin á markaðnum, það er ekki tilviljun. Sage VPS 14 feta tvíhenda, diskabremsuhjól og Rio lína m. skiptanlegum sökkendum. Aðeins 59.900. 40 gerðir af Sage stöngum á lager í Veiðihorninu Sumarið er handan við hornið Loksins frábær veiðimynd frá Íslandi á DVD. Góð blanda af veiði og flugukastkennslu með Henrik Mortensen. Myndin er tekin upp á Íslandi, við Rangárnar, Hafralónsá, Miðfjarð- ará og Laxá á Ásum. The Perfect Cast er til á VHS myndbandi (65 mínútur) og DVD (90 mínútur). Styttu þér bið- ina eftir stórkostlegu sumri og náðu þér í eintak í Veiðihorninu strax í dag. VHS kr. 2.990. DVD kr. 3.880. Lærðu að hnýta heima 2 ný íslensk kennslumyndbönd í fluguhnýtingum. Hvergi meira úrval af fluguhnýtingaefni og verkfærum frá Whiting, Veniard, Hareline, Dr. Slick, Sprit River og fleirum. Alltaf betra verð í Veiðihorninu. Námskeiðin hafin, leiðbeinendur Sigurjón Ólafsson og Sigurður Pálsson. Skráning í símum 551 6760 og 568 8410 eða veidihornid@veidihornid.is. Alltaf meira úrval í Veiðihorninu - Opið í dag 13-17 Frábært rifflatilboð 22 Cal Norinco riffill með griplás (lever action). 15 skota, 6x40 mm sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 Sellier & Bellot skot - Frábært verð, aðeins 34.990 fyrir allt þetta. Nýtt! Veiðimynd frá Íslandi á DVD Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin. Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábær- ir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11. mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Skattar innifaldir. Verð m.v. netbókun. Bókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Aðeins 10 herbergi í boði á þessu tilboði Helgarferð til Prag 11. mars frá kr. 29.950 STRENGJASVEIT Listaháskóla Íslands heldur tónleika í Neskirkju í dag, sunnudag, kl. 17.00. Á efnis- skránni eru þrjú verk, Divertimento eftir Mozart, Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Bachiana Brasileira nr. 5 eftir Heitor Villa- Lobos, fyrir átta selló og sópran, en það er Þórunn Elín Pétursdóttir sem syngur með sellóunum. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Kvaran sellóleikari, segir að enn sem komið er sé hljómsveitin ekki rekin á föstum grundvelli, til þess séu nemendur tónlistardeild- arinnar enn of fáir. „Mér finnst samt nauðsynlegt að það sé einhver hljómsveitarstarfsemi í gangi í skól- anum, þannig að í fyrra, þegar við héldum hliðstæða tónleika, fengum við til liðs við okkur fólk úr öðrum tónlistarskólum, þannig að við vor- um með um sextán manna strengja- sveit. Núna er sveitin skipuð rúm- lega tuttugu krökkum, og við höfum aftur leitað til nemenda úr öðrum tónlistarskólum, sem eru komnir á efri stig námsins. Það vildu allir mjög gjarnan vera með, og það hef- ur verið mjög gaman að vinna að þessum verkefnum.“ Gunnar Kvaran er best þekktur sem sellóleikari og einn meðlima Tríós Reykjavíkur. En hann á sér draum um annað hlutverk í tónlist- inni, með sellóleiknum. „Fólk spyr kannski hvað þessi maður sé að standa upp úr selló- stólnum og baða út öllum öngum og stjórna. En ég verð að viðurkenna það, að það hefur alltaf blundað í mér löngunin til að stjórna. Ég var með litla strengjasveit í Tónlistar- skólanum í Garðabæ í nokkur ár, og hafði mjög gaman af. Ég var líka með sellósveit í Tónlistarskólanum í Reykjavík í nokkur ár, og við spil- uðum meðal annars á Listahátíð. En svo datt þetta uppfyrir, en innst inni var ég með þessa bakteríu og fann að það gæti verið gaman að stjórna. Í fyrra þegar við byrjuðum með strengjasveitina hér fannst mér það mjög gaman og krefjandi; það er allt önnur hlið á því að músísera að standa frammi fyrir hljómsveit en að spila, en mjög spennandi. Krakk- arnir eru líka yndislegir og ánægju- legt að vinna með þeim.“ Gaman að spila Mozart í hljómsveit Gunnar kveðst vona að hin unga tónlistardeild Listaháskólans vaxi svo fiskur um hrygg, að hún stækki, – að strengjunum fjölgi, en einnig blásurum og öðrum hljóðfæraleik- urum. „Ef ekki er hægt að fullmanna sveit frá Listaháskólanum finnst mér þó mjög jákvætt að geta leitað til annarra skóla, og hafa samvinnu. Það er mikilvægt á allan hátt að það sé samvinna á milli skólanna.“ Þær Júlía Mogensen sellónem- andi, Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðlunemandi og Gunnhildur Daða- dóttir fiðlunemandi leika allar með strengjasveitinni. Þær eru ánægðar með það fyrirkomulag sem nú er á hljómsveitinni, og segja það gott að hafa hljómsveitarnámskeið og læra mikið í stuttan tíma og halda svo tónleika. Það sé jafnvel ákjósanlegra en að vera í hljómsveitartímum allan veturinn. Og þessi háttur er líka hafður á hjá hljómsveitum atvinnu- manna. Og þær eru ánægðar með nýliðið námskeið og verkin sem æfð voru. „Maður spilar svo sjaldan Mozart í hóp, að það er sérstaklega ánægju- legt. Ég hef að minnsta kosti ekki gert mikið af því,“ segir Júlía, og Gróa tekur undir það. „Það er líka óalgengara að hljómsveitir á efri stigum spili Mozart. En þetta er mjög skemmtilegt.“ Gunnhildur seg- ir að Mozart sé lúmskt krefjandi. „Það er alveg hægt að láta yngri krakka spila verkin hans, – en það er þá meira bara að komast í gegnum nóturnar.“ Gróa þekkti verk Magnúsar Blön- dals fyrir, en hinar ekki, – hún spil- aði það með strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum. „Þetta verk kom mér svolítið á óvart, því hljóðfærasamsetningin er mjög spennandi,“ segir Júlía. „Það er skemmtilegt hvernig Magn- ús notar strengina á annan hátt en maður býst við. Selestan spilar til dæmis aldrei með strengjunum, – hún er alltaf með alveg sóló.“ Stúlk- urnar eru sammála um að laglínur Magnúsar í Adagio séu fallegar og verkið sé á margan hátt ólíkt fyrri verkum hans. Bachianas Brasileiras eru vafalít- ið þekktustu verk Heitors Villa- Lobos, og sú númer 5 er eitt ástsæl- asta verk síðustu aldar. Það er samið fyrir sópransöng- konu og sellósveit. Píanóleikarar segja stundum að það sé allt öðruvísi að spila með söngvurum en hljóð- færaleikurum. En á það líka við um hljómsveit, sem leikur með söngvara? „Mér finnst það allt öðruvísi,“ segir sellist- inn Júlía. „Það eru á suman hátt minni not fyrir stjórnandann, – söngkonan er einleikarinn og hlut- verk hljómsveitarstjórans er kannski meira það að samræma hljómsveitina því sem söngkonan gerir.“ Framundan hjá stelpunum eru tónleikar tónsmíðadeildarinnar, þar sem tónsmíðanemar opinbera verk sín í leik samnemenda í skólanum. En tónleikarnir í Neskirkju í dag eru öllum opnir, taka innan við klukkustund, og hefjast sem fyrr segir kl. 17. Annað að stjórna en að spila Strengjasveit Listaháskóla Íslands á æfingu með stjórnanda sínum, Gunnari Kvaran. Morgunblaðið/Golli Í GALLERÍINU og versluninni Arctic Glass við Holmbladsgade 23 í Amager, Kaupmannahöfn, stendur nú yfir sýning á handverki og listiðn- aði sex Íslendinga. Verkin eru eftir Ragnhildi Magnúsdóttur, Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, Kristínu Sigfríði Garð- arsdóttur, Geggu (Helgu Birg- isdóttur), Philippe Ricart og Þóreyju S. Jónsdóttur. Galleríið rekur Pía Rakel Sverrisdóttir glerlistamaður. Hún hefur undanfarið unnið að hönn- unarverkefni með endurunnið gluggagler sem hún fékk styrk frá Byøkologisk Fond í Danmörku til að vinna að. Sýningin stendur til 7. mars. Listiðnaður Íslendinga í Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.