Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 27
aði að komast til náms í skólanum. Unnsteinn Ólafsson, þáverandi skólastjóri, gaf mér leyfi til að taka vorprófin þetta árið og það gekk, þótt það væri erfitt. Skáldlegir straumar í Frumskógum Meðan ég stundaði námið í Garðyrkjuskólanum, sem tók þrjú ár, bjuggum við Ásta í Frumskóg- um 8 í Hveragerði, sem var 32 fer- metra timburhús á mjög stórri lóð og höfðum þá eignast fjögur af sex börnum okkar. Það var mjög skemmtilegt ná- grenni í Frumskógum, beint á móti okkur bjó Kristmann Guðmunds- son. Á aðra hlið var Kristján frá Djúpalæk en hús Jóhannesar úr Kötlum á hina, en hann var farinn þegar við komum.“ „Ás á nú öll þessi hús núna og rekur dvalarheimili í þeim,“ skýtur Ragnhildur inn í frásögnina. „Það voru sannarlega skáldlegir straumar í kringum okkur Ástu í Frumskógunum,“ heldur Guðleifur áfram. „Séra Helgi Sveinsson var líka nágranni okkar, sem og séra Gunnar Benediktsson. Kristmann var seigur í garð- yrkjunni, hann á sinn stað í sögu íslenskrar garðyrkju, hann flutti mikið inn af nýjum plöntum, eitt af því sem hann innleiddi var t.d. fag- urlaufamispill sem hann kallaði en nú nefnist gljámispill. Hann kom plöntunum til en gróðrarstöðvar komu þeim í ræktun og sölu. Kristmann skrifaði eina garðyrkju- bók. Hann bar sig alltaf vel þegar almennir borgarar komu í heim- sókn til að skoða garðinn hans, þá runnu upp úr honum latnesk nöfn á plöntunum, en hann var hlé- drægari þegar garðyrkjumenn áttu í hlut, hann átti nefnilega til að rugla saman hinum latnesku nöfnum. Rósir voru mikið ræktaðar í gróðrarstöðinni sem ég starfaði við, svo kom um 1960 mikið hret í júní, ég óð snjóinn upp í ökkla þeg- ar ég fór í vinnuna, þá þurrkaðist út um helmingur af þeim tegund- um sem verið var að rækta af rós- um. Þegar við höfðum búið í Frum- skógum í tvö ár þá bauð Gísli Sig- urbjörnsson mér vinnu hjá sér hérna í Ási og frítt húsnæði. Ég átti þá eftir eitt ár í skólanum og sló til. Við hjónin vorum þá 28 ára. Árið 1963 bauð Keflavíkurbær mér stöðu garðyrkjustjóra og ég þáði það starf og stundaði það í 20 ár. Ég starfaði í 18 ár í viðbót hjá Keflavíkurbæ. Gerði æskuheimili sitt að sumarbústað Við byggðum okkur einbýlishús í Keflavík sem við bjuggum lengi í og ræktuðum fallegan garð við, síðar fluttum við í tvíbýli þar sem við bjuggum þar til við fórum hingað. Á þessum árum vorum við líka með plöntusölu sem Ásta sá að mestu um. Við höfðum opið alla daga vikunnar og ræktuðum sjálf fjölmargar tegundir, m.a. fjölærar jurtir og víði. Áhugi á garðrækt var almennur í Keflavík á þessum árum og oft á kvöldin þegar ég var að fara í aukavinnuna var erfitt að komast á áfangastað því svo margir þurftu að spyrja mig ráða.“ Guðleifur tók snemma að teikna garða, var einn af frumkvöðlum á því sviði á Íslandi og hafði mikið umleikis. „Ég vann alla daga, öll kvöld og allar helgar um árabil, ævin hefur liðið eins og örskot,“ segir hann. „Ég varð að leggja ættfræði- grúskið til hliðar í ein fimmtán ár til að sinna garðyrkjunni og rækt- unarstörfum. Nú eigum við hjónin sumarbú- stað hér í nágrenningu. Ég lét flytja hingað austur gamla húsið sem ég ólst upp í ásamt þremur systrum mínum í Keflavík, það er 34 fermetrar. Ég missti föður minn tíu ára og móðir mín vann fyrir barnahópnum við verka- kvennastörf. Ég fór að vinna fyrir heimilinu líka þegar ég var tólf ára og það kom því aldrei til greina að ég kæmist í langskólanám. Mér fannst oft erfitt á haustin þegar dundu yfir auglýsingar um alls kyns skólanám. Ég læknaðist af langskólalönguninni þegar ég fór í Garðyrkjuskólann 27 ára,“ segir hann. Ástríður ólst heldur ekki upp í stórhýsi eða átti kost á langskóla- göngu. „Við vorum átta systkinin og sváfum öll saman í einni baðstofu þegar ég var krakki. Um aðra skólavist en sveitaskólann var ekki að ræða. Þegar ég var 16 ára fékk ég tilboð um að vinna í eldhúsinu í skólanum í Haukadal sem Sigurð- ur Greipsson rak og fá skólavist í kaupbæti – en foreldrar mínir gátu ekki misst mig frá búskaparstörf- unum svo ég varð af þessu. Ég neita því ekki að mér þótti það leiðinlegt,“ segir Ástríður. Ekki er þó annað að sjá en þau hjónin hafi skilað drjúgu starfi þrátt fyrir að hafa ekki getað notið þeirrar skólagöngu sem hugur þeirra stóð til á æskuárum. Þau hafa komið upp sínum sex börnum og eiga nú stóran hóp afkomenda, auk þess sem Keflavík og nágrenni ber handarverkum þeirra beggja ríkuleg ummerki hvað gróður snertir. En leiðist ykkur ekkert að vera sest í „helgan stein“? spyr blaða- maður hátíðlegur í bragði. „Þetta er nú raunar timburhús – hingað hefur hugur minn staðið til að fara svo árum skiptir svo ég sé ekki eftir neinu,“ svarar Guðleifur. „Við seldum húsið okkar á fáum dögum og fengum tilboð um íbúð hér um sama leyti. Þetta gekk allt eins og í sögu.“ Vildir þú líka fara burtu frá Keflavík. Búa þar ekki börn og barnabörn? spyr ég Ástríði. „Þetta er nú ekki nema klukku- tíma akstur, við förum að minnsta kosti vikulega til Keflavíkur,“ seg- ir Guðleifur. „Ég var búin að samþykkja þetta og þá var ekki hægt annað en láta slag standa,“ segir Ástríð- ur. „En auðvitað get ég ekki leng- ur skroppið til þeirra í morgun- kaffi eins og ég gerði gjarnan,“ bætir hún við. „Við erum bæði mikið á fartinni hérna og þekkjum marga,“ segja þau Guðleifur og Ástríður og leggja áherslu á að þau uni þessum skiptum bæði vel og finnist tilvera sín í Ásum 7 harla þægileg. „Það eina sem skyggir á þetta er vissan um að ef að annað hvort okkar fellur frá verður hitt að flytja sig til, en það verður víst seint á allt kosið í þessu lífi, kost- irnir eru yfirgnæfandi, allir eru boðnir og búnir að aðstoða okkur og við finnum til mikils öryggis hér, það er fyrir miklu. Svo horf- um við til þess með gleði að geta farið að sýsla í sumarbústaðnum þegar vorar. Þegar við vorum á Kanaríeyjum í vetur fannst okkur bara eins og við hefðum skipt um hótel,“ segja þau hress í bragði og með það kveðjum við Ragnhildur þessi starfsömu hjón. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir eru harla góður kostur Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir F.v. Guðleifur, Ástríður, kona hans, og Ragnhildur, hjúkrunarframkvæmdastjóri í Ási. Guðleifur og Ástríður með börn sín 1969. F.v. Sigurður, Ásta, Ástríður, Margrét, Hjörtur, Guðleifur, Sigurjón og Ragnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.