Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 63
CHICAGO á bannárunum er sögusvið myndarinnar Aðal- hlutverk: Rosa Furr sem frumsýnd verður í kvöld á kvikmyndahátíðinni Hinsegin bíódögum sem standa yfir í Regnboganum um þessar mundir. Leikstjóri hennar er Lára Martin sem búsett er í Los Angeles en er stödd hér á landi í tilefni af hátíðinni. Með myndinni segist Lára fyrst og fremst vera að endur- skrifa söguna með því að gefa lesbíum, hommum og svörtu fólki hlutverk, hér fá þeir kyn- þættir og þær kynhneigðir sem aldrei birtust í aðal- hlutverkum að baða sig í sviðs- ljósinu. „Á þessum tíma, þriðja ára- tugnum, máttu svartir til dæmis ekki sjást í kvikmynd- um og því léku hvítir alltaf svart fólk. Ég blanda hins veg- ar saman öllum gerðum af fólki. Hér er allt frjálst, ekki þessi lygi sem við lesum um í sögunni,“ segir Lára. Í myndinni segir frá þjón- ustustúlkunni Emmu West sem verð- ur vitni að morði en verður síðan ást- fangin af leikkonu nokkurri í San Francisco. Mikil ádeila er falin í myndinni en samt er þetta gam- anmynd. „Ef maður ætlar að koma með ádeilu verður maður að nota húmor, þannig er best að koma henni á framfæri.“ Tekin hægt eins og gamlar myndir Lára hefur alla tíð haft mikinn áhuga á kvikmyndum og byrjaði að taka sína fyrstu mynd á Súper 8 tökuvél föður síns þegar hún var tólf ára. Hún nam kvikmyndagerð við Californian Institute of the Arts í Los Angeles og hefur starfað í Bandaríkj- unum um árabil. Lára hefur sérstakt dálæti á gömlum myndum og er þessi mynd hennar óður til þeirra. Hún er tekin í anda þöglu myndanna, m.a. var hún tekin hægar en almennt er gert í dag svo hún virki eins og gaml- ar myndir sem eru alltaf sýndar á of miklum hraða í okkar vélum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndasögu og skoðað hana mik- ið útfrá því hverjir hafa verið teknir inn í „kanónuna“ og hverjir týnst og gleymst. Til dæmis er mjög fróðlegt að bera saman karl- og kvenleik- stjóra í þessu tilliti.“ Myndin er tileinkuð skemmtikraftinum Jos- ephine Baker og segir Lára tvær aðalpersón- urnar tvær innblásnar af henni. „Hún var svo frjáls og skemmtileg og baðst aldrei afsökunar. Enda var hún of mögnuð fyrir Bandaríkjamenn og flæmd þaðan en Frakkar aftur á móti elskuðu hana.“ Ekki einsleitur þjóðflokkur – Skiptir svona hátíð miklu máli fyrir málstað samkynhneigðra? „Auðvitað! Það er fátt sem skiptir meira máli en listin. Hún eflir ekki bara andann heldur eykur líka skiln- ing og samkennd. Svona jaðarmenn- ing, ef ég flokka þessar myndir þann- ig, hefur líka áhrif á meginstraums-menninguna.“ Hún bætir við að listin sýni líka fjölbreytnina sem getur verið innan ákveðins menningarkima. „Það er sama hjá samkynhneigðum og gagn- kynhneigðum að við erum ekkert bara einhver einn þjóðflokkur. Ég get þess vegna átt miklu meira sam- eiginlegt með svörtum manni í New York eða hvítum bónda í Síberíu heldur en lesbískri konu.“ Verður kannski árleg hátíð Lára segist mjög ánægð með há- tíðina og segir vel að henni staðið. Sjálf segist hún ætla að reyna að sjá allar myndirnar en spenntust er hún fyrir myndunum Bróðir og ut- angarðsmaður, Pabbi og Pápi sem fjallar um samkynhneigða feður og börnin þeirra og Róttækum hljómum sem er heimildarmynd um frum- kvöðla í kvennarokkinu í Bandaríkj- unum. „Þetta er frábær hátíð. Ef að- sóknin verður góð er líka ætlunin að hafa þetta árlegt. Ég vona að svo verði en ef miðað er við opnunar- kvöldið ætti það vel að geta orðið, það var fullt út úr dyrum, mikið fjör og allir svo glaðir.“ „Best að koma ádeilu á framfæri með húmor“ Aðalhlutverk: Rosa Furr frumsýnd í kvöld Lesbíur, hommar og svertingjar baða sig í sviðsljósinu í myndinni Aðalhlutverk: Rosa Furr. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við leikstjórann, Láru Martin, sem segir listina gríð- arlega mikilvæga í réttindabaráttu samkynhneigðra. Morgunblaðið/Golli Lára Martin er að endurskrifa söguna með samkynhneigðum og svert- ingjum í aðalhlutverkunum sem þeir fengu aldrei. Myndin er sýnd í dag sunnudag kl. 18 og föstudaginn 12. mars kl. 20. Lára Martin mun verða á staðnum og spjalla við gesti að sýningu lokinni. bryndis@mbl.is Á þessum tíma, þriðja áratugnum, máttu svartir til dæmis ekki sjást í kvikmyndum og því léku hvítir alltaf svart fólk. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.