Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarð- arinnar,“ segir Guð við Nóa í Fyrstu Mósebók, og heitir því að aldrei framar munu flóð eyða jörðina. Flóð valda að vísu usla víða um heims- byggðina, en víst er að allsstaðar birtir yfir mannfólkinu þegar styttir upp, sólstafir stingast gegnum skýjahelluna og regn- boginn birtist á himni. Það létti líka yfir Reykvíkingum í vik- unni, þegar hlýir vindarnir minntu menn á gróanda og vor. Fólk skondraði í miðborgina, og lét sem vorið væri komið þótt marsmánuður væri rétt nýhafinn. Sólin endurkastaðist af lit- ríkum bárujárnshúsum og ljósið brotnaði í glerinu fyrir útstill- ingum verslananna. Ungabörn í vögnum, unglingar veifandi farsímum, rólyndislegir elliliífeyrisþegar og launafólk á hrað- ferð; margir virtust eiga erindi í miðborgina. Ómar Óskarsson ljósmyndari var einnig á ferðinni og myndaði stemninguna. Morgunblaðið/Ómar Litagleði: Litsterkur regnboginn virðist rísa upp af Laugaveginum eða Skuggahverfinu; litrík bárujárnshúsin skína í sólarglennunni. Útstilling: Auðvelt er að gleyma sér yfir útstillingum verslananna, hvort sem horft er á garn, gljáandi skótau eða gleraugu. Í tvíburakerru: Biðin eftir foreldrunum getur tekið á taugarnar.Vinafundur: Gylliboð verslana trufla ekki samræðurnar. Rispur Söfnun: Dósasafnari bíður eftir græna gangbrautarkarlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.