Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„Boga minn set ég í skýin, að hann sé
merki sáttmálans milli mín og jarð-
arinnar,“ segir Guð við Nóa í Fyrstu
Mósebók, og heitir því að aldrei framar
munu flóð eyða jörðina. Flóð valda að vísu usla víða um heims-
byggðina, en víst er að allsstaðar birtir yfir mannfólkinu þegar
styttir upp, sólstafir stingast gegnum skýjahelluna og regn-
boginn birtist á himni. Það létti líka yfir Reykvíkingum í vik-
unni, þegar hlýir vindarnir minntu menn á gróanda og vor.
Fólk skondraði í miðborgina, og lét sem vorið væri komið þótt
marsmánuður væri rétt nýhafinn. Sólin endurkastaðist af lit-
ríkum bárujárnshúsum og ljósið brotnaði í glerinu fyrir útstill-
ingum verslananna. Ungabörn í vögnum, unglingar veifandi
farsímum, rólyndislegir elliliífeyrisþegar og launafólk á hrað-
ferð; margir virtust eiga erindi í miðborgina. Ómar Óskarsson
ljósmyndari var einnig á ferðinni og myndaði stemninguna.
Morgunblaðið/Ómar
Litagleði: Litsterkur regnboginn virðist rísa upp af Laugaveginum eða Skuggahverfinu; litrík bárujárnshúsin skína í sólarglennunni.
Útstilling: Auðvelt er að gleyma sér yfir útstillingum verslananna, hvort sem horft er á garn, gljáandi skótau eða gleraugu.
Í tvíburakerru: Biðin eftir foreldrunum getur tekið á taugarnar.Vinafundur: Gylliboð verslana trufla ekki samræðurnar.
Rispur
Söfnun: Dósasafnari bíður eftir græna gangbrautarkarlinum.