Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 13 Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Velkomin í ævintýraheim Fe rð ab æk lin ga Ku on i er að fin na á m ör gu m be ns ín st öð vu m ES SO Lj ós m yn d K U O N I Tæland er sannarlega eitt besta sólarland í heimi þar sem sólin, sjórinn, gestrisnir heimamenn, hagstætt verðlag og stórfeng- legur menningararfur eru ávísun á einstaka upplifun. Aldrei fyrr hafa Tælandsferðir verið jafn hagstæðar.* Eftirfarandi dagsetningar eru í boði: 28. apríl (uppselt) • 5. maí (uppselt) • 26. maí (uppselt) • 2. júní (4 sæti laus) NÚ MÖGULEIKI Á 3 VIKUM Á AÐEINS 107.990 KR. ** Verð miðast við tvíbýli á City Beach Resort og staðgreiðslu ferðakostnaðar innan viku frá bókun. Ekki er unnt að framlengja dvöl í Tælandi eða í Kaupmannahöfn. Verðdæmi til Tælands (2 vikur) Sólarvinin Hua Hin Frá Íslandi: 89.990 kr. - 2. júní 110.200 kr. - 28. júlí 107.900 kr. - 4. ágúst Frá Khöfn: 78.900 kr. - 3. júní 84.700 kr. - 29. júlí 82.400 kr. - 5. ágúst Gleðibærinn Jomtien Frá Khöfn: 77.700 kr. - 2. júní 83.500 kr. - 28. júlí Ferð til Phuket og Bangkok Frá Khöfn: 85.900 kr. - 7. maí 88.200 kr. - 28. maí 89.400 kr. - 13. ágúst Tvær vikur í sólarparadísinni Hua Hin í Tælandi fyrir aðeins: 89.990 kr. á mann** með öllum sköttum! *Verðdæmi miðast við gengisskr. 12. febrúar 2004. Öll verðdæmi eru verð á mann í tvíbýli og miðast við upp gefnar brottfarir. Íslenskur fararstjóri frá 1. apríl BOULASSEL Belkacem hefur upplifað bæði góða og slæma tíma í Alsír á þeim 42 árum sem liðin eru síðan hann fagnaði sjálfstæði lands- ins. Frá því þjóðin braust undan nýlendustjórn Frakka hefur hún gengið í gegnum strangan sósíal- isma, herstjórn, lýðræði og 12 ára blóðuga íslamska uppreisn sem hefur kostað 150 þúsund manns líf- ið. Núna er þessi næstfjölmennasta arabaþjóð heims tilbúin fyrir nýtt tímabil er hún gengur að kjörborð- inu í forsetakosningum 8. apríl. „Þetta var tóm eymd. Við vorum eins og dýr,“ segir hinn 67 ára gamli Belkacem er hann minnist sjálfstæðisbaráttu Alsírmanna sem stóð yfir í átta ár. Ástandið er kannski ekki eins og best verður á kosið núna en Belkacem er ánægð- ur þar sem hann selur sígarettur og sykraðar hnetur á torginu. Dætur hans sex eru allar giftar og synir hans sex hafa allir vinnu. „Einn þeirra er í fataiðnaðinum,“ segir hann stoltur. Margir af hinum 32 milljónum íbúa landsins myndu líklega öfunda Belkacem. Mikið atvinnuleysi og húsnæðisskortur eru í landinu auk þess sem spilling er mikil. Íbúunum fjölgar ört og þrír fjórðu þjóðarinn- ar eru undir þrítugu, að sögn AP- fréttatofunnar. Bjartari tímar í efnahagsmálum gætu þó verið framundan að mati tímaritsins The Economist. Landið er mjög auðugt af olíu og gasi og líkur eru á að heimsmarkaðsverð á olíu muni haldast hátt á næstunni. Fram kemur að langt sé í að ástandið geti talist gott en blaðamaður ritsins telur að þjóðin hafi komist yfir versta hjallann og geti nú horft fram á við. Alsír slapp fyrir horn þegar ísl- ömsk uppreisn braust út árið 1992, eftir að her landsins ógilti kosning- ar sem íslamskir harðlínusinnar höfðu unnið. Þegar uppreisnin stóð sem hæst á tíunda áratug síðustu aldar voru um 1.200 manns drepnir í hverjum mánuði. Blóðbaðið hefur minnkað stórlega síðan þá en því er ekki lokið. Á síðasta ári létu 600 manns lífið í átökum á milli ísl- amskra uppreisnarmanna og ör- yggissveita á vegum stjórnarinnar. Herinn lofar að grípa ekki inn í „Alsírska þjóðin hefur náð að standa versta veðrið af sér. Hún er buguð og sár og almenningur hefur miklar áhyggjur – en þjóðin stend- ur enn í fæturna,“ segir Hugh Ro- berts, sérfræðingur í málum Norð- ur-Afríkuríkja við London School of Economics. Með kosningunum í apríl reynir á hið brothætta lýðræði sem verið hefur, reyndar með hléum, í Alsír. Herinn, sem er mjög valdamikill, hefur lofað að vera hlutlaus og ekki grípa til aðgerða þrátt fyrir að ísl- amskir frambjóðendur sigri. Flest- ir stjórnmálaskýrendur telja að leikurinn frá 1992 muni ekki end- urtaka sig. Forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika, hefur ekki tilkynnt að hann muni bjóða sig fram en búist er við því að hann geri það fljótlega. Bouteflika, sem komst til valda árið 1999, hefur komið á nokkrum efna- hagslegum umbótum, leyft tiltölu- lega frjálsar þingkosningar og fjöl- miðlar hafa að miklu leyti fengið að vera frjálsir, að því er fram kemur í The Economist. Þar segir að Bouteflika hafi not- að sér andstöðu gegn herskáum ísl- ömskum hópum í heiminum og því hafi farið lítið fyrir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar hans að undanförnu. Hann hefur staðið með Bandaríkjamönnum í hinu svo- kallaða stríði gegn hryðjuverkum og hjálpað þeim að nálgast upplýs- ingar. Andstæðingar hans saka hann um að traðka á lýðræðinu með því að ráðast gegn fjölmiðlum, hindra umbætur og safna um sig óþokk- um. Talið er líklegt að hann verði endurkjörinn í kosningunum í apríl. Sumir mótframbjóðendur hafa þegar hætt við að bjóða sig fram gegn honum og segja að hann sé ósigrandi á meðan hann hafi herinn á bakvið sig. Margir hryðjuverkamenn frá Alsír Sá mikli uppreisnarhugur sem býr í sumum landsmönnum hefur leitt til þess að Alsír hefur getið af sér hryðjuverkamenn. Flestir þeir sem handteknir hafa verið í Evrópu vegna gruns um hryðjuverk hafa komið frá Alsír. Þá var Ahmed Ressam, alsírskur al-Qaeda-liði í Kanada, sakfelldur fyrir að hafa ætlað að koma fyrir sprengju á flugvellinum í Los Angeles um ár- þúsundaskiptin. Vitorðsmaður hans er í gæsluvarðhaldi í Alsír. Á tíunda áratug síðustu aldar komu íslamskir uppreisnarmenn frá Alsír fyrir sprengju í neðanjarðarlesta- kerfi Parísarborgar sem olli dauða átta manns og særði meira en tvö hundruð. Reuters Ungar stúlkur í Alsír með spjöld, skreytt áletrunum úr Kóraninum. Þær biðu þess að Abdelaziz Bouteflika forseti kæmi í heimsókn í skólann. Bouteflika hefur ekki enn skýrt frá framboði sínu en talið er víst að hann fari fram. Reynir á brothætt lýðræði í hrjáðu landi Alsírbúar ganga til forsetakosninga eftir langt skeið blóðsúthellinga Alsírska þjóðin hef- ur náð að standa versta veðrið af sér. Hún er buguð og sár og almenningur hefur miklar áhyggjur – en þjóð- in stendur enn í fæturna ABU Musab al-Zarqawi, jórdanskur al-Qaeda-foringi sem Bandaríkja- menn telja að hafi skipulagt hryðju- verkin í Bagdad og Karbala í vikunni, lést í loftárásum Bandaríkjamanna fyrir nokkru. Er þessu haldið fram í yfirlýsingu 12 íraskra skæruliða- hópa. Segja þeir jafnframt að bréf, sem Bandaríkjamenn segja al-Zarq- awi hafa ritað og snúist um að kynda undir trúarstríði í Írak, sé falsað. Í bréfinu, sem var dreift í borginni Fallujah vestur af Bagdad, segir að al-Zarqawi hafi látið lífið í loftárásum Bandaríkjamanna í Sulaimaniyah- fjöllum í Norður-Írak. Hafi hann ekki getað forðað sér vegna þess, að hann var einfættur og með gervifót. Undir bréfið rituðu fulltrúar 12 skæruliða- samtaka en Bandaríkjamenn hafa áð- ur staðfest tilvist sumra þeirra. Ekki kom fram í bréfinu nákvæm- lega hvenær al-Zarqawi á að hafa lát- ist en Bandaríkjamenn gerðu loft- árásir á búðir kúrdísku öfgasamtakanna Ansar al-Islam í Sulaimaniyah-fjöllum í apríl í fyrra. Í yfirlýsingu skæruliðanna sagði, að al-Qaeda væri ekki að verki í Írak. Þangað hefðu að vísu komið margir arabar til að berjast við Bandaríkja- menn en þeim hefði verið hjálpað úr landi þar sem þeir hefðu verið byrði fyrir írösku andspyrnuna. Haft er eftir kunningja fjölskyldu al-Zarqawis í heimabæ hans í Jórd- aníu, að hann hafi verið í sambandi við hana þar til fyrir fjórum mánuð- um. Segja al-Zarqawi vera látinn Bagdad. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.