Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 31 Einn æsilegasti atburðurþorskastríðanna við Bretaátti sér stað laugardaginn26. maí 1973 þegar varð- skipið Ægir skaut ítrekað á Grimsbytogarann Everton, langt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Litlu mátti muna að togarinn sykki og leyniskjöl, sem hafa nú verið gerð opinber í Bretlandi, sýna að litlu mátti líka muna að Bretar létu hart mæta hörðu. Herskip öslaði strax á vettvang og þeir, sem stýrðu aðgerðum breska flotans á Íslandsmiðum, báðu um leyfi í London til þess að skjóta á varð- skipið. Að kvöldi dags voru ráða- menn ytra einnig komnir á fremsta hlunn með að skipa svo fyrir að Ægir skyldi tekinn með öllum til- tækum ráðum. Þá hefði hæglega getað komið til átaka og mann- skaða. Bretum fannst aðfarir Ægis bæði óþolandi og með ólíkindum, og greinilegt er að þeir vildu helst af öllu bregðast þannig við að varð- skipið yrði þeim ekki framar til ama. En samt létu þeir ekki til skarar skríða; eitthvað hélt aftur af þeim. Hér segir frá því hvað það var og hvernig atburðarásin var þennan örlagaþrungna dag í maí 1973. Hinn 1. september 1972 var fisk- veiðilögsaga Íslands færð úr 12 sjómílum í 50 og annað þorskastríð Íslendinga og Breta hófst. Bretar neituðu frá upphafi að viðurkenna útfærsluna en sendu ekki herskip á Íslandsmið, líkt og þeir höfðu gert í fyrsta þorskastríðinu 1958–61 þeg- ar lögsagan var aukin úr fjórum mílum í tólf. Að vísu voru óvopnuð verndarskip og dráttarbátar bresku togurunum til halds og trausts en í þeim var lítið gagn og þegar kom fram í miðjan maí 1973 voru togaramennirnir búnir að fá sig fullsadda á togvíraklippingum og öðru áreiti varðskipanna. „Það er erfitt að lýsa því hvað strákun- um um borð hjá okkur er heitt í hamsi,“ sagði einn skipstjórinn um hádegisbil laugardaginn 19. maí og krafðist þess fyrir hönd togaraflot- ans að sjóher hennar hátignar kæmi og skakkaði leikinn. Annars myndu þeir allir sigla heim. Ísland hefði þá unnið fullan sigur í þessari deilu. Til þess máttu ráða- menn í London ekki hugsa og síð- degis sigldu herskip inn í fiskveiði- lögsöguna til verndar togurunum. Bresku sjómennirnir kættust og léku ættjarðarlög í talstöðvum sín- um – Rule Britannia og Land of Hope and Glory. Þáttaskil höfðu orðið í þorskastríðinu. „Til fjandans með þær, ég er farinn þangað sem fiskast!“ Herskipavernd Breta gat aðeins virkað ef togararnir héldu sig í ná- munda við verndara sína. Ætlunin var að þeir veiddu í sérstökum hólfum líkt og í fyrsta þorskastríð- inu, og fyrstu dagana eftir að her- skipin fóru inn fyrir fiskveiðimörk- in héldu þeir hópinn nálægt Hvalbak undan Austfjörðum. En fljótt kom á daginn að skipstjór- unum var mjög í nöp við þetta fyr- irkomulag. Þeir vildu hafa frelsi til að veiða þar sem þeir töldu afla að fá og skipherrar herskipanna áttu í stökustu vandræðum með að hafa hemil á þeim. HMS Plymouth var eitt herskipanna og þarna á mið- unum töluðu Bretarnir um að „f…ing Plymouth“ væri ekki hótinu skárri en „the f…ing gun- boats“, bannsett varðskipin. Föstudagsmorguninn 25. maí var komin upplausn í liðið. Nokkrir togarar héldu norður á bóginn, sumir í fylgd tveggja verndarskipa en þrír fóru einir síns liðs. Þeirra á meðal var togarinn Everton GY-58. Þar var skipstjóri George Mussell frá Cleethorpes, næsta bæ við Grimsby. Mussell var fjörutíu ára gamall og var þá eins og nú hress karl og viðkunnanlegur, og sjómað- ur af lífi og sál. Hann gekk undir viðurnefninu „Cockle“, eða skel, en það var vegna þess að eftirnafn hans þýðir kræklingur og þótti mönnum fyndið að spyrða þetta tvennt saman, svo úr varð „Cockle“ Mussell, kræklingur og skel. Mussell hafði verið á Íslandsmið- um í yfir tvo ára- tugi, þekkti fiski- miðin eins og lófann á sér og átti sína uppá- haldsstaði, suma innan tólf mílna línunnar og alla auðvitað innan 50 mílnanna. Enginn myndi skipa honum til og frá, hvorki varðskip né herskip. Mussell hafði gengið illa fyrir austan land og var staðráðinn í að leita fyrir sér ná- lægt Grímsey þar sem hann þóttist eiga von um góðan afla. „Til fjand- ans með þær,“ sagði hann um frei- gátur sjóhersins um leið og hann tók kúrsinn norður. „Ég er farinn þangað sem fiskast!“ Næsta morgun, laugardaginn 26. maí, kom Nimrod-herþota Breta auga á varðskipið Ægi á vesturleið undan Rifstanga á Melrakkasléttu. Ægir var flaggskip Landhelgis- gæslu Íslands og skipherra var Guðmundur Kjærnested. Hann var reyndastur þeirra sem stýrðu skip- um gæslunnar um þessar mundir og svo dugmikill í baráttunni að sum- um stjórnmálamönn- um og embættis- mönnum á Íslandi, sem vildu hafa „gott veður“ á miðunum þegar reynt væri að semja við Breta um lausn deilunnar, var nóg um. Skipherrum bresku frei- gátanna þótti vitaskuld slæmt að frétta af Ægi þarna, með nokkra togara á tvístri á svipuðum slóðum. „Ægir er að skjóta á okkur!“ Um hádegisbil fannst þeim svo heldur betur syrta í álinn. Varð- skipið stóð Everton að verki á Sporðagrunni, um 15 mílur norð- vestur af Grímsey. Togarinn var nýbúinn að taka trollpokann um Þorskastríðin eru áhuga- verður hluti íslenskrar nú- tímasögu og hefðu efalítið getað farið á annan veg ef við aðra andstæðinga hefði verið að etja. Guðni Th. Jóhannesson rifjar upp er Bretar ætluðu að ná varðskipinu Ægi á sitt vald í þorskastríðinu 1973. Okkar bestu óvinir ÁTÖK Ægis við breska togarann Everton vöktu mikla athygli og ekki hvað síst sökum drengskap- arins og kurteisinnar sem ein- kenndi þessa viðureign. Hér er gripið á nokkrum stöðum niður í viðtali sem Morgunblaðið átti við Guðmund Kjærnested, skipherra Ægis, og birt var í blaðinu 30. maí 1973. „Fyrst skutum við þremur púðurskotum að skipinu til við- vörunar, en yfirleitt skutum við úr u.þ.b. 150 m fjarlægð.“ „Þá sagði ég skipstjóranum að ég myndi skjóta föstum skotum á framskipið og bað hann að láta alla kallana fara aftur fyrir brú ... Togaraskipstjórinn þakkaði fyrir beiðnina og síðan hófum við skothríðina.“ „Þegar við fórum að skjóta á fiski- og netalestarnar bað skip- stjórinn um að fá að senda I. stýrimann til þess að athuga skemmdirnar ... Reyndar fór stýrimaðurinn alltaf fram á til að kanna skemmdirnar eftir hvert skot og skipstjórinn lýsti þeim. Ég tilkynnti þá í hvert skipti að við myndum hefja skothríð aftur og skipstjórinn svaraði alltaf: „Thank you“, „þökk fyrir.“ „Þegar tók að líða á daginn benti ég honum á það að skipið væri anzi sigið, en sá brezki var alveg gallharður á því að þrauka.“ Og spurður um hvernig honum hefði fallið við andstæðinginn svaraði Guðmundur: „Þetta var harður maður, en ákaflega kurteis og ekki hægt að segja annað en að hann hafi ver- ið sannur „gentil maður“ á sjón- um. Við gátum að sjálfsögðu sökkt skipinu t.d. með því að skjóta á vélar rúmið, en þegar menn sýna drengskap í fram- komu virðir maður það.“ „Það má að sjálfsögðu vel vera að þeir [skipverjarnir] hafi ekki orðið eins hræddir af því að við vorum svona kurteisir, en veðrið var líka svo gott og menn eru alltaf hressari í góðu veðri.“ Togarinn Everton og freigátan Júpíter norður af landinu. „Prúðmennsku og drengskap virðum við til sjós“ Varðskipið Ægir klýfur öldurnar. Átök skipsins við Everton vöktu athygli. Átök Ægis og Everton vöktu víða at- hygli fjölmiðla og var m.a. slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins ásamt viðtali við Guðmund Kjærnested skipstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.