Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 51 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 5/ 20 03 Þú segir takk fyrir! Auglýstu í Fermingablaði Morgunblaðsins Fermingablað fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. mars. Meðal efnisþátta eru: Fatnaður, hárgreiðsla, matur, blóm og skreytingar. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 mánudaginn 8. mars! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Søren vinur minn er aðflytja. Það er sunnudag-ur, hitinn rétt yfir frost-marki og himinninn heið-ur og blár yfir borginni við sundið. Við erum mættir nokkrar félagar hans og vinir til að flytja með honum búslóðina. Eig- inkonan unga hefur líka kallað systur sínar á vettvang. Börnin tvö, fjögurra og sjö ára, velkjast á milli þess að vera æst, spennt, hvefsin og innísig. Það er líka ein- kennilegt fyrir fólk á þeirra aldri að horfa upp á umhverfi sitt, her- bergin tvö og eldhúsið, allt tómt og autt. Rúmin, borðin og stólarnir úti á gangstétt. Og hvers vegna er Søren og fjöl- skylda að flytja? Hann segir sjálf- ur að það sé til að prófa eitthvað nýtt. Víkka sjóndeild- arhringinn áður en það er of seint vegna skólagöngu barnanna. Upplifa einhvern annan veruleika en þessa værukæru vel- ferð, þetta dvínandi umburðarlyndi og æ óbeinna lýðræði sem um- kringir hann hér. Það er sífellt að kvarnast úr gömlu góðu húm- anísku gildunum í núningnum við markaðsvæðinguna. Sumir segja að Søren sé póli- tískur flóttamaður. Aðrir að hann sé bara óhamingjusamur. Það fyrra virðist langsótt. Hið síðara líka. Honum vegnar vel í sínu fagi og hefur prýðilegar tekjur. Sem listamaður hefur hann aðstæður og tækifæri til að tjá sig um sam- félagið og þróun þess. Ef hann er óhamingjusamur, þá er það alltént ekki í samræmi við alkunna skyn- semi hans, að leita bóta við því meini með því að flytja jafn langt og hann ætlar. Það væri svo sann- arlega að flytja langt yfir skammt. En samt, kannski. Öll eigum við einhverja ólögulega en ending- argóða kassa af óhamingju sem aldrei rata á haugana. Fylgja okk- ur í öllum flutningum. Eða bíða okkar í kjöllurum. Søren er ekki verkstjóri af guðs náð. Flutningakassarnir sem hann keypti eru of fáir og lélegir, lausa- munirnir of margir og þegar mannskapurinn hefur komið öllu út á gangstétt kemur í ljós að sendibíllinn er ekki væntanlegur fyrr en eftir klukkutíma. En það er sól og skjól í bakgarðinum og með því að setja rafmagnið aftur á í íbúðinni er mögulegt að gæða sér á kaffi og spá í gamla útikamarinn, sem enn stendur, en gegnir nú hlutverki áhaldageymslu. Í algeru samræmi við skipulagshæfnina stöðvast loks svo smá sendibifreið utan við húsið að það rétt grillir í bílþakið yfir kassastaflann og tæmdu bókahillurnar á gangstétt- inni. Bílstjórinn kallar á stærri bíl af stöðinni. Eftir einn kaffibolla og hálfa kamarumræðu í viðbót kemur stæðilegri bíll. Bílstjórinn hefur á orði þegar hann heyrir hvert á að aka, að þetta liggi í loftinu. Hann hafi ekki gert annað allan morg- uninn en að flytja búslóðir milli Vesterbro og Nørrebro. Margir séu greinilega að skipta um hverfi í dag. En það á ekki við um Søren og fjölskyldu í venjulegri merk- ingu orðanna. Rúmin, borðin og stólarnir, bæk- urnar og tuskudýrin, þetta er að vísu allt að flytja út á Nørrebro, en ekki Søren. Søren er að vísu vissulega að flytja á milli borg- arhverfa. En hann er líka að flytja milli landa. Reyndar milli heims- álfa. Litla kjarnafjölskyldan sem í ein sjö ár hefur búið á fjörutíu fer- metrum með aðgangi að klósetti og baði í þvottahúsinu í kjall- aranum er að taka sig upp og flytj- ast búferlum til Buenos Aires í Argentínu. Tangó. Borges. Mara- dona. Søren hefur með sér slatta af verkefnum. Það er hægt að skapa hvar sem er, segir hann þegar hann fær sér smókpásu eftir að allt góssið er komið inn í kjall- arageymslu hjá vinum og ætt- ingjum á Ægirsgade. Svo dregur hann upp gullgreiðslukortið, fyrstu plastmynt fjölskyldunnar, og býð- ur bjór á línuna á krá sem angar af öli og tóbaki og ögn af hland- remmu næst klósettganginum. Við föðmumst eitt sjálfmeðvitað andartak úti í ofurbjartri vetr- arsólinni á eftir og nefnum tölvu- póst og óvæntar heimsóknir. Svo skiljast leiðir. Og ég er ánægður fyrir Sørens hönd að vera að fara svona langt burt. Og ég hef áhyggjur af honum. Þannig er það þegar vinir manns flytja yfir hálf- an hnöttinn. Hvað er það sem þeir flytja með sér? Hvað skilja þeir eftir og hverju gleyma þeir? Hvað er það sem bíður þeirra í kössum í kjöllurum, alveg sama hvað þeir eru langt og lengi í burtu? Hvers vegna flytjum við? Hvers vegna snúum við aftur? Kassarnir bíða vitjunartímans í kjallaranum. Í auðri íbúð í Buenos Aires dansar tunglið tangó við skuggann af þunnum gardínum. Það er liðið á daginn. Hitinn samt enn yfir frostmarki. Himinn- inn samur og fyrr yfir borginni við sundið. Heiður og blár. Hvers vegna flytjum við? Morgunblaðið/Magnús Valur HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Ítölskunámskeið Mánudaginn 22. og miðvikudaginn 24. mars hefjast síðustu ítölskunámskeið vetrarins hjá Margréti Gunnarsdóttur, far- arstjóra og bókasafns- og upplýs- ingafræðingi. Kennt er í 10 skipti, einu sinni í viku, alls 20 kennslustundir. Lögð er áhersla á að kenna það sem ferðalangar geti nýtt sér á ferð um Ítalíu. S.s. talæfingar, hlustun og ýmis fróðleikur um Ítalíu eftir því sem tilefni gefst. Nánari upplýs- ingar á www.simnet.is/maggagu Tungumálanámskeið hjá Nord- klúbbnum Um miðjan mánuðinn mun Nordklúbburinn, Ungmenna- deild Norræna félagsins, halda stutt tungumálanámskeið undir heitinu „öldum saman“. Boðið verð- ur upp á námskeið í norsku, græn- lensku, finnsku og færeysku. Hvert námskeið samanstendur af þremur kvöldum frá kl. 19–20.45, samtals sex kennslustundum í hverju tungumáli. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur hafi kunnáttu í málunum, aðeins áhuga. Tungumálanámskeiðin eru félögum Norræna félagsins að kostn- aðarlausu, aðrir geta skráð sig í fé- lagið og greiða þá sem nemur fé- lagsaðild í eitt ár, 950 kr. fyrir 27 ára og yngri, 1.900 kr. fyrir eldri. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordklúbbsins: www.norden.is/nordklubb. Stofnfundur Félags Frjálslyndra í Hafnarfirði verður haldinn þriðjudaginn 9. mars, kl.20, í Gútto ( Góðtemlarahúsinu) Suðurgötu 7. Guðjón Arnar Kristjánsson og Gunnar Örn Örlygsson flytja ávörp. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.