Vísir - 29.04.1981, Síða 8
8
Miðvikudagur 29. apríl 1981
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon,
Fríða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á
Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur
Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður:
Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, sími 86611, 7 Ifnur
Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Þegar geröar eru ráðstafanír i
efnahagsmálum fer innihald
þeirra oftast fyrir ofan garð og
neðan hjá öllum almenningi. í
raun og veru er f ólk hætt að taka
mark á þeim og öllum þeim um-
ræðum sem út af þeim spinnast.
Fyrirheitum ríkisstjórnar og
ráðherra er tekið með fyrirvara,
gagnrýni stjórnarandstöðunnar
er tekið með varúð. Of margar
vonir hafa brugðist, of oft hefur
úlfur, úlfur, verið hrópað, til að
mark sé tekið á rökum og mót-
rökum.
Það sem a Imenni ngur ski lur og
veit er verðlagið í versluninni,
afkoma heimilisins. Þar er verð-
bólgan mæld og þar vegur hún
þyngst. Ekki í áætlunum Þjóð-
hagsstof nunar eða spádómum
st jörnmálamanna.
Stundum mætti ætla að íslend-
ingar kærðu sig kollótta hvort
verðbólga væri meiri eða minni.
Kannske hefur fólk ekki lengur
trú á því, að viðnám beri ár-
angur, að þetta sé vonlaus bar-
átta og betra sé að laga sig að
henni f rekar en æsa sig út af hinu
óumbreytanlega. Það liggur við
að sú hugsun sé orðin landlæg, að
stjórnmálamenn megi svo sem
pexa sín f milli um leiftursóknir
og niðurtalningu, verðstöðvanir
eða vergar þjóðartekjur. Það
breyti engu hvort sem er,sé f jar-
lægt þeim raunveruleika, sem
fólkið þekkir.
I stað réttlátrar reiði yfir hald-
leysi ef nahagsráðstafana, kjara-
skerðingum og dýrtíð, leikur
nánast góðlátlegt bros um varir
landsmanna í hvert skipti sem
efnahagsmál komast á dagskrá.
Stjórnmálamennirnir sjálfir
eru hættir að trúa á sín eigin
töfrabrögð. ( örvæntingu eða
sjálfsblekkingu er gripið til
nýrra nafngifta. Fyrst heitir það
verðstöðvun, svo hert verð-
stöðvun og það nýjasta er verð-
lagsaðhald! Þessi tilþrif eru
síðan kórónuð með sérstökum
lagaákvæðum um lögregluað-
gerðir til að hindra verðhækk-
anir.
Glöggt mátti finna á alþingi í
gær, að ekki fylgdi mikill hugur
máli. þegar lögbannsaðgerðirnar
og verðlagsaðhaldið var til um-
ræðu. Þei r hefðu eins getað verið
að tilkynna, stjórnarherrarnir,
að nú ætti að banna rigninguna,
svo brjóstumkennanlega vonlaus
er sú viðleitni að hóta lögreglu og
fógetavaldi við verðhækkunum.
Sú hugsun gerist æ áleitnari
hvort þess sé engin von, að verð-
bólgan verði kveðin niður. Eða er
verðbólgan hugsanlega til góðs
eftir allt? Nógu vel lætur for-
sætisráðherra að minnsta kosti
af ástandinu. Bankarnir
blómstra, segir hann, launþegar
una glaðir við sitt, atvinnu-
reksturinn þarf ekki á verðhækk-
unum að halda. Rikisstjórnin
tel ur sig geta sparað sextíu millj-
ónir króna án fyrirhafnar og at-
vinna er næg. Alvarlegasta mein-
semdin í fslenskum stjórnmálum,
segja kommarnir, er fólgin í
stjórnarandstöðunni! Ekki
kemur það þeim að sök,
og virðast pví áhyggjuefnin vera
lítil á bænum þeim.
En nú má vel vera að ríkis-
stjórnin telji ástandið harla gott
og Alþýðubandalagið telji ekki
önnur vandamál vera fyrir hendi
en slappleika stjórnarandstöð-
unnar. Ekki kvarta braskararnir
og spákaupmennirnir undan
verðbólgu, það eitt er víst.
En hvað um barnafjölskyid-
una, gamla fólkið, láglauna-
hópana? Hvað um alla þá, sem
standa álengdar í verðbólgu-
kapphlaupinu, lítilmagnann í
þjóðfélaginu? Hvað um þá sem
ekki ná endum saman milli launa
og útgjalda, og skera þó allt við
nögl? Hvað um fyrirtækin sem
berjast í bökkum vegna rekstrar-
erfiðleika eða unga fólkið sem
flýr land vegna dýrtíðar?
Á þetta fólk sér ekki lengur
málsvara? Á það að gjalda ráð-
leysis stjórnvalda og sjálfum-
gleði ráðherra? Þessar spurn-
ingar verður hver og einn að gera
upp við pólitíska samvisku sína.
Samviskuspurningar reynast oft
betri en fógetavald.
"va rnaTmá lar ððhérr a^eágáns^ " ™ ™ ™'
: Þrlóskur 09 harður
! en afar viðfelldinn
Lengi hefur tollað við hann
viðurnefnið „Kappi hnifur”
vegna dugnaðarins viö að skera
niöur óþarfa útgjöid I sinum
embættum. Þar að auki er
Caspar Weinbergcr, varnar-
málaráðherra Bandarfkjanna,
iafn haröur i yfirlýsingum gegn
Sovétstjórninni og starfsbróöir
hans úr Reaganstjórninni, Alex-
ander Haig utanrikisráöherra.
Svo að gestgjöfum Weinberg-
ers þótti sumum nóg um i ný-
legri heimsókn hans til ýmissa
Evrópulanda. V-þýska blaðið
,,Die Welt” lét þau orð falla, að
varnarmálaráðherrann hefði
komið fyrir eins og „rómversk-
ur ræðismaður”. Breskur emb-
ættismaður sagði, að „hann
hefði lag á að lempa hand-
sprengjum inn i glervöru-
verslanir”. Annar Breti vildi þá
bæta úr, og sagði, að i viðræðum
væri Weinberger „aðlaðandi
þrjóskur”.
Einhverjir landar Weinberg-
ers mundu kannast vel við þetta
siðasttalda. Sem varnarmála-
ráðherra er Weinberger meðal
þeirra stjórnarmanna, sem
mest ber á. Þykir hann klifa
mjög á Rússagrýlunni, en hafa
lag á þvi i þrákelkninni að laða
menn meir á sitt band og láta
viöfeldni sina njóta sin, fremur
en kaffæra þá i boðskapnum.
Þessi aðlöðunarhæfni þykir
annars einkennandi fyrir Ron-
ald Reagan og innstu koppana i
búri hans, sem með honum
komu til Washington frá Kali-
forniu. — Háttsettur embættis-
maður i Washington hefur reynt
að auka við þessa lýsingu á
manninum með þvi að bera þá
saman Weinberger og Haig eftir
að hafa starfað undir báðum:
„Haig hefur áhyggjur af þvi,
hvort hann hafi raunverulega
völdin. Weinberger gengur
hinsvegar út frá þvi sem gefnu
og leiðir aldrei hugann að þvi.
Haig er að eðli eins og strengdur
á þráð, en Weinberger af-
slappaður.” — Það sýnist koma
heim við reynsluna eftir nokk-
urra mánaða setu i ráðherra-
stóli. Weinberger hefur sloppið
við alla gagnrýni um valda-
brölt, sem Haig er hinsvegar
ekki laus við.
Yfirvegað sjálfsöryggi Wein-
bergers má kannski rekja til
þess, hversu náin tengsl hans
við Reagan eru. Gagnkvæm að-
dáun þeirra hvor á öðrum stafar
frá þvi 1968, þegar Weinberger
fylkisþingmaður og skólaður
umsjónarmaður viðræðuþátta i
sjónvarpi gerðist f jármálastjóri
fylkisstjórnar Reagans i Kali-
forniu.
Hinn 63 ára gamli Weinberger
sýnist taka áhrifaaðstöðu sina
og völd sem sjálfsögðum hlut,
en án þess að hreykjast af þeim
eða yfirleitt gefa þvi nokkurn
sérstakan gaum. Fremur að
hann kimi yfir sumu tilstandinu,
sem embættinu fylgi. Eins og
þegar hinir v-þýsku öryggis-
verðir i heimsókn hans þangað,
sendu ráðherrabil eftir honum
til þess að flytja Weinberger i
afskekktan skóg, svo að hann
gæti þar skokkað þar sinn dag-
lega þriggja milna spöl. Wein-
berger maldaði vingjarnlega i
móinn og vildi heldur skokka á
strætunum i nágrenni hótels
sins i Bonn. Við það var ekki
komandi. Siðar sagði hann svo
frá, að sennilega hafi Þjóðverj-
unum ekki fundist við hæfi að
hann sæist á almannafæri i
gamla lúða æfingargallanum,
sem hann brá sér i fyrir skokk-
ið.
Þessi þægilega viðfeldna
framkoma mælist vel fyrir, þvi
að ýmsir forverar hans i
varnarmálaráðherraembættinu
hafa ekki þótt lausir við hroka
og jafnvel oflátungshátt. Einn
af starfsmönnum þinghallar-
innar orðaði það þannig: „Það
er notaleg tilbreyting að hafa
ekki varnarmálaráðherra, sem
tottar pipu sina og horfir niður á
mann af gáfnastalli sinum”.
En afstaða Weinbergers til
valdataflsins við Kreml gerir
ýmsum bandamönnum i
Evrópu órótt i sinni. Hann er
sannfærður um, að „detente”
hafi komið Rússum einum til
góða. Eins og hann sagði á fundi
með NATO-ráðherrum: „Ef
þróunin frá kalda-striðinu til
þiöunnar, á að heita framför, þá
vil ég segja, að við höfum ekki
efni á mikið meiri framförum.”
— V-Þjóðverjar, sem mestan
hag höfðu af auknum samskipt-
um austurs og vesturs i meiri
Weinberger heilsar upp á bandariska dáta við landamæri Austur-
og Vestur-Þýskalands.
verslun og minni spennu, voru
litt hrifnir. Þegar Haig utan-
rikisráðherra kom til Bonn
nokkrum dögum siðar, varð
hann að reyna að gera gott úr,
og fékk þá einkunn i „Neu Ruhr
Zeitung”, að hann „hefði limt
saman glervöruna, sem Wein-
berger ráðherra hefði brotið áð-
ur”.
En Weinberger hefur ekki
hvikað af harðlinu sinni og fyrir
skömmu sagði hann blaða-
mönnum i Washington, að við-
ræður um vopnatakmarkanir
hlytu að verða háðar þvi, að
Sovétmenn fækkuðu i herliði
sinu viöPólland. Utanrikisráðu-
neytið varðað flýta sér að senda
skeyti til höfuðborgar NATO og
fullvissa bandamenn um ein-
lægan vilja USA til þess að taka
þessar viðræður upp að nýju.
Svo virðist sem Weinberger
eigi eftir að slipast betur i hinu
diplómatiska orðfari. Hann hef-
ur haft tilhneigingu til þess að
láta frá sér yfirlýsingar i við-
ræðum við blaðamenn, sem þótt
hafa ónákvæmar og hafa kallað
á leiðréttingar meðstjórnar-
manna. A fyrsta blaðamanna-
fundi sinum sagði hann, að USA
kynni að ákveða að taka
neftrónusprengjuna i vopna-
birgðir sinar. Haig varð að flýta
sér að leiðrétta, að engin slik
ákvörðun hefði verið tekin. Og
fleiri dæmi mætti telja.
Flogið hefur fyrir, að innan
Reaganstjórnarinnar.hafi menn
orðið fyrir smávonbrigðum með
„Kappa hnif”, þvi að hann hafi
verið til þessa i sinu nýja emb-
ætti litið fundvis á möguleika til
sparnaðar. Þvert á móti er
málaflokkut hans, varnarmál-
in, sá eini, sem fær auknar fjár-
veitingar á fjárlögum Reagans.
(Þýtt úr TIME og stytt.)