Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 1
„Yfirmenn rikisspitalanna skipuðu okkur að hafa opið i dag og taka á móti þeim börnum, sem kæmu. Allmargir foreldrar hafa komið með börn sin, eða hringt i morgun, en engir hafa skilið börn sin eftir hjá okkur. Við höfum hins vegar sagt foreldrunum, að þeir ráði þvi sjálfir hvort þeir skilji börnin eftir, en það hefur enginn lagt i að skaða málstað fóstra á þann hátt”. Þetta mælti Sigurbjörg Lund- holm starfsstúlka á barnaheimili Kópavogghælis, þegar Visis- menn litu þar inn i morgun. Yfir- menn rikisspitalanna höfðu látið þau boð út gagna i gær, að dag- heimilin yrðu opin i dag, þrátt fyrir vinnustöðvun fóstra og yrðu börnin þá i umsjá Sóknarkvenna á heimilunum. Vegna þess var skotið á fundi hjá Starfsmanna- félaginu Sókn i gær, og málið rætt. Var þar samþykkt ályktun, sem starfsstúlkur tóku með sér á dagheimilin i morgun og lásu fyrir þá foreldra, sem komu með börn sin. Er þar bent á að skv. landslögum megi ekki, án heim- ildar, reka dagheimili nema með lærðum forstöðumanni. Slik hei- ild sé ekki til staðar. Visir hafði i morgun fregnir af öðrum dagheimilum, sem rekin eru á vegum rikisspitalanna. Höfðu starfsstúlkur þar alls staðar sömu sögu að segja. A dagheimilum Landspitalans höfðu foreldrar komið með börn sin, en ekki skilið þau eftir. Þá hafði heyrst, að hjúkrunar- fræðingar á Kleppsspitala myndu fremur boða veikindi en ganga gegn verkfalli fóstranna. Hafa allmikil vanhöld veriö á mæting- um starfsmanna umræddra spitala vegna vinnustöðvunarinn- ar. Enginn samningafundur haföi verið boðaöur hjá deiluaöilum i morgun, en taldar voru likur á að rikisstjórnin myndi taka málið til meðferðar fyrir hádegi. JSS Hvert fara kvenfangarnir? Enn til alhugunar Húseigend- ur hækka leiguna Sja hls. 3 „Þetta mál er i athugun og mun að öllum likindum verða afgreitt i lok þessarar viku”, sagði Jón Thors, hjá dóms- málaráðuneytinu er Visir innti hann eftir þvi hvert farið yrði með konurnar tvær, sem nú gista kvennafangelsið á Akur- eyri. Samkvæmt reglugerð fangelsisins er ekki heimilt að vista fanga þar lengur en 6 mánuði vegna aðbúnaðar og hafa kvenfangarnir báðir þeg- ar setið inni þann tima. I viðtali við annan kven- fangann Erlu Bolladóttur i Visi um siðustu helgi var ekki talið óliklegt að þær verði fluttar i fangahúsið á Skóla- vörðustig, en aöbúnaður þar mun vera slæmur. Jón Thors vildi ekki tjá sig um það mál að svo stöddu. —AS Vinnuveil- endur Dinga Sja bis. 9 Geöklofar „geymdir” á Akureyri Sja opnu Ráðherra í viðtali dagsins SJá bls. 2 Funúur um Olfumaiarmálið: ðrlögin ráðin í dag? 1 morgun var haldinn fundur i stjórn Framkvæmdastofnun- ar rikisins þar sem m.a. átti að f jalla um og jafnvel ákveða afstöðu til Oliumalarmálsins svokallaða. Það snýst nú um ráðstöfun aðstöðu Oliumalar hf. — og skuld fyrirtækisins — m.a. með stofnun nýs fyrir- tækis á vegum Framkvæmda- stofnunar, rikissjóðs og Út- vegsbankans. HERB Þær Sigurbjorg Lundholm og Aldis Antons starfsstúlkur á dagheimilinu á Kópavogshæli höfðu Iýmsu að snúast i morgun, þótt engin væru börnin. Kváðust þær hafa nóg aö gera við að iagfæra bækur og leik- föng.sem vilduganga úrsér.eins oggerðistá mannmörguheimili. (VfsismyndGVA) Mísstl hðnd I hausingarvél: Læknar vongoðir um að ágræðsla hafí lekisl Vinnuslys varð i gær er sextán ára gömul stúlka lenti með hægri hönd sina i hausingarvél er hún vann við i söltunarstöð Miðness h.f. i Sandgerði. Atburður þessi átti sér stað i gærmorgun en ekki er fullljóst um tildrög. Hausingarvélin sem stúlkan vann við er viðurkennd af öryggiseftirlitinu. Stúlkan var þegar flutt á slysadeild Borgar- sjúkrahússins og var gerð tilraun til þess að græða höndina á hana i nótt. Ekki var fullljóst i morgun hvernig til hafði tekist, en læknar munu þó vera vongóðir um ár- angur af aðgerðinni. Vfirmenn rikisspitalanna reyndu að „sprengla” föstrudeiluna: „SKIPUBU OKKUR AÐ TAKA VIB BðRNUNUM" - segja Sóknarkonur á dagheimilum ríkisins —AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.