Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriðjudagur 5. mai 1981 Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóftir. Blaðamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- Útgefandi: Reykjaprent h.f. son. utlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Ölafsson. Safnvörður: Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eiríkur Jónsson. VlSIR Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Sfðumúla 8, símar86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. Vinnuveitendur Dita fra ser Vinnuveitendur voru ómyrkir í máli á aðalfundi sínum. Þeir buðu forsætisráðherra i heim- sókn í gærmorgun, þar sem hann mátti hlýða á þá yfirlýsingu, að „atvinnureksturinn búi við hörð- ustu og afturhaldssömustu verð- lagshaftalöggjöf sem um getur". Síðan voru tíundaðar þær skuggahliðar, sem blöstu við at- vinnurekstrinum: „Viðblasir, að útf lutningsf ramleiðslan dragist saman á þessu ári, viðskiptakjör- in versni, þjóðartek jurnar minnki, kaupmáttur ráðstöf- unartekna lækki eða standi í stað, ef best lætur, og verðbólgan verði eins og venjulega væntanlega yfir 50%. En forsætisráðherra var hvergi banginn. Hann vakti athygli vinnuveitenda á „ að ríkisfjármálin eru í jafnvægi, skattheimta í heild og hlutdeild hins opinbera í þjóðarframleiðsl- unni hefur ekki aukist. Sparifjár- myndun vex hröðum skrefum, gengiðer stöðugt og hallinn á við- skiptum við útlönd er ekki veru- legur. Hér ríkir ekki atvinnu- leysi", sagði ráðherra, „og á sfð- ustu fjórum mánuðum hefur verðbólgan minnkað verulega". Að þessu mæltu komst for- sætisráðherra að þeirri niður- stöðu, að yfirlýsingar vinnuveit- enda væri byggðar á grund- vallarmisskilningi. Hann bauð síðan fundarmönn- umað beina til sín fyrirspurnum. Enginn þáði það boð. Þeir tala greinilega ekki sama tungumál þessa dagana, ráð- herrann og vinnuveitendur, og til hvers þá að skiptast á spurning- um og svörum, ef hvorugur skilur hinn? í ummælum sínum um verð- lagsmál taldi forsætisráðherra, að nýsamþykkt lög um verðlags- aðhald væri áfangi á leið til sveigjanlegri og frjálslegri með- ferðar á verðlagsmálum. Þetta þótti vinnuveitendum mikil hótfyndni. Vinnuveitendur hyggjast aug- sýnilega ætla að fara sínu fram, hver svo sem boðskapur stjórn- valda kann að vera. Þeim hefur vaxið ásmegin á síðustu misser- um. Jafnvel verkalýðsforingj- arnir viðurkenna þá staðreynd, eins og fram kom í sjónvarps- þættinum fyrsta maí. Þessa stöðu vilja vinnuveitendur nýta sér. í þeim anda hafa þeir sett fram tillögu á fundi sínum um stefnuyfirlýsingu í kjaramál- um. Það er fyrsta vísbendingin um átökin, sem f ramundan eru, í sambandi við nýja kjara- samninga að hausti. I tillögu vinnuveitenda er al- mennum grunnkaupshækkunum algjörlega hafnað. Þeir vilja draga úr víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Þeir vilja félags- málapakka atvinnurekstrinum til handa, en ekki launþegum. Þeirvilja lækkaða skatta, afnám launaskatts og frjálsa verðlags- löggjöf. Þessi stefnuyfirlýsing fellur sjálfsagt í grýttan jarðveg. For- sætisráðherra mun eflaust af- greiða hana sem grundvallar- misskilning og launþegar munu ekki taka henni með þegjandi þögninni. Út frá þeirra sjónarhóli flokk- ast slfk stefnuyfirlýsing undir meiriháttar bfræfni, enda bendir allt til þess, að kröfur launþega muni fyrst og fremst beinast að því að fá fram grunnkaupshækk- anirog fullar verðbætur í kom- andi samningum. En vinnuveitendur hafa spilað út sínu fyrsta spili, og það er gert á þeirri forsendu, að þjóðar- tekjur fari minnkandi, og því séu ekki fyrir hendi aukin verðmæti tilskiptaíkjarasamningum. Þeir telja að atvinnureksturinn sé blóðpíndur og hyggjast bíta frá sér. Þeir ætla ekki að láta ganga af sér dauðum átakalaust. En kannski er þetta allt saman grundvallarmisskilningur.' .'jpíöúFep'melíá virði en sigur - seglr Suk-Shin Choi. nýr sendiherra S-Kðreu á Nýr sendiherra Suður-Kóreu afhenti forseta Islands trúnaðarbréf sitt á miðvikudag- inn. Sendiherrann heitir Suk- Shin Choi og hefur hann aðsetur i Osló. Suk-Shin Choi hélt fund með fréttamönnum fyrir helgina. Sagði hann meðal annars, að hann myndi gera allt' sem i sinu valdi stæði til að auka tengsl og samskipti Suður-Kóreumanna og Islendinga. Sérstaklega vildi hann auka samskipti þjóðanna á viðskiptasviðinu. Sagði hann að árið 1979 hefðu Kóreumenn flutt vörur til Islands fyrir um 11,5 milljónir króna, en inn- flutningur frá Islandi hefði nánast enginn verið . Á siðasta ári jókst þó innflutningur frá ts- landi töluvert, en aðalinn- flutningurinn er ull. ,,Ég mun gera mitt allra besta til að auka viðskipti land- anna — ekki sist innflutninginn frá tslandi”, sagði sendiherr- ann. Sendiheprann minntist aðeins á ástandið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Sagði hann, að Chun Doo Hwan, for- seti Suður-Kóreu.heföi gert Kim .11 Sung, flokksleiðtoga kommúnistaflokks Norður- Haraldur ólafsson. aðalræðismaður S-Kóreu á islandi, Suk Shin Choi, sendiherra og Cho Bong Kyoon, verslunarfulltrúi. Visismynd: EÞS Kóreu boð um að koma til nokkurra skilyrða. Forseti / sjálfur vera reiðubúinn að koma Suður-Kóreu til viðræðna án Suður-Kóreu sagðist i boðinu til N-Kóreu hvenær sem væri. islandi „Kórea er striðshrjáð land, illt eitt hefur komið út úr okkar styrjaldarátökum. Þess vegna leggjum við megináherslu á að koma á friði — og siðan samein- ingu. Friður er i okkar augum meira virði en sigur”, sagði Suk-Shin Choi, sendiherra. Hann sagði ennfremur að S- Kóreumenn legðu nú megin áherslu á efnahagsuppbyggingu landsins. Þjóðartekjur og efna- hagur S-Kóreumanna væri nú orðinn miklu betri en N-Kóreu- • manna og bilið breikkaði óðum. Eftir nokkur ár væri bilið orðið svo breitt að N-Kóreurhönnum • yrði ekki stætt á þvi að neyða kommúnisma upp á allan Kóreu-skagann. Sendiherrann sagði.að greini- lega legðu norðanmennirnir mun meiri áherslu á hernaðar- uppbyggingu en S-Kóreumenn. 23% þjóðartekna norðanmanna rynnu til hermála'á meðan 5,6% þjóðartekna ’ sunnanmanna rynnu til landvarna. Þá væru 700 þúsund menn undir vopnum i N-Kóreu en 600 þúsund i S- Kóreu, þó svo ibúar N-Kóreu væru aðeins 18 milljónir en ibúar S-Kóreu 38 milljónir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.