Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. mal 1981 > 1 * « « « ' 1 visnt Æskulýðsráð Reykjavíkur: Mapg- háttuð starfs- semi fyrir börnin í sumar 1 sumar verður sem fyrr margvisleg starfssemi fyrir börn og unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur og er innritun hafin á hin ýmsu námskeið, sem haldin verða. Siglinganámskeið verða i Nauthólsvik eins og áður, bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Hefj- ast þau 1. júni og eru 6 tveggja vikna námskeið ráð- gerð i sumar. Reiðskólinn i Saltvik hefur sina starfsemi um næstu mánaðamót og er þar einnig um tveggja vikna námskeið að ræða, fyrir börn á aldrinum 8- 14 ára. Þá verður farin kynnisferð á vegum Æskulýðsráðs og Sam- bands sunnlenskra kvenna á sveitaheimili á Suðurlandi. Dvölin er ætluð börnum 10 til 12 ára og stendur hún i þrjá daga. Áformað er að fara fyrrihluta júnimánaðar. Auk þess sem að framan er nefnt, verða haldin iþrótta- og leikjanámskeið fyrir 6 til 12 ára börn á hinum ýmsu iþrótta- og leikvöllum borgar- innar, i júni, einnig sundnám- skeið fyrir börn fædd 1974 og eldri. Þá verður öflug starfssemi i hinum ýmsu félagsmiðstöðv- um borgarinnar i allt sumar, opið hús á kvöldin og ýmiss konar útistarf fyrir börn á daginn. Þátttökukostnaður á nám- skeiðunum er mjög misjafn, en rétt er að minna foreldra á að láta innrita börn sin i tima, þar sem aðsókn er yfirleitt mikil. JB SKóia- garöar opnaðlr um mðn- aðamónn Skólagarðar borgarinnar starfa á fjórum stöðum i sumar, við Ásenda, Holtaveg, iÁrbæ og Breiðholti. Þar geta 9 til 12 ára börn unað sér við gróðurvinnu allan daginn, undir leiðsögn ungs fólks sem einnig mun fara með börnin i leiki og gönguferðir. Vinnuskóli Reykjavikur er hins vegar fyrir unglinga sem setið hafa i 7. og 8. bekk grunnskóla sl. vetiur og þar er unnið 4-8 klst á dag 5 daga vik- unnar. Umsóknir um skólavist þurfa að berast fyrir 22. mai n.k. til Ráðningarstofu Reykjavikurborgar. Þá verðá 11 starfsvellir einn- ig opnir i sumar viðs vegar um borgina, ætlaðir börnum á aldrinum 6 - 12 ára. JB Áræðnar uppskriftir Hafliða Loftssonar verkfræðings — ofn- bakaður skelfiskur og „roðinn I austri” eru komnar á blað. Koll- egarnir Hafliði og Páll Kr. Páls- son, síðasti áskorandi, eru báðir verðugir fulltrúar eldhús- stéttarinnar, þeirra er að þora og prófa. 1 hópinn bætast fleiri, næsta þriðjudag verður það mágkona Hafliða, Ingibjörg Harðardóttir sem ijóstrar upp einhverjum eldhúsley ndarmálum. —Þg Forréttur OFNBAKAÐUR SKELFISKUR 1 dós (113 g) hörpuskelfiskur 1/2 dós (75 g) kræklingur 1/2 dós (150 g) sveppir, niður- sneiddir 4 msk. smjör 3 msk. hveiti 1 1/2 dl rjómi 100 g ostur 1/2 tsk. svartur pipar 1/4 - 1/2 tsk marjoram 2 tsk sitrónusafi 1-2 tsk soyasósa Brúnið sveppina i smjöri á pönnu og bakið siðan upp sósu með hveiti, sveppasafanum, helmingnum af kræklingasaf- anum, marjoram, sitrónusafa, soyasósu og pipar eftir smekk. Gott getur verið að blanda 2-3 ostsneiðum i sósuna. Skelfiskn- um, kræklingum og sveppum er raðað i eldfasta skál, rjóma blandað i sósuna og henni hellt yfir. Ostsneiðum raðað ofan á skálina. Siðan er þetta allt ofn- bakað við 200-250 gr. hita i 20-30 minútur eða þar til osturinn verður gulbrúnn á litinn. Borið fram með ristuðu brauði eða heitu snittubrauði og sitrónusneiðum! Heppileg drykkjarföng með forréttinum eru til dæmis: Kallstadter Knobert hvitvin (Rheinpfalz) Orvieto hvitvin (frá Ruffino á Italiu) Seven up (frá Sanitas i Laugarnesi). Aðalréttur ROÐINN 1 AUSTRI 1 stór eða 2 litlir kjúklingar 3 msk. soya-sósa 2 msk.sherry (þurrt eða meðal- þurrt) 2/4 dós skrældir tómatar svartur pipar, salt 1/2 tsk. engifer 2 msk olifuolia 1 msk maismjöl (uppleyst i 1 msk vatni) steinselja, grófhökkuð 2 bollar hrisgrjón 1-2 grænar paprikur 3-4 ananassneiðar. Hreinsið kjúklingana og bútið þá niður i 6-8bita hvorn. Nuddið i bitana svörtum pipar og salti og leggið þá i skál. Blandið saman sherry, soya sósu, muld- um engifer og safanum af tómötunum. Hellið kryddleginum yfir bit- ana og látið liggja i 2-3 klukku- stundir. Skafið kryddlöginn af bitun- um og brúnið þá i oliunni við góðan hita Lækkið undir pönn- unni, bætið tómötunum og kryddleginum úti og látið malla undir loki þar til kjötið verður meyrt (u.þ.b. 15-20 minútur). Leggið kjúklingabitana snyrti- lega i heitt vatn. Jafnið sósuna með maismjölinu, uppleystu i vatni. Hellið sósunni yfir kjötið og stráið steinselju yfir. Berið fram með lausum hris- grjónum, ananasbitum og niðursneiddri papriku, saman- blönduðu. Grænmetissalat með góðri ferskri sósu (t.d. Heidelberg salat dressing) hæfir vel bæði með aðalretti og forrétti. Hið sérkennilega kryddbragð af þessum rétti er sjálfsagt ekki við allra hæfi og vel kemur til greina að nota annað krydd en engifer (t.d. estragon (tarragon) eða karrý). Upplagt er að drekka kók eða rauðvin með. Ef rauðvin verður fyrir valinu má til dæmis benda á Chinanti Classico Antinori (frá ítaliu) eða St. Emillion (frá Frakkjandi, Bordeaux). En bæði þessi vin eru mild og við- kunnanleg. Eftir matinn mætti bjóða fólki upp á sérviskulega samsetn- ingu: Sterkt rjómakaffi Gott koniak eða Chivas Regal viski Rjómasúkkulaði frá Sirius i skál. Þessir þættir eru bornir fram aðskildir og er þeirra neytt i samræmi við smekk hvers og eins. Ef vel tekst til.verður þetta Grand finale likara trúarathöfn en málsverði. Ég skora á Ingibjörgu Harðardóttur, mágkonu mina, sem er orðlögð fyrir ljúffengan mat og góðar tertur, að ljóstra upp einhverjum af leyndarmál- um sinum i næsta þætti eftir viku. Hafliöi Loftsson, verkfræöingur hjá Framleiöni sf. Grand finale, likari trúarathöfn en málsveröi. , hefur undirbún ing málsveröar I eldhúsinu, málsveröar.sem aö Ilkindum endar meö Visismynd/FH ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.