Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. mai 1981 VÍSIR 15 Söngur, glens og grin á Sólarkvöldi Módelsamtökin sýndu sumar- fatnað frá Verölistanum. t,Þid ráóió hvaöa konur þið takió með” Það var mikið hlegið og klappað á Sólarkvöldi Samvinnu- ferða-Landsýnar, sem haldið var siðastliðið sunnudagskvöld. Jazz- leikur, h ö r k us p e n n a nd i spurningakeppni, tiskusýning og fjörugur körsöngur settu svip á kvöldið. Skemmtunin hófst með þvi að hjónin Chris Woods og Lynett Woods ásamt Guðmundi Ingólfs- syni og Arna Scheving. léku nokk- ur jazzlög. Fengu þau geysigóðar undirtektir og vildu áheyrendur ekki sleppa þeim úr salnum fyrr en þau höfðu tekið eitt aukalag. Að tiskusýningu Módelsamtak- anna lokinni gengu ,,St júp- bræður” syngjandi i salinn: „...Bráðum kemur vor i huga og hjarta...” o.s.frv. Voru þar komnir allmargir úr kirkjukór Lauganeskiricju með Jón Stefáns- son stjórnanda i fararbroddi. Skemmtu þeir um stund með söng og gamanmálum, þar á meðal bráðsmellnum kynningum. Rusi'nan i pylsuendanum var svo lokaatrennan i spurninga- keppni fagfélaganna. Liðin sem kepptu til úrslita voru frá Dags- brún og Verslunarmannafélagi Reykjavikur. Höfðu hvort um sig þrjá sigra að baki. Aður en keppnin hófst, vigbjuggust menn ákaflega fóru Ur jökkum skóm og sokkum og tóku sér stöðu. Keppn- in var geysihörð og áttu keppendur oft erfitt með að hemja sig i sætunum meðan spyrillinn endaði viðkomandi spurningu. Vissu liðin svarið áttu þau að þjóta og ná i kjuða einn sterklegan og slá honum i. Stundum náðu bæði liðin kjuðanum og þá varð að draga um hvort fengi að svara. Þegar ein spurning var eftir. voru keppendur jafnir að stigum en þeir verslunarmenn urðu sneggri á lokasprettinum og fengu að svara hver væri stjórnandi Hamrahliðakórsins. I hlut hvers keppenda vinningsliðsins komu þvi tveir miðar til London. ,,Þið ráðið þvi hvaða konur þið takið með”, sagði stjórnandinn, um leið og hann afhenti verðlaunin og tóku menn vel undir það —JSS Umsjon: Jóhanna Sig- þdrsdóttir. Cris heillaði áheyrendur upp úr skónum með saxafónleik sfnum. Lynett barði húöirnar og sannaöi svo ekki varðum villst.að konur eru ekkert siður f stakk búnar til slfkra hluta en karlmenn. Heyriö þið það, Grýlur? .og brugðu á leik.auk þess sem þeir fluttu ýmis gamanmál. Sigurglaðir VR-menn Sigfinnur Sigurðsson, Pétur Maack og Baldur Óskarsson hampa verðlaununum. VisismyndirGVA Og svo var þaö spurningakeppnin. Þátttakendur hlupu, hver sem betur gat... ...og spurningin var bara hvor yrði á undan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.