Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. maí 1981 VlSIR (SvíDjóð Samsteypustjórn mið- og hægriflokkanna I Sviþjóð splundraöist i gær og rambar nú á barmi falls, eftir að ráðherrar Ihaldsflokksins gengu úr stjórn- inni. borbjörn Fá'lldin, forsætis- ráöherra, hefur þó frestað þvf aö leggja fram afsögn sina og stjórnar sinnar og telur enn möguleika á þvi að leysa stjórnarkreppuna. Hann sagði fréttamönnum, að þrennt kæmi til greina. Stjórnin segöi af sér, efnt yröi til nýrra kosninga eða að miðflokkarnir sætu áfram i minnihlutastjórn, sem nyti stuðnings Ihaldsflokks- ins utan stjórnar, ef um semdist. — Fálldin vildi ekki láta uppi, hvenær hann mundi ákveða sig I málinu. Deilur innan stjórnarinnar komust i hámæli fyrir viku og leiddu til þess, að Gösta Bohman, leiðtogi íhaldsflokksins og efna- hagsmálaráöherra stjórnarinnar, sagði af sér og sjö flokksbræður hans gengu meö honum ilr rikis- stjórninni. Hafa deilurnar snúist um frumvarp til nýrra skatta- laga, sem gera ráð fyrir lækkun skatta. Vildi Ihaldsflokkurinn að skattalækkunin kæmi strax til framkvæmda 1982 og svo áfram i áföngum. En með samningum við sósialdemókrata Olofs Palme, geröu miðflokksmenn ráð fyrir aö fyrsta áfangalækkunin kæmi ekki til framkvæmda fyrr en 1983. Stjórn Fálldins, sett saman af Ihaldsflokknum, Frjálslyndum og Miöflokknum, naut eins þing- sætis meirihluta. Samstarfsslitin bera að um leið og verslunarmannafélag þeirra i Sviþjóð hefur boðað verkfall en innan vébanda þess eru um 17 þúsund manna skrifstofulið helstu útflutningsfyrirtækja Svia. Deila þeirra viö atvinnurekendur stendur um visitölubætur á laun. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, vandaöi ekki Hel- mut Schmidt, kanslara V-Þýska- lands, kveðjurnar um helgina, og kallaöi hann hrokafullan, fégráð- ugan og harðbrjósta. Sakaði Begin kanslarann um að virða að vettugi skuldbindingar V-Þýskalands við ísrael og aö gleyma þvi, að Þjóöverjar hafi myrt um sex milljónir gyðinga. Kveikjan að þessum hörðu ásökunum voru ummæli Schmidts kanslara i sjónvarpi, að aflokinni heimsókn hans til Saudi Arabiu og Sameinuðu furstadæm- anna. Gramdist Begin mest, að Schmidt sagði, að V-Þýskaland yröi aö viðurkenna rétt Palestinuaraba til sjálfsákvörð- unar, og varaði við alhæfingum um, að þjóðfrelsishreyfing Palestinuaraba vær i ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Begln kallar schmidl ónefnum SANDS LÉST l Nu 11 Upppot i hverfum kapðlskra í gærkvðldi og i nótt. veltu bilum. kvelktu l verksmlðju og kirkiu og IRA-fanginn, Bobby Sands, lést i nótt eftir 66 sólarhringa hungur- verkfall, sem hann hóf til stuðnings kröfum um viðurkenn- ingu á pólitiskri stöðu IRA-fanga og bættan aðbúnað i samræmi við það i fangelsunum. Naumast hafði dánarfréttin borist, skömmueftir miðnætti, en hundruð manna söfnuðust saman i strætum helstu hverfa kaþólskra i Belfast. Viða var gerður aðsúg- ur aðlögreglumönnum, bilum var velt og vegatálmum hafði verið rutt um i gærkvöldi i Falls Road- hverfinu. Lögreglan skaut gúmmikúlum að mannsafnaði til þess að dreifa honum, en fékk þó ekki afstýrt þvi, að kveikt var i kirkju, verk- smiðju, málni ngarverslun og banka. Hungurverkfall Bobby Sands, sem fór fyrst að vekja verulega gerðu aðsúg að Iðgreglu athygli, þegar hann náði þing- mannskjöri á breska þingið i aukakosningum isiðasta mánuði, hefur vakið kviða um að ný hol- skefla hryðjuverka skelli nú yfir N-lrland. Þótt dánarfréttinni væri ekki útvarpað i nótt, barst hún fljótt hús úr húsi. Blásið var i blistrur og barið i öskutunnulok i hverfum kaþólskra — Sands sem afplánaði 14áradóm fyrir ólöglegan vopna- burð missti rænu á sunnudags- morgun og komst ekki aftur til meðvitundar. Siðustu orð hans voru þau að hann vildi ekki, að læknar lifguðu hann við nema breska stjórnin léti undan kröfum hans. En breska rikisstjórnin stóð föstá sinni upphaflegu ákvörðun, og haggaðist ekki einu sinni fyrir bænstafi páfans né áskoranir mannréttindaráðs Evrópu. Aðstandendur Sands og stuðningsmenn hungurverkfall- anna hafa siðustu dagana skorað eindregið á lýðveldissinna að taka dauða hans með rósemi. Humprey Atkins, Irlands- ráðherra, sendi frá sér yfir- lýsingu I kjölfar dánarfregnar- innar: ,,Ég harma þetta þarf- lausa og tilgangslausa mannslát. Of margir hafa látið lifið i ofbeld- inu á N-írlandi, en að þessu sinni var það sjálfskapað. Þaö er min einlæg von og bæn að ibúar N-ír- lands geri sér grein fyrir hörm- ungum ofbeldisins og snúi sér frá bvi”. Bobby Sands. Stjúrnarkreppa og verkfall framundan Pehr Ahlmark, leiðtogi Krjálslynda flokksins, Þorbjörn Falldin, forsætisráðherra, og Gösta Bohman, leiðtogi thaldsflokksins, á glaðri stund við myndun samsteypustjórnarinnar. Mlkll ólga á Spáni eftlr síðustu morðln Hiö unga lýöræöi Spánar þykir enn hætt komið, ef ný hryðju- verkaalda er að skella á, en i gær voru þrir lögreglumenn og hers- höfðingi myrtir I Barcelóna og Madrid. Sex menn til viðbótar særðust i árásinni i Madrid, þar á meðal tveir árásarmanna, en annar þeirra náðist meðan hinn slapp i neðanjarðarlest. Arásir þessar bera að, þegar loft er lævi blandið á Spáni. Mönnum er ekki enn úr minni misheppnuö tilraun hersins til valdaráns fyrir tveim mánuðum, og I öðru hverju horni heyrist hvislað um nýtt byltingarsam- særi i deiglunni. Hefur Sotelo, for- sætisráðherra, ekki tekist að kveða niöur þann orðróm, hversu oft sem hann hefur visaö slikum flugufregnum á bug. Stjórnmálaflokkar og verka- lýösfélög hafa einum rómi for- dæmt árásirnar I gær. Fjöldi þeirra, sem drepnir hafa verið I pólitisku ofbeldi Spánar, er nú kominn upp i 22. Talið er vist, aö I gær hafi verið aö verki hryðju- verkamenn Grapo, en þaö eru samtök maóista. ópiumræktin standi með miklum blóma og metuppskera væntanleg þr-tta áriö, cða allt að 800 smálest- um. sem er fjórum sinnum meira en í fvrra. MeO úr í maganum Vcnj ubundin rönt genm yndun lciddi f Ijós, að heilt armbandsúr tifaði i maganum á 49 ára göml- um manni. Kemur þetta fram i læknariti i Ameriku. Þetta var sjálftrekkt úr, sem maöurinn hafði gleypt f vrir fimm mánuðum frekar en láta ræningja á götu i New York hafa það. Maðurinn kvartaði þó aldrei undan óþægindum i niaga, og voru læknarnir að skoða hann vegna geðrænna kvilla, þcgar mvndirnar lciddu úrið i Ijós. Sjúklingurinn neitaði að láta gera á sér aðgerðtil þess að fjarlægja úrið, en hann hefur siðan verið sviptur sjálfræði, og aðstandend- ur heimilað aðgerðina. Fiúöi á smáreiiu 35 ára Tékki flaug ásamt konu sinni og sjö ára gömlum syni i áburðarvcl til Austurrikis og sótti um hæli sem póiitiskur flótta- maður. Maöurinn starfaði scm flug- maður á áburðardreifivél i suð- austurhluta Tékkóslóvakiu. Mun hann hafa undirbúið flóttann lengi og vel. 1 júli siðasta sumar flúði Rúm- cni á ævafornri tvlþekju, sem sömuleiðis hafði verið notuð meö þvi að skriða rétt yfir trjátoppun- um, svo að vélin ltæmi ekki fram á radar. Tók hann með sér i vél- inni eiginkonuna og átján ætt- ingja. Mannætuljðn i Alriku Veiðimenn i Ródesiu leita uppi þessa dagana mannætuljóns sem drap konu og þrjú börn hennar I norðausturhluta Zimbabve. Börnin höfðu verið að ieik inni i garði I heimaþorpi sinu, þegar ljóniö braust inn um dyrnar og dauörotaöi þau með hramminum. Svo virðist sem ljónið hafi haldiö kyrru fyrir og drepið slöan móðurina þegar hún kom að, án þess að eiga sér ills von. Annað ljón drap daginn áöur fiskimann um 100 mflum fjær. Þykir þetta mjög óvenjulegt, þvi aö menn hafa ekki haft teljandi mein af Ijónum i Afriku i fjölda ára. Fðrust I snjðskriðu Tveir Kanadamenn og einn Breti voru meöal sex fjallagarpa, sem fórúst 1. mal, þegar jökul- brún brotnaöi undan þeim I Sviss. Hröpuðu þeir með snjóskriðunni 500 metra fall niöur fjallshliðina. Björgunarflokkar hafa fundið fjögur Ifkanna, en telja vonlaust, að hinir hafi komist af. öll voru þau sex <3 karlar og 3 konur) þrautþjálfaðir fjallgöngu- menn, en voru á skiöum, þegar slysið varö. Yllrheyra Círlllo Lögreglan á ltaliu scgir, að Rauðu hcrdeildirnar hafi kunn- gert, aö gisl þeirra, stjórnmála- maðurinn Ciro Cirillo frá Napóli sýni „fulla samvinnu” i „réttar- haldi alþýðunnar” yfir honum. Fannst þriggja siðna tilkynning I öskutunnu, eftir að nafnlaus maður hafði i sima visaö á liana. Segja mannræningjarnir þar, að réttarhöldin og yfirheyrslurnar standi yfir, en ekkert er látið uppi um „dóminn”. Brady i skurð- aðgerð Ja’mes Brady, blaðafulltrúi Reagans forseta, sem særðist á höfði I árásinni á Reagan, gekkst undir nýja skuröaðgerö i fyrra- kvöld. Þurfti að fjarlægja blóð- kekki úr lunga hans. Viröist aðgerðin hafa tekist vel, og Brady ekki sagöur I neinni hættu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.