Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 5. mai 1981 VÍSIR Frá aöalfundi VSÍ aöHótel Loftleiöum igær. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóril pontu. (Visismynd: GVA) Páll Slgurjonsson. formaður Vinnuveitendasambands íslands: AfTURHALDSSJONARMIOIN FÆRAST ENN IAUKANA" Á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands, sem hófst i gærmorgun, flutti formaður þess, Páll Sigurjónsson verkfræðingur, ræðu um þróun og horfur i atvinnu- og efnahagsmálum. Verður hér á eftir gripið niður i ræðu hans. Þess má geta, að Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, flutti einnig ræðu á þessum fundi i gær, þar sem hann rakti i almennum orðum stöðuna i þjóðarbúskapnum. Fundarmönnum bauðst að leggja spurningar fyrir forsætisr^ðherra, en eng- inn þáði það. Afturhaldssamasta verðlagshaftalöggjöfin Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ, hóf mál sitt með eftirfar- andi orðum: „Þegar við komum saman til þessa aðalfundar i dag, eru að- eins liðnir rúmir þrir sólar- hringar frá þvi að Alþingi sam- þykkti að hneppa stóran hluta atvinnurekstursins i landinu i nýja fjötra. Frá 1. mai býr at- vinnureksturinn við hörðustu og afturhaldssömustu verðlags- haftalöggjöf, sem um getur. A sama tima og stjórnvöld hneppa þannig atvinnureksturinn enn einu sinni í fjötra laga og reglu- gerða er i mörgu tilliti hag- kvæm tið. Ýmis svokölluð ytri skilyrði i okkar þjóðarbúskap eru hagstæð. Það eru þvi fyrst og fremst heimatilbúin vanda- mál, sem i sólskininu varpa skugga á atvinnulifið!! Kauptaxtar hækkuðu um 51% Þá rakti formaðurinn þróun kaupgjaldsmála 1980. Kaup- taxtar annarra en sjómanna hækkuðu á árinu aö meðaltali um 51%, verkamanna um 52%, iðnaðarmanna um 52,2%, versl- unar- og skrifstofufólks um 52,3% og opinberra starfs- manna um 48%. Hækkun taxtakaups félags- manna ASÍ varð 57.1% frá upp- hafi til loka ársins, þar af vegna hækkunar á verðbótum um 41.7% og vegna grunnkaups- hækkana 10.9%. Hækkun taxtakaups allra launþega, að frátöldum sjó- mönnum, varð 54% frá upphafi ársins til loka þess, þar af vegna verðbóta 41.7% og hækkunar- grunnkaups 8.7%. Greitt timakaup hækkaði hins vegar heldur meira, t.d. hjá verkamönnum um 55,6% og verkakonum 58%, en hjá iðnað- armönnum 53.8%. Kaupmáttur greidds tima- kaups i dagvinnu rýrnaði að meðaltali, hjá verkamönnum um 1.8% verkakonum 0.4% og iðnaðarmönnum um 3%. Kaup- mátturinn jókst þó á siðasta ársfjórðungi i kjölfar samning- anna i október. Ráðstöfunartekjur á mann munu hafa dregist saman á ár- inu 1980 um 2-3%. Raunverulegar tekjur Þá gerði Páll grein fyrir opin- berum útreikningum varðandi raunverulegar tekjur, sem sýndu, að þær væru yfirleitt miklu hærri en kauptaxtar segja til um. Meöaltekjur á mánuði i fyrra reyndust vera 8.900 krónur á heimilum verkamanna og 9.800 krónur á heimilum iðnaðar- manna og verslunar- og skrif- stofufólks. Er áætlað, að sam- bærilegar tölur i þessum mán- uði séu 11.700 krónur og 13.000 krónur. Næstfjallaði formaðurinn um atvinnuástand, en á þvi hefði ekki orðið teljandi breyting i heild. Minnkandi þjóðartekj- ur Páll kvað þjóðarframleiðsl- una hafa aukist um 2.5% á árinu 1980 og þar með helmingi minna en að meðaltali siðustu 10 ár. Það alvarlega væri hins vegar, að þjóðartekjur á mann hefðu verið óbreyttar undanfarin ár og gert væri ráð fyrir þvi, að þær minnkuðu á þessu ári um 1.5%. Hann gaf siðan yfirlit um af- komu atvinnuveganna, þar sem sjávarútvegur- og fiskiðnaður hafi búið við ýmsar sveiflur og erfiðleika, iðnaður við minnk- andi arð á heildina litið, en verslunin viðsvipuð kjör og árið áður. Þá rakti Páll horfur i atvinnu- málum, sem hann taldi slæmar. Reikna mætti með 2.5% sam- drætti i framleiðslu sjávaraf- urða, orkuskortur hefði dregið úr framleiðslu stóriðjuveranna, en búast mætti við nokkurri aukningi i annarri iðnaðarfram- leiðslu. í heild mætti reikna með 1% samdrætti i útflutnings- framleiðslu og 1-2% rýrnun við- skiptakjara. Hann sagði, að áætlað væri, að einkaneysla i landinu ykist á þessu ári um 1%, samneyslan um 2% en að fjármunamyndun dragist saman um 4%. Fjárfesting atvinnu- veganna skorin niður Páll Sigurjónsson vék nú að þvi, að skuggar féllu á ýmis hagstæð ytri skilyrði i atvinnu- rekstri, af heimatilbúnum á- stæðum. Hann kvað einkaneyslu á mann hafa aukist siðasta áratug um 22% en samneyslu um 58%. Fjárfesting i atvinnurekstri hefði verið dregin saman 1978 um 4.3%, staðið i stað 1979 og vaxið um 4.5% 1980, en nú væri stefntað samdrætti um 12.6%. í opinberum framkvæmdum ætti hins vegar að auka fjárfesting- una um 3% eftir 21% aukningu i fyrra. Páll taldi þessa stefnu, svo og óraunhæfa gengisskráningu og sifellt strangari verðlagshöft, skjóta skökku við, þegar gerðar væru kröfur til atvinnuveganna um aukna framleiðni. Afturhaldsstefna stjórnvalda Þá sagði Páll orðrétt: „Sú atvinnustefna sem birtist i lánsfjáráætlun rikisstjórnar- innar er i reynd vegvisir til stöðnunar og lakari lifskjara. A vettvangi stjórnvalda, sem búa atvinnurekstrinum starfsskil- yrði, rikir ekki framfarahugur. Það örlar ekki á vilja til þess að vinna sig út úr vandamálunum. Atvinnufyrirtækin hljóta á hinn bóginn að lita á það sem höfuð- skyldu sina að auka framleiðsl- una og framleiðnina. 1 þeim efn- um eiga fyrirtækin og starfs- fólkið samleið. Timi er kominn til að menn geri sér grein fyrir þvi.að við greiðum ekki úr efna- hagsringulreiðinni með reglu- gerðum og höftum. Það er ein- vörðungu með auknu frjálsræði, sem við getum unnið okkur út úr ógöngunum. Annað skýrt dæmi um aftur- haldsstefnu stjórnvalda eru nýju lögin um verðlagsaðhald, eins og þau heita opinberlega. Það er staðreynd að minnst veröbólga er i þeim löndum Vestur-Evrópu, sem búa við mest frjálsræði, en mest á Is- landi, þar sem verðlagshöft hafa verið meiri en nokkurs staðar. Þrátt fyrir augljósar staöreyndir af þessu tagi ráða afturhaldssjónarmiöin enn ferð- inni og færast i aukana. Eg ætla ekki hér að fara mörgum orðum um eðli verð- lagshafta eða ræða i smáatrið- um um afleiðingar þessara laga. Kjarni málsins er, að þau, eins og öll önnur haftalög gera rekstur fyrirtækja dýrari og auka þvi verðbólgu siðar, þau miða að þvi að koma i veg fyrir hagnað i fyrirtækjum. Það þýðir minni framleiðni, minni verð- mæti til skipta. Nyt mjólkurkýr- innar fellur, ef fóðrið er skorið við nögl. Sama gerist i atvinnu- lifinu. Samtök atvinnuveganna verða þvi á grundvelli fram- fara- og atorkusjónarmiða að snúast gegn hvers konar höft- um”. Kjarasamningar við erfiðar aðstæður I lok ræðu sinnar vék Páll Sig- urjónsson að kjarasamningum og sagði þá m.a.: „Kjarasamningarnir á sið- asta ári voru um margt athygl- isverðir fyrir utan það hve lang- an tima þeir tóku. Frá öndverðu var það stefna Vinnuveitenda- sambandsins að leggja efna- hagslegar forsendur til grund- valiar samningsgerðinni. En helst nýmælið var á hinn bóginn fólgið i þvi frumkvæði.., með til- lögum um einn sameiginlegan launastiga.” Siðan rakti hann hvernig rikið hefði sett strik i samningana með samkomulagi við starfs- menn sina á viðkvæmu stigi. „Miklu máli skiptir, að á þessu ári verði i rikara mæli en áður tekið miö af efnahagsleg- um takm ir u.'um við endurnýj- un kjara a n.anga”, sagði Páll, en vék svu i lokaorðum máli sinu til vinnuveitenda með hvatningu um að stefna að þeim starfsskilyrðum i hinu frjálsa atvinnulifi, að það verði grund- völlur að framtiðar velmegun i landinu. HERB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.