Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 2
2 á Akureyri Hvernig leggst sumarið i þig? Soffla Asgeirsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður: — Vel, ég held, að þetta verði gott sumar. Kristin Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur: — Ég vona það verði gott. Vetur- inn hefur verið harður og það bendir til þess, að sumarið verði gott. Asmundur Kjartansson, m.a. myndavélaviðgerðarmaður: — Ég spái góðu sumri, en hef ekkert annað fyrir mér i þvi en bjartsýnina. Snorri Kristjánsson, bakara- meistari: — Það verður fint sumar/eins og siðasta sumar. Veturinn hefur verið harður og þá verður sumar- iö gott. Sonja Gunnarsdóttir, húsmóðir og versiunarmaður: — Ég ætla aö vona þaö veröi gott. Það dugir ekki annað en vera bjartsýnn. „Það var oft kátt á tijalla” - Rabbað við Rðgnvald Rðgnvaldsson, „ráðhúsherra” og lyrrum „náðhúsherra” á Akureyri „Hvað segir þú? Bað Sæmi frændi um viötal við mig. Þar kemur skýring á draumnum frá i nótt. Mig dreymdi nefnilega að til min kæmi óvænt einhver maður, sem ég gaf siðan sjö karamellur”, sagöi Rögnvaldur Rögnvaldsson, hirðskáld okkar Visismanna, þegar falað var við hann viðta) dagsins. Að visu brást þetta með kara- mellurnar, en i staðinn fékk ég að heyra einar 7 visur, sem ekki verða þó allar tiundaðar hér. Ein þeirra er brot úr sjálfslýsingu: Strák var spáð aö stjórna, en hvar? stelpur þrá og kvennafar. Fyrst við náðhús nefndur var, núna ráðhúss fyrsti zar. Rögnvaldur er fæddur og upp- alinn i Miðfiröinum og þaðan telurhann sig hafa hagmælskuna. 1941 og 2 var Rögnvaldur á Akur- eyri, fékk þar sinn skammt af striðsgróðanum. Þá var hann giftur Hh'n Stefánsdóttur frá Haganesi i Mývatnssveit. En hvernig kynntust strákur úr Mið- firi og stelpa úr Mývatnssveit i þá daga? „Viö kynntumst i Reykjavik. Ég vann þar hjá Sjóvá um tima, en hún var að læra saumaskap. Hún saumaði m.a. kjól á eina vin- konu sina úr Mývatnssveit. I staðinn bauð vinkonan henni á dansleik og þar kynntumst við. Að minu mati hefur hún ekki fengið betur borgað fyrir kjól- saum, hvorki fyrr né siðar”, sagði Rögnvaldur og hló viö, en snýtti sér siðan hraustlega eins og til að árétta mál sitt enn frekar. Eftir striðsvinnuna fór Rögn- valdurað aðstoða tengdafolk sitt i Haganesi við búskapinn. 1950 flutti hann til Akureyrar. Tveim árum siðar var hann ráðinn til að sjá um „náðhús” Akureyringa, sem staðsett eru undir ekki óviröulegri stað en kirkjutröpp- unum. Fljótlega fékk hann þá viöurnefniö „kamerráö”. Gegndi Rögnvaldur þessu embættii 16 ár. „Það var oft kátt á hjalla undir tröppunum, maður lifandi. Þangað komu Menntskælingar mikið, það mátti raunar segja, að ég væri með 7. bekkinn. Kenndi ég þeim aðallega kveðskap, en einnig var teflt og svo reyndi ég að segja þeim örlitið til i pólitik. Vildi ég koma þeim i skilning um ágæti marxismans, en gekk mis- jafnlega með þá suma. Þessi boðskapur gekk til að mynda heldur illa i þá bræður Halldór og Harald Blöndal, en þeir gátu sett saman visur, sér i lagi Halldór. Ragnar Aðalsteinsson, skáld og listamaður frá Vaðbrekku, átti lika létt með að yrkja”. Arið 1967 hætti Rögnvaldur að gegna embætti „náðhúsherra”, en þess i stað gerðist hann „ráð- húsherra”, eins og kallað er. Hann er sem sé húsvörður i skrif- stofubyggingu Akureyrarbæjar, sem stundum er nefnt ráöhús. Sér hann m.a. um.aö allt sé klárt i bæjarstjórnarsalnum fyrir fundi. — Dragast þeir ekki stundum á langinn? „Jú, það kemur fyrir, að ég gerist langeygöur eftir fundarlok- um, ef þiau dragast mikið fram á 10. timann. Eittsinn kom hér ein- hver þrýstihópur kvenna til að fylgjast með umræöum um fjár- hagsáætlun. Náttúrlega gengu allar ræður út á að gera þrýsti- hópnum til hæfis. Þá orti ég þessa visu: Viti sinu ýmsir eyöa umdeildu i gestina. Atkvæði svo allir greiða eins og fífl i restina. Þriðjudagur 5. mal 1981 „Mannkyninu verður ekki búiö sómasamlegt llf nema með marxisma”, segir Rögnvaldur Rögnvaldsson. Visism: G.S. Það var matarveisla eftir fund- inn, þar sem gefin var örlitil brjóstbirta. Þar lét ég visuna flakka og þeir tóku henni vel, blessaðir”, sagði Rögnvaldur. Hann var i Sósialistaflokknum, siðan i Alþýöubandalaginu ogloks studdi hann Frjálslynda. Hverja styður hann næst? „Ég styð þann, sem ég treysti best til að koma á jöfnuði og félagslegum umbótum i þjóð- félaginu. Ég tel nefnilega, að mannkyninu verði ekki búin sómasamleg framtið, nema eftir marxískum leiðum”. — Nýjustu visurnar? „Já, ég get leyft þér að heyra visu frá i morgun: Hált er svell um heimsins stig hjartans fellur ylur. Ellin hellist yfir mig eins og fellibylur. En ef ég hefði verið 40 árum yngri, þá hefði ég haft hana svona: Hált er svell um heimsins stig hjartans svellur ylur, Astin hellist yfir mig eins og fellibylur”. GS/Akureyri Jón Helgason fyrrverandi ritstjóri. Styrjöldínni loklð Jón Hclgason, ritstjóri Timans, hefur nú látið af störfum viö blaðið. Sem kunnugt er ritstýrði Jón helgarblaöi Tlmans og sá þar meöal annars efnis um vlsnaþátt... Sá siöasti birtist nú um helgina. t upphafi hans segir: „Dálltilli heimsstyröld er lokiö og aö sjálfsögöu er þaö töpuö styrjöld, þvl aö á striöinu sigrast enginn nema fuglinn l kjarr- inu...”. Víst er um þaö, aö dálltil styrjöld mun hafa staöiö um brottför Jóns af Timanum. En henni er nú lokiö meö ofangreindum afleiöingum. Arciöanlega eru þeir margir, sem koma til meö aö sakna framlags hans til islenskrar blaöa- mennsku, enda hafa fæst- ir komist meö tærnar, þár sem Jón haföi hælana. Og nú er hann sumsé „sigld- ur út úr kortinu”, eins og segir I niöurlagi visna- þáttarins. VlSSl aiit Eiginmaöurinn sat i makindum inni I stofu, þegar eiginkonan kom æöandi inn meö mann- drápssvip á andlitinu. — ,þú... þú”, hvæsti hún. „Ég veit allt, ég veit allt...”. „Jæja. góöa mln”, sagöi eiginmaöurinn með stólskri ró „og hvernig fór þá leikurinn hjá Arsenal og Aston Villa?”. Nýr Grimnlr Innan tlöar mun koma út Grlmnir, rit örnefna- stofnunar Þjóöminja- ' safnsins. VerÖur það ann- aö ritiö, sem kemur út, en hiö fyrsta kom út I fyrra. Er unnib aö undirbúningi ritsins, en Þórhallur Vil- mundarson, forstööu- maöur örnefnastofnunar, ritstýrir þvl. Eins og áöur hefur komiö fram , hefur Þór- hallur sótt um 4 ára leyfi frá kennslu viö Háskól- ann. Hefur þaö ekki veriö endanlega veitt, en leyfiö mun Þórhaliur nota til rannsóknarstarfa, ef af veröur. Mikiu*betrl Siggi og óli voru saman I sex ára bakk. Einu sinni lenti þeim saman og rifust þeir eins og hundur og köttur. — Bróöir minn er miklu sterkari en bróöir þinn, sagöi Siggi. — Pabbi minn er miklu rikari en pabbi þinn, sagöi óli. — Mamma mln er lika miklu betri en mamma þin, sagöi Siggi. — Það segir pabbi lika. Aöalsteinn Jónsson á Eskifiröi. Nlagnyltafl- an og krabba- meinið „Ég get ekki sagt, aö ég kunni þessu viöurnefni neitt sérlcga illa, betra aö vera kallaöur Alli ríki en til dæmis blanki, aura- lausi, eöa eitthvaö I þá yeruna”, segir Alli rfki á Eskifiröi meöal annars f viðtali viö Sjávarfréttir. Þar rifjar Alli einnig upp þann atburö, þegar hann fékk þá flugu I höfuöiö, aö hann væri kominn meö krabbamein. Hann hélt þvl til Reykjavlkur til fundar viö lækni. Læknir- inn rétti honum magnyl- töflu og sagöi honum aö hann myndi ekki kenna sér neins meins eftir aö hann heföi gteypt hana. Svo fór, sem iæknirinn haföi sagt, og Alli hélt hress I bragöi heim. Snögg lækning þaö. • Smakkskjal Jónasar Vinsmakk og átþol Jónasar Dagblaösrit- stjóra Kristjánssonar hefur vakiö athygli vlöa um heim. Hefur ritstjór- inn fariö étandi og drekk- andi um vertshús, ekki aðeins hér heima, heldur erlendis Hka. Braspistlar og stjörnugjafir hafa fylgt I kjölfariö, enda full- sæmandi, þegar kunn- áttumabur á i hlut. • Nú herma fregnir, aö Jónas hafi enn fært út kviarnar og fari nú um meö enn ineiri glans en nokkru sinni fyrr. Segir sagan, aö Jónas hafi látiö prenta skrautskjal nokk- ' urt, hvar standi Dagblaö- iö I ööru horninu og Vikan i hinu. Sé skjal þetta I lit- um og á þaö sé prentaö - meö skrautskrift á þessa leiö: Jónas Kristjánsson hef- ur snætt á... og svo fram- vegis. Muni skjaliö ætlaö til staöfestingar á heim- sókn smakkarans á viö- komandi staöi, þeim sömu til mikils heiöurs. Þeir segja, aö Jónas sé farinn aö feröast um meö smakkskjal. • Margur er ríkari... Ekki var alveg rétt far- iö meö tölur I Sandkorni I gær. Þaö var sumsé ekki Ibúö, heldur einbýlishús á Nesinu, sem gekk upp I kaupin og mismunurinn varö 30 milljónir, þegar öll kurl voru komin til grafar. Og þar meö sann- ast hiö nýkveöna, aö margur er rikari en maö- ur hyggur! Jóhanna S. Sigþórsdóttir ' blaöamaöur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.