Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. mai 1981/ 100. tbl. 71. árg Toiistjóraembættið gerlr „rassíu” vegna tilrauna vörubilstjóra til að svindla á bungaskatti: „Svlkln nema tugum milljóna gkróna” - segir Þorsteinn Guðnason eftirlitsmaður „Það hefur aldrei verið svindlað eins grimmt á þunga- skattiflutningabifreiða og nú. Ég er þess fullviss, að þau svik, sem eru i gangi núna, skipta tugum milljóna gamalla króna. Við höf- um verið með „rassiu” undan- farna daga og tekið ótrúlega marga og í sumum tilfellum er um stórsvindl að ræða”. Þetta mælti Þorsteinn Guðna- son, ökumælaeftirlitsmaður, þeg- ar Visismenn hittu hann að störf- um á Gufunesvegi i gær.Eftirlitið fer þannig fram, að vöru- flutningabflar eru stöðvaðir á vegum úti og bilstjórarnir beðnir um að afhenda bækur, sem mæli- staðan á að hafa verið færð i. Sér Bifreiðaeftirlit rikisins um inn- færslurnar þrisvar á ári, auk þess sem viðkomandi bilstjóri á að færa mælistöðuna inn mánaðar- lega. Þá eru svokallaðir ökuritar i bilunum athugaðir, en svindlið felst i þvi að þeir eru teknir úr sambandi með einhverjum ráðum. „Það eru margvlslegar að- ferðir, sem menn nota til að geta svindlað”, sagði Þorsteinn. „Þeir rjúfa innsiglið og sumir troða blý- öntum i ökuritana til að gera þá övirka. I gær tókum við einn, sem hafði rofið innsiglið á hjólmæli og gengið þannig frá drifpinna sem drifur mælinn áfram, að hann var óvirkur. Þannig hafði hann ekið i langan tima”. Þorsteinn kvaðst hafa tekið 10- 15bila sl. hálfan mánuð, þar sem um hefði verið að ræða svik und- an þungaskatti. Þar af hefðu þrir verið teknir sl. fimmtudag. Kvaðst hann hafa starfað við slikt eftirlit um 5 ára skeið og aldrei orðið var við, að reynt hefði verið að svikja eins óheyrilegar upp- hæðir undan og nú. Væri þeim, sem uppvisir yrðu að svikum, gert að greiða stórar sektir, sem væru áætlaðar hverju sinni.-JSS 1^00 1 flp m * i K -1 i ; Hver einasti flutningabill, sem átti leiö um Gufunesveginn eftir hádcgið I gær, var stöðvaður og athugað hvort grunur gæti leikið á svikum f sam- bandi við þungaskatt. Þeir höfðu þvi nóg að starfa, Þorsteinn Gunnarsson cftirlitsmaður og lögreglumaðurinn, sem var meö honum. (Vísismynd GVA) ASGEIR SIGURVINSSON. Asgeir Sigurvinsson til Bayern Miincheni - Hann helur skrifað undir Þriggja ára samníng við betta heimshekkta knattspyrnufélag í v-hýskaiandi geir fór slðan til Munchen á mánudaginn til viðræðna við for- ráöamenn Bayern — gekkst undir læknisskoðun, sem hann stóðst og skrifaði siðan undir þriggja ára samning við félagið. —SOS Sjá nánar viðtal við As- geir á bls. 6-7 AS.GEIR SIGURVINSSON — knattspyrnukappinn kunni frá Vestmannaeyjum, hefur skrifað undir þriggja ára atvinnumanna- samning við hið heimsfræga félag Bayern Múnchen i V-Þýskalandi. Samningur Asgeirs tekur gildi 1. júli I sumar. Asgeir hefur veriö atvinnu- maður hjá Standard Liege frá þvi 1973. Hann var nær búinn að skrifa undir samning við 1. FC Köln fyrir helgi en rétt áður en hann ætlaöi. til Kölnar hafði Uli Höness, hinn kunni fram- kvæmdastjóri Bayern Múnchen simasamband við Asgeir og bauö honum að koma til Munchen. As- Nýtt andlit á skjánum Sjá bis. 2 Pótur svarar Hrainl Sjá hls. 9 Viljahafa flugvðllinn áfram í Rvík Sjá bls. 3 Um hvað stendur írlands- deilan? stá bis. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.