Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 24

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 24
síminner 86611 veðurspá dagsins Um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi erfremur hægfara 995 mb smálægð önnur lægð 987 mb djúp er vestur af Skot- landi. Yfir Norðaustur-Græn- landi er 1032 mb hæð, hiti breytist litið. Suöurland og Faxaflói: Austan og síðan norðaustan stinningskaldi eða allhvasst, lægir með kvöldinu, skyjað. Breiðafjörður: austan og noröaustan hvassviðri i dag en hægari i nótt, skýjað en þurrt að mestu. Vestfirðir: allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt i dag, en hægari i kvöld og nótt, él. Strandir og Norðurland eystra og vestra: austan og norðaust- an stinningskaldi og skýjað. Austurland að Glettingi og Austfirðir: norðaustan kaldi eða stinningskaldi, skýjað og él. Suöausturland: austan og suðaustan stinningskaldi eða allhvasst i dag, hægari i nótt, skýjað að mestu. veöriö hér 09 har Kiukkan sex: Akureyri alskýjað 4-2, Bergen léttskýjað3, Helsinki alskýjað 7, Kaupmannahöfn þokumóða 8, Osló rigning 5, Reykjavik skýjað 2, Stokkhólmur al- skýjað 5, þórshöfn alskýjað 3. Klukkan átján: Aþena skýjað 15, Bcrlin skýj- að 9, Chicago alskýjað 11, Feneyjar léttskýjað 15, Frankfui'tskUr 9, Nuukskýjað 0, London rigning 9, Luxem- burg skýjað 8, Las Palmas léttskýjað 19, Malaga létt- skýjað 19, Montreal skýjað 24, New York skýjað 16, Paris rigning 2., Róm léttskýjað 16, Vín skúr 9, Winnipcg létt- skýjað 13. Loki segir Mogginn segir i morgun, a( kaupmátturinn sé 17% lægr en 1978. Þaðer ekki furöa, þót vinnuveitendur vilji láta. samningana standa óbreyttaH næstu tvö ár. Hiúkrunorheimili aldraðra í Kópavogi að verða fokhell Ollum bælarbúum er boúlð I relsugllllðl Óhætt mun að fullyrða að reisu- gilli það sem fyrirhugað er vegna byggingar Hjúkrunarheimilis aldraðra i Kópavogi, sé hið stærsta sem haldiö hefur veriö hér á landi ef ekki viðar. Þangað verður öllum Kópavogsbúum boðiö nú um miðjan mánuðinn en þeir eru milli 13 og 14 þúsund. Húsið er nú svo til fokhelt og eru þá liðin rétt liölega tvö ár frá þvi að hugmyndinni um byggingu þess var fyrst hreyft i alvöru. Fyrsta skóflustungan var tekin i janúar 1980 og siðan hefur ekkert lát verið á framkvæmdunum.. Kostnaðaráætlunin hljóöar i dag upp á tæpar 8 milljónir og þar af er nú um helmingur hrein eign. Hjúkrunarheimilið er sem kunnugt er að mestu byggt fyrir söfnunar- og gjafafé frá almenn- ingi auk styrkja frá riki og bæ. Þykir ýmsum það skjóta skökku við, að þar sem ekki hefur fengist niðurfelling á söluskatti og öðrum opinberum gjöldum, fær rikið framlag sitt að mestu til baka. Mikil gróska hefur verið I söfnun- inni nú undanfarið og allar likur á að unnt verði að opna heimilið i mars á næsta ári, eins og á formað haföi verið. t>á verða tek- in I notkun 38 rúm. Slikur byggingahraði er vlst sjaldgæfur hér á landi enda hefur þetta framtak Kópavogsbúa orðið mikil hvatning fyrir ibúa annarra landshluta og ýtt við fram- kvæmdum vlöa. Þess má geta að á laugardag- inn munu margir þekktustu lista- menn landsins gangast fyrir skemmtun i Háskólabiói til styrktar Hjúkrunarheimilinu og verður forseti lslands, Vigdis Finnbogadóttir, þar meðal gesta. —JB „Segðu Pang” heitir barnaleikrit sem Breiðholtsleikhúsiö sýnir um þessar mundir. Og það var sagt pang upp i Breiðholti i gær, þegar unn- ið var að auglýsingamynd um leikritið. (Visism. EÞS) Vertiðarlok nálgasl: JÚN Á HOFI HÆSTUR Með deginum i dag að telja eru aðeins þrir dagar til vertiðarloka hjá bátaflotanum og keppnin um, hver veröur aflakóngur I ár, er I algleymingi. Sumir segja að fleiri fylgist af áhuga með þvi „ralli” en nokkru öðru. Jón á Hofi frá Þorlákshöfn- hefur nú 36 tonna forýstu hefur fengið 1472 tonn, og telja margir, að komi ekkert fyrir hjá honum, verði skipstjórinn, Jón Björgvins- son, aflakóngurinn. Næst á eftir Jóni á Hofi eru Friðrik Sigurðs- son, einnig frá Þorlákshöfn, meö 1436 tonn og Þórunn Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum með 1435,5 tonn. —SV „Þröstur er afbrýölsamur” - seglr Björgvin borgarfulllrúi i Visi I dag á bls. 3 er haft eftir Þresti Ólafssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra að samningar Reykjavikurborgar við fóstrur hafi verið „fyrir neðan allar hell- ur”, og að hætta sé á, að slikir samningar sprengi allt kjara- kerfið. i Timanum i morgun er haft eftir Þresti að vel komi til greina að leggja dagvistir rikisins niður enda eigi þær samkvæmt lögum að vera á snærum sveitar- félaganna. „Þetta er ekkert annað en af- brýðisemi hjá Þresti og þeim for- svarsmönnum rikisins út af þvi, aö við náðum þessum góðu samningum við fóstrurnar en ekki þeir”, sagði Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi og for- maður launamálanefndar borgarinnar i viðtali við Visi i morgun. ,,Og þaö má spyrja þá ef þeir vilja koma dagvistun sinni af sér á borgina, hvort þeir séu tilbúnir til þess að skipta á þeim og Borgarspitalanum, sem er þungur baggi á okkur Reykvik- ingum. Borgarsjóður verður að snara út launum og öðrum rekstrarkostnaði I hverjum mánuði og biöa siðan eftir endur- greiðslum mánuðum saman og sumt fæst ekki fyrr en eftir dúk og disk þegar daggjöld eru van- áætluð. Ég held raunar, að þeir ættu aö taka sér þessa góðu samninga okkar við fóstrur til fyrirmyndar og binda endi á þetta mál”, sagði Björgvin Guðmundsson. HERB „FAGNAÐARFUNDIR” í VERÐLAGSRABI I - er bað kom saman I morgun „Það verða vafalaust fagnaðarfundir þegar Verðlags- ráð kemur saman, menn hafa ekki hist i rúman mánuð”, sagði Georg óiafsson verðlagsstjóri við Visi. Fundurinn hófst klukkan niu' i morgun. „Viðmunum ræða framkvæmd nýju laganna um verðlagsaðhald og siðan væntanlega lita á ein- hver einstök mál”, sagði Björg- vin Guðmundsson formaður ráðs- ins i morgun. „Samkvæmt nýju lögunum á rikisstjórnin að setja ákveðin mörk um það, hverjar taldar verða almennar hækkanir, sem þá ganga frá Verðlagsráði til við- skiptaráðherra, sem afgreiðir þær. Ef ráðið leggur til meiri hækkanir í einstökum tilfellum verður það rikisstjórnarinnar allrar að taka endanlegar á- kvarðanir”, sagði Björgvin „mörkin hafa ekki verið ákveðin en talað hefur verið um nálægt 8%. Þá má geta þess, að Gjald- skrárnefnd, sem fjallar um hækk- unarbeiðnir opinberra stofnana og fyrirtækja, hefur verið boðuð á fund á morgun. HERB Hver fær bústaðinn? Vertu strax Vísis-áskrifandi Síminn er 86611 Sjá getraunaseði/ á b/s. 23 Dregid 29. maí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.