Vísir - 06.05.1981, Síða 12

Vísir - 06.05.1981, Síða 12
12 Miðvikudagur 6. mai 1981 Miðvikudagur 6. mai 1981 13 VlSIR NÚ fá 550 fatl- aáir eflirolðf á gjöldum við MfrelðakauD - Erfitt að gera upp á miiii umsækjenúa. sem eru lieiri en hægl er að sinna Umsóknarfrestur um eftirgjöf á aðflutningsgjöldum af bifreiðum til öryrkja rennur út 10. mai þannig að menn þurfa að skila inn umsóknum fyrir lok þessarar viku. Á sjöunda hundrað umsóknir höfðu borist i april en umsóknarfrestur var framlengdur vegna breytinga á lögum um tollskrá hvað þessa eftirgjöf varðar. 1 lögunum segir, að þeir sem eiga erfitt með að komast ferða sinna bil- lausir vegna fötlunar eða veikinda skuli fá eftirgjöf á aðflutningsgjöldun- um. En hverjir eru það i raun og veru, sem fá þessa eftirgjöf? Fær maður, sem hefur fótbrotnað á skiðum eða er af öðrum ástæðum fatlaður um stundarsakir, eftirgjöf á aðflutningsgjöldum bifreiða? „Hér er miðað viö varanlega fötlun eða langtimafötlun. Það er til dæmis ekki nóg að fótbrotna”, sagði Asgeröur Ingimarsdóttir, ritari nefndar er heitir Út- hlutunarnefnd öryrkjabifreiða. Asgerður sagði, að oft gæti verið erfitt að meta hver ætti að fá eftirgjöf á aðflutningsgjöld- unum og hver ekki. Allir umsækj- endur yröu að fylla út umsóknar- eyðublöð og þvi yrði að fylgja læknisvottorð, en fimm læknar á vegum Tryggingarstofnunar meta siðan umsóknirnar og gefa úthlutunarnefndinni skýrslu. Endanleg ákvörðun er svo í hönd- um nefndarinnar. 550 leyfi veitt i ár — Hversu margir fá þessa feftir- gjöf og hve mikil er hún? I ár er leyfi til að veita 550 mönnum eftirgjöf á aðflutnings- gjöldunum. Þar af er leyfi til að gefa allt aö 40 manns, mikifefötl- uöu fólki, eftirgjöf sem nemur 48 þúsundum króna, en hinir fá 24 þúsund króna eftirgjöf”. • Asgerður sagði, að þar sem alltaí sæktu fleiri um eftirgjöfina en fengju, væri starf nefndar- innar ekki aðeins erfitt heldur oft á tiðum einnig vanþakklátt eins og gjarnan væri um úthlutunar- nefndir. t sumum löndum eru almenningsfarartæki hönnuð með þarfir fatlaöra i huga, en fram til þessa höfum viö ekki sinnt þeirri þörf. Margir sem fullfriskir eru tetja sig ekki geta komist af án þess að eiga t»íl. En hvaö má þá segja um þá sem fatlaðir eru? Öll fötlun tekin til greina „t gömlulögunum var einungis átt við þá, sem voru lamaðir eða hreyfihamlaðir, svo og hjarta- og lungnasjúklingar. Þessu hefur nú verið breytt og er öll fötlun tekin til greina,” sagði Asgerður. Hún sagöi ennfremur, að til dæmis kæmu umsóknir frá for- ráöamönnum vangefinna barna sjóndapra og geösjúkra en hvert einstakt tilvik yrði nátturulega að meta. Hvernig er svo skiptingin i hærriog lægri flokkinn, ef svo má að orði kveða? „1 hærri flokknum er hjóla- stólafólk og fólk sem er mjög mikið fatlað. Það er farið mjög varlega með þessi leyfi, enda ekki veitt nema i hæsta lagi 40 á ári, og heimildin til að veita lyfi til hærri eftirgjafar er ekki alltaf nýtt til fullnustu”. — Þyrftu leyfin til lægri eftir- gjafar að vera fleiri? „Það er alltaf álitamál. Nú þegar hafa hátt á sjöunda hundr- að manns sótt um eftirgjöfina og verða sjálfsagtá áttunda hundrað áður en umsóknarfresti lýkur, en ekki er yeitt leyfi nema fyrir 550 eftirgjafir. Ég tel þó nauðsynlegt að binda þetta einhverri ákveð- inni tölu — það kemur frekar i veg fyrir að þetta verði misnotað”. t lögunum segir, að þeir sem vegna fötlunar eða af öðrum á- stæöum eigi erfitt með að komast ferða sinna án bifreiða, skuli fá eftirgjöf aðflutningsgjalda bif- reiðanna. En við hverja er i rauninni átt? Mega skipta um bil á 4 ára fresti Asgerður sagði, að hægt væri að sækja um eftirgjöf á fjög- urra áfresti., en mikið fatlað fólk getursóttum á þriggja ára fresti. Hún tók þó skýrt fram, að þó að maður hefði einu sinni hlotið eftirgjöf aðflutningsgjalda þýddi það ekki endilega að hann fengi hana aftur. Margir fá slikt leyfi aöeins einu sinni meðan verið er að komast yfir timabundna erfið- leika. Ef miðað er við að 550 manns fái eftirgjöf á aðflutningsgjöldum að hluta til eða öllu leyti á ári hverju fjórða hvert ár, þá þýðir það að á þriðja þúsund manns ek- ur um á slikum bifreiðum, eða um eitt prósent þjóðarinnar. —ATA Hjólastóllinn er eina farartækið sem sumir fatlaðir hafa yfir að ráða. TRYGGINGAST0FNUNIN BORGAR RREYTINGARNAR Á RÍLUNUM Margir fatlaðir þurfa að láta breyta bilum sinum svo sem að koma fyrir sjálfskiptingu og að koma stjórntækjum, t.d. hemlum og bensingjöf fyrir á öðrum stöð- um en i venjulegum bilum. Fólki skal bent á, að Tryggingarstofn- unin borgar slikar breytingar i mörgum tilfellum að einhverju eða öllu leyti. Þeir sem þurfa að láta breyta bifreiöum sinum skulu sækja sér- staklega um styrk til þess hjá Tryggingarstofnuninni og kemur hann til viðbótar eftirgjöf að- flutningsg jaldanna. Þá veitir Tryggingarstofnunin þeim, sem eru á örorkubótum, hagstæð lán til þriggja ára, og nema þau þrettán þúsund krón- um. Þessi lán fá einungis þeir, sem eru á örorkubótum. —ATA VISIR________-____________ Brunavðröum „var slurtað af fatlnu" i slðustu sérkiarasamningum Neita ðllum námskeiðum „Við ætlum að vera afskaplega hógværir og m.a. að hliðra til fyrir fóstrunum. En okkur var sturtað alveg af sfðasta fatinu i sérkjarasamningunum og við okkur fæst enginn til að tala um neitt, svo að við hljótum að taka okkar mál til endurskoðunar”, sagði Jóhannes Sævar Jóhannes- son talsmaður brunavarða á Slökkvistöðinni i Reykjavik i samtali við VIsi. „Þaö þykir áreiðanlega ótnK legt, en við erum i 8. og 9. launa- flokki — og ekkert meira. Við verðum áð ganga i gegn um nrargs konar námskeiö, sem ekk- ert hafa fengist metin i starfs- tima, þótt við verðum að sækja þau jafnt i fritlma sem vinnu- tima. Auk þess eru lagöar á okkur kvaðir, eins og sjúkra- flutningarnir, sem eru einskis metnar i launum, og litið á sem hreina þegnskylduvinnu frá gam- alli tið. Okkur hefur lengi verið svarað með þvi, aö við fáum greitt gott > álag vegna óþægilegs vinnutima og áhættu, en sannleikurinn er sá að brunavörður hér hefur nú eftir 14 ára starf, með álagi og 23 tim- um i yfirvinnu, litlar 8 þúsund krónur i mánaðarlaun.” „Við sjáum það núna, aö það þýöir ekkert að vera sanngjarn I þessum málum, á okkur er ekki hlustað. Við fengum ekkert i sér- kjarasamningunum. Formaður launamálanefndar borgarinnar fékkst ekki til þess að koma hing- að og kynna sér málin, og nefndin hefur ekki svarað bréfi okkar frá þvi i janúar um viðræður”, sagöi Jóhannes, „Við höfum nú ráöið okkur færan mann til þess að leggja á ráðin um kjarabaráttu okkar á næstunni, auk þess að ég reikna með að við neitum þátt- töku i öllum námskeiöum, sem standa fyrir dyrum, þar til a.m.k. við okkur er talaö”. Brunaveröirnir hjá Slökkviliöi Reykjavikur eru 70-80. A Kefla- vikurflugvelli hafa brunaverðir svipuð kjör en fá ekki full stéttar- félagsréttindi. Á Reykjavikur- flugvelli eru brunaverðir i 7. og 8. flokki. A Akureyri og i Hafnar- firði eru brunaverðir hins . vegar i 9. og 10. flokki. HERB Þekkir andlit? Ef ekki — lestu þá Þjóðviljann! Áskriftarsími 81333 1IOOVIUINH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.