Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 8
Miövikudagur 6. mai 1981 VtSIR Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur' Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- Útgefandi: Reykjaprent h.f. son. útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Ólafsson. Safnvöröur: Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eirikur Jónsson. VÍSIR Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Drei fingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, sími 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður f Blaðaprenti, Sfðumúla 14. IHANNUÐ EÐA MISKUNNARLEYSI? Dauði Bobby Sandsjrska fang- ans úr lýðveldishernum, kemur ekki á óvart eftir það sem á und- an hef ur gengið. Hann er engu að síður óhugnanlegur og örlagarík- ur. Það vekur vissulega óhug þeg- ar ungur maður tekur þá ákvörð- un að svelta sig ti I bana og heim- urinn fylgist með þvi af van- mætti, meðan líf hans fjarar smám saman út. Sumum kann að þykja slíkt sjálfsmorð jaðra við sturlua öðrum finnst mikið til hugrekkis hins unga manns koma. Hér blandast saman undr- un og aðdáun. Sá málstaður hlýtur að vera heilagur, sem krefst slíkra fórna, það líf hlýtur að vera nokkurs virði, sem lagt er að veði í hans þágu. En hver er hann, þessi málstaður, og hvað veldur þeirri staðfestu breskra stjórnvalda að kalla yfir sig ógn- aröld í stað þess að hlífa lífi Bobby Sands? Deilurnar á írlandi eru lang- vinnar og illvígar. Þær verða ekki íftskýrðar með einföldum hætti, og erfitt að taka afstöðu til þeirra. Enginn utanaðkomandi getur sett sig í dómarasæti eða gefið ráð um lausn þeirra. Þær eru fyrst og fremst sprottnar af þjóðernisástæðum, tilfinningum, sem taka ekki tillit til stjórn- mála meirihluta raka né skyn- semi. Þær verða heldur ekki for- dæmdar út frá þessum sjónar- miðum. Það eitt verður sagt, að þær hafa fært írsku þjóðinni ó- endanlegtböl og hörmungar, og skiliðeftir sig sár í þjóðarsálinni, sem seint munu gróa. Það hefur ekki verið á valdi stjórnvalda í Westminster, né heldur írskra stjórnmálamanna að leiða deilurnar til lykta. Stundum er sagt, að kveða eigi breska herinn burt frá írlandi, það séallra meina bót. En meðan irski lýðveldisherinn telur til- ganginn helga meðalið mundi það valda enn meiri ógnaröld og ringulreið, ef breska stjórnin kallaði hersveitir sínar heim. Launmorð og önnur ofbeldis- verk haf a því miður sett svip sinn á baráttu írska lýðveldishersins. Saklausir hafa orðið fórnarlömb, ódæðisverkin eru unnin úr laun- sátri. Þeir meðlimir IRA, sem teknir hafa verið til fanga, hafa gert kröfu um að þeir yrðu með- höndlaðir sem stríðsfangar, að her þeirra verði viðurkenndur sem slíkur. Þetta hafa bresk stjórnvöld ekki getað fallist á, og mega ekki fallast á. Afieiðing- arnar yrðu hálfu verri og jafn- giltu uppgjöf lýðræðis og siðgæð- is. Á þessari forsendu hefur Margaret Thatcher neitað að láta undan kröfu Bobby Sands. Mörg- um hef ur þótt nóg um og talið það lýsa kaldrifjaðri og ómanneskju- legri afstöðu. Breski forsætis- ráðherrann mun ekki hátt skrif- aður f augnablikinu. Thatcher virðist hafa leitt Sands til dauða með þvermóðsku sinni. Enda þótt breska fárnfrúin sýnist ósveigjanleg, þá verða menn einnig að gera sér far um að skilja afstöðu hennar. Hún stóð frammi fyrir þeirri ákvörð- un að þyrma einu mannslífi á kostnað eftirgjafar gagnvart samtökum, sem einskis hafa svifist þegar kemur að mannslíf- um og miskunn. Ferill IRA er svo sannarlega blóði drifinn, hvað sem líður málstað og réttlæti. Það er heldur ekki nein tilvilj- un að oddviti Verkamanna- flokksins breska, Michael Foot, lýsir yfir stuðningi við stefnu í- haldsf lokksins. Þetta sorglega og óhugnanlega mál leiðir hugann að þeim vandamálum.sem blasa við í hin- um siðmenntaða heimi. Lýðræð- isleg stjórnvöld eiga erfitt upp- dráttar, standa jafnvel ráðalaus gagnvart ofurhugum öfgahópa, ofstækis- og hryðjuverkamanna. í nafni mannúðar er mikil freist- ing til að láta undan, þegar ungir menn leggja lif sitt í sölurnar eins og Bobby Sands gerði. En hitt hlýtureinnig að ráða miklu, að allur fjöldinn treystir því að lögum og rétti sé haldiðuppi. Það er líka mannúð. Bobby Sands sem lést i . hungurverkfalli i fyrrinótt, var orðinn hermaður i Irska lýð- veidishernum átján ára gamall sem af reynslu siðari ára telst nokkuð seint. Þótt fjölskylda hans væri kaþólsk, hafði hún tekið Htinn þátt I baráttu lýðveldissinna, en engu að siður sætti hún aðkasti öfgasinna mótmælenda á óróa- timunum 1972 þegar N-trland rambaði á barmi borgarastyrj- aldar. Skólafélagar Bobbys voru af mótm ælendaf jölskyldum og bresku bergi brotnir. Bobby fann litinn mun á þeim og öðrum féiögum sinum og vann meira að segja með þeim til af- reka I Iþróttakappliði skólans. Byssukula l pðstkassanum En það var sigild ástæða, sem rak hinn unga Ira I fangið á írska lýöveldishernum (IRA), sem berst fyrir þvi aö reka allt breskt af N-trlandi, nefnilega áreitnin, sem fjölskylda hans varö fyrir 1972. Rúður voru brotnar I heimili þeirra. Einn daginn var byssukúla I póst- kassanum viö húsið sem stóö i mótmælendahverfi I Belfast. Þaö var orðsending, sem enginn Iri misskilur. — Annaö hvort flytjiö þið burt, eöa þiö fáiö slfk- ar sendingar eftir öörum leiöum! Og fjölskyldan flutti. Slultur skæru- liðaferill L Bobby Sands var ekki lengi hermaöur, eins og IRA-skæru- liöar eöa hryöjuverkamenn kalla sig sjálfir. Innan mánaöar BOBBV SANDS eftir aö hann gekk I ,,próvó”sveitirnar, var Bobby handtekinn og siöar dæmdur fyrir hlutdeild i tveim ránum á bensinafgreiöslustöövum, óleyfilegan vopnaburö og aöild aö hinum ólöglegu IRA-samtök- um. Aö undanskildu sex mánaöa frelsi áriö 1976, dvaldi Bobby I fangelsi til æviloka. Hann var handtekinn aftur 1976 eftir sprengjuárás á vörugeymslu og skotbardaga. Lögreglan sagðist hafa komiö aö honum i stolnum bil meö þrem mönnum öörum. Allir voru með hlaðnar byssur. Fékk alveg nóg I blaðagrein sem Bobby Sands smyglaði út úr Maze-fangelsinu — og birtist i einu málgagni lýö- veldissinna — segist Bobby hafa séö „ logandi bensin, skothrið og blóö, mestmegnis okkar fólks”. I greininni lýsir hann þvi, hvernig honum leiö eftir aö hann gekk I lið með „próvóun- um”, eins og IRA-hryöjuverka- menn eru dags daglega kallaöir á Irlandi (stytt úr Provisional Irish Republican Army): „Þaöan i frá var llf mitt enda- lausrööaf svefnlausum nóttum, ávallt viöbúinn kalli, sifellt aö heröa sjálfan mig upp til næstu aögeröar, eillft aö foröa mér undan múrsteinskastinu”. Baldinn langi Sands var I hópi nokkurra Robert Sands hundruða IRA-fanga, sem tóku þátt I „skitamótmælunum”, sem stóöu samfleytt I fimm ár. Fangarnir höföust viö naktir I klefum slnum og ötuöu klefa- veggina eigin saur. Mótmæla- aögeröir þessar voru til þess aö fylgja eftir kröfum um bættan aöbúnaö þeim og öörum IRA-föngum til handa. Þeir kröföust viöurkenningar á póli- tiskri stööu IRA-fanga. Nefni- lega, að afbrotin, sem þeir heföu framiö, væru af pólitlskum toga spunnin. IRA-fangarnir I Maze-fangelsinu litu á Sands sem foringja þeirra. Fyrir þeirra hönd stóö hann I samn- ingaþjarkinu, sem loks batt endi á hungurverkfall sjö IRA-fanga I fyrra. Þeir höföu þá fastaö I fimmtlu og þrjá daga. Þegar Sands fannst siöar sem hin bresku fangelsisyfirvöld heföu svikist um aö efna gefin loforö úr þessum samningum, hóf hann sjálfur hungurverkfall þann 1. mars. Þaö var sú fasta sem dró hann loks til dauða. Má vera, aö staöfesta hans I þeirri banaföstu hafi aö einhverju leyti sprottiö af ábyrgöinni, sem hann fann gagnvart félögum sinum og ef til vill sjálfsásökun vegna vonbrigðanna með samningana, sem hann náöi fyrir þeirra hönd. Kosinn bingmaður Herskáir lýöveldissinnar hafa áöur svelt sig til bana en Sands var frábrugðin þeim hvaö þvi viövék aö hann var MP (Mem- ber of the british parliament) eöa þingmaöur. t hungurverk- fallinu sá hann sér færi á að vekja meiri athygli á málstaö sinum meö þvi aö bjóöa sig fram I aukakosningum I Fermanagh og Suöur-Tyrone, þegar þingsætiö losnaöi viö frá- fall þingmannsins, sem var utanflokka. IRA viöurkennir aö vlsu ekki lögsögu breska þings- ins á trlandi, en þaö lét IRA-hermaðurinn sig engu skipta. — Er nema von, þótt Bretum veröi oft aö oröi, aö Irar séu bæði skotheldir fyrir rökum og þrlfist best á mótsögnum? Úr fangelsinu átti Bobby Sands ekki burtgengt, en ýmsir kunnir kaþólikkar tóku upp kosningabaráttuna fyrir hans hönd. Þeirra á meöal var hin fræga Bernadette Devlin (nú Mcaliskey) sem sjálf sætti banatilræöi i fyrra og varö aö staulast á milli kosningafunda á hækjum. Kaþólikkar eru I meirihluta I kjördæminu og var mjög höföaö til þess, aö þeir mættu ekki bregðast kaþólikkanum Sands I kosning- um gegn mótmælendafram- bjóöandanum. Þann 10. aprll fékk Bobby þær fréttir inn I sjúkrarúm sitt I Maze-fangels- inu, aö Robert Sands væri orðinn háttvirtur þingmaöur Fermanagh og S-Tyrone-kjör- dæmis á þingi hennar hátignar Bretadrottningar. 1 1 Söguiegur MF Sands reis aldrei upp úr rúm- inu til þess aö taka sæti sitt i þinginu. Engu aö siöur skipar hann merkilegan sess I sögu breska þingsins. Hann er fyrsti fulltrúi þess, sem deyr I hungur- verkfalli. Móöir hans Rosaleen vakti yfir honum siöustu dægrin i banalegunni, en auk hennar lætur hann eftir sig systur sina og svo þann ávöxt, sem sex mánaöa frelsi hans 1976 bar. Bobby notaði nefnilega þann tlma til aö kvænast. Eiginkona hans fyrrverandi, þvl áö þau skildu lögskilnaöi siöar, heitir Geraldlne og býr á Englandi ásamt barni þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.