Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 14
Jfp REYKJAVÍKURHÖFN Rey kj aví kurhöfn vinnur að þvi að gera byggingarhæfar lóðir á tveim athafnasvæðum við höfnina: I. Á fyllingu utan Grandagarðs. Lóðir þarna eru ætlaðar fyrir fyrir- tæki sem tengd eru sjávarútvegi, fiskvinnslu og þjónustu við útgerð. II. Svæði við Skútuvog við Kleppsvik: Þar eru lóðir hugsaðar fyrir fyrir- tæki, sem áherslu leggja á skipavið- gerðir. Þeirsem áhuga hafa á að koma til greina við lóðaúthlutanir á svæðum þessum sendi skrifiegar umsóknir til: Hafnarskrifstofunnar Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu fyrir 20. mai n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undir- ritaður. HAFNARSTJÓRINN t REYKJAVÍK. Laufásvegur Amtmannsstígur Skálholtsstígur Skólastræti Laugateigur Hofteigur Laugateigur Sigtún Sölumaður — A fgreiðslumaður Verslun með fristundavörur óskar að ráða starfsmann sem fyrst. Umsóknir sendist augld. Visis merkt „Sölumaður- afgreiðsla” (Mr HaHgrfmuon Krtolián Mr> OuábiwtaMii GiMurardóHir A>Q>if H>flfl>> EirfkMon Er atvinnuöryggi stefnt í voða? - Stöðnun í góðæri Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðis- flokksins. ræðir stjórnmálaviðhorfið/ atvinnu- og efnahagsmál á almennum fundi að Selja- braut 54, fimmtudaginn 7. maí kl. 20.30. Fundarstjóri: Kristján Guðbjartsson. Fundarritarar: Dora Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eiriksson. Fundurinn er öllum opinn. Félag sjálfstæðismanna i Fella- og Hólahverf i i Breiðholti. vtsm Miðvikudagur 6. mgi 1981 Svar til menntskælings Menntskælingur hringdi til Visis og fékk birta fyrirspurn um opnunartima lestrarsalar Borgarbókasafns og hvaða hlut- verki safnið gegni gagnvart námsmönnum. Þar sem viss misskilnings gætir i ummælum menntaskóla- nemandans, vil ég skýra málið. Fyrst þakka ég honum fyrir hlýleg orð i garð safnsins. Hann spyr hvort slik stofnun sem Borgarbókasafn Reykjavikur hljóti ekki aö taka tillit til náms- manna varðandi lestraraðstöðu á hátlðum. Svar: Borgarbókasafn er ekki og hefur aldrei verið opið á stór- hátiðum s.s. jólum og páskum. Borgarbókasafn er al- menningsbókasafn, en ekki skólabókasafn. Það táknar að uppbygging bókakosts og lestrar- aðstaða miðast við allan almenn- ing. Bókakostur á lestrarsal er um það bil 20.000 bækur. Þar er eina lestraraðstaðan fyrir full- orðna á öllu safninu að UtibUum meðtöldum. Markmið lestrarsal- ar I almenningsbókasafni er að veita þeim vinnuaðstöðu, sem nota bækur safnsins en ekki að þjóna sem lestraraðstaða fyrir nemendur, sem koma með bækurnar sinar i töskunni. Borgarbókasafn gæti engan veg- ihn gegnt þvi hlutverki að veita þeim fjölda nemenda framhalds- skóla i borginni lestraraðstöðu sem á henni þurfa að halda. En að sjálfsögðu er nemendum eins og öðrum Reykvikingum velkomið að nota safnkostinn. „Borgarbókasafn er almenningsbókasafn en ekki skólabókasafn”, seg- ir borgarbókavörður i svari til menntskælings. Það er vandamál að oft er salurinn fullsetinn skólafólki og aðrir notendur komast ekki að. Verkaskipting verður að vera á milli almenningsbókasafna og skólasafna. 1 lok sl. árs var sent bréf frá safninu til fram'halds- skólanna i borginni, þar sem m.a. er bent á að lestraraðstaða verði að vera í skóiunum og á þeim tima, sem nemendur nota til lestrar. Hlutverk almenningsbókasafns er aö veita öllum, sem i safnið leita eins góða aðstoð og kostur er. Þess vegna er stöðugt unnið að uppbyggingu og viðhaldi bóka- og timaritakosts og að bygginga- málum. Safnið má á hinn bóginn aldrei þjóna einum hóp svo mikið að það bitni á öðrum. Safnið er ekki og á ekki að vera skólabóka- safn. Innkaupum i sllkt safn er hagað á annan veg en i al- menningsbókasafni, t.d. þarf að kaupa mikinn fjölda eintaka af sama bókarheiti. 1 almennings- bókasafni eru hlutföllin önnur. Að lokum sendi ég mennt- skælingi kveðju mina og hvet for- ráðamenn framhaldsskólanna til að veita nemendum þá aðstöðu, sem nauðsynleg er innan veggja skólanna. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, \ borgarbókavörður. Veita eins góða aðstoð og kostur er almennllega Fáum ferju Landkrabbi hringdi: Hvernig væri nii að við ís- lendingar legðum hörku i það mál að fá hingaö til lands almennilega ferju sem gæti tekið fjölskylduna og bilinn i þægilega ferð yfir At- lantshafið? Smyrill hefur reynst slæmt sjó- skip á þessari leið, enda ekki furða þar sem skipið er ekki ætlað tilslikra siglinga. Er ekki kominn tímitil þesáað við höfum eitthvað að segja um málið? Er ekki kom- inn timitilþess að við stöndum að þviásamthinum norrænu þjóðum aö fá annan Gullfoss hingað. Ferðir með slikum skipum eru einstaklega skemmtilegar og þægilegar. Ég minnist þess með söknuði er maður fór með gamla Gullfoss yfir hafið, þótt ég viti nú að i dag eru til mun fullkomnari fleytur, þannig að þetta ætti að verða enn ánægjulegri ferðalag. Er ekki hægt að stofna al- menningshlutafélag um þetta, sem næöi milli landanna? I tilefni bréfs landkrabba sakar ekki að rifja upp að Færeyingar ihuguðu ekki alls fvrir löneu aö fá i stað Smyrils stórt pólskt far- þegaskip, Rogalin að nafni, en ekkert varð Ur samningum. Valdlmar sjái um fjallasðngva Jón Gunnarssonhringdi og vildi koma á framfæri þökkum til Valdimars örnólfssonar fyrir skynsamleg viðbrögð eftir að til- mæli bréfritara nokkurs um færri og minni söngrokur birtust hér á dögunum. Jón kvaðst njóta þess að hlusta á Valdimar og undir- leikara hans i morgunleikfimi út- varpsins, meðan léttleikinn keyrði ekki úr hófi. Jón kvað það auðheyrt að Valdimar væri söngelskur og lik- lega heföi hann alveg þokkalega söngrödd, en annað hvort ætti að syngja lög eða láta þau vera. Loks vildi Jón taka undir þá til- lögu að Valdimar yrði fenginn til þess að koma fram eða stjórna þætti f sjónvarpinu, þar sem f arið fyrir meðferð sliks efnis og gæti yrði með fjgllasöngva. Mikið orð orðið gaman að sjá þá og heyra fæn af Valdimar og félögum hans við sli"kan flutning. [ T spéímífreviu 1 I R.R. skrifar: | Fyrir nokkru birtist i Visi nokkuð smellin visa um Ölaf Ragn- I ar. 1 framhaldi af henni datt mér eftirfarandi i hug: I . Stýrið var bilað og stefnan var röng I I steyptist á hausinn i glerhálli beygju. | | Glókollur Gris og flokknum sem frýs, j | færður i spennitreyju. j L___________________________________________________________________I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.