Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 9
* \ * u « 0 i I » « • • tUsa-Já'i \-i W Miðvikudagur 6. mai 1981 r------------------------------- Af Hrafnsmálum Embætti flugmálastjóra hef- ur um langt árabil veriö bitbein i dagblööum og iöulega veriö veist harkalega aö flugmála- stjórn. Ef til vill hefur of litiö veriö gert af þvi aö svara þess- um blaöaskrifum af þeim sem best til þekkja. Vandinn viö aö svara er fólginn i þvi að koma frá sér flóknu efni á svo skýran hátt aö auöskilið sé hverjum manni og þó sé ekki máli hallaö. Vandinn við aö svara ekki, er aö ranghugmyndir og tortryggni kunna aö skapast i hugum manna. Seinast i þessari málaröð er aö Hrafni Jóhannssyni deildar- tæknifræðingi hjá flugmála- stjórn var sagt upp störfum með 3ja mánaða fyrirvara á full- komlega lögformlegan hátt. Hrafn var ekki æviráðinn starfsmaður og var þvi ekki þörf á þeim framgangsmáta er lög kveöa á um aö vera skuli þegar æviráönum opinberum starfsmönnum er sagt upp störfum. Ég ætla hér á eftir aö gera til- raun til þess aö skýra mál þetta á eins glöggan hátt og kostur er. Af þvi sem skrifaö hefur veriö um mál þetta i Visi má ráða aö þaö snúist einkum um eftirfar- andi þætti: A. Persónu Hrafns Jóhannsson- ar tæknifræðings. B. Persónu mina. C. Embætti flugmálastjóra — flugmálastjórn. D. óvild Hrafns Jóhannssonar i garö fluemálastjóra. Þáttur Hrafns Eftir aö ég hóf störf hjá flug- málastjórn þann 1. ágúst 1978 og fór aö kynnast starfsmönnum og stofnuninni varö mér ljóst aö langflestir starfsmenn voru ' samviskusamir og vandaðir. Reyndar var yfirbragð starfs- hópsins þannig að þeir sem hög- uöu sér á annan hátt stungu mjög áberandi i stúf. Hrafn Jóhannsson stakk mjög áberandi i stúf við aöra starfs- menn. Til hans var t.d. afar erfitt aö ná svo skipti dögum og jafnvel vikum. Oft vissi enginn starfsmaöur flugmálastjórnar hvar hann hélt sig. Min störf voru á þessum tima ýmis verk- efni sem flugmálastjóri fól mér aö inna af hendi. Verkefni þessi snertu allar deildir og alla þætti starfs hjá flugmálastjórn. Mjög áberandi var hve mikið af mln- um verkefnum voru mál sem Hrafni Jóhannssyni hafði með einstakri lagni tekist aö klúöra svo, aö mikla vinnu þurfti til aö leysa. Ef gerö var tilraun til þess aö fá upplýst hjá honum hversvegna svo mörg mál færu úrskeiðis hjá honum þá voru svörin á þá lund aö einhverjir aðrir ættu sökina og fylgdi gjarnan athugasemd um hvern- ig þeir starfsmenn væru. Er enginn syndahafur var innan seilingar, þá virtist hann telja aö spurningar og eftirgrennslan væru ofsóknir, en ekki kom ljóst fram hver var að ofsækja. Af þessum málum skipti ég mér ekki, enda hvorki staöa né aðstæöur til þess. Þann 1. september 1980, var ég skipaður framkvæmdastjóri flugvalla- deildar og varaflugmálastjóri og þar meö yfirmaður m.a. Hrafns. Þá var auðvitaö skylda min að gera athugasemdir við þá hegöun sem hann sýndi i starfi. Ekki var það auövelt verk. Hrafn haföi ekki aöeins veriö fjarverandi ágústmánuö heldur einnig septembermánuð 1980 og hluta af október. Til Hrafns náöi ég fyrst 10. október 1980. Allan þennan tima var engar spurnir af honum aö hafa en ég geröi þó Itrekaöar tilraun- ir til þess aö hafa upp á honum. Þegar ég náöi til hans þá rædd- um viö saman i fullri alvöru og einurö um störf hans. Þaö gerö- um viö einnig nokkrum sinnum siöar. Allt kom fyrir ekki, engar breytingar uröu á hans hátta- lagi. Þá var þaö aö ég hélt á fund starfsmanna flugvalla- deildar I nóvember 1980 þar sem Hrafn var mjög ákveðið boöaö- ur. Hann sýndi þá starfi sinu, mér og samstarfsmönnum sin- um þá litilsviröingu aö mæta aöeins i rúma klukkustund á tveggja dægra fundi, og haföi enga afsökun. Mér þótti þá nóg komiö af svo góöu og sendi hon- um strangt áminningarbréf. Bréf þetta sendi ég aöeins til hans, og hef ekki sent öðrum. I bréfi þessu stefndi ég honum til min á ákveðnum tima til þess aö ræöa framtiö hans hjá stofnun- inni. Þá fór sæmilega á meö okkur og ég fól honum ýmis verkefni til þess aö vinna aö, og ól þá von i brjósti aö hann myndi sjá aö sér og þetta færi allt vel. Til þess aö gera langa sögu stutta: Hrafn Jóhannsson gerði svotil ekki handtak hjá flug- málastjórn frá þvi i lok nóvem- ber til seinni hluta febrúar 1981, nema aö dreifa áminningarbréfi. minu á óllklegustu staöi. Enn hef ég ekki skilið hvaö honum gekk til meö þvi. Af þessu skipti ég mér ekki en vissi aö bréfiö haföi borist I hendur ýmissa manna fyrir atbeina Hrafns, þar á meöal nokkurra þing- manna. En þegar i ljós kom aö hann haföi sent þetta bréf til allra flugvallarstarfsmanna og beðiö þá aö hnekkja þvi sem hann kallaði ,,rógi” minum og jafnframt dylgjað um tilgang minn I starfi, þá tók steininn úr. Ég haföi samband við hann strax og ég fékk vitneskju um þetta og sagöi honum að eftir þessa aögerö yröum viö ekki báöir i starfi hjá flugmála- stjórn. Ég haföi samband við samgönguráöherra og flug- málastjóra og tilkynnti þeim hvernig málum væri komiö og jafnframt þá staöföstu ákvörö- un mina að ef þessum undir- róðursmanni og reyndar gagns- lausa starfsmanni yröi ekki sagt upp störfum þá þegar, gæti ég ekki starfaö lengur hjá stofnun- inni. Astæður þess voru, auk þess sem aö framan segir, að Hrafn skortir átakanlega kosti sem stjóra úr mjög óþægilegri aö- stööu. Óþægilegri aðstöðu segi ég þvi brottvikning manns úr starfi er I flestum tilfellum alvörumál, en annað hvort eru menn i starfi hjá hinu opinbera eða þeir eru á framfærslu. Ég tel að framfærslan sé ekki i verkahring flugmálastjórnar. Til þess aö ljúka þætti Hrafns vil ég segja það, ekki ber ég þungan hug til hans. Mál hans tilheyrir fortiöinni. Ég vona hans vegna og aðstandenda aö hann mannist til góöra verka i framtiöinni og megi sem best og lengst lifa. Minn þáttur I þessum skrifum, um Hrafnsmál, þótti mér verst aö vera vændur um róg og lygar. Þaö eru hættir sem ég vil forö- ast aö tileinka mér og vona ég aö þeir sem mig þekkja geti staöfest aö enn hafi ég ekki ánetjast þeim siöum. Hinsvegar er ég lika hreinskiptinn og ,,orö- hákur” og má segja þaö um úr- drátt úr umsögn minni um flug- ráö, sem vitnaö er til i Visi þann 30. apríl 1981, aö eitt er aö tala, annaö aö hugsa. Allt aö einu sagöi ég hluti sem ég stööu minnar vegna gat ekki látið frá mér fara. Ég veit aö þaö þykja ekki merkilegir menn sem biöj- ast afsökunar á mistökum sin- um. Ég tel samt best aö fylgja hinum gömlu drengskaparhug- myndum, og veröur aö ráöast hvaö nútima Islendingum finnst - um þaö. Þegar Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugöryggisþjónustu og vara- flugmálastjóri sótti um tveggja ára launalaust leyfi frá störfum og fór i framkvæmdastjórastarf hjá Flugleibum, þá sótti ég bréf- lega eftir þvi viö þáverandi samgönguráöherra, aö gegna stööu Leifs I fjarveru hans. Um Agnar Kofoed-H ansen, tlug- málastjóri hver starfsmaöur veröur aö vera gæddur, jafnt undirmenn sem yfirmenn og einnig opin- berir starfsmenn þ.e. viljann til þessað vinna, viljann til þess að mæta til vinnu og viljann til þess að vinna með jákvæöu hugar- fari með öðru fólki. Ef ég þyrfti að búa við þvilikan dragbit i starfi þá taldi ég að tima min- um væri betur varið annarstað- ar. Samgönguráöherra og flug- málastjóri tóku sina ákvörðun og eru eftirmálin Jesendum kunn. Hefði ég haft vald til þess ab segja manninum upp þá heföi ég vissulega gert þaö, og meö þvi losað ráöherra og flugmála- Steingrimur Hermannsson samgönguráöherra Hrafn Jóhannsson Pétur Einarsson. vara- f lugmálastjóri sendir blaðinu meðfylgjandi greiri/ sem er svar hans viöþeim ummælum, sem fram komu i viðtali við Hrafn Jóhannsson, fyrrv. starfsmann flugmála- stjórnar, sem birtist hér í blaöinu 30. apríl s.l. þessa umsókn mina fjöllubu flugmálastjóri og flugráö. Ekki fékk ég stööu þá er ég sótti, en var boöin 2ja ára skipun sem löglæröur fulltrúi viö embætti flugmálastjóra og væri verk- sviðið „sérstakur fulltrúi flug- málastjóra”. Þvi boöi tók ég. Leifur Magnússon sagöi starfi sinu lausu voriö 1980 og þurfti þvi aö ráöa mann i staö hans. Staöa hans var auglýst I Lög- birtingarblaöinu með venjuleg- um fyrirvara og ráðuneyti ósk- aöi umsagnar flugráös um um- sækjendur, allt nákvæmlega eftir settum reglum. Þessir sóttu um stööuna: 1. Hrafn Jóhannsson deildar- tæknifræöingur flugvallar- deildar. 2. Guömundur Matthiasson deildarstjóri flugumferöar- þjónustu. 3. Björn Jónsson deildarstjóri alþjóöadeildar. 4. Haukur Hauksson rafmagns- tæknifræðingur, þá settur framkvæmdastjóri flug- öryggisþjónustunnar til 1.8.1980. 5. Pétur Einarsson lögfræöing- ur. Allir umsækjendur aörir en ég voru I föstu starfi hjá flugmála- stjórn. Minn starfstimi rann út þann 1. ágúst 1980. Flugráð veitti enga umsögn um um- sækjendur. Ég hlaut skipun I þessa stööu og var jafnframt skipaöur varaflugmálastjóri. Auk þess tók samgönguráb- herra þá ákvöröun aö Haukur Hauksson rafmagnsverkfræö- ingur yröi hækkaöur i stööu og gerður aö framkvæmdastjóra. Verkaskipting milli okkar Hauks varö þvi þannig, aö ég fer meö flugvallarmálefni og hann meö mál er snerta flugöryggis- þjónustu. Svona var þetta mál og eru skrif Hrafns um framganginn aö mestu heilaspuni. Þáttur flugmálastjórnar Nokkrum oröum hefur veriö fariö um flugmálastjórn sem stofnun og vist er aö þar má ýmislegt betur fara — einsog i ölium opinberum stofnunum. En ekki má gleymast aö þar hafa menn unnið mikiö og gott starf á undanförnum árum og eiga þeir skiliö lof fyrir, en ekki last. 1 öllum rikisstofnunum þarf aö gera svolitla byltingu með ákveðnu árabili. Ég hef veriö þaö heppinn aö fá aö taka þátt I mjög ánægjulegu starfi af þvi tagi. Voriö 1980 skipabi sam- Eönguráöherra 3ja manna nefnd til þess að gera sem itarlegasta aihugun á stjórn flugmála. 1 nefndinni sitja: Pétur Ein- arsson lögfræðingur, formaöur, Birgir Guðjónsson deildarstjóri i samgöngumálaráöuneytinu (fer með flugmál m.a.) og Garðar Sigurðsson alþingis- maður (sat I flugráöi um ára- bil). Nefndin hefur gert Itarleg- ar tillögur til samgiinguráö- herra sem bera meö sér tölu- veröar breytingar á stjórn flug- mála og fastari skipan. Tillög- unum má skipta I þrennt: A. Tillaga aö frumvarpi til laga um stjórn flugmála. B. Tillaga aö reglugerö um störf, verkefni og skipulag flugmálastjórnar. C. Tillaga aö skipuriti flug- málastjórnar. Nefndin hefur ekki gert tillög- ur um aö leggja niöur flugráö, einsog sumir vilja halda, heldur um breytt verksviö þess. Nefnd- in er enn við lýöi og hefur ráö- herra tillögur hennar til athug- unar. Óvildarþáttur Ljóst er af skrifum Hrafns aö hann hefur margt viö flugmála- stjóra og hans gerðir aö athuga og er óvæftL.n i dómum. Spurning’' er: Hvernig tókst Hrafni r i ta, x þátt I þessu öllu þ.e. „re^'uleg óregla, .. fjár- flutningar aö geðþótta, .. em- bættisglöp, .. valsar meö fjár- muni skattborgara,” .. einsog segir i siöustu grein hans, og sagöi ekki aukatekiö orö i tæp 8 ár eöa þar til honum var sagt upp störfum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.