Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 2
2 Á Akureyri Ferðu oft til kirkju? Helgi Guömundsson, smiöur: — Nei, svo að segja aldrei. Kristin Cordova —Nei, aldrei. Ólöf Arnadóttir, húsmóöir —Já, nokkuð oftk Þóra Björgvinsdóttir, húsmóöir: —Nei, kannski einu sinni á ári og þegar eitthvað fer þar fram mér tengt. Karl Jónsson, smiöur: —Nei, það er þá aöallega þegar tónleikar eru i kirkjunni. - segir Sverrir FriðÞjðfsson, íÞrðtlafréltarilari Hann er fæddur i Kleppsholtinu og uppalinn i Heiöargeröinu, Keykvikingur i húö og hár og sagöi iþróttafréttir i sjónvarpinu á mánudagskvöldiö var. Þess vegna er viötaiiö i dag viö hann; Sverri Friðþjófsson. Og svo er hann einn af þeim sið- ustu af gamla skólanum. ,,Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuö fyrir þig að fara að skrifa þetta, það var svo skritið að það skilur það varla nokkur maður”, sagði hann þegar hann var spurður um skólagönguna. ,,Ég tók undirbúningsdeild, sem var i Kennaraskólanum, hún hét undirbúningsdeiid undir sér- nám og tók tvö ár. Að þvi loknu hafði ég kennarapróf i sérgrein- um, sem ég valdi mér. Fer siðan á Laugarvatn, tek þar iþrótta- kennarapróf á einu ári — það var siðasta árið, sem námið þar tók eitt ár. Þegar ég var búinn þar, fer ég aftur i Kennaraskólann og lýk þriðja og fjórða bekk á einu ári, þvi það var siðasta árið, sem hægt var að ljúka kennaraprófi með þeim hætti. Við vorum mörg saman, sem gengutn i gegnum þetta og mynduðum heilan bekk. Við vorum eiginlega alltaf á sið- asta snúning, og mynduöum kjarna um að kveðja gamla kerfið saman.” Það var voriö 1973, sem þessu námi lauk og þá fór Sverrir að kenna, kenndi i tvö ár og fór siðan i framhaldsnám i iþróttaháskól- anum i Noregi. Þar var hann i önnur tvö ár og fór siðan að stjórna Fellahelli þegar hann kom heim og gerir það enn. Hefur hann þá ekkert notað alla þá þekkingu, serr: hann hefur afl- að sér um iþróttafræðslu? ,,Ekki mikið, en ég hef starfað mikið fyrir knattspyrnufélagið Viking og hef þjálfað minnstu strákana þar i knattspyrnu.” — Og hvernig stendur svo á að þú fórst að segja iþróttafréttir i sjónvarpinu? ,,Ég sótti um þegar var auglýst i fyrra og Jón G. Stefánsson var ráðinn. Ég hef aðeins kynnst sjónvarpinu áður og finnst það alltaf vera heillandi fjölmiðill. Ég var dómari i spurningakeppni i Stundinni okkar fyrir nokkrum árum og fannst það afskaplega skemmtilegt. Nú, ég fekk ekki starfið, en hef sennilega verið númer tvö hjá þeim. Jón B. Stefánsson, sem reyndar var mér samferða gegn- um alla þessa skólagöngu, sem ég var að segja þér frá, þarf að minnka við sig verkefni, af per- sónulegum ástæðum, og þá hringdi Emil i mig og bað mig að leysa hann af hólmi.” — Hvað er þetta mikið starf? „Þetta er gifurlegt starf. Ég er að búa til heilan sjónvarpsþátt og þarf algjörlega að sjá um það sjálfur. Það kom mér á óvart hvað mikil vinna liggur að baki þessum hálftima. Þetta er alveg tveggja daga verk og vel það, það er öll helgin og raunar mikið af mánudeginum lika.” — Varstu i beinni útsendingu i þættinum? „Nei, þeir senda ekki óvana menn beint út, en ef ég næ ein- hverntima tökum á þessu, verður það með timanum.” — Og hvernig leggst þetta i þig? „Bara vel. Þetta er vinna og ég hef gaman af þessari vinnu.” SV Alltá tombóluverðl Aifreö Þorsteinsson rit- aöi á dögunum grein i Vfsi, þar sem hann fjall- aöi um þá þjónustu sem Keykjavik veitir Seitirn- ingum varöandi slökkvi- liö. strætisvagna, sund- staöi og fleira. Grein Alfreös hefur vakiö mikla athygli, enda segir hann skoöun sina á máiinu um- búöalaust. Hann segir tii dæmis: „Alltof lengi hef- ur ihaldsmeirihlutinn á' Seitjarnarnesi spiiaö á borgaryfirvöld Reykja- vfkur i viöskiptum þess- ara tveggja kaupstaöa. Þannig þiggja Seltirning- ar ýmsa mikiivæga þjón- ustu frá Rcykjavfkur- borg, annaö hvort ókeypis eöa gegn svo iágu gjaldi, aö nánast er hægt aö tala um gjöf”. Gárungarnir hafa vita- skuld gripiö þessa staö- reynd á lofti. Nú segja þeir aö Seltirningar fái atlt á „tombóluprfs” og kalla Seltjarnarnes Tombólubæinn. Alfreö Þorsteinsson. Spaugileg kröfuspjöld Ýmislegtbar fyrir augu i kröfugöngunni sem efnt var til 1. maf sl. Þar hóp- uöust saman ungir og atdnir, úr öllum stéttum,. og gengu undan fánum verkalýösins niöur Laugaveginn. Kröfuspjöld voru á lofti eins og alltaf áöur, en eitthvaö voru slagoröin meira i austur og vestur en oft áöur. A einu spjald- anna gaf aö Ifta skrifaö stórum stöfum: „Opniö Sædýrasafniö" Annar göngugarpur vakti athygli fyrir þaö sem hann haföi til málanna aö leggja. Meö annarri hendi ýtti hann á undan sér kerru meö barni f, en meö hinni hélt hann á lofti spjaldi meö áletruninni: „Frjálsar fóstureyöing- ar”. Heyröist gamall maöur tauta, aö þetta væri nú vfst nokkuö seint i rassinn gripiö. Þjóðin og iramtiðln Og svo var þaö litli naggurinn sem var á gangi meö pabba stnum, daginn eftir 1. maf. hátföarhöldin. | „Heyröu pabbi”, sagöi hann. „Hvaö er félagi?”. „Þaö er svona eins og ég og þú”, svaraöi pabb- inn. „Eh hvaö er þá þjóö- in?” „Þaö er mamma þin og fólkiö allt i kringum okk- ur". ,,En hvaö er þá fram- tiöin?”, spuröi sá litli minnugur ræöuhalda gærdagsins. „Þaö er nú hún litla systir þin og fleiri”, svar- aöi faöirinn stoltur yfir fróðlciksfýsn sonarins. Um miöja næstu nótt vaknaði pabbinn viö þaö aö hann var hristur óþyrm ilega. Var þar kominn sá stutti sem kall- aöi: „Faröu á fætur, félagi og vektu þjóöina. Þaö er kúkalykt af fram- tiöinni”. ...og Baidur var lengst til vinstri Lengst lll vlnstri Þaö var ansi glatt á hjalla á Sólarkvöldinu margnefnda á Sögu á dögunum. Kom þar margt til, gott skap og góöstemmning.Til dæmis vakti þaö mikinn hlátur i salnum. þegar Sigurfinn- ur Sigurösson frá Vcrsl- unannan nafélagi Keykjavikur kynnti liðs- menn sina i spurninga- keppni fagfélaganna Hann kynnti Pétur Maack og sagði siöan: „Svo er þaö Baldur óskarsson. Hann er lengst til vinstri.” Trabant 601 Austur- Þjóöverjar geta veriö einstaklega frumlegir menn, ekki sist þegar tekur til hinna margháttuöu tækninýj- unga og nafngifta á þau undratól sem þeir smföa. Tökum til dæmis Trabant bflana. Ekki er nóg meö aö þeir segi nafniö sitt sjálfir. Nýjasta geröin, sem ekki er ætluð til út- flutnings. er sögö vera nefnd Trabant 601. Og hvers vegna þaö. Jú, 600 sóttu um... en aöeins einn fékk bil. Nýjustu fregnir herma aö borgar- stjórnarmeirihlutinn f Reykjavik hyggist taka upp samskonar nafngift yfir lóöaúthlutanir næsta ár. A PÖIIi siðrbioðunum Iiópur fréttamanna frá erlendum stórblööum hafa dvaliö hérlendis undanfarna daga I boöi Flugleiöa og utanrikis- ráöuneytisins. Þeir hafa hitt ýmsa menn aö máii, þar á meöal ræddu þeir viö hóp af þingmönnum. t þvf spjalli, bar Kefla- vfkurflugvöll á góma og spuröu hinir erlendu gest- ir hvort einhverjir erfiö- leikar væru i samskiptum viö varnarliöiö. Þing- menn töldu svo ekki vera, utan cinn. Páll Pétursson formaöur þingflokks Framsóknarflokksins fullyrti að vandræöi stöf- uöu af dvöl varnarliösins hér vcgna eiturtyfjasölu af veliinum og ýmissa svindlmála sem þrifust i skjóli varnarliðsins. Þessi orö Páls vöktu aö vonum athygli frétta- mannanna, enda sögö af einum helsta talsmanni flokks utanríkisráö- herra, og þvi álitu þeir aö hér væri stórmál á ferö- inni. Hvaðan Páll á Höllustööum hefur sinar upplýsingar er ekki vitaö, en hins vegar heldur ftkniefnalögreglan þvf fram, aö eiturlyfjum sé smyglaö inn á Völlinn en ekki út af honum. Og hvaö svindlmálum viökemur þarf ekki aö fara upp á Keflavlkurflugvöll til aö finna dæmi um slikt, eins og alþjóð er kunnugt. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.