Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 6. mai 1981 r IVÍai^sedlfl 23 HVAÐA ÁR HÓFST □ 1971 GOSIÐ íHEYMAEY? g 1973 □ 1978 Veistu rétta svarið? HVAÐA AR VAR □ 1972 LA NDHEL G/N FÆRÐ \ i -iq7c ÚT 1200 MÍLUR? ™ Þcgar þú telur þig vita rélta svarið við spurningunum krossar þú i viðeigandi reit. Ef þú ert ekki þegar áskrifandi að VIsi, þá krossar þú i reitinn til hægri hér að neðan, annars i hinn. Að loknu þessu sendir þú getraunaseðilinn til Visis, Siðumúla 8, 105 Reykjavik, merkt „Afmælisgetraun". Mundu að senda seðilinn strax. Annars getur þaö gleymst og þú orðiö af góðum vinningi. 1 Vinsamlegast setjiö kross við þann reiLsem við á: 1 1 Fg er þegar i—' áskrifandi að Visi 1 Ég óska aö gerast 1—J áskrifandi að Visi Nafn lieimilisfang Byggöarlag Simi Nafnnúmer Einn getraunaseðill hefur birst fyrir hvern mánuð. Þetta er seinastiseðillinn. Vinningurinn getur komið á hvaða seðil sem er. Lokaverðlaunin og jafnframt þau veglegustu verða dregin út 29. mai. Þá veröur dregið um hvaöa áskrifandi hreppir sumar- bústaðinn frá Húsasmiðjunni að verðmæti yfir 200,000 kr. , (yfir 20 millj. gkr). Aður hafa verið dregnir út Colt bifreið 31. jan (verðmæti 75.000 kr) og Suzuki bill7. april (verðmæti 60.000 kr). Utanaskriftin er: VlSIR Sióumúla 8 105 Reykjavik, merkt ,, Af mælisgetraun". tœki- fœrið 'Allir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni Hver áskrifandi getur sent inn einn maí-seðil ' i Jregið verður úr öllum mnsendum seðlum (líka öllum gömlu seðl- unum). AAaí seðillinn verður endurbirtur tvisvar (fyrir nýja áskrifend- ur og þá gleymnu) Lokavinningurinn, sumarbústaður frá Húsasmiðjunni (verð- mæti yfir 200.000 kr) verður dreginn út 29. maí. Skilyrði að áskrifandi sé ekki með vanskila- skuld, þegar dregið er út (þ.e. skuldi fyrir apríl) Yertu áskrvfandi Simi 86611 svomœlirSvarthöfói TIMINN I SPARIFOTUNUM Þá er komin fram að ein- hverjum hluta boðuð breyting á Timanum. Framsóknarflokkn- um er ósýnt um blaðaútgáfu, og hefur flokkurinn haft fyrir sið að hafa marga ritstjóra, stundum fjóra, stundum þrjá og kannski hafa þeir einhvern timann verið fimm, þótt Svarthöfði muni það ekki. Aftur á móti hefur það verið venjan á þvi blaði, að að- eins einn ritstjóri ynni verkin. Ilinir hafa meira og minna ann- ast sálusorgarastörf hjá flokkn- um, setið á þingflokksfundum og hugað að framboðsmálum. sinum og skrifað forustugrein- ar. Þegar ekki hefur veriö rit- stjóri á Timanum, sem eitthvaö kunni fyrir sér i blaðamennsku, hefur blaðið byrjaö banvænt hrörnunarskeið. Þá eru skipað- ar nefndir til að ráðleggja björgunaraðgerðir, en þar tala mest þeir ritstjórar, sem skilja ekki að þeirra timi er liðinn. Hann hvarf með fimmdálka for- siðufréttum af ástandi varpsins i Miðlandahillunni i Látra- bjargi. Nú er Timinn búinn aö lifa enn eitt hrörnunarskeiðið og er al- veg að niöurlotum kominn. Ungur maður, sem fenginn var til að stjórna blaðinu fyrir ein- um tveimur árum var sýnu meiri skribent en blaðamaður. Hann var gerður að ritstjóra aö órcyndu, af því hann þótti svo gáfaður — og er það sjálfsagt. En blaðamennska sem lifir kemur ýmsu öðru við en gáfum. Vitaminið sem hinn ungi maöur átti að færa blaðinu var eins og lúterstrú á kaþóiskan. Það hrökk af blaðinu eins og vatn af gæs, enda áttu tiltektirnar betur heima i Andvara. Nú mun þessi ungi maður vera aö kveöja, sem er misskilningur, þvi hann skrifar pólitikina vel. Fenginn hefur veriö þraut- reyndur blaðamaður, Elias Snæland Jónsson, til að annast alvöruritstjórn Timans. Hann er farinn af stað meö friðu föru- neyti og i gær kom fyrsta blaöiö út með þeirri útlitslinu, sem hann hefur ákveðið þvi að sinni. Timinn kemur þokkalega fyrir sjónir og er ólíkt fallegra blaö en það var. Þegar sniðnar hafa verið af þvi einstöku nibbur og umbrot fer að slipast er ekki nokkur vafi á því að Timinn verður fallegt blað. En þá er skuturinn eftir, sem er efni blaðsins. Það þarf aö vera læsi- legt og forvitnilegt, svo hrörn- unarsjúkdómnum verði snúið við. Það er spá Svarthöfða, að þegar Elias Snæland er búinn að koma Timanum af stað aftur, og þegar blaðiö er komið í æskilega kaupendatölu, fari aftur að fjölga ritstjórum á Timanum. Þórarinn Þórarinsson þarf áreiöanlega bráðlega ritstjóra með sér til að geta afkastaö leiðaranum (tveir dálkar gleiðir á dag). Þá þarf flokksformaður- inn ritstjóra til að sjá sérstak- lega um efni, sem frá honum kemur. Og venjan hefur verið að gera þingfréttaritarann aö ritstjóra vegna þingflokksins. Þannig má telja vist, aö ef Eliasi heppnast að gera Timann að blaði aftur verði heildartala ritstjóra orðin fimm áöur en við er litið. Eitthvað var Morgunblaðiö aö benda á það i gær, að það kæmi nú eitt blaða út á sunnudögum i framtiðinni. Sunnudagsútkoma dagblaða er orðin vandamál vegna samninga við prentiðn- aðarmenn, sem þola ekki tölvu- nýjungar. Þeir ákváðu að hindra prentun i landinu með þvi að semja sig frá vinnu á laugardögum yfir sumartim- ann. Það er þvi hætta á þvi að sunnudags-Mogginn verði með niðursuðublæ i sumar, þótt hressilegt sé að vera eina blaðið með dagsetningu fyrir sunnu- dag. Timinn hættir sem sagt að koma út á sunnudögum, en verður með tvö blöð á laugar- dögum vegna yfirritstjórnar prentara, sem þola ekki tölvur. Svo er ekki annað en biða og sjá hvernig núverandi hrörn- unarsjúklingur tekur við þeim lifsanda, sem nú er verið aö biása I nasir hans. Svathöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.