Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. mai 1981 vtsm sem hundruð hetjur lyðveldis- sinna hvila. — Heiöursvörður IRA stóð við kistuhans, meðan syrgj- endur gengu hjá, en þrfliti fáninn (appelsinurauður, grænn og hvit- ur) skreytti kistuna. Þúsundir lögðu þangað leið sina, þrátt fyrir úrhellisrigningu. Þarna i' húsi sorgarinnar hafa stuðningsmenn Sands marglýst þvi yfir, að það hafi verið hinsta ósk Sands, að ekki kæmi til götuóeirða vegna fráfalls hans. Þess hefur orðið vart i Belfast, að IRA hafi reynt að halda aftur af þeim æstustu, sem efna til upp- þotanna, i viðleitni til þess að sýna hinum látna virðingu og halda friðinn, uns jarðarförin hafi farib fram. Þrir aðrir IRA-fangar i Maze- fangelsinu eru i hungurverkfalli, og heyrst hefur, að 70 fangar til- viðbótar hafi boðið sig fram til fjöldaföstu. — Þessir þrir eru Francis Hughes (25 ára), sem fastað hefur i 53 daga og er sagður langt leiddur, Patsy O’Hara og Raymond McCreesh, sem fastað hafa báðir i 46 daga. Svartamarkaðs- brask í Póllandi Pólska lögreglan hefur nú ær- inn starfa við að fylgjast með hamstri og svartamarkaðsbraski á matvörum. I verslunum hefur hún fundið mikið magn af mat, vodka og kaffi sem fengið hefur verið af svarta markaönum. Eins hefur hún gert upptækt mikið magn, sem fundist hefur i bil- skúrum og ibúðum viða um land. Tvær smálestir af súkkulaði fundust i verslun i Wroclaw, sem ætlað var á svarta markaðinn. A öðrum stað hálft tonn af sykri og á þriðja staðnum 6.350 dósir af niðursoðnu kjöti. 1 Póllandi er i gildi skömmtun á öllum matvörum, nema brauði, mjólk, osti og eggjum og varðar við lög að braska meö hina skömmtuðu vöru. Þúsundir gengu hjá ifk- bðrum Sands, en rðstur aukast í Belfast Þúsundir kaþólskra syrgjenda gengu framhjá likbörum Bobby Sands, en lik hans stendur uppi á heimili hans i Vestur-Belfast. Margmenni hafði safnast með- fram leiðinni, þegar aðstand- endur sóttu lik hans i sjúkrahús Maze-fangelsisins, og fluttu heim. Mikil ólga var i V-Belfast i gær, eins og i fyrrinótt, og i gærkvöldi var þar skotið sex byssuskotum að lögreglubil. Særðist einn lög- reglumaður á handlegg. 1 róstun- um i gær særðust 22 og fjórir þeirra alvarlega. Hermenn og lögregla voru grýtt og bensfnsprengjum var varpað að þeim og farartækjum þeirra. Sprengja sprakk i stórri kjör- verslun i Cabra i Tyrone. 1 Dun- gannon stálu unglingar f jölda bila kveiktu i þeim. Hermenn voru grýttir i Newry, þegar þeir reyndu að rifa sundur og fjar- lægja götutálma. I London uppgötvuðu póst- starfsmenn að böggull, sem merktur var Charles krónprins i Buckinghamhöll, hafði að geyma sprengju og gerðu þeir lög- reglunni viðvart. Stuðningsmenn Sands hafa til- kynnt, að hann verði jarðsettur i Milltown-kirkjugarðinum, bar Grandaðl vítis- vélin illvirkj- unum siálfum? St jórnmalamenn i Brasiliu hafa krafist fullrar skýringar af her- foringjastórn landsins, vegna sprengingar, sem drap liðþjálfa úr hernum og særði höfuðsmann. Þeir voru báðir staddir i sportbil fyrirutan rokkhljómleika vinstri- manna i Rio de Janeiro 1. mai. Sagt er, að Joao Figueiredo, forseti, hafi reiðst heiftarlega meðstjórnarmönnum sinum úr hernum, eftir fyrstu bráða- birgðarskýrslu lögreglunnar af atvikinu. Sprengjan sprakk i fangi liðþjálfans og lést hann samstundis, en höfuðsmaðurinn, sem var með honum i bilnum, særðist alvarlega. Stjórnarandstæðingar fullyrða, að foringjarnir tveir hafi verið sendir út af örkinni með sprengj- una til þess að hleypa upp rokk- hljómleikunum. Styðja þeir það með þvi, að smærri sprengja sprakk skömmu siðar i rafbúnaði hl jómleikahallarinnar. Ráðamenn hersins visuðu þess- um fullyrðingum i upphafi á bug, og sögðu,að þessir tveir foringjar hefðu verið i opinberum erindis- gjörðum. Báðir voru úr leyni- þjónustu hersins. Roberto Saturnino, einn af helstu forvigismönnum stjórnar- andstöðunnar i þinginu, visaði skýringum á bug, og sagði, að Brasiliumenn væru ekki þeir ein- feldningar, að unnt væri að blekkja þá eins og börn. Hét hann forsetanum stuðningi stjórnar- andstöðunnar við að reyna að upplýsa málið. Þingmenn, hollirstjórnini, hafa tekið i svipaðan streng og gagn- rýnt hershöfðingjana fyrir fljót- færnislegarfullyrðingar varðandi sprenginguna. Eitt við rannsókn málsins vek- ur illan bifur á málsmeðferðinni. Lögreglumenn, sem komufyrstir á staðinn, sögðu, að fleiri sprengjur hefðu fundist i bilnum. Herinn ber hinsvegar á móti þvi. Sjónvarpselnvígiö bólti dauflegt Giscard D’Estaing forseti og keppinautur hans, Francois Mitterrand, háðu sjónvarpsein- vigi sitt i gærkvöldi. 1 tvær stundirvar kapprættum atvinnu- leysi, kommúnistiska ráðherra og utanrikismál. Talið er, að um 30 milljónir Frakka hafi fylgst með kappræðunni, sem stjórnað var af tveim fréttamönnum. Var ekki laust við, að menn hafi fremur orðið fyrir vonbrigðum en hitt, þvi að báðir frambjóðend- ur vöruðust að æsa sig upp. Þess i stað einskorðuðu báðir ræðumenn tal sitt við þau mál- efni, sem skoðanakannanir hafa sýnt, að eru kjósendum efst i huga og gætu ráðið úrslitum á kjördag. Giscard þótti nær kaffæra Mitterrand i byrjun kappræðunn- ar, þegar hann reyndi að gera sér mat úr reynsluleysi Mitterrands við stjórnsýslustörf og stuðningi kommúnista við frambjóðanda jafnaðarmanna. IMever have so few en rr»iar»fa (nnm cn mnn TONABIO Lestarránið mikla Sem hrein skemmtun er þetta fjörugasta mynd sinnar tegundar síðan „STING” var sýnd. The Wall Street Journal. Ekki siðan ,,THE STING” hefur verið gerð kvikmynd, sem sameinar svo skemmtilega afbrot, hina djöfullegu og hrífandi þorpara, sem framkvæma það, hressilega tónlist og stilhreinan karakterleik. NBCT.V. Unun fyrir augu og eyru. Leikstjóri: Michael Crichton. Aðalhlutverk: Sean Connery Donald Sutherland Lesley-Anne Down B.T. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15 islenskur texti Myndiner tekin upp í Dolby sýnd í EPRAT sterió.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.