Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 06.05.1981, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 6. maí 1981 4 Kar/mannaskór ._sé Teg: 1237 Litir: Ijósdrapp og brúnt leður Stærðir: 40-35 Verð kr.336.- PÓSTSENDUM STJÖRNUSKÓBÚÐIN s Laugavegi 96 (við hliðina á Stjörnubiói). $ Simi 23795. j * -k-k-k-K-k-k-k-k-k-tt-tc-kí FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verðurhaldimi á meðferðastofnun Bláa bandsins, að Viðinesi Kjalarnesi fimmtudaginn 7. mai kl.20.30. Gestir fundarins: Stjórn Bláa bandsins Freeportfélagar fjölmennið. Stjórnin. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Hjallalandi 5, þingl. eign Kára Tyrf- ingssonar fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands, Gjald- heimtunnar i Heykjavik, Kristjáns Ólafssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 8. maí 1981 kl.14.00 Borgarfógetaembættið iReykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 92., 98. og 103. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Drápuhlið 34, þingl. eign Sigursæls Magnússonar fer fram eftir kröfu Búnaöarbanka tslands, Sveins H. Valdimarssonar hrl. Ævars Guðmundssonar hdl., Arnar Höskuldssonar hdl., Amar Þór hdl. og Brynjólfs Kjartans- sonar hrl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 8. mai 1981 kl.11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 2., 6. og 10. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Eskihliö 22, þingl. eign önnu ólafsdóttur o.fl. fer fram eftir kröfu Tryggingast. rikisins á eigninni sjálfri föstudag 8. mai 1981 kl.11.00. Borgarfógetaembættið IReykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Ilæöargaröi 5, talinni eign Erlcndar H. Borgþórssonar fer fram eftir kröfu Benedikts Sigurössonar lull. á eigninni sjálfri föstudag 8. mai 1981 kl.16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavlk. Nauðungaruppboð annaðog siðastaá hluta i Básenda 11, þingl. eign Hjörleifs Herbertssonar fer fram cftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Ingóifs Hjartarsonar hdl., Sigurðar Sigurjóns- sonar hdl., Valgeirs Pálssonar hdl. og Veödeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri föstudag 8. mai 1981 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö iReykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 119., 22. og 25. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Snælandi 3, þingl. eign Aðalsteins Höskuldssonar ferfram eftir kröf u Landsbanka tslands á eigninni sjálfri föstudag 8. mai 1981 kl.14.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. VÍSIR Norður-trland var komið hættulega nærri borgarastyrj- öld fyrir áratug og hefur allar götur siðan verið eins og púður- tunna. Það hefur aö margra mati einvöröungu verið spurn- ing um, hvenær spenna hinna ó- leystu stjórnmála- og félagslegu vandamála brytist út sem heift- arverk og blóðsúthellingar. Tvískipl samféiag Ibúar N-trlands skiptast I tvennt, „hina tvo siði” eins og þeir sjálfir kalla þaö. Þaö eru annarsvegar um hálf milljón kaþólskra tra og til þeirra telj- ast ekki aðeins herskáir lýö- veldissinnar heldur einnig frið- samar fjölskyldur á borö viö fjölskyldu Bobby Sands. Hins- vegar er svo ein milljón mót- mælenda, sem margir eru af bresku bergi brotnir eöa i breskum tengslum, en jafn Irsk- ir fyrir það I augum allra, nema irskra kaþólikka. Þessi breska hjáleiga varð til viö klofning Irlands 1921, þegar stærri hluti trlands, nú kallaður trska lýðveldiö, hlaut sjálfstæði. Mótmælendur á norðurlandi neituðu þverlega að lúta Irskri heimastjórn og risu gegn henni. Höfðu þeir sitt fram. Alla tiö siðan hafa þeir beitt hinn ka- þólska minnihluta, sem á þeirra yfirráðasvæði lenti, ofriki og á- troðslu svipaðrar ættar nánast og hinir Irsku landsetar máttu þola áður af hinum aöfluttu ensku lénsherrum, sem sumir voru argvitugri en verstu fóget- ar tslands á Danaveldistiman- um. Mannréttinda- Darátta Vandræðin I dag stafa út frá þessum sögulega arfi aö nokkru leyti. Þau brutust út t mannrétt- indabaráttunni, sem barst um Vestur-Evrópu og Bandarikin 1968. Neistinn, sem kveikti bálið þá á N-Irlandi, var táknrænn að sumu leyti. Bæjarráö með mót- mælendur i meirihluta haföi leigt bæjarhúsnæöi einhleypri mótmælenda konu ungri og við þá afgreiðslu gengið framhjá löngum biðlista barnmargra fátækra kaþólskra fjölskyldna. Fáeinum mánuðum eftir fyrstu kröfugöngurnar stóöu þessir i- búarhlutar andspænis hvorum öðrum meö brugöna brandi og moröglampa I augum. Þá voru fyrstu bresku hersveitirnar sendar þangað I ágúst 1969 til þess að ganga i milli. Hjaðningarvigin heimtu mikil manngjöld. 2000 fallnir og um 20 þúsund særðir er hátt hlutfall hjá 1,5 milljóna þjóð. Valköstur- inn var þó I reynd miklu hærri, þvi að ofbeldið var ekki bundið innan landamarka N-Irlands. Sprengjur sprungu hér og hvar I Bretlandi og menn voru drepnir i Irska lýðveldinu. 1974 var hið versta hjá gengið, en fátækrahverfi Belfast og Londonderry stóðu eftir undir- lögö götutálmum og sandpoka- vigjum, sem sumt hvaö stendur enn óhaggað i dag. Rúmlega 20 þúsund heimili höfðu veriö eyöi- lögö. Hrikalegar bilasprengjur höfðu sundraö heilum verslun- argötum. Hátt stálgrindverk var reist um iðnaöarhverfi Bel- fast, þar sem enginn komst um, nema fara framhjá herveröi og láta leita á sér. Hé færðist yfir Hægt en stöðugt fór ástandiö batnandi, uns Bretar treystust til þess að fækka I herliöi sinu i áföngum. Or 20 þúsund niður I 13 þúsund. Kvikmyndahús opn- uöu aftur og óperan. A stöku andliti fór að sjást bros að nýju. Enginn var samt svo barnalega bjartsýnn, að halda aö trlands- deilan myndi gufa upp af sjálfu sér. Hver tilraunin til stjórnmála- legrar lausnar á vandamálinu rak aðra, og allar misheppnuö- ust. Þær strönduðu á þvi, aö ka- þólikkar og mótmælendur gátu aldrei oröiö á eitt sáttir. Mót- mælendur gátu ekkert lýöræöi séð I þvi, aö meirihlutinn afsal- aði einhverju af valdi sinu I hendur minnihluta, allra sist kaþólikka, en um annan minni- hluta var ekki að ræöa. Kaþó- likkar væntu sér einskis réttlæt- is, engrar sanngirni af mótmæl- endum i valdastólum. — N-tr- land, sem áður hafði sina eigin heimastjórn, sitt eigiö löggjaf- arþing, er nú stjórnað beint frá Bretlandi. Umsjón Guðmuiidur Pétursson. Skæruhernaöur Mannréttindabaráttan breyttist smámsaman i skæru- hernað og hryöjuverk. trski lýð- veldisherinn (IRA), sem talinn er i dag, af bresku leyniþjónust- inni, samanstanda af fáeinum hundruöum vopnfærra manna, er reyndasti og hertasti hryöju- verkahópur Evrópu og hefur fellt hundruö breskra hermanna og lögreglumanna. — Hörðustu mótherjar þeirra eru óeinkenn- isklæddir dátar SAS-sveitanna bresku (Special Air Service). Umheimurinn fékk að sjá þá að verki i mai 1980, þegar þeir end- Deilan á N-íriandi urheimtu með áhlaupi sendiráð trans úr höndum hryöjuverka- manna i London. írar halda mjög til haga sögu sinni og Irlands-deilan hefur látið eftir sig margar sárar minningar. Kaþólikkar minnast árlega „sunnudagsins blóöuga” frá janúar 1972, þegar breskir fallhllfarhermenn skutu 13 kröfugöngumenn, eöa innilok- unar og fangelsunar hundruöa kaþólikka 1971 vegna grun- semda einna um aöild að IRA. — Mótmælendur minnast vitis- véla IRA, eins og sprengjunnar, sem kveikti I Lan Mon House-- matsölunnar I Belfast, en þar inni brunnu tólf manns. — Bret- ar minnast spregjunnar miklu I Birmingham, morös IRA á hin- um ástsæla Mountbatten lá- varöi og drápsins þann sama dag 1979 á 18 breskum hermönn- um. Dýpra gljúfur skilur Ibúahlut- ana að i dag en nokkru sinni fyrr; Spennan magnast á ný Spennan hefur magnast sið- ustu mánuöina að nýju. Veldur þar um mestu mót- mælaaðgerðir IRA-fanga I fang- lesum, hungurverkföllin og „skitamótmælin”, og um leið kviöaviöbrögð ofstækisfullra mótmælenda, sem þjálfa i laumi vopnaburð og búa sig undir átök. Séra Ian Paisley, þeirra talsmaður, hefur hótað þvi að æsa sitt stuðningsfólk til vopnaörar uppreisnar, ef til stæði aö sameina Irsku lands- hlutana. Nýr ótti við sameinað irland gróf um sig meðal mótmælenda, þegar þau Charles Haughey, forsætisráðherra trska lýðveld- isins, og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hittust i fyrra til þess að bæta sambúö rikjanna. Það átti aö heita svo, að N-írland hefði ekki verið á dagskrá þess fundar, en Haughey hefur látiö I veðri vaka, aö hjá honum hefðu vakn- aö af þeim viðræðum nýjar von- ir um lausn trlandsdeilunnar. Það hljómar i eyrum mótmæl- enda, eins og landsölur og svik- ráð. Herskáir kaþólikkar krefj- ast einfaldari lausnar. Nefni- lega að Bretar hætti öllum af- skiptum af N-lrlandi. En marg- ir óttast, aö þá mundi borgara- styrjöld brjótast út. N-trland er stjórnlagalega séð ekki nýlenda Breta. Þaö er eins og hvert annað hérað i Englandi meö sin eigin kjördæmi og full- trúa á breska þinginu. Bretar segja, aö þeirri stööu veröi ekki breytt, hversu fegnir., sem þeir sjálfir vildu, nema meirihlutinn á N-trlandi sé þvi fylgjandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.