Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 32
Þ jóðleikhúsið frumsýnir leik- ritið Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins í kvöld kl. 19 og er hér um frumflutning á ís- lensku leiksviði að ræða. Eugene O’Neill er af mörg- um talinn fremsta leikskáld Bandaríkjamanna, en hann fór í fararbroddi þeirra leikskálda sem á tuttugustu öldinni um- byltu bandarískri leikritun. Hann var afkasta- mikið leikskáld og samdi um þrjá tugi leikrita í fullri lengd auk fjölda styttri verka, en á ferli sínum var O’Neill alla tíð óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir með form og efnivið. Hann vakti fyrst athygli sem leikskáld árið 1920 með leikriti sínu Beyond the Horizon (Handan sjóndeildarhringsins), sem vann til Pulitzer verðlaunanna, en hann átti eftir að hreppa þau verðlaun þrisvar í viðbót, þar á meðal fyrir Long Day’s Journey into Night (Dagleiðin langa inn í nótt). Árið 1936 vann hann til Nób- elsverðlaunanna en gat ekki sótt verðlaunaaf- hendinguna sökum heilsubrests. Hann lést síðla árs 1953, þá aðeins 65 ára að aldri. Í Sorgin klæðir Elektru sækir O’Neill per- sónur og aðstæður að miklum hluta í þríleik forngríska skáldsins Æskílosar um Óresteiu, en lætur söguna gerast á Nýja-Englandi undir lok bandaríska borgarastríðsins, þ.e. árið 1865. Sagan hverfist um dótturina á Mannon ætt- arsetrinu, Laviníu (er samsvarar Elektru hjá Æskílosi), sem er afar ósátt við að móðir henn- ar, Kristín (Klýtemnestra), skuli hafa tekið sér ungan elskhuga, Adam Brant skipstjóra (Æg- istos), meðan heimilisfaðirinn, Ezra Mannon (Agamemnon), og sonurinn Orin (Órestes) börðust í borgarastyrjöldinni. Sama dag og Ezra snýr heim myrðir Kristín hann með aðstoð elskhuga síns. Þegar Orin skömmu síðar kemur heim af vígvellinum sannfærir Lavinía hann um að hefna dauða föður þeirra með því að myrða Brant, en í kjölfar dauða hans fremur Kristín sjálfsmorð enda frávita af sorg. Aðspurður segir Stefán Baldursson leikstjóri ýmsar ástæður liggja að baki því að þessu nú- tímaharmleikur er settur á svið núna, m.a. sú staðreynd að verkið hefur aldrei verið sviðsett hérlendis áður. „Okkur fannst þetta mjög spennandi viðfangsefni enda er þetta magnað leikrit, sem þykir með merkari bandarískum leikritum samtímabókmenntanna. Verkið þótti tímamótaverk á sínum tíma og þegar O’Neill fékk Nóbelsverðlaunin 1936 vildu margir þakka það einmitt þessu verki. Þetta er mjög tilfinn- ingaþrungið leikrit sem, líkt og önnur sígild verk, miðlar okkur margs konar sannleika um manneskjuna sem enn er í fullu gildi. Í verkinu er að finna blóðug átök, ástir, hefndir og auðvit- að mikil og sterk tilfinningaleg samskipti sem alltaf er spennandi að sjá í leikhúsi. Eitt meginþema leikritsins er sektarkennd og samviskukvalir þær sem persónur verksins burðast með í leit að fyrirgefningu fyrir glæpi sína. Þá er enn í fullu gildi sú stríðsádeila sem í verkinu felst og sýnir hvernig styrjaldir brjóta niður - ekki bara fórnarlömbin - heldur líka þá sem stríðið heyja. Svo má líka minna á að fyrir þá sem hafa gaman af að láta segja sér sögu í leikhúsi þá er söguþráðurinn ansi magnaður í verkinu. Þetta er algjört spennuleikrit, nánast hálfgerður þriller þannig að mönnum er svo sannarlega haldið vel við efnið.“ Samkvæmt Stefáni skrifaði O’Neill leikritið Sorgin kæðir Elektru upphaflega sem þríleik og sá hann fyrir sér að þættirnir þrír yrðu leiknir sem þrjár heilskvöldssýningar. En þegar verkið var frumsýnt í New York 1931 komst strax á sú hefð að leika þættina þrjá sem eina heild. „Upp- haflega var það leikið á einum helgardegi og tók þá rúma fimm tíma í flutningi. „Við höfum hins vegar stytt verkið verulega, þannig að það er í nokkuð hefðbundinni sýningarlengd eða um þrír klukkutímar. Við gerum tvö hlé á sýning- unni og ástæða er til að benda á að hún hefst klukkan sjö.“ Með kröfuhörðustu kvenhlutverkum Að mati Stefáns er ljóst að í leikritinu er O’Neill undir sterkum áhrifum frá sál- fræðikenningum Freuds um samskipti barna og foreldra, þ.e. því sem Freud nefndi Ödip- usarkomplexinn (sem snýst um það þegar sonur elskar móður sína óeðlilega mikið og vill yf- irtaka hlutverk föðurins) og Elektruduldina (sem birtist í því að dóttir elskar föður sinn of mikið og óskar að leysa móðurina af hólmi). „Eitt helsta markmið O’Neills þegar hann skrif- aði þetta verk var að sjá hvort hann gæti yf- irfært persónur grísku harmleikjanna yfir í nú- tímasálfræði þannig að við tækjum þessar persónur trúanlegar og hefðum áhuga á því að fylgjast með lífi þeirra og samskiptum. O’Neill tímasetti verkið í lok bandaríska borgara- stríðsins 1865, en lét þess jafnframt getið að tími verksins skipti ekki máli. Við höfum kosið að sviðsetja það í nútímabúningi til þess að undirstrika enn frekar tímaleysi verksins. Það hefur verið sagt um þessar persónur að þær séu eins og gangandi ástríður, því þær eru knúnar áfram af tilfinningum á borð við ást, hat- ur, afbrýðisemi og hefndarþorsta. Sökum þessa hefur aðalglíma okkar og markmið við uppsetn- inguna verið að gera þessar persónur að mann- eskjum af holdi og blóði, sem nútímafólk hefur áhuga á að fylgjast með. Við höfum þannig veg- ið salt milli þess að halda þessum stóru tilfinn- ingum, sem við getum nánast kallað erkitilfinn- ingar, sem eru í gangi í verkinu og þess að gera persónurnar áhugaverðar manneskjulega séð.“ Stefán segir leikritið óneitanlega krefjast sterkra og góðra leikara. „Það er óskaplega gaman að vinna þetta leikrit með jafn sterkum leikarahóp og hér um ræðir. Kannski má segja að það sé ákveðin dirfska að tefla Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur fram sem Laviníu, sem er burð- arrulla, því þetta er með kröfuhörðustu kven- hlutverkunum sem hugsast getur fyrir unga leikkonu. Ég get ímyndað mér að Arnbjörg sé með þeim yngstu sem hefur leikið þessa rullu, því yfirleitt eru mun eldri og reyndari leikkonur settar í þetta hlutverk. En Lavinía er ekki nema 25 ára gömul þannig að Arnbjörg er á hár- réttum aldri. Í hinum helstu aðalhlutverkunum eru Hilmir Snær Guðnason sem leikur Orin, Guðrún Gísla- dóttir sem leikur Kristínu, Rúnar Freyr Gísla- son sem leikur Brant og Ingvar E. Sigurðsson sem leikur Ezra. Við Hilmir og Rúnar erum búnir að vinna núna nokkrar sýningar í röð og hefur það verið gríðarlega skemmtileg sam- vinna og gefandi. Í gegnum tíðina hef ég líka leikstýrt Guðrúnu í nokkrum stórum burð- arrullum. Það er gaman að segja frá því að Ingvar er í hlutverki Ezra að stíga aftur á svið hér í Þjóðleikhúsinu eftir smáhlé. Það hefur ver- ið mjög gaman að vinna með honum aftur, en við unnum síðast saman sýninguna Glataðir snillingar hjá Nemendaleikhúsinu fyrir fjórtán árum,“ segir Stefán og bendir á að svo skemmti- lega vill til að hann og Þórunn S. Þorgríms- dóttir, sem sér um leikmyndina, fagna um þess- ar mundir 25 ára samstarfsafmæli, en þau unnu fyrst saman að uppsetningu Stundarfriðs eftir Guðmund Steinsson og hafa síðan unnið tölu- vert saman. Öll list kemur okkur við Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur dótturina Laviníu sem reynist mikill örlagavaldur í leikriti O’Neills. Frá því Arnbjörg útskrifaðist frá Leik- listardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002 hef- ur hún tekist á við ýmis hlutverk, þar á meðal burðarhlutverk, en þó er óhætt að fullyrða að hlutverk Laviníu sé allra stærsta og viðamesta hlutverk hennar til þessa enda er hún á sviðinu nánast alla sýninguna. „Hlutverk Laviníu er eitthvað það stærsta og erfiðasta sem ég hef tekist á við. Á sama tíma er þetta mest spenn- andi hlutverkið, enda gífurlegar breytingar og sviptingar sem Lavinía gengur í gegnum. Að sama skapi er þetta líka lærdómsríkasta hlut- verkið til þessa,“ segir Arnbjörg og bætir við: „Maður er náttúrlega að vinna með svo miklu eðalfólki og reynsluboltum að það væri skrýtið ef maður myndi ekki stöðugt læra og taka inn nýja hluti.“ Spurð hvers konar karakter Lavinía sé segist Arnbjörg sjá hana fyrir sér sem svolitla strákastelpu. „Hún hefur alltaf horft mikið upp til föður síns, m.a. vegna þess að móðir hennar hafnaði henni strax frá fæðingu og hafði í raun viðbjóð á henni, sem er náttúrlega gífurlegt áfall fyrir unga manneskju. Hún reynir að vera sterk og er í grunninn sterk manneskja, en und- ir niðri leynist mikil sorg. Kannski má lýsa henni sem blöndu af litlum hermanni og varð- manni, því hún reynir stöðugt að vernda föður sinn fyrir mömmu sinni og vill halda öllu góðu. Þegar síðan áföllin dynja á festist hún hins veg- ar í hugmyndinni um réttlæti og hefnd og glæpa- og tálkvendið kemur fram í henni þótt innst inni þrái hún ást og hlýju mest af öllu.“ Innt eftir því hvaða erindi hún telji leikverkið eiga við nútímaáhorfendur hugsar Arnbjörg sig vel um og segir síðan: „Öll list kemur okkur við. Í þessu verki er verið að fjalla um mannlegar til- finningar og við sjáum tilfinningaheim og brjál- æði sem getur losnað úr læðingi þegar hlutirnir fara virkilega úr böndunum. Þarna er að finna miklar tilfinningar og gífurleg áföll, sem er eitt- hvað sem er allt í kringum okkur í dag, þó það birtist kannski ekki í svona stórum pakka hjá einni og sömu fjölskyldunni á svona knöppum tíma. En geðveiki, morð, illska, ást, hefnd og sifjaspell er allt í gangi í kringum okkur.“ Spurð hvort það taki mikið á að leika sýn- inguna svarar Arnbjörg því játandi. „Það tekur óneitanlega á, bæði líkamlega og andlega, enda eru þetta mikil átök og tilfinningaleg spenna sem persónurnar þurfi að glíma við og maður tekur sjálfan sig alltaf með á sviðið og leitar í eigin reynslubrunn. Auk þess eru mikil lík- amleg átök þannig að maður hefur verið ansi blár og marinn að æfingum loknum. En á sama tíma veitir þetta manni náttúrlega gríðarlega útrás og einhverja furðulega ánægju í allri dramatíkinni,“ segir Arnbjörg að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lavinía (Arnbjörg Hlíf Valsdóttir) syrgir látinn föður sinn, Ezra (Ingvar E. Sigurðsson). Brjálæði losnar úr læðingi Leikverk Eugene O’Neills, Sorgin klæðir Elektru, verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í kvöld. Silja Björk Huldu- dóttir ræddi við Stefán Baldursson leikstjóra og Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur sem leikur hina ógæfusömu Laviníu. Kristín (Guðrún Gísladóttir) fagnar Orin (Hilmir Snær Guðnason). LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ eftir Eugene O’Neill. Þýðing: Árni Guðnason. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Rúnar Freyr Gísla- son, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson/Ívar Örn Sverrisson og Hjalti Rögnvaldsson. Sorgin klæðir Elektru silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.