Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 33 AF einhverjum ástæðum er vaxandi áhugi á aust- rænum kveðskap hér á landi ef marka má þýðingar og yrkingar skálda. Skammt er þess að minnast er Steingrímur Gauti Kristjánsson sendi frá sér allmikla bók af þýðingum, Austurljóð 1996, og séð hef ég þýðingar síðar og þá er það ekki síðra merki þessa áhuga að íslenskir höfundar hafa leitað í smiðju japanskra og kínverskra höfunda í kveðskap sínum, notað form á borð við hæku og tönku svo að eitthvað sé nefnt og óvíða er í íslenskum nútímakveðskap vísað til þeirra ágætu höfunda Tu Fu og Lí Pó. Pjetur Hafstein Lárusson hefur nú sent frá sér bók með þýðingum á kínverskum og japönskum ljóðum og nefnir hann bók sína Austan mána. Pjetur hefur valið til þýðingar ljóð eftir kínversku skáldin Lí Pó, Tú Fú, Vang Vei og Meng Hao-Jan sem allir voru menntamenn og nánir vinir. Þá hefur hann valið ástarljóð, tönkur, frá Japan. Athygli vek- ur að einungis einn karlmaður er í hópi hinna sex skálda, Kakinomoto No Hitomaro, en fimm konur, Ono No Komachi, Izumi Shikibu, Akazome Emo, Yosano Akiko og Yamakawa Tomiko. Má segja að þetta val sé merki nýrra tíma og löngu tímabært að við kynnumst skáldsýn austurlenskra skáldkvenna. Lí Pó og Tú Fú hafa gjarnan verið taldir fremstu höfundar blómaskeiðs kínversks kveðskapar sem hæst reis á 8. öld. Þeir hafa verið kallaðir jing og jang kínversks kveðskapar, Lí Pó sagður fulltrúi hins draumúðga Taoisma og hinn jarðbundnari sagður og sótti meira til Konfúsíusar. Þótt þeir væru vinir voru þeir ólík skáld. Lí Pó var skáld víns, draums og tunglsnætur eins og vel sést á kvæðinu Á Drekahæð sem Pjetur Hafstein Lárusson hefur þýtt fallega í nýútkominni þýðingabók sem hann nefnir Austan mána: Drukkinn á Drekahæð í nótt til eilífrar útlegðar dæmdur. Iðandi máninn berst yfir gula blómabreiðu. Hattur minn siglir um vindaslóð stiginn er dans í nótt í mánaskini á brott – á brott. Allt annar hljómur er í kvæði efti Tú Fú, Horft til Taifjalls. Þar er ekki hinn draumhygli flóttavegur í vegsömun náttúrunnar heldur eldklár sýn, sam- þætting jarðbundinnnar samfélagsvitundar og náttúruskynjunar: Hvernig skal lýsa Taifjalli? Sem turnar gnæfa tindar þess yfir Chi og Lú! Hér hefur skaparinn guðlega fegurð meitlað; hamrar þess kljúfa myrkrið frá árroðans eldi. Titrandi hjarta, þú, þú hefst upp til skýjanna hæða, augu þín nema er fuglar á hreiður setjast. Einn dag mun ég klífa þinn hæsta tind og líta í sjónhending niður til lítilla fjalla. Hinar japönsku tönkur eru smáljóð sem skiptast í fimm ljóðlínur. Fimm atkvæði eru í fyrstu og þriðju línu en í hinum þremur línunum eru sjö at- kvæði. Þetta er því knappt form, ekki ósvipað hækuforminu sem töluvert hefur verið notað hér á landi. Ljóðin hverfast því gjarnan í kringum eina ljóðmynd eins og sjá má á þessari perlu eftir Ono No Komachi: Er honum hulið að ég er ekki þari í brimrótinu þar sem sjávargróðurinn þvælist um að vild sinni? Þýðingar Pjeturs eru á vönduðu máli og að minni hyggju slær hann oft ljóðræna strengi sem mér finnst nálgast samsvarandi þýðingar á ensku. Ann- að hef ég ekki til viðmiðunar. Mikilvægast er að les- anda finnst hann vera með skáldskap í höndunum. Málfarið er oftast látlaust og tært og myndir ljóðanna skýrar. Víða grípur Pjetur til þess að fyrna mál sitt. Sömuleiðis á hann til að hafa orðaröð sem algeng er í bundnu máli, jafnframt glittir í stuðla- setningu. Mér finnst raunar þessi háttur á fram- setningu vera hálfkák. Að vísu setur þetta stundum skáldlegan blæ á kvæðin eins og í ljóðinu um Taífjall hér að framan. Nær hefði þó verið að fara alla leið með háttbundinni stuðlasetningu og rími ellegar að gera eins og Pjetur gerir í bestu þýðingum sínum, t.a.m. í tönkunni hér að framan, að nota nútímamál og nútímasetningaskipan og láta formeigindir frumtextans nægja. Í heildina tekið er þó vel staðið að verki og þýðingar Pjeturs eru gott framlag í vax- andi þýðingarsjóð okkar. Mánaljóð og tönkur BÆKUR Ljóðaþýðingar Þýðandi er Pjetur Hafstein Lárusson. Salka – 2003 – 80 bls. AUSTAN MÁNA, LJÓÐ FRÁ KÍNA OG JAPAN Pjetur Hafstein Lárusson Skafti Þ. Halldórsson KÓRMEÐLIMIR Frændkórsins, sem heldur tónleika undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur í Kópavogs- kirkju í kvöld kl. 20.30, eiga það all- ir sameiginlegt að vera afkomendur Jóns Gíslasonar, hreppstjóra og alþingismanns, og Þórunnar Páls- dóttur, húsfreyju frá Norð- urhjáleigu í Álftaveri í Vestur- Skaftafellssýslu. Að sögn Gísla Þór- arnar Júlíussonar, sem sjálfur syngur bassa í kórnum, var Frændkórinn stofnaður í tengslum við ættarmót sumarið 1991 og hefur starfað nær óslitið síðan, oftast und- ir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur, en hún er sonardóttir Jóns og Þór- unnar. „Það reyndist strax mikill áhugi fyrir því að starfrækja kór þegar hugmyndin kom upp og auðvelt að fá söngfólk í allar raddir, en allir af- komendur Jóns og Þórunnar sem náð hafa 16 ára aldri geta gerst meðlimir í kórnum og því syngja í raun saman þrír ættliðir. Í dag eru 47 barnabörn afa og ömmu enn á lífi og af þeim hafa 39 þeirra einhvern tímann sungið með kórnum, en í heildina telst mér til að alls um 50 meðlimir í ættinni hafi sungið með kórnum frá því hann var stofnaður á sínum tíma.“ Á undanförnum árum hefur Frændkórinn, að sögn Gísla, haldið tónleika víða á Suðurlandinu. „Við höfum sungið í Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Vest- mannaeyjum og svo auðvitað hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Í vetur hefur Frændkórinn æft einu sinni í viku, til skiptis fyrir austan fjall, annað hvort í Kálfholti eða á Selfossi, og í Mosfellsbænum, en kórmeðlimir leggja oft á sig að aka langt til að geta sótt æfingar, því kórmeðlimirnir búa á svæði sem nær allt frá Hvolsvelli og í Mos- fellsbæinn. Spurður hvað þau ætli að bjóða tónleikagestum upp á í kvöld segir Gísli það vera fjölbreytt val ís- lenskra laga, allt frá kirkjulegri tónlist yfir í létt dægurlög. „Auk þess mun Helga Guðlaugs- dóttir, sem líka er einn afkomenda, syngja einsöng á tónleikunum.“ Að sögn Gísla undirbýr Frænd- kórinn útgáfu geisladisks með haustinu. „Við tókum upp fjögur lög árið 2000 og síðastliðna helgi tókum við upp átta lög til viðbótar. Við stefnum að því að klára upptökur í haust og gefa út diskinn. Að ein- hverju leyti er um sömu lög að ræða á væntanlegum diski og á tónleik- unum í kvöld. Þeirra á meðal er sér- stakt ættarlag sem nefnist Vinir og frændur. Þetta er erlent lag, en textinn var saminn sérstaklega fyr- ir ættarmótið 1991.“ Inntur eftir því hvort Jón og Þór- unn hafi verið mikið söngfólk segist Gísli ekki muna til þess að Jón hafi sungið. „Afi var mikill sögumaður, en amma gat sungið og það var allt- af mikið sungið á heimilinu. Þau eignuðust þrettán börn og tólf þeirra lifðu. Synirnir eru átta og tróðu þeir upp á fyrstu ættarmótum fjölskyldunnar sem tvöfaldur kvart- ett,“ segir Gísli og bendir á að þrír föðurbræður hans syngi einmitt með kórnum um þessar mundir. Frændkórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur á tónleikum í Kópavogskirkju í kvöld. Söngelsk fjölskyldaMIFA ehf. býður upp á sex viknasöng- og trommunámskeið á næstu dögum þar sem farið verður í und- irstöðuatriði í söng. Nemendur syngja í míkrófón með undirleik, syngja með hljómsveit og taka upp eitt lag í hljóðveri í lok námskeiðs. Kennarar eru Erna Þórarinsdóttir tónmenntakennari og söngkona, Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona sem er gestakennari í túlkun og texta. Á trommunámskeiðinu læra nemendur að skynja hryn og takt, lesa nótur, spila grunnæfingar og spila eftir eyranu auk þess að kynn- ast trommusettinu og hlutverki trommuleikarans. Kennari er Magn- ús Ásvaldsson trommuleikari. Námskeiðin eru haldin í hljóðveri Ryks ehf. í Sóltúni 24. Sænsk þjóðlög Þá mun Margaretha Mattsson, fiðlukennari frá Svíþjóð, halda nám- skeið í sænskum þjóðlögum dagana 7.–9. apríl í Tónlistarskólanum í Grafarvogi. Kennt er eftir eyranu (zuzuki aðferð) en nótur látnar fylgja með. Margaretha er virtur kennari í þjóðlagaheiminum og hefur oft kom- ið til Íslands. Fjölbreytt tónlistar- námskeið SALA aðgöngumiða á nær alla viðburði Listahátíðar í Reykja- vík, hefst kl. 10 í dag. Miðasalan fer fram í Bankastræti 2, á sama stað og hún hefur verið undanfarin ár. Venjan hefur verið sú að langar biðraðir hafi myndast í Bankastrætinu um leið og miðasalan opnar og mik- il stemning legið í loftinu. Þá kemur í dag út 70 síðna dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík með ítarlegum upplýsingum um þá listamenn sem koma fram á hátíðinni og fleira til. Miða- sala að hefjast Listahátíð í Reykjavík Í LISTASAFNI Ísafjarðar, Safna- húsinu, Eyrartúni, verður sýning- arröð hleypt af stokkunum kl. 16 á morgun með opnun á verkum Guð- bjargar Lindar Jónsdóttur. Í sýn- ingaröðinni verða kynnt verk þriggja ísfirskra listamanna sem fæddir eru um miðbik síðustu ald- ar. Auk verka Guðbjargar Lindar verður opnuð sýning á verkum ljós- myndarans Spessa 5. júní og Söru Vilbergsdóttur 7. ágúst Guðbjörg er fædd árið 1961 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1979–1988. Hún hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún er af kynslóð myndlistarmanna sem kom fram með nýja málverkinu svokallaða á fyrri hluta níunda áratugarins eins og fram kemur hjá Ólafi J. Eng- ilbertssyni í sýningarskrá. Hann segir nokkra úr þessum hópi síðar hafa tekið landslagið upp á arma sína og á síðustu tveimur áratugum hafi verið að myndast ný hefð landsmálverka á Íslandi. Lands- lagið er hætt að bera nafn og er sótt í langtímaminni listamannanna. „Guðbjörg ólst upp í faðmi ísfirskra fjalla þar sem nánast þarf að líta beint upp til að sjá til himins. Í sam- ræmi við þetta þrönga sjónsvið Ís- firðingsins staðsetur Guðbjörg sjóndeildarhringinn oft mjög of- arlega á myndfletinum. Með óvana- legu sjónarhorni nær hún fram þeim áhrifum að vera á mörkum þess huglæga og utan hlutveruleik- ans. Það er hér látið liggja milli hluta hvort Guðbjörg sé að vísa í landslag eða einfaldlega að beita svipsterkri myndbyggingu. Í þessu aðþrengda sjónarhorni er fólgin sérstaða Guðbjargar Lindar sem málara, en sérstöðu hennar má einnig sjá í öðrum þáttum eins og áferðaruppbyggingu fossúða og skúlptúrískri myndbyggingu með tilvísun í frumelementin vatn og jörð“, segir Ólafur J. Engilbertsson um verk Guðbjargar Lindar. Sýningin stendur til 31. maí. Sjá má verk Guðbjargar Lindar á vef- svæðinu moment.is. Guðbjörg Lind: Eyjar. Röð sýninga í Listasafni Ísfirðinga Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 MÁLVERKASÝNINGU Stefáns Boulters í Baksalnum lýkur á sunnu- dag. Þá lýkur einnig sýningu Jan Ove Tuv á þrykki í Rauðu stofunni. Opið daglega kl. 10–18, laugard. kl. 11–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningum lýkur Verk eftir Jan Ove Tuv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.