Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gleði, glens og gaman í allt sumarUpplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Gleði, glens og gaman – í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar! Hólavatn Kaldársel Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver Skráning er hafin! NOKKRAR umræður hafa orðið á undanförnum vikum og mán- uðum um ræktun á erfðabreyttum plöntum og m.a. áform ORF Líf- tækni hf. um að nota erfðabreytt bygg til að framleiða verðmæt og eftirsótt prótein. Eins og gengur þegar ný tækni er kynnt til sögunnar vill stundum gæta misskilnings í umfjöllun um eðli og möguleika hennar, og hvert notkun hennar muni leiða okkur. Enn og aftur skal tekið fram að ORF áformar ekki að fram- leiða erfðabreytt bygg til almennrar dreif- ingar sem erfðabreytt matvæli eða fóður. Þess í stað hyggst fyr- irtækið, í samvinnu við bændur og aðra aðila, rækta erfðabreytt bygg á afmörkuðum svæðum til fram- leiðslu á verðmætum próteinum úr plöntum með tækni sem verið er að þróa og hefur fengið nafnið sameindaræktun. Ætlunin er að framleiða þennan efnaflokk, pró- tein, fyrir mismunandi markaði. Í fyrsta lagi prótein sem innihalda lyfjavirkni til nota fyrir lyfjaiðn- aðinn, þá prótein fyrir rann- sóknamarkaðinn og í þriðja lagi prótein fyrir ýmsan iðnað. Eðliseiginleikar próteina Prótein eru efni sem mannveran og lífheimurinn eru byggð á. Þau eru á meðal flóknustu lífssameinda sem til eru og einungis hægt að framleiða þau í lífverum. Prótein eru keðjur af sameindum er nefn- ast amínósýrur sem ef til vill er best að lýsa með samlíkingu við perlufestar, þar sem hver perla í perlufestinni er ein amínósýra. Eiginleikar próteinanna fara alger- lega eftir því úr hvaða am- ínósýrum þau eru gerð, röð þeirra í próteininu og hversu löng hver keðja er. Prótein eru að grunni til gerð úr sömu byggingareiningum (þ.e. amínosýrum) hvort sem líf- veran er maður, dýr, baktería, veira eða planta. Prótein eru við- kvæm efni, sem brotna hratt niður í náttúrunni (t.d. við rotnun) eða í meltingarvegi manna og dýra. Pró- tein eru því ekki þrávirk efni sem safnast upp í lífríkinu, þvert á móti. Þegar talað er um erfða- breytt bygg sem framleiðir lyf- virkt prótein gæti verið um að ræða prótein eins og mótefni, sem eru varnarefni í líkama manna og dýra. Mörg þúsund eða jafnvel milljónir mismunandi mótefna er að finna í líkama hvers manns eða dýrs. Þar með eru þessi efni í þús- unda eða milljóna tali í algengri fæðu okkar, s.s. í kjöti, fiski eða mjólk. Þessi efni eru viðkvæm og brotna hratt niður í meltingarvegi manna og dýra, og missa því virkni sína. Séu þau hins vegar einangruð og hreinsuð mætti nota þau sem lyf, sem þá þyrfti að sprauta í æð. Afar langsótt væri að ætla að þessi efni geti ver- ið hættuleg mönnum eða dýrum, enda þyrfti þá mataræði okkar að breytast verulega. Við sam- eindaræktun á slíkum efnum yrði engu að síður ströngum örygg- isreglum fylgt, m.a. þeim öryggisreglum sem bæði Evrópubandalagið setur og þá ekki síst lyfjaiðnaðurinn sjálfur. Afmörkunareiginleikar byggs Kjarninn í allri starfsemi ORF frá upphafi hefur verið áherslan á að nota plöntutegund í sameinda- ræktun með eiginleika er hindruðu sjálfkrafa dreifingu hennar út í umhverfið og í aðra uppskeru, eða kæmu í veg fyrir frjóvgun hennar við skyldar tegundir í umhverfi og náttúru landsins. Þar með væri útilokað að erfðabreyttar plöntur úr sameindaræktun rötuðu í fæðu- keðju mannsins. Einmitt þess vegna var byggplantan valin en aðstæður hér á landi auka síðan afmörkunareiginleika byggsins enn frekar: Bygg er sjálffrjóvga og frjóvgun hefur átt sér stað áður en blómin opna sig. Sama á við um allt annað bygg sem er í ræktun í öðrum til- gangi. Það er hreinlega ekki í eðli byggs að víxlfrjóvgast. Byggið lifir auk þess ekki af ut- an ræktunarreita, hvað þá að það dreifi sér út í íslenska náttúru þótt það hafi haft tækifæri til þess frá landnámsöld. Ennfremur má nefna að engar plöntur í flóru Íslands eru nægi- lega skyldar bygginu til þess að víxlfrjóvgun við þær eigi sér stað. Einmitt út frá umhverfis- og ör- yggissjónarmiðum er byggið alveg kjörið í sameindaræktun fyrir t.d. lyfvirk prótein. Ræktun á vegum ORF er því ekki slepping í þeirri merkingu að hún sé óafturkræf; hún er bundin ræktunarreit og ræktunartíma og hægt að ljúka henni hvenær sem er. Vinnulag við sameindaræktun Spurt hefur verið um það hvernig fyrirtækið hyggst standa að sam- eindaræktuninni. Því er til að svara að fyrirtækið mun að sjálf- sögðu fara eftir lögum og reglum um starfsemina. Um ræktun erfða- breyttra lífvera (þ.m.t. plantna) gilda lög og reglugerðir og byggj- ast þær á tilskipunum frá Evrópu- bandalaginu. Fyrir hvert lífefni (prótein) sem fyrirtækið hyggst framleiða, þarf að sækja um sér- stakt leyfi til Umhverfisstofnunar. Áður en Umhverfisstofnun úr- skurðar um hvort veita skuli við- komandi leyfi eður ei leitar stofn- unin álits hjá til þess bærum aðilum, s.s. hjá sérstakri ráðgjaf- arnefnd um erfðabreyttar lífverur og hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Verði leyfi veitt getur Um- hverfisstofnun sett ákveðin skil- yrði um það hvernig standa skuli að viðkomandi ræktun og stofn- unin hefur eftirlit með starfsem- inni. Auk þeirra laga og reglugerða, sem gilda um starfsemina vinnur ORF Líftækni að gerð vinnulags- reglna um sameindaræktunina í samstarfi við bændur og aðra að- ila. Vinna við mótun vinnulags- reglnanna hefur til þessa verið gerð í samráði við forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Lands- sambands kornbænda og reiknað er með að hafa samráð við aðra aðila eftir þörfum. Unnið er að upplýsingasöfnun og tilraunum í samstarfi við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðslu rík- isins og fleiri aðila til stuðnings við mótun vinnulagsreglnanna. Áformað er að ljúka gerð þess- ara vinnulagsreglna innan eins árs og verður þá hægt að upplýsa hverjar þær verða. Ekki er áform- að að sækja um leyfi fyrir útirækt- un á nýjum erfðabreyttum bygg- yrkjum sumarið 2004. Sameindaræktun með ábyrgum hætti er nýsköpun sem skapar spennandi tækifæri til verðmæta- sköpunar og atvinnuþróunar hér á landi. Grípum tækifærin, glötum þeim ekki. Nánari upplýsingar: www.orf.is. Öryggi í framleiðslu lífefna í erfðabreyttu byggi Júlíus B. Kristinsson skrifar um erfðabreytt matvæli ’Sameindaræktun meðábyrgum hætti er ný- sköpun sem skapar spennandi tækifæri til verðmætasköpunar og atvinnuþróunar hér á landi.‘ Júlíus B. Kristinsson Höfundur er framkvæmdastjóri ORF Líftækni hf. Í SÍÐUSTU viku voru samþykkt lög frá Alþingi sem kveða á um stór- fellda lækkun á erfðafjárskatti og mikla einföldun á öll- um lagareglum um hann. Þessi lög tóku gildi 1. apríl sl. og taka til þeirra, sem andast þann dag eða síðar. Lög um erfða- fjárskatt hafa verið mjög flókin. Erf- ingjum hefur verið skipt í 4 flokka og alls hafa verið 19 mismun- andi skattprósentur! Allt frá 0% fyrir líkn- arfélög og maka, 5% til 10% fyrir börn og aðra niðja, 15% til 25% fyrir foreldra og systkini og upp í 30% til 45% fyrir aðra. Svo var arfi hvers og eins skipt í allt að 6 flokka! Nýju lögin eru hins vegar afskaplega ein- föld: Skatturinn er 5% fyrir alla. Þó greiða makar ekki erfða- fjárskatt og fyrsta milljónin í dán- arbúi er skattfrjáls. Hlutafé Hlutabréf hafa verið metin á nafn- virði við mat til erfðafjárskatts enda var nafnverð hlutabréfa ágætur mælikvarði á verðmæti hlutafélags í eina tíð. Það hefur gjörbreyst. Nú eru þau seld á margföldu nafnverði. Jafnvel hundraðföldu. Þannig hafa myndast möguleikar til að komast hjá því að greiða erfðafjárskatt með því að kaupa hlutabréf á mjög háu gengi og taka jafnvel lán til þess. Dæmi: Maður sem á hreina eign upp á 100 mkr. kaupir hlutabréf í KB banka fyrir þá upphæð á geng- inu 300 og tekur til þess lán. Við það lækkar eign til erfðafjárskatts úr 100 mkr. í 300 þkr. sem er nafnverð hlutabréfanna!! Einnig má stofna einkahlutafélag um eignina með sömu áhrifum. Ég hef mörgum sinnum bent á þetta undanfarinn áratug og sagt að þeir greiði erfða- fjárskatt sem nenna því! Þessar reglur er nú aflagðar, þessu skattaskjóli lokað, og miðað er við markaðsverð hlutabréfa eða eigið fé hlutafélags við mat á verð- mæti arfs. Er það sanngjarnt og í samræmi við mat á öðrum eignum, fasteignum, bílum og innbúi. Fréttaflutningur Morgunblaðsins Hann er skrýtinn fréttaflutningur Morgunblaðsins af þessari laga- setningu. Á forsíðu 24. mars sl. er frétt með fyrirsögninni: „Dæmi um milljóna hækkun.“ Í fréttinni er tekið dæmi um mann, sem erfir hlutabréf að nafnvirði 5 mkr. í Össuri en gengið í því góða hlutafélagi er um 51 falt nafnverð. Aumingja erfinginn þarf að greiða 12,7 mkr. samkvæmt nýju lögunum í stað 370 þkr. samkvæmt eldri lögum. Vitnar Morgunblaðið til lögfræðinga hjá Deloitte. Þær eru undarlegar forsendur lögfræðing- anna. Þeir gefa sér að hinn látni hafi ein- göngu átt hlutabréf í Össuri að verðmæti 255 milljónir kr. en búið í leiguíbúð og hvorki átt bíl né innbú. Þessi hlutabréf getur erfing- inn selt hvenær sem er og svarar verðmæti þeirra til 10 einbýlis- húsa, skuldlausra eða ca 100 árslauna verka- manns! Er eðlilegt að erfingi greiði sama skatt af auðæfum upp á 255 mkr. og sá sem erfir íbúðargrey eftir móður sína upp á 10 mkr. með 5 mkr. skuldum? Hvernig getur Morgunblaðið komið með svona neikvæða frétt og neikvæða fyrirsögn þegar skattur á íbúðarerfingjann er lækkaður úr 370 þkr. í 200 þkr. og vandfundin verði raunveruleg dæmi um erfingja sem greiða ekki minni skatt samkvæmt nýju lögunum. Morgunblaðið sér þó að sér daginn eftir og segir í leiðara að þetta sé nú réttlát og sanngjörn lækkun á erfðafjárskatti en eftir situr frétt á forsíðu um að þessi lagabreyting þýði stórfellda skattahækkun. Það hefði mátt búast við að fréttir af þessari lagasetningu hefðu undirstrikað þá miklu lækkun á erfðafjárskatti fyrir almenning og alveg sérstaklega þá einföldun sem í henni felst. Nefnd hefðu verið raun- hæf eðlileg dæmi hjá venjulegu fólki sem er að erfa ættingja sína og vini. Það hefði líka t.d. mátt nefna að sá sem erfir aldarvin sinn greiðir með nýju lögunum 200 þkr. í erfðafjárskatt fyrir ofangreinda 5 mkr. íbúð í stað 1,9 mkr. samkvæmt eldri lögum. Svo hefði sérstaklega mátt búast við að því hefði verið fagnað að lokað er skattaglufu og allir greiði sama skatt af jafn- verðmætum arfi. Ný lög um erfðafjárskatt Pétur H. Blöndal skrifar um skattamál Pétur H. Blöndal ’Erfingjum hef-ur verið skipt í 4 flokka og alls hafa verið 19 mismunandi skattprósent- ur!‘ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.