Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 65
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 65
ÁGÚST Jóhannsson og Gunnar
Magnússon, þjálfarar kvenna-
landsliðs Íslands í handknattleik,
sem skipað er leikmönnum 19 ára
og yngri, hafa valið 16 manna hóp
sem tekur þátt í undankeppni Evr-
ópumeistaramótsins, en leikirnir í
riðli Íslands fara fram hér á landi
um páskana. Danmörk, Slóvakía
og Úkraína leika í riðli með Ís-
landi en spilað verður í íþrótta-
húsinu á Seltjarnarnesi 9.–11.
þessa mánaðar.
Landsliðshópur þeirra Ágústs og
Gunnars er skipaður eftirtöldum
leikmönnum: markverðir, Helga
Vala Jónsdóttir, Fram, Bryndís
Jónsdóttir, Haukum, Elísabet Arn-
ardóttir, KA. Aðrir leikmenn, Anna
María Halldórsdóttir, Gróttu, Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu,
Arna Gunnarsdóttir, Stjörnunni,
Björk Gunnarsdóttir, Stjörnunni,
Eva Margrét Kristinsdóttir, Gróttu,
Gerður Rún Einarsdóttir, Gróttu,
Ingibjörg Karlsdóttir, Haukum, Íris
Ásta Pétursdóttir, Gróttu, Katrín
Andrésdóttir, KA, Rakel D. Braga-
dóttir, Stjörnunni, Soffía Rut Gísla-
dóttir, Víkingi, Sólveig Kjærnested,
Stjörnunni, Stella Björk Ósk-
arsdóttir, sem leikur með norsku
félagsliði.
Ísland leikur við Úkraínu 9. apríl,
daginn eftir við Slóvakíu og hinn
11. apríl mætast Íslendingar og
Danir. Tvær þjóðir komast áfram
úr riðlinum.
Sextán stúlkur valdar til að
leika í undankeppni EM
Leikið verður nær linnulaust framá miðjan dag á sunnudag þegar
úrslitin liggja fyrir. Allt sterkasta
badmintonfólk landsins tekur þátt í
mótinu, 91 í karlaflokki og 58 í
kvennaflokki, en keppt verður bæði
í A og B-flokki. Ásta segir að kepp-
endur séu ívið færri en á síðasta ári
þrátt fyrir að skráðir iðkendur í
badmintoníþróttinni hafa sjaldan
verið fleiri en um þessar mundir.
Meginástæðan fyrir færri keppend-
um nú en í fyrra er að sögn Ástu sú
að mikið er um fermingar þessa
helgi og þar af leiðandi séu margir
fullorðnir uppteknir við það og hafi
því ekki tök á að keppa á mótinu.
Í einliðaleik kvenna er fastlega
búist við því að keppnin um gullið
standi á milli Söru Jónsdóttur og
Rögnu Ingólfsdóttur, en þær eru
fremstu badmintonkonur landsins
um þessar mundir og eiga í harðri
keppni um að tryggja sér farseðilinn
á Ólympíuleikana í Aþenu. Ragna
varð Íslandsmeistari í einliðaleik í
fyrra en Sara hampaði titlinum fyrir
tveimur árum.
Á alþjóðlegum mótum leika þær
stöllur saman í tvíliðaleik en á Ís-
landsmótinu gera þær það ekki.
Sara leikur með Drífu Harðardóttur
og meðherji Rögnu verður Katrín
Atladóttir, en þetta eru þeir sam-
herjar sem þær Sara og Ragna léku
með áður en þær settu stefnuna á
ólympíuleikana. Ljóst er að Sara og
Drífa geta ekki leikið við Rögnu og
Katrínu í úrslitum á sunnudag því
eins og mótinu er raða upp má
reikna með að þær berjist í átta
manna úrslitum við að tryggja sér
sæti í undanúrslitum. Ragna og
Katrín unnu tvíliðaleikinn á síðasta
ári er þær unnu Söru og Drífu í
hörkuleik.
Í einliðaleik karla er búist við að
fimm menn berjist um sigurlaunin
og má vart á milli sjá að sögn Ástu
hver er sterkastur um þessar mund-
ir. Þetta eru þeir Helgi Jóhannes-
son, Magnús Ingi Helgason, Njörð-
ur Lúðvíksson, Tryggvi Nielsen og
Sveinn Sölvason, en allir koma þeir
úr TBR. Sveinn er núverandi Ís-
landsmeistari, vann í fyrsta sinn í
fyrra eftir yfirburðaleik gegn Tóm-
asi Viborg, sem ekki er með að
þessu sinni.
Vinnur Broddi
í 42. sinn?
Landsliðþjálfarinn Broddi Krist-
jánsson lætur sér nægja að taka
þátt í tvíliðaleik að þessu sinni enda
hefur hann titil að verja í þeim flokk
ásamt félaga sínum Helga Jóhann-
essyni. Þeir lögðu Tryggva og Svein
í úrslitaleik í fyrra en nú er útilok-
aður sá möguleiki að þeir mætist á
ný í úrslitum þetta árið því gangi allt
að óskum hjá báðum pörum þá mæt-
ast þau í undanúrslitum. Broddi er
sigursælasti badmintonmaður
landsins, hefur orðið 41 sinni Ís-
landsmeistari á síðustu 26 árum.
Sveinn Sölvason og Drífa Harð-
ardóttir eiga síðan titil að verja í
tvenndarleik.
Stefnir í jafna keppni á Íslandsmeistaramótinu
í badminton sem hefst í kvöld
Ómögulegt að
spá til um úrslit
„ÞAÐ stefnir allt í jafnt og þar af leiðandi skemmtilegt mót að þessu
sinni. Ástæðan er sú að það er útilokað að fullyrða hverjir standa
uppi sem sigurvegarar. Stundum hefur verið hægt að benda á ein-
hvern einn sigurvegara en nú er það útilokað því margir koma til
greina eins og til dæmis í karlaflokki í einliðaleik þar sem fimm jafn-
ir menn virðast eiga nokkuð jafna möguleika,“ segir Ása Pálsdóttir,
framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands, en flautað verður
til leiks á Íslandsmeistaramótinu í badminton klukkan sjö í kvöld í
TBR-húsinu.
Morgunblaðið/ALNA photo
Bræðurnir Bjarni, Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir voru í byrjunarliði Íslands gegn Albaníu
í Tirana í fyrrakvöld en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 1963 er Bjarni, Hörður og Gunnar Felixsynir
léku gegn áhugamannalandsliði Englands. Þórður lék jafnframt 50. landsleik sinn og var fyrirliði.