Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddrún IngaPálsdóttir fædd- ist í Lunansholti í Landsveit í Rangár- vallasýslu hinn 22. ágúst 1922. Hún and- aðist á Landakots- spítala 22. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Þórarinn Jónsson, bóndi í Hjallanesi, f. 1. september 1893, d. 2. febrúar 1951, og Halldóra Oddsdóttir, húsfreyja, f. 29. jan- úar 1891, d. 10. júlí 1971. Systkini Oddrúnar eru: Elsa Dóróthea, f . 19. ágúst 1924, hús- freyja í Hjallanesi, Ingólfur, f. 1. september 1925, d. 29. október 1984, húsgagnasmiður, Jón Her- mann, f. 27. nóvember 1926, veg- hefilsstjóri og bóndi í Lunansholti, Auðbjörg Fjóla, f. 25. maí 1928, húsfreyja í Reykjavík, og Oddur Ármann, f. 28. desember 1932, flug- virki í Kópavogi. Oddrún giftist 20. apríl 1946 Sig- urði Þóri Ágústssyni, flugvirkja- meistara, f. 7. desember 1922, d. 2. maí 1975. Foreldrar hans voru Sig- rún Jónsdóttir og Ágúst Úlfarsson, trésmiður í Vestmannaeyjum. Odd- Roodbergen, f. 16. nóvember 1962, sjúkraþjálfa. Þau búa í Garðabæ og eiga börnin Stefaníu, f. 1. júlí 1990, Ólaf, f. 16. apríl 1992, og Örnu, f. 20. nóvember 1994. 5) Sigurður Hreinn Sigurðsson, f. 20. október 1962, kvikmyndagerðarmaður, kvæntur Elviru Méndez Pinedo, f. 18. desember 1966, dr. í evrópskum lögum. Oddrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjallanesi í Landsveit. Fram til 16 ára aldurs vann hún við bústörfin heima, en var eftir það í vist á Árbæ, Fellsmúla og Stórólfs- hvoli. Oddrún fékk skólavist í ný- stofnuðum Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan með fyrsta árgangi skólans árið 1943. Eftir að hafa komið upp börnum sínum hóf Oddrún störf í Breiða- gerðisskóla þar sem hún var um- sjónarmaður Athvarfsins, dag- deildar skólans í Reykjavík. Einnig var hún matráðskona, m.a. hjá SÍS og Hitaveitu Reykjavíkur. Hún stundaði silfursmíðar um árabil og hélt nokkrar sýningar á verkum sínum. Oddrún starfaði mikið að fé- lagsmálum, var gjaldkeri fyrir Kvenfélag Bústaðasóknar og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sóknina. Sat einnig í stjórn FÍFA. Oddrún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði í Land- sveit síðdegis. rún og Sigurður eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Ágúst Úlfar Sigurðsson, f. 18. sept- ember 1946, tölvunar- fræðingur, kvæntur Erlu Þórðar, f. 19. apr- íl 1947, meinatækni. Þau búa í Reykjavík og eiga dæturnar Helgu, f. 21. febrúar 1978, teiknara, og Ingu, f. 1. ágúst 1979, nema. 2) Halldóra Sunna Sig- urðardóttir, f. 27. mars 1949, dr. í líffræði, gift Ólafi Pétri Jakobssyni, f. 30. apríl 1950, dr. í lýtalækning- um. Þau búa í Svíþjóð og eiga dæt- urnar Sigrúnu Sóleyju, f. 22. júlí 1975, tölvunarfræðing, Ingu Lísu, f. 20. desember 1978, nema, og Ingi- björgu Ylfu, f. 8. maí 1980, nema. 3) Sigrún Lóa Sigurðardóttir, f. 3. ágúst 1951, arkitekt, gift Jóni Gunnari Jörgensen, f. 29. apríl 1953, prófessor í norrænum fræð- um. Þau búa í Ósló og eiga dæt- urnar Unu Kristínu, f. 17. sept. 1980, nema, Eddu Jóhönnu, f. 1. mars 1984, nema, og Oddrúnu Lilju, f. 5. mars 1992. 4) Páll Ragnar Sigurðsson, f. 29. janúar 1954, véla- verkfræðingur, kvæntur Marjolein Hvítt hús með grænu þaki … gróskumikill garður með fullt af blómum og rifsberjarunnum … steintröppur liggja upp að húsinu … amma í eldhúsinu … setubekkur við eldhúsborðið … amma stekkur til, hellir upp á kaffi og tekur til allt sem hún á … amma segir sögur úr lífi sínu … þegar hún leitaði út um allt og fann loksins spes skóáburð fyrir Halldór Laxness … þegar hún fór til Parísar og pantaði afmælistertu fyr- ir vinkonu sína án þess að tala orð í frönsku og ég hlusta og vona að ég hafi einhvern tíma jafnmikið að segja barnabörnunum … ég hugsa um allar góðu minningarnar sem tengjast ömmu minni … gera pipar- kökuhús með systur minni fyrir jól- in … fara með ömmu upp í Breiða- gerðisskóla … búa til dýrindis skartgripi úr smelti og mest af öllu að sitja í eldhúsinu hjá henni þar sem er alltaf hlýtt … Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Inga. Elsku amma Oddrún. Þetta verð- ur svona aukakveðja þar sem þú tókst þig til núna í vetur og kvaddir mig með virktum, gafst mér heilræði fyrir lífið og tilkynntir mér að nú ættir þú ekki mikið eftir. Þetta uppá- tæki þitt kom mér í töluvert uppnám þennan kalda dag í janúar en ég skil núna hvað þér gekk til. Ég á eftir að muna þessa kveðju allt mitt líf. Þennan vetrardag aðspurð um gestagang svaraðirðu mér að bæði Páll faðir þinn og Ingólfur bróðir hefðu litið við, nóg af gestum sagð- irðu síðan með glott á vör og skiptir um umræðuefni eins og þér einni var lagið. Í dag verður líkami þinn jarð- settur þar sem jarðneskar leifar þeirra hvíla uppi í Landsveit. Ég er þess fullviss að þér líður ekki bara vel núna, heldur ertu líka í góðum fé- lagsskap. Þú kunnir svo sannarlega að segja sögur og þreyttist seint á að segja frá hinu og þessu sem á daga þína hafði drifið. Þú hvattir mig alla tíð til að teikna og nota þá listrænu hæfileika sem mér voru gefnir. Sú hvatning er mér mikils virði og hjálpaði mér mikið þegar að því kom að ég þurfti að taka stórar ákvarð- anir. Ég minnist þín sem ömmu á Soga- veginum sem átti alltaf nóg af boll- um, pönnukökum og frábærum sög- um til að bjóða upp á. Takk fyrir gestrisnina og allar góðu stundirnar. Helga Ágústsdóttir. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfur tær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G. Ö.) Óðum safnast samferðafólkið til feðra sinna. Misjafnt er hvað þetta snertir mann djúpt, þar kemur ým- islegt til. Sumir sigla gegnum lífið seglum þöndum, láta mikið til sín heyra og oft sjá sig. Aðrir stíga hljóðlega til jarðar, en eru til staðar þegar á þarf að halda, gera verkin án hávaða, gefa góð ráð þegar eftir þeim er leitað, trana sér ekki fram. Ein slík er kvödd hér í dag – í þeirri kirkju sem hún átti sinn stóra þátt í að varð að veruleika. Þegar við nokkrar konur í nýstofnaðri Bú- staðasókn mynduðum með okkur fé- lagsskap fyrir rúmum 50 árum, var Oddrún með þeim fyrstu sem gengu í félagið og starfaði með því allar göt- ur síðan. Hún var fljótlega kosin í stjórn fé- lagsins og var gjaldkeri þess til margra ára. Þar var rétt kona á rétt- um stað. Hún vildi hag félagsins sem mestan og bestan, sat flesta fundi með kvittanaheftið tilbúið, kallaði ekki eftir félagsgjöldum, en þau komu samt. Eins og fleiri, eða flestir í þessari sókn, stóðu þau hjón í húsbyggingu og barnauppeldi og til þess uppeldis hefur ekki verið kastað höndunum, því þessi börn vöktu athygli fyrir prúðmennsku og afburða námshæfi- leika. Oddrún missti mann sinn langt fyrir aldur fram og varð hún sjálf að fara út á vinnumarkaðinn, sem ekki var orðið svo algengt á þeim árum. Hún gerðist matráðskona í athvarfi Breiðagerðisskóla. Ég hefi sannfrétt það, að þar hugsaði hún ekki ein- göngu um matseld, því áður en við var litið, var hún orðin vinur og leið- beinandi barnanna sem þar dvöldu. Ég er alveg viss um að hún hefur ekki alltaf verið að líta á klukkuna, þó vinnuskyldan væri búin. Oddrún var listræn, vel að sér í bókmenntum og sílesandi. Hún stundaði ekki mikið heimsóknir eða húsaflakk, en tók sjálf vel á móti fólki, umvafði það hlýju og notaleg heitum. Á fyrstu árum kvenfélags Bú- staðasóknar starfaði innan þess saumaklúbbur, til nánari kynna fé- lagskvenna og til fjáröflunar. Odd- rún var einn af meðlimum hans og átti hugmyndina að nafni hans, „Blá- þræði“, en því miður urðu það örlög hans að slitna allt of fljótt. Og margt bendir til þess að félagið sjálft sé á sömu leið. Þeim fækkar nú óðum frumkvöðl- um að stofnun þessa félags, það verður ekki umflúið. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra fé- lagskvenna, er ég að lokum þessara fátæklegu orða sendi börnum henn- ar og afkomendum öllum hlýjar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Oddrúnar Pálsdóttur. Rósa Sveinbjarnardóttir. Við Oddrún vorum nágrannar í 43 ár í Sogamýrinni og á samskipti okk- ar bar aldrei skugga. Sogamýrin var eins konar sveitaþorp, þegar við fluttum þangað báðar með barna- hópana okkar og höfðum ekki mik- inn tíma til að rækta kunningsskap- inn. Samskipti okkar á frumbyggjaárunum snerust aðallega í kringum uppeldi og börn, enda var töluverður samgangur með krökk- unum okkar meðan þau voru að vaxa úr grasi. Á síðari árum, þegar við vorum tvær einar eftir, breyttust dagarnir. Við fylgdumst hvor með annarri. Pikarkökuhúsin hennar Oddrúnar urðu árviss viðburður fyrir jólin og vöktu mikla lukku í minni fjölskyldu. Jólakortin hennar heimagerðu voru ODDRÚN INGA PÁLSDÓTTIR Bróðir okkar, mágur og frændi, ÓLAFUR PÁLSSON, Mýrarbraut 7, Blönduósi, áður Ytri-Björgum, lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Hofskirkju laugar- daginn 3. aprí kl. 14.00. Sigurður Pálsson, Alda Friðgeirsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Óli J. Björnsson og frændfólk. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL RÓSINBERGSSON, Ránarbraut 1, Skagaströnd, lést á heimili sínu mánudaginn 29. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn Steinþórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Kær frændi og vinur, KRISTINN RAFN RAGNARSSON, Garðsenda 5, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 9. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erla K. Valdimarsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Guðmundur Guðnason, Helga Torfadóttir. Eiginmaður minn, EGGERT THORBERG BJÖRNSSON skipstjóri frá Arney, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi þriðju- daginn 30. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Unnur Lára Jónasdóttir og börn. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu, barnabarns og tengdadóttur, ÁSTU SYLVÍU BJÖRNSDÓTTUR, Eskihlíð 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Friðbirni Sigurðs- syni, lækni, læknum og starsfólki 11E Land- spítala, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og DI Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun og alúð. Skagfirsku söngsveitinni, starfsfólki röntgendeilda Landspítala og öllum þeim, sem glöddu hana og studdu í erfiðum veikindum, þökkum við af alhug. Guð blessi ykkur öll. Kristján Örn Jóhannesson, Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson, Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson, Alma Emilía Björnsdóttir, Emma Hansen, Friðrik J. Friðriksson, Þóra Kristjánsdóttir. Elskulegir foreldrar okkar og móðir mín, MARGRÉT GUÐBRANDSDÓTTIR og GUÐMUNDUR EINAR SVEINSSON, Furugrund 42, Akranesi, létust af slysförum þriðjudaginn 30. mars sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Edda Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Ægir Guðmundsson, Bragi Antonsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.