Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 66
ÍÞRÓTTIR
66 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BJARNI Þór Viðarsson, drengjalands-
liðsmaður í knattspyrnu úr FH, er á för-
um til reynslu hjá tveimur þekktum
knattspyrnufélögum, Everton í Eng-
landi og Anderlecht í Belgíu. Hann fer
til Anderlecht á sunnudaginn og dvelur
þar fram á miðvikudag og heldur þá yfir
til Englands þar sem hann verður í eina
viku.
Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðs-
manns, sáu fulltrúar frá Everton og
Anderlecht til Bjarna með drengjalands-
liðinu í Englandi í síðustu viku. Hann lék
alla þrjá leiki þess þar og hefur samtals
spilað 9 landsleiki í þeim aldursflokki.
Bjarni, sem er bróðir Arnars Þórs hjá
Lokeren og Davíðs Þórs hjá Lilleström,
er 16 ára og er áfram gjaldgengur með
drengjalandsliðinu á komandi tímabili.
Bjarni Þór
til EvertonÍSMEISTARARurðu í vikunni Ís-
landsmeistarar í
krullu, eða curl-
ing, eftir bráða-
bana við Fálka,
en þessi lið urðu
efst og jöfn eftir
deildarkeppnina.
Ísmeistarar lögðu
Fálka 14:6 í
bráðabananum.
Lið meistaranna
skipa – frá vinstri
Hallgrímur Ing-
ólfsson, Sveinn
Björnsson, Aud-
rey Freyja
Clarke, Sigurgeir
Haraldsson og
Björn Sigmunds-
son.
Ísmeistarar höfðu betur
Ljósmynd/Ágúst Ágústsson
SKÍÐI
Skíðamót Íslands
Keppni í svigi karla og kvenna fer fram á
Siglufirði.
Keppni í 10 km göngu í flokki karla 17–19
ára og 20 ára og eldri, og 5 km ganga
kvenna 17 ára og eldri fer fram á Ísafirði í
dag kl. 13.
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, RE/MAX-deildin, 8-liða
úrslit, fyrri leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór..........19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni
Efri deild karla, A-riðill:
Fífan: Haukar – Þór...................................21
Neðri deild karla, B-riðill:
Reykjaneshöllin: Selfoss – Reynir S. .......20
Efri deild kvenna:
Egilshöll KR – Valur.............................18.30
Neðri deild kvenna:
Boginn: Þór/KA/KS – Þróttur R..........21.15
BADMINTON
Íslandsmeistaramótið hefst í TBR-húsinu í
kvöld kl. 19.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Snæfell - Keflavík 80:76
Stykkishólmur, úrvalsdeild karla, Inter-
sportdeildin, úrslit, fyrsti leikur, fimmtu-
dagur 1. apríl 2004.
Gangur leiksins: 3:9., 8:13, 10:17, 14:20,
18:23, 24:23, 31:25, 31:32, 37:34, 39:36,
41:38, 43:42, 47:42, 51:42, 56:42, 58:47,
61:56, 64:58, 67:58, 67:62, 79:74, 80:76.
Stig Snæfells: Corey Dickerson 33, Edw-
ard Dotson 12, Hlynur Bæringsson 12,
Sigurður Þorvaldsson 9, Dondrell Wit-
hmore 9, Hafþór Ingi Gunnarsson 3, Andr-
és Heiðarsson 2.
Fráköst: 26 í vörn - 18 í sókn.
Stig Keflavíkur: Derrick Allen 29, Nick
Bradford 20, Gunnar Einarsson 13, Sverr-
ir Þór Sverrisson 5, Arnar F. Jónsson 5,
Jón N. Hafsteinsson 2, Magnús Gunnars-
son 2.
Fráköst: 22 í vörn - 12 í sókn.
Villur: Snæfell 16 - Keflavík 20.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson, komust vel frá
erfiðum leik.
Áhorfendur: Um 690.
Næsti leikur liðanna fer fram á laug-
ardag í Keflavík.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Portland - Boston................................105:98
Indiana - Milwaukee...........................111:78
Chicago - Orlando ...............................109:91
Golden State - Toronto.........................85:78
New Jersey - Washington..................103:99
Eftir framlengdan leik.
Miami - Atlanta ...................................100:97
Detroit - LA Clippers.........................108:99
Minnesota - Seattle...............................90:83
San Antonio - Sacramento .................107:89
Utah - New Orleans..............................89:76
HANDKNATTLEIKUR
Haukar - FH 19:28
Ásvellir, 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin,
8 liða úrslit, fyrsti leikur, fimmtudagur 1.
apríl 2004.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:3, 5:5, 6:7, 6:11,
7:13, 8:14, 11:14, 12:17, 14:19, 14:25, 16:27,
19:28.
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 6/3,
Anna G. Halldórsdóttir 5, Tinna Halldórs-
dóttir 4, Inga Karlsdóttir 1, Erna Þráins-
dóttir 1, Áslaug Þorgeirsdóttir 1, Martha
Hermannsdóttir 1.
Varin skot: Berglind Hafliðadóttir 9 (þar
af fóru 5 aftur til mótherja), Bryndís Jóns-
dóttir 7/1 (þar af fóru 4 aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mín.
Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 5, Guð-
rún Hólmgeirsdóttir 5, Gunnur Sveins-
dóttir 5, Björk Ægisdóttir 5/1, Sigrún Gils-
dóttir 4, Þórdís Brynjólfsdóttir 3/1, Jóna
K. Heimisdóttir 1.
Varin skot: Jolanta Slapikiene 22 (þar af
fóru 11 aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur
F. Sverrisson.
Áhorfendur: 93.
Valur - Víkingur 29:22
Hlíðarendi:
Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 5:3, 7:5, 8:8,
10:10, 12:12, 14:12, 15:15, 18:15, 19:18,
26:18, 28:20, 29:22.
Mörk Vals: Díana Guðjónsdóttir 7/4, Haf-
rún Kristjánsdóttir 7, Kolbrún Franklín 5,
Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Árný Ísberg
2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Arna
Grímsdóttir 1, Elfa Björk Hreggviðsdóttir
1, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1.
Varin skot: Berglind Hansdóttir 18/1
(Þaraf fóru tvö skot aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Víkings: Natasa Damljanovic 12/5,
Margrét Egilsdóttir 5, Ásta Agnarsdóttir
1, Eygló Jónsdóttir 1, Linda Hilmarsdóttir
1, Guðmunda Kristjánsdóttir 1, Valgerður
Árnadóttir 1.
Varin skot: Natasa Lovic 12 (Þaraf fóru
tvö skot aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Helgi Hallsson og Hilmar Guð-
laugsson, voru slakir.
Áhorfendur: Um 150.
Stjarnan - Grótta/KR 23:18
Ásgarður:
Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:4, 6:6, 7:9, 11:11
11:13, 11:14, 18:14, 20:16, 23:17, 23:18.
Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 7/3, Hekla Daðadóttir 4, Kristín
Clausen 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Hind
Hannesdóttir 3, Sólveig Lára Kærnested
2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Varin skot: Jelena Jovanvic 19/2 (þar af 3
aftur til mótherja).
Mörk Gróttu/KR: Aiga Stefanie 4, Eva B.
Hlöðversdóttir 4/1, Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir 3, Eva M. Kristinsdóttir 3/1,
Íris Ásta Pétursdóttir 2, Arndís M. Er-
lingsdóttir 1, Ragna Karen Sigurðardóttir
1.
Varin skot: Hildur Gísladóttir 16 (þar af 4
sem fóru aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sig-
urjónsson, gerðu sín mistök en sluppu þó
prýðilega frá nokkuð erfiðum leik.
Áhorfendur: Um 227.
Spánn
sBikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Portland San Antonio - BM Altea.......27:25
BM Cantabria - S.D. Teucro ENCE..27:30
Caja España Ademar - Barcelona ......26:30
Ciudad Real - BM. Valladolid..............32:29
Ciudad mætir Portland í undanúrslitum
á morgun.
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM
Suður-Ameríka
Uruguay - Venesúela................................0:3
Paraguay - Brasilía...................................0:0
Perú - Kólumbía........................................0:2
Staðan:
Argentína 5 3 2 0 10:3 11
Paraguay 5 3 1 1 8:6 10
Brasilía 5 2 3 0 7:5 9
Venesúela 5 3 0 2 6:6 9
Chile 5 2 1 2 7:6 7
Uruguay 5 2 1 2 11:11 7
Perú 5 1 2 2 6:6 5
Ekvador 5 1 1 3 3:4 4
Kólumbía 5 1 1 3 4:8 4
Bólivía 5 1 0 4 5:12 3
Fjórar efstu þjóðirnar komast á HM í
Þýskalandi 2006, fimmta lið fer í aukaleiki
um HM-sæti við þjóð frá Eyjaálfu.
Deildabikarkeppni KSÍ
Neðri deild karla, C-riðill:
Afturelding - HK ......................................0:1
Gísli Freyr Ólafsson 76.
Staðan:
HK 2 2 0 0 5:2 6
Víkingur Ó 2 1 1 0 4:2 4
Skallagr. 3 1 1 1 4:4 4
Afturelding 2 1 0 1 1:1 3
Huginn 0 0 0 0 0:0 0
KS 3 0 0 3 3:8 0
SKÍÐI
Skíðamót Íslands
Göngukeppni á Ísafirði:
15 km ganga karla 20 ára og eldri, hefð-
bundin aðferð:
Ólafur Th. Árnason, Ísafirði ................47.02
Jakob Einar Jakobsson, Ísaf. ..............51.36
Ólafur H. Björnsson, Akureyri ...........51.47
Gísli Einar Árnason, Ísafirði ...............53.25
Einar Ágúst Yngvason, Ísafirði ..........53.30
Norðmaðurinn Thomas Alsgaard keppti
sem gestur og kom hann fyrstur í mark á
45.07 mín.
10 km ganga karla 17–19 ára, hefðbundin
aðferð:
Markús Þór Björnsson, Ísafirði ..........31.13
Andri Steindórsson, Akureyri .............32.11
Arnar Björgvinsson, Ísafirði ...............33.36
5 km ganga kvenna 17 ára og eldri, hefð-
bundin aðferð:
Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsf. ..........16.20
Auður Yngvadóttir, Ísafirði .................23.35
Hulda María Harðardóttir, Ólafsf. .....23.29
Guðbjörg Helga Andrésd., Ólafsf. ......24.03
Elsa og Markhús fengu sinn annan gull-
pening, þar sem þau urðu sigurvegarar í
sprettgöngunni á miðvikudag.
Ísfirðingar hafa fengið 3 gull, 4 silfur og
3 brons í göngukeppninni.
Ólafsfirðingar hafa fengið tvö gull og
eitt brons.
Akureyringar hafa fengið eitt silfur og
eitt brons.
Stigamót í svigi
Alþjóðlegt mót, Icelandair Cup, FIS-mót,
á Siglufirði:
Konur:
Helga B. Árnadóttir...........................1.38,88
Hrefna Dagbjartsdóttir.....................1.39,54
Leah McLaughry, Bandar. ...............1.40.14
Aldís Axelsdóttir ................................1.41,09
Agla G. Björnsdóttir ..........................1.42,45
Karlar:
Andreas Nilsen, Noregi ....................1.39,13
Björgvin Björgvinsson ......................1.39,39
Kjetil Jansrud, Noregi ......................1.39,75
Christian Kaas, Noregi .....................1.41.39
Kim Yngland, Noregi ........................1.41,85
Sindri M. Pálsson...............................1.43,08
Það verður einnig keppt í dag í svigi,
sem er liður á Skíðamóti Íslands og um
leið alþjóðlegt stigamót.
Í DAG
ÚRSLIT
Jafnræði var með liðunum lengstaf fyrri hálfleiks og jafnt á öllum
tölum. Gestirnir úr Gróttu/KR höfðu
þó jafnan frumkvæð-
ið og náðu tveggja
marka forskoti þeg-
ar liðin fóru inn til
leikhlés. Bæði lið
fóru varlega í byrjun, léku afturliggj-
andi 6/0 vörn og voru ekki að flýta
sér um of í sóknarleiknum. Í sókninni
var fjölbreytninni þó ekki fyrir að
fara og markverðir liðanna, Jelena
Jovanovic í Stjörnunni og Hildur
Gísladóttir í Gróttu/KR þurftu ekki
að hafa sérlega mikið fyrir því að
verja þessi 10 skot sem hvor þeirra
um sig varði í fyrri hálfleiknum.
Það var ekki útlit fyrir annað í
byrjun seinni hálfleiks en að Grótta/
KR myndi bæta enn í forskotið, þær
skoruðu úr fyrstu sókn sinni og náðu
þriggja marka forskoti í fyrsta og
eina skiptið í leiknum.
Eftir það varð algjört hrun í leik
gestanna.
Þegar síðari hálfleikurinn var ríf-
lega hálfnaður hafði Stjarnan náð
fjögurra marka forskoti, 18:14. Ótrú-
leg byrjun hjá liði Gróttu/KR og
þjálfarar liðsins, Alfreð Örn Finns-
son og Ágúst Jóhannsson, vissu ekki
hvaðan á þá stóð veðrið.
Þeir tóku þó loks leikhlé en Garða-
bæjarliðið herti sig enn og höfðu sig-
ur, 23:18.
Þessi umskipti í leik liðanna urðu
fyrst og fremst vegna miklu öflugri
varnar Stjörnunnar en í fyrri hálf-
leiknum. Með þessari breytingu fóru
líka hraðaupphlaup Stjörnunnar að
ganga og skoruðu þær 5 af 12 mörk-
um sínum í hálfleiknum úr hraðaupp-
hlaupum. Leikur liðsins í heildina
tekið var þó ekki til að hrópa húrra
fyrir og með sama leik og þær sýndu
í gærkvöldi munu þær án nokkurs
efa eiga í miklum erfiðleikum gegn
Gróttu/KR í næsta leik liðanna á Sel-
tjarnarnesi á laugardag. Jóna Mar-
grét Ragnarsdóttir og Jelena Jov-
anovic markvörður léku best í liði
Stjörnunnar.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og
Hildur Gísladóttir markvörður stóðu
sig þokkalega í liði Gróttu/KR. Aðrir
leikmenn geta gert miklu betur og
munu sjálfsagt sýna það á laugardag
í öðrum leik þessara liða í úrslita-
keppni RE/MAX-deildar kvenna.
Hrun hjá Gróttu/KR
STJARNAN sigraði Gróttu/KR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslit-
um í handknattleik kvenna, en liðin mættust í Ásgarði í Garðabæ í
gærkvöldi. Algjört hrun varð í liði Gróttu/KR í síðari hálfleik þar sem
liðið skoraði aðeins 5 mörk gegn 12 mörkum Stjörnunnar sem fagn-
aði sigri 23:18.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Það var gríðarleg stemningklukkustund áður en leikurinn
hófst og voru þá þegar rúmlega 400
manns mættir á
svæðið en á endan-
um voru 700 áhorf-
endur á leiknum og
skemmtu sér vel.
Leikurinn bauð upp á mörg góð
tilþrif, þó að varnarleikurinn hafi
verið í fyrirrúmi hjá báðum liðum.
Snæfelli tókst mjög vel með sinni
frægu berserkjavörn á köflum gegn
liði gestanna, enda er það ekki á
hverjum degi sem Keflavík skorar
aðeins þrjár þriggja stiga körfur í
leik og alls 76 stig.
Það var ekki að sjá á liði gestanna
að hvíld þeirra hefði ekki varað
nema í 48 klukkustundir frá því að
hafa lagt Grindavík í undanúrslitum,
þeir hófu leikinn af miklum krafti og
höfðu frumkvæðið. Svæðisvörn
Keflvíkinga kom heimamönnum á
óvart og héldu þeir sama varnarfyr-
irkomulaginu út fyrsta leikhluta.
Heimamönnum gekk illa að finna
leiðir að körfunni í upphafi. Í öðrum
leikhluta léku Keflvíkingar maður á
mann vörn og virkaði sú vörn ekki
eins vel þar sem Hólmarar skoruðu
13 stig gegn 2. Á þessum kafla var
vörn Snæfells mjög góð og gestirnir
komust lítt áleiðis.
Það gat enn allt gerst í síðari hálf-
leik þrátt fyrir að Snæfell hefði for-
skot, 41:38. Fannar Ólafsson fékk
sína 4. villu í upphafi síðari hálfleiks
og Jón Norðdal sína þriðju. Keflavík
átti erfitt uppdráttar í kjölfarið und-
ir körfunni og heimamenn skoruðu
13 stig í röð og náðu 14 stiga for-
skoti. Það sama var uppi á teningn-
um hjá heimamönnum þar sem Ed-
mund Dotson fékk 4 villuna í þriðja
fjórðungi og gestirnir náðu að nýta
sér það er Dotson fór af velli og
minnkuðu muninn í 61:56 fyrir síð-
asta leikhlutann.
Í fjórða leikhluta höfðu Snæfell-
ingar ávallt yfirhöndina og Keflvík-
ingar voru í því hlutverki að saxa á
forskotið en töpuðu rimmunni í þeim
eltingarleik.
Ekki var að sjá að breiddin í liði
Keflavíkur væri meiri en hjá heima-
mönnum eins og svo margir hafa
bent á. Af þeim sökum er ómögulegt
að spá um framhaldið – sem verður
þó væntanlega spennandi og áhuga-
vert.
Berserkurinn Hlynur Bæringsson
átti enn einn stórleikinn í liði Snæ-
fells, skoraði 12 stig og tók 20 frá-
köst. Hann lék vörnina vel gegn
Fannari Ólafssyni sem skoraði ekki
stig og tók aðeins fjögur fráköst.
Corey Dickerson átti einnig fínan
leik, skoraði 33 stig og var fínn í
vörninni. Edward Dotson er liðinu
gríðarlega mikilvægur í vörninni og
hann stöðvaði ófáar sóknir gestana
með því einu að vera til staðar. Að
auki skemmti hann áhorfendum með
glæsilegum troðslum og varði skot
með tilþrifum. Aðrir leikmenn liðs-
ins komust einnig vel frá leiknum en
alls notaði Bárður Eyþórsson þjálf-
ari liðsins átta leikmenn í leiknum.
Derrick Allen var langatkvæða-
mestur í liði Keflavíkur og vann
jafnt og þétt í vörn sem sókn frá
upphafi til enda. Nick Bradford var
nokkuð sprækur í fyrri hálfleik en
lét lítið að sér kveða í síðari hálfleik.
Gunnar Einarsson vaknaði til lífsins
í síðari hálfleik og Arnar Freyr
Jónsson og Sverrir Sverrisson léku
ágætlega þrátt fyrir að skora lítið.
Magnús Gunnarsson náði ekki að
ógna fyrir utan með landsþekktum
langskotum sínum og Fannar og Jón
Nordal Hafsteinsson náðu sér ekki á
strik gegn sterkri vörn heima-
manna.
Meistararnir
lentu á vegg
Deildarmeistaralið Snæfells sýndi hvað í því býr í gær er liðið tók á
móti Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í fyrsta leik liðanna í úrslitum
Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Leikurinn var gríðarlega spenn-
andi og höfðu heimamenn betur, 80:76, en staðan í hálfleik var
41:38. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Snæfell vinnur í úr-
slitakeppninni og getur liðið jafnað met Keflvíkinga á þessu sviði er
liðin eigast við að nýju á laugardag í Keflavík.
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar