Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 35 Það var löngu kominn tímitil að sjá Good Bye Len-in, þýsku myndina semsópaði til sín evrópskum verðlaunum í fyrra, og áhorf- endum. Á óveðurskvöldi í Mont- pellier með eldingum og Miðjarð- arhafsúrhelli er gott að setjast í rúmgóð sætin í Royal rétt við að- altorgið. Það gerðu líka svona hundrað og fimmtíu manns aðrir en við bíófélagar, frekar en missa endanlega af þessari eðalmynd. Ég held að leikstjóra og öðrum sem að myndinni stóðu hefði þótt gaman að vera í salnum, því hann var heitur og hlýr. Greinilegt að áhorfendurnir síðbúnu hrifust af þessari mannlegu bíómynd sem vegur svo nákvæmlega salt milli gamans og alvöru. Og þar sem sannleikanum er logið svo vel. Síðustu dagar þýska alþýðu- lýðveldisins, múrinn fellur. Góður flokksfélagi og móðir söguhetj- unnar veikist og liggur í dái í átta mánuði. Henni er ekki hugað líf, þótt hún vakni, og sonur hennar óttast að það verði henni um megn að upplifa allar nýjungarnar. Hann gerir það fyrir mömmu sínu að búa til austur-þýsk leiktjöld með ær- inni fyirhöfn, svo hún sé í rónni og haldi að allt sé við það sama. Þetta er frábær hugmynd og vel útfærð. Leikstjórinn, Wolfgang Becker, hittir á réttan tón sem er ekki einfaldur, en alltaf sjálfum sér samkvæmur. Kannski má segja að rauði þráðurinn í myndinni sé nokkrar mergjaðar lygasögur, bæði persónulegar og pólitískar. Það er athyglisvert að bæði handritshöfundur og leikstjóri eru vestanmenn. Þeim tekst að fara ótrúlega nett, og þó beitt, um þau flóknu og erfiðu svæði, Austur- og Vestur Þýskaland, og allt þeirra á milli. Ég ímynda mér líka að það hafi tekist án þess að traðka á til- finningum þeirra sem fæddust austur í ólandinu og þótti samt vænt um það, því þetta var nú einu sinni þeirra land. Það er á vissan hátt rökréttað vestanmennirnir takiað sér að lýsa harm-leiknum sem mallar und- ir skopinu, því þeir hafa fjarlægð- ina og eru þar með ekki að bera sín mál á torg. Vinna þeirra og afstaða ber vott um góðu tegundina af list- rænni samúð og samhygð sem er ekki hlandvolg heldur hlý og skörp. Good bye Lenin er mynd sem er til þess fallin að auka skilning. Það góða við hana er líka að hún höfðar til ungs fólks sem þarf ekki síður að reyna að grynna í þessu öllu en lengra komnir. En það sem gerir myndina að einhvers konar listaverki er móð- irin og flokksfélaginn vandaði sem er umhugað um að allt fari vel og rétt fram í landinu sínu. Það er stjarna frá gamla Austur- Þýskalandi sem leikur hana, Kath- erine Sass. Mér finnst næstum eins og hún sé að finna upp nýjan leik- stíl, eins og Björk gerði í Dancer in the Dark, þótt ólíku sé saman að jafna. Katherine Sass tekst aðsameina harm og húm-or á alveg sérstakanhátt. Hófstilltur gam- anleikurinn hjá henni er svo hár- fínn að ég man ekki eftir neinu sem líkist því. Og svo hefur hún útgeisl- un sem er sjaldséð. Það tekst mjög vel að miðla því hvað það er kært milli hennar og sonarins, og það breytist ekki þótt hún komi um síðir upp um sína einka lygasögu sem var ekki einka- mál hennar heldur gegnsýrði líf barnanna. Kannski er niðurstaðan sú, að þótt þetta sé allt meiri og minni lygi, lífslygi, pólitísk lygi, fjölmiðla- lygi, þá eru mannlegar tilfinningar lyginni ofar. Kannski eru þær það eina sem er satt, þegar öllu er á botninn hvolft. B í ó k v ö l d í M o n t p e l l i e r Lygasögur fyrir unga og gamla Atriði úr kvikmyndinni Good Bye Lenin. Eftir Steinunni Sigurðardóttur FRÍMÚRARAKÓRINN hélt tónleika í há- tíðarsal reglunnar við Skúlagötu á laugardag- inn var. Á efnisskránni kenndi margra grasa og var ákaflega létt yfir henni, sérstaklega er á leið. Kórinn sjálfur var þó ekki miklu betri en þegar ég heyrði hann fyrir þremur árum; eini munurinn var sá að núna stjórnaði Jón Krist- inn Cortez, en áður voru þeir Garðar Cortes og Gylfi Gunnarsson kórstjórar. Þrátt fyrir litlar tæknilegar framfarir var ekki alveg sami rembingurinn í söngnum og síðast; kórinn virtist afslappaðri og fyrir bragðið kom stemning hvers lags betur í ljós. Verst var hve kórfélagar voru oft ósamtaka í innkomum, en það var beinlínis pínlegt á köfl- um. Sumir sungu heldur ekki jafn hreint og aðrir. Söngurinn var því í heild loðinn og hljómaði í sístu lögunum eins og veislusöngur í venjulegu fimmtugsafmæli. Burtséð frá tæknilegum annmörkum náði kórinn samt að túlka hvert lag á sannfærandi hátt, og því var a.m.k. aldrei leiðinlegt á tón- leikunum. Lokalögin komu best út, en það voru White Cliffs of Dover (Nat Burton) og Húrra- kórinn (Emmerich Kalman). Jón Kristinn raddsetti hið fyrrnefnda, en hann raddsetti einnig nokkur önnur lög á efnis- skránni og hefur auðheyrilega gert það vel. Einsöngvarar voru tveir, þeir Jóhann Sigurðarson og Eiríkur Hreinn Helgason. Jóhann hefur prýðilega náttúrurödd, bæði sterka og hljómfagra, en ennþá er nokkur nemendabragur á henni. Besta lagið sem hann flutti var Ef ég væri ríkur (Jerry Bock), en þar fór hann á kostum með leikrænum tilburðum sem vöktu mikla kátínu tónleikagesta. Eiríkur Hreinn er miklu reynd- ari söngvari en Jóhann, hann hefur skólaðri rödd og söng Kvöldstjörn- una úr Tannhäuser Wagners og lofsöng eftir Beethoven sérlega fallega. Auk einsöngvaranna kom fram Hjörleifur Valsson fiðluleikari og spilaði hann undir í nokkrum laganna. Hann lék líka einleik í Zard- as eftir Monti og gerði það yfirleitt prýðilega þótt tónninn væri heldur mjór á köflum. Jónas Þórir sat við píanóið og þrátt fyrir að vera fullhávaðasamur í lagi Montis var frammistaða hans í hinum atriðunum til mik- illar fyrirmyndar, spilamennskan var tær, ög- uð og ávallt nákvæm. Eins og áður sagði var þetta ekki leiðinleg dagskrá þótt ýmislegt væri að; sönggleðin var ríkjandi og auðfundið var að áheyrendur skemmtu sér vel. Má þá segja að tilganginum með tónleikunum hafi verið náð. Hefði mátt vera sprækari Áfram var sungið daginn eftir, en Borgar- kórinn, sem er blandaður kór undir stjórn Sig- valda Snæs Kaldalóns, hélt þá tónleika í Nes- kirkju. Vegna rangra upplýsinga kom ég of seint og missti af fyrstu fjórum lögunum á efnisskránni; þykir mér það að sjálfsögðu leitt. Borgarkórinn er lítill kór en söng samt yfirleitt hreint og er greinilega ekki illa þjálfaður. Fámenni tenóranna, sem voru aðeins fjórir, var þó bagalegt; þegar mest mæddi á tenórunum var kórinn dálítið hjáróma. Einnig var sumt óþarflega dauft og varfærnislegt; Brimströndin heima eftir Theodorakis var t.d. óttalega flatneskjuleg og hin fjörugu lög Faðmlög og freyð- andi vín eftir Winkler og Frelsi ég finn eftir Porter voru beinlín- is leiðinleg. Eins og áður sagði er Borgarkórinn ágætis kór en réð samt ekki alveg við hraðann í Der Frühling eftir W.F. Bach; karlaraddirnar voru heldur loðnar og konurnar ekki alveg öruggar í innkomunum. Annað var hins vegar gott, ró- legu lögin voru fallega sungin og verður sér- staklega að nefna Næturljóð eftir Evert Taube, sem kom prýðilega út; einnig Ave María eftir Hans Nyberg og Amigos para sempre eftir Andrew L. Webber. Í síðastnefnda laginu söng Þórunn Guð- mundsóttir einsöng og gerði það af glæsibrag. Þórunn kom líka fram í nokkrum öðrum atrið- um efnisskrárinnar og söng ávallt vel, þótt óná- kvæmni í tónhæð hafi aðeins gert vart við sig í Laudate Dominum eftir Mozart. Ólafur Vignir Albertsson lék með á píanó og gerði það af öryggi. Í það heila voru þetta vandaðir tónleikar en eins og áður sagði hefði kórstjórinn mátt vera sprækari og hugmynda- ríkari í fjörugu lögunum. Einnig mætti benda sumum foreldrum á að hafa aðeins hemil á börnum sínum, sem völsuðu fram og til baka meðfram áheyrendabekkjunum nánast alla tónleikana eins og þau ættu þarna heima, en það var afar truflandi. Máttlausar andstæður Af ólíkum toga voru tónleikar Miklosar Dalmay píanóleikara, en þeir voru haldnir í Salnum í Kópavogi kvöldið sama dag. Á efnis- skránni var eingöngu ungversk tónlist og lék Miklos meðal annars verk úr fyrsta hluta An- nées de Pelerinage (Ár pílagrímsferðanna) eft- ir Franz Liszt. Þetta voru Kapella Vilhjálms Tell, Bjöllur Genfar, Heimþrá, Söngur hirð- mannsins og Dalur Obermanns. Allar þessar tónsmíðar voru ágætlega fluttar tæknilega séð þótt áttundahlaupin í þeirri síðastnefndu hefðu mátt vera kraftmeiri. Píanóleikarinn sýndi að hann hefur til að bera ágætt formskyn því verkin voru fagmannlega mótuð. Hins vegar var túlkunin sjálf ekki spennandi því Miklos náði ekki að draga fram margvíslegan litblæ verkanna. Í Dal Obermanns voru dramatískar andstæður máttlausar, Söngur hjarðmannsins var sofandalegur og Klukkur Genfar skorti nauðsynlega hrifningarvímu. Öll þessi tónverk hafa skírskotun í skáldskap og náttúrustemn- ingar, en það var ekki að heyra á leik Miklosar. Þvert á móti var eins og hann hefði ekkert ímyndunarafl sem listamaður. Enn dapurlegra var að hlusta á fráhrindandi smáverk, Játékok, eftir György Kurtág, en þau voru með öllu laus við frumleika og hljómuðu eins og hvert annað handahófskennt pot. Hins vegar var túlkunin á Svítu op. 14 og Allegro Barbaro eftir Bartók mun safaríkari, Miklos lék af glæsileika, túlkunin var úthugsuð, lífleg og var gaman á að hlýða. Hefði hann í rauninni bara átt að spila Bartók á tónleikunum. Í það heila má segja um Miklos að hann er góður píanóleikari, traustur, öruggur og ber gott skynbragð á viðfangsefni sín. Hins vegar mætti hann kafa meira ofan í innihald tónlist- arinnar eftir Liszt, reyna að lifa sig inn í verkin og gera að sínum eigin. Ef honum tekst það ekki verður tónlistin bæði ópersónuleg og óáhugaverð – og þá kemur hún ekki nokkrum manni við. TÓNLIST Hátíðarsalur Frímúrarareglunnar við Skúlagötu KÓRTÓNLEIKAR Frímúrarakórinn; einsöngvarar Jóhann Sigurðarson (bariton) og Eiríkur Hreinn Helgason (bariton); ein- leikari Hjörleifur Valsson (fiðla). Píanóleikari: Jónas Þórir. Stjórnandi: Jón Kristinn Cortez. Á efnisskránni voru lög eftir Kabalevsky, Brahms, Inga T. Lárusson, Bellman, Wagner, Beethoven og fleiri. Laugardagur 27. mars. Neskirkja KÓRTÓNLEIKAR Borgarkórinn; einsöngvari Þórunn Guðmundsdóttir (sópran). Píanóleikari: Ólafur Vignir Albertsson; stjórnandi: Sigvaldi Snær Kaldalóns. Á efnisskránni voru lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Laxdal, Pál Ís- ólfsson, Evert Taube, Cole Porter og fleiri. Sunnu- dagur 28. mars. Salurinn í Kópavogi PÍANÓTÓNLEIKAR Miklos Dalmay píanóleikari lék verk eftir Liszt, Kurtág og Bartók. Sunnudagur 28. mars. Söngur frímúraranna Jónas Sen Miklos Dalmay ÞAÐ var ekkert leynd- armál að Halldór Lax- ness var einkar óánægður með nokkrar norskar þýðingar á verkum sínum, segir í vefmiðli norska dag- blaðsins Aftenbladet, sem segir þetta líklega vera ástæðu þess að nokkur merkustu verk Laxness komi nú út í Noregi á ný í nýrri þýð- ingu. Þannig kom Brekku- kotkrønike, Brekku- kotsannáll, út í mynd- skreyttri nýrri þýðingu á síðasta ári og nú nýlega Sin egen herre, Sjálfstætt fólk, sem áður hafði komið út 1954 í tveimur bindum und- ir heitinu Frie menn. Fær góða dóma Þessi nýja þýðing á Sjálfstæðu fólki fær góða dóma hjá gagnrýn- anda blaðsins sem segir söguna taka á klassísku viðfangsefni í norrænum bókmenntum. Þeir sem líti sveitalífið rómantískum augum verði þó fyrir áfalli enda sé lesandi þving- aður til að fylgja hin- um dramatísku og þungu sporum and- hetjunnar Bjarts í Sumarhúsum, en sú persóna sem Laxness nái þar að skapa sé óneitanlega listrænn sigur í sjálfu sér, segir í dómi blaðsins. Gagnrýnandinn lýk- ur umfjöllun sinni á orðunum: „Ef þú vilt stofna til kunnings- skapar við verk sem rúmar hvassa menningar- og þjóðfélagsgagnrýni, mannskepnur sem næstum búa yfir goðumlíkum persónuleika, tregum- líku listaverki sem aldrei virkar inn- antómt eða yfirþyrmandi, já, þá get- ur þú vel eytt stund með múrsteinsskáldsögunni Sjálfstætt fólk.“ Laxness í nýrri norskri þýðingu Halldór Laxness SIGURBJÖRN Jónsson listmálari opnar málverkasýningu í dag, föstudag, í Gallerí vegg, húsnæði Leturprents, Síðumúla 22. Sigurbjörn Jónsson nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978–1982. Að því búnu fór hann til New York, fyrst í Parsons School of Design 1984–1986, þaðan sem hann lauk MFA gráðu í málun, og síðan í New York Studio School of Drawing, Painting and Sculpture 1986–1987. Af helstu einkasýningum Sigur- björns má nefna University Press Books í New York 1988, Nýhöfn í Reykjavík 1990 og 1992, Gallerí Borg í Reykjavík 1993 og 1994, Listhúsið Þing á Akureyri 1994, Gerðarsafn í Kópavogi 1996, Uni- bank Gallery í New York 1999 og Hafnarborg í Hafnarfirði árið 2001. Þar að auki hefur Sigurbjörn haldið vinnustofusýningar í Reykjavík frá 1996. Sigurbjörn býr og starfar í Reykjavík. Sýningin stendur til 4. júní. Myndirnar eru til sölu. Sigurbjörn Jónsson sýnir málverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.