Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 30
tónlistaráhuginn sé sprottinn, eru svörin af ýmsum toga. „Ætli manni hafi ekki bara verið att út í þetta. Allavega byrjaði ég sex ára gamall í forskóla Tónmenntaskóla Reykja- víkur og er því búinn að vera í þessu í heil fimmtán ár,“ svarar Ívar. „Það er þó alltaf eilífðarspurning hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Ég stefni á verk- fræðinám við HÍ í haust, en fram- haldsnám í músíkinni er sko alls ekkert útilokað.“ Sigurdór segist hafa verið „sein- þroska“ og farið fyrst í einkatíma fyrir tólf árum , þá 18 ára gamall, sé blokkflautunám í sex ára bekk und- anskilið. „Við Sigurður tókum kenn- aradeildina líka og höfum verið að kenna með, ég við Tónskóla Reykja- nesbæjar og hann við Gítarskóla Ís- lands. Annars er framtíðin mín al- veg galopin og engin hernaðaráform í gangi,“ segir Sig- urdór. „Ég hef verið að læra, bæði skipu- lega og óskipulega, frá tíu ára aldri, en þá byrjaði ég fyrst að læra á gít- ar,“ svarar Sigurður, sem átti sér sjö árum eldri bróður sem spilaði á gítar og var mikil fyrirmynd. „Ég byrjaði hins vegar í tónlistarnámi í FÍH um leið og ég fór í menntaskóla og þegar stúdentsprófinu var lokið, ákvað ég að hella mér af dálitlum krafti út í músíkina. Upphaflega planið var að gefa þessu eitt ár, en eftir að af stað var farið varð ekkert aftur snúið. Ég hef hugsað mér að taka frí frá námi í eitt ár og halda áfram kennslu, en svo stefni ég von- andi á framhaldsnám í tónlistinni í útlöndum eftir það.“ Þremenningarnir eru sammála um að líf tónlistarmanna, líkt og líf- ið almennt, sé hálfgert lotterí, en þeir eru sannfærðir um að mögu- leikar tónlistarmanna á Íslandi auk- ist með aukinni menntun. „Hæfi- leikar einir og sér eru góðir og gildir, en það gerist ekkert án vinnu. Möguleikarnir fara að opn- ast, hafi menn víðan grunn að byggja á.“ Morgunblaðið/Jim Smart Tónlistarmenn: Ívar Guðmundsson trompettleikari, Sigurdór Guðmunds- son bassaleikari og Sigurður Rögnvaldsson gítarleikari. join@mbl.is  NÁM| Útskrifast úr djassdeild FÍH Spila áfram með Angurgöpum Leiðir þeirra félaga lágu sam-an í Tónlistarskóla FÍH þarsem þeir hafa verið við tón- listarnám undanfarin fimm til sex ár. Þeir eru þessa dagana að und- irbúa sig fyrir burtfarartónleika, en allir ljúka þeir burtfararprófi frá djassdeild skólans á næstu dögum. Þrátt fyrir að deila þá ekki sama skóla lengur, eru þeir ekkert hræddir um að tengslin rofni og leiðir skilji því saman mynda þeir djasshljómsveitina Angurgapa, sem flytur einungis frumsamið efni, var í fyrstu tríó, en telst nú vera orðið tvöfalt tríó, þar sem hljómsveit- armeðlimum hefur fjölgað um helm- ing frá stofnun. Auk þremenninganna, sem nú eru að útskrifast, þeirra Sigurðar Rögn- valdssonar gítarleikara, Sigurdórs Guðmundssonar bassaleikara og Ív- ars Guðmundssonar trompetleik- ara, skipa hljómsveitina þeir Krist- mundur Guðmundsson trommari, Finnur Ragnarsson básúnuleikari og Egill Antonsson hljómborðsleik- ari. „Bandið varð til í skólanum fyrir um tveimur árum og hefur verið að spila á tónleikum í framhaldsskólum og á ýmsum reykmettuðum öld- urhúsum. Við erum allir orðnir mjög góðir vinir og eigum örugg- lega eftir að hittast oft og spila sam- an, þó ekki væri nema fyrir okkur sjálfa að hittast og hafa gaman af,“ segir Sigurður Rögnvaldsson, spurður um tilvist hljómsveit- arinnar Angurgapa, sem í reynd þýðir annars vegar galgopi og hins vegar forn galdrarún. Burtfar- artónleikar Sigurðar verða 17. apr- íl, Ívars 19. apríl og Sigurdórs 8. maí. Galopin framtíð Þegar þeir eru spurðir hvaðan DAGLEGT LÍF 30 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vísindamenn eru óþreytandiað rannsaka heilann og önn-ur líffæri mannslíkamans, til að komast að einhverju sem getur hjálpað í baráttunni við að halda góðri heilsu. Samkvæmt vefmiðli BBC hefur nú verið gerð rannsókn í Kaliforníu á heilabúi fólks, sem vekur vonir um nýjar leiðir til að hjálpa fólki úr klóm Bakkusar. Alkóhól hefur áhrif á efnafræði heilans á þann hátt að ákveðin boð- efni (CRF) fara af stað og fram- kalla vellíðan þegar áfengar veigar eru teygaðar. Með niðurstöðum fyrrnefndra rannsókna segja vís- indamennirnir jafnvel mögulegt að meðhöndla þá sem eru háðir víni með því að loka fyrir þessi boð í heilanum og draga þannig úr löng- un þeirra til drykkju. En ekki eru allir allskostar sáttir við þessa leið og þær raddir hafa heyrst að meðhöndlun á efnafræði- legum áhrifum áfengis leystu ekki margskonar undirliggjandi vanda. Hefur verið bent á að í mörgum til- fellum drekki fólk ótæpilega til að draga úr vanlíðan eða gleyma ein- hverju sem þjakar sálina og til að leysa úr þeim vanda stoði lítt að loka fyrir efnaboð í heilanum.  HEILSA khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ný von í baráttunni við áfengissýki?  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 NOA NOA UNDRAILMURINN • Með Noa 50 ml ilmi fylgir body lotion 50 ml og flott taska úr gallaefni (sjá mynd) • Með Noa Fleur 30 ml ilmi fylgir falleg snyrtibudda úr gallaefni • Með Gloria 50 ml ilmi fylgir Body Mist 40 ml og flott taska úr gallaefni Útsölustaðir cacharel um allt land. Glæsileg tilboð á þessum vinsælu ilmum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.