Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ saga class á móti sól laugardag föstudag 2. apríl 3. apríl STÓRT DANSGÓLF FRÁBÆR MATSEÐILL Bæjarlind 4 Kópavogi K Ö -H Ö N N U N ALLTAF Í BEINNI B LTINN 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ÞEGAR grasið grænkar á vorin og blómin springa út hvert af öðru þá líður manni vel, þannig tilfinning ríkir nú þegar ársreikn- ingur Mosfellsbæjar 2003 hefur verið lagður fram. Ársreikningur sem sýnir að verulegur árangur hefur náðst á árinu hvort sem miðað er við niðurstöður árs- reiknings 2002 eða upp- haflega rekstraráætlun 2003. Um þennan ár- angur gildir sama hvort sem horft er til A-hluta eða samantekins árs- reiknings A- og B-hluta. Sýnilegastur er rekstrarárangur í töflunni hér að ofan. Þetta fyrsta rekstrarár sem við sjálfstæðismenn berum ábyrgð á eftir átta ára stjórnartíð framsóknar- og vinstrimanna sýnir svo sannarlega að við erum á réttri leið. Við mörkuðum stefnu í upphafi sem byggðist á metnaði, samvinnu, trausti, aðhaldi og hag- ræðingu.  Metnaðurinn var fólginn í því að leggja fram raunsæja áætl- un og skapa skilyrði til þess að henni yrði fylgt.  Samvinnan var fólgin í því að for- stöðumenn, fjár- málastjóri og bæj- arstjóri hittust að jafnaði mánaðarlega til þess að fara yfir stöðuna og var því tækifæri til þess að bregðast fljótt við sérhverjum vanda sem upp kom.  Traustið var fólgið í þeim gagn- kvæma skilningi sem ríkti á milli aðila, traust sem var jafnmikilvægt bæjarstjóra sem forstöðumönnum.  Aðhald og hagræðing voru fólgin í því m.a. að forstöðumenn höfðu fjárhagslegt sjálfstæði til að ákveða innan áætlunar ráðstöfun fjár og gátu því tekið mið af mark- miðum og þörfum sinnar stofn- unar. Það er ástæða til þess að leggja ríka áherslu á þátt starfsmanna Mos- fellsbæjar í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri bæjarfélagsins. Með samvinnu hefur okkur tekist að skapa liðsheild sem er tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess að bæta hag allra bæjarbúa. Mannauðurinn sem til er í fyrirtækinu Mosfellsbæ verður seint metinn til fjár. Við sjálfstæðismenn erum afar stoltir af þeim árangri sem náðst hef- ur, við vitum að það var ekki sárs- aukalaust að taka á þeim vanda sem við blasti en það var gert af kjarki og áræði og uppskeran er skýr. Árangur þessi verður vonandi flestum hvatning til þess að halda áfram á sömu braut og gera enn bet- ur. Í pólitík greinir menn á um áherslur, markmið og leiðir en árang- ur er það sem skiptir máli og þegar hann er sýnileg sókn til bættra lífs- kjara í bæjarfélaginu okkar, Mos- fellsbæ, þá ber að fagna. Metnaður og markviss vinna skilar árangri í Mosfellsbæ Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar um ársreikninga Mosfellsbæjar ’Árangur þessi verðurvonandi flestum hvatn- ing til þess að halda áfram á sömu braut og gera enn betur.‘ Ragnheiður Ríkharðsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Mosfellsbæjar. 2002 2003 Rekstrarniðurstaða A - hluta án fjármunatekna og gjalda neikvæð um 152 mkr Rekstrarniðurstaða A - hluta án fjármunatekna og gjalda jákvæð um 79 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B - hluta án fjármunatekna og gjalda neikvæð um 90 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B - hluta án fjármunatekna og gjalda jákvæð um 118 mkr Veltufé frá rekstri neikvætt um 6, 7% af rekstrartekjum Veltufé frá rekstri jákvætt um 8,7% af rekstrartekjum FRUMVARP um breytingar á lögum um útlendinga sem lagt hefur verið fyrir Alþingi af stjórn- völdum hefur vakið talsverðar umræður. Sem prestur innflytj- enda tek ég þátt í þessum umræðum, og ég tel nokkur at- riði í frumvarpinu skerða réttindi manna á alvarlegan hátt. „Réttindi manna“ í þessu sam- hengi þýðir ekki að- eins réttindi útlend- inga, heldur einnig réttindi Íslendinga. Frumvarpið leggur t.d. til að setja ald- urstakmörk á maka Íslendinga eða út- lendinga sem eru bú- settir hér með dval- arleyfi, og gerir fólki þannig erfiðara fyrir að fá dvalarleyfi sem „nánasti aðstand- andi“ íslenskra borg- ara. Maki, sambúðarmaki eða samvistarmaki sem er yngri en 24 ára, getur ekki lengur fengið dval- arleyfi á þeirri forsendu að vera nánasti aðstandandi Íslendings eða útlendings með dvalarleyfi. Þetta þýðir að ef íslenskur strákur giftist 22 ára erlendri stelpu þá geta þau t.d. ekki búið saman á Íslandi, nema ef henni tekst að flytjast hingað sem sjálfstæður innflytjandi. 1. Hvers vegna 24 ára? Af hverju setur frumvarpið 24 ár sem aldurstakmörk í þessu sam- hengi? Í rökstuðningi frumvarps- ins segir að það sé vegna þess að dönsk stjórnvöld hafi sett slík lög eftir síðustu kosningar og íslensk stjórnvöld fari að þeirra fyr- irmynd. En af hverju 24 ár í Dan- mörku? Opinberlega er tilgangur þess- arar aldurstakmörkunar að meina „nauðungarhjúskap“ meðal inn- flytjenda og afkomenda þeirra. „Nauðungarhjúskapur“ kallast það ef innflytjendaforeldrar neyða ungar dætur sínar til að giftast karlmönnum frá heimalöndum sín- um svo að þeir fái landvistarleyfi í Danmörku sem makar stelpnanna. Dönsk stjórvöld töldu þetta mjög alvarlegt mál.Jú, þetta er vissu- lega alvarlegt mál. En það er meira að baki „24 ára“ takmörkun. Eins og kunnugt er, hafa inn- flytjendamál verið svo umdeild í Danmörku að þau urðu eitt meg- inatriði kosninganna þar. Dönsk stjórnvöld vilja stöðva fjölgun in- flytjenda. Þrátt fyrir það eru enn tvennar dyr opnar fyrir inn- flytjendur, önnur fyrir flóttamenn og hin fyr- ir „nánustu aðstand- endur“ danskra rík- isborgara, bæði innfæddra og af er- lendum uppruna. Sérstök könnun leiddi eftirfarandi staðreyndir í ljós: mjög fáir „danskir“ Danir giftast fyrir 24 ára aldur, meðalaldur fyrstu giftingar þeirra er kringum 31 ár. Hins vegar giftast t.d. 75% danskra kvenna af tyrkneskum ættum fyrir 24 ára aldur, 81% kvenna af líb- önskum ættum, 61% af pakistönskum ætt- um. Þannig voru t.d. 88% nýrra landvistarleyfa til Tyrkja á árunum 2000 -2002 vegna fjölskyldusameiningar o.s.frv. Dönsk stjórnvöld tóku eftir þessu og töldu snjallt að koma á 24 ára aldurstakmörkun vegna landvistarleyfis fyrir nánustu að- standendur. Slíkt mundi hjálpa til við að stöðva fjölgun innflytjenda, án þess að angra „danska“ Dani. 2. Hvers vegna 24 ára á Íslandi? Ástæða þess að ég vitna í ofan- greindar upplýsingar frá Dan- mörku er ekki sú að ég styðji þessa stefnu, þvert á móti mundi ég mótmæla henni ef ég byggi í Danmörku. En ég á heima á Ís- landi núna og mig langar að spyrja hvers konar samlíkingu við sjáum á aðstæðum í Danmörku og á Íslandi hvað þetta varðar á ár- unum 2000 – 2004? Næstum ekk- ert, vil ég meina. Ólíkt Danmörku er Ísland enn nokkuð opið fyrir innflytjendur. Ísland vantar erlent vinnuafl á vinnumarkað sinn. Þó að ég sé á móti því að skilgreina innflytjendur aðeins sem vinnuafl, er það staðreynd að svo er oft gert. Þess vegna reyna margir innflytjendur að fá starf fyrir sig og tryggja framfærslu sína, hús- næði og sjúkratryggingu sam- kvæmt lögum og reglum. Margir Hjúskaparréttindi Íslendinga Toshiki Toma skrifar um frumvarp fyrir alþingi Toshiki Toma ’Mig langar tilað heita á stjórnvöld að endurskoða við- komandi atriði í frumvarpinu.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.