Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ STAÐAN í samningaviðræðum við ríkið fyrir hönd þeirra starfs- manna sem eru í Eflingu stétt- arfélagi er komin í hnút. Samn- inganefnd ríkisins sigldi málum í strand í síðustu viku. Þar er fyrst og fremst um að ræða skilningsleysi og ósveigjanleika samninganefnd- arinnar. Félagsmenn Efl- ingar stéttarfélags hafa frá árinu 1996 fallið undir lög um op- inbera starfsmenn. Með lögunum fengu þeir skyldurnar en ekki réttindin. Þetta er því lokaslagurinn um að leiðrétta þann réttindamismun sem er milli starfsmanna hjá ríkinu í Eflingu stéttarfélagi og öðrum félögum á landsbyggð- inni annars vegar og annarra starfsmanna sem vinna hjá ríkinu og hafa mun betri rétt- indi. Mikilvægustu atrið- in eru mismunur á líf- eyrisframlagi upp á 5,5% hærri greiðslur í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Þetta gerir um 50% hærri lífeyri við starfslok hafi tveir einstaklingar verið með þessi ólíku réttindi. Hér er verið að tala um sama at- vinnurekanda, þ.e. ríkið, og jafnvel sömu störf á sama vinnustað. Auk þess hafa önnur réttindi svo sem veikindaréttur og tryggingar starfs- manna verið með ólíkum hætti og munar þar verulega. Það er ná- kvæmlega ekkert í dag sem getur réttlætt þessa mismunun. Samningaviðræður hafa staðið yf- ir í nokkra mánuði og verulega hefur þokast í ýmsum þáttum kjarasamn- ingsins. En enn eru óleyst stóru mál- in eins og lífeyrismálið og launainn- röðun. Í launum er ríkið enn að bjóða mun lakari launatöflu en öðrum ríkisstarfs- mönnum. Það er alger- lega óásættanlegt að starfsmenn sem vinna hlið við hlið í sömu eða sambærilegum störfum skuli búa árum saman við þetta ástand. Þetta er ástæðan fyr- ir því að svona er kom- ið. Öll ráð hafa verið reynd gagnvart ríkinu. Við teljum ekkert ann- að vera í stöðunni en boða verkfall. Launa- skrið í heilbrigðisgeir- anum hefur verið mjög mikið en þessir hópar hafa algjörlega setið eftir. Stefna ríkisins er því greinilega sú að skilja þá sem eru á lökustum kjörum eftir þegar kjör annarra á sömu stofn- unum hafa verið bætt. Því unum við ekki. Þess vegna er vinnu- stöðvun eina leiðin. Hvers vegna verkfall á LSH? Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir skrifar um verkfallsboðun Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir ’Stefna ríkisinser því greinilega sú að skilja þá sem eru á lök- ustum kjörum eftir þegar kjör annarra á sömu stofnunum hafa verið bætt.‘Höfundur er 1. varaformaður Efl- ingar stéttarfélags. ÞAÐ er ekki oft sem áfengismál eru til alvarlegrar umræðu í fjölmiðlum, en þeim mun meira yfirgnæfandi eru áfengiskynningar hvers konar þar sem hinum ýmsu tegundum er óspart sungið lof og dýrð. Það fer heldur ekki mikið fyrir út- tekt á þeim geigvæn- legu afleiðingum sem neyzla áfengis, að ekki sé nú um ofneyzlu talað, hefur víðs vegar í sam- félaginu. Minnisstætt er mér hve vönduð rann- sókn Hagfræðistofn- unar Háskólans á sín- um tíma um kostnað þjóðfélagins af áfeng- isneyzlu og ótrúlega há- ar tölur þar vöktu lítinn áhuga fjölmiðla og var þó sannarlega reynt að vekja athygli á þeim, enda könnunin hlutlaus og víðtæk í hvívetna. Dapurleg staðreynd en skiljanleg í ljósi þess hversu mönnum er þessi neyzla hug- umkær. Mér gremst líka ósegjanlega þegar menn geipa um skaðsemi ólöglegra fíkniefna og hræðilegar afleiðingar þeirra án þess að koma að áfenginu sem höfuðorsakavaldi, jafnvel lofa þá neyzlu í framhjáhlaupi og þá sér í lagi bjórneyzluna. Órofasamhengið er þó ótvírætt og rannsóknir erlendis sanna að upphafið á neyzlu annarra fíkniefna er að yfirgnæfandi hluta áfengistengt, þar er byrjunin sem sagt. Einstaka sinnum sér maður þó fregnir sem vekja von um viðnám s.s. nýleg skýrsla á vegum landlækn- isembættisins er gott dæmi um, þar sem undirstrikuð eru hin slæmu áhrif áfengisneyzlu á svo marga þætti heilsufars okkar. Mættum við fá varn- aðarorð þaðan í kjölfar þessarar nið- urstöðu, raunar vel vitaðrar vonandi hjá þeim sem almennt kanna heilsufar þjóðarinnar. Mér þótti líka allrar athygli vert að heyra frá Alþjóðabankanum fregnir sem ég svo sem alls ekki átti von á úr þeim herbúðum. Við þær fregnir sakar ekki að staldra og huga að. Þar er frá því greint að fyrir þrem árum gjörðu menn þar á bæ þá samþykkt að Al- þjóðabankinn skyldi ekki lána fé í við- skiptalöndum sínum til áfengisframleiðslu nema taka alvarlega með í reikninginn áhrif þess- arar framleiðslu á þjóð- arheilbrigði í viðkomandi löndum. Þessari sam- þykkt hefur verið fram- fylgt tryggilega og nú þrem árum síðar er það staðreynd þrátt fyrir um- sóknir þar um að Al- þjóðabankinn hefur ekki lánað til áfengisfram- leiðslu. Kemur ekki á óvart í raun þegar skil- yrðið um þjóð- arheilbrigði er skoðað, því enginn heilbrigt hugsandi maður hygg ég að geti efast um skað- semina í framhaldi fram- leiðslunnar. Sannan heið- ur eiga þeir skilinn sem þessa ákvörðun tóku, því enginn þarf að efa það, að á sé sótt af fullum krafti af þeim ósvífnu gróðaöflum sem láta sig aldrei neinu skipta válegar afleið- ingar gjörða sinna, enda sjaldnast ef nokkurn tímann kölluð til ábyrgðar gagnvart óþurftarstarfsemi sinni. Ég á varla von þess að fjölmiðlar freisti þess að fara ofan í saumana á þessari merku samþykkt Alþjóða- bankans, enda reynslan af henni ólygnust um áhrif áfengisneyzlu á þjóðarheilbrigði. En allrar athygli vert er hversu hér er á málum tekið og seg- ir vissulega sína sögu. Allrar athygli vert Helgi Seljan skrifar um áfengismál Helgi Seljan ’Sannan heiðureiga þeir skilinn sem þessa ákvörðun tóku …‘ Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. FRÉTTIR Í kvöld kl. 20.30 heldur Pétur Gissurarson erindi: „Lögmál or- saka og afleiðinga (Karmalögmálið)“ í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Gunnlaugs Guðmundssonar: „Túlkun og umræður um stjörnukort þáttak- enda.“ (Þáttakendur hafi með sér fæðingartíma.) Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Guðspekifélagið er 129 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  184428½  Bi I.O.O.F. 1  184428  Hugleiðsla/ sjálfsuppbygg- ing.  Áruteiknun  Miðlun  Fræðsla Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Upplýsingar í síma 553 8260 fyrir hádegi. Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn á Kringlukránni 3. apríl kl. 11.30 f.h. Stjórnin www.paris.is AÐSTANDENDUR Söru Lindar Eggertsdóttur, fjölfatlaðrar stúlku, hafa opnað söfnunareikning í hennar nafni. 24. apríl 2002 dæmdi Héraðs- dómur Reykjavíkur ríkið til að greiða stúlkunni 28,5 milljónir í bætur vegna meintra læknamistaka við fæðingu hennar sem foreldrarnir töldu að hefðu leitt til þess að Sara Lind hlaut 100% varanlega örörku. Hæstiréttur hnekkti dómi Héraðsdóms og sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni. Tilang- ur söfnunarinnar er að styrkja fjöl- skyldu Söru Lindar fjárhagslega svo halda megi málinu áfram fyrir Mann- réttindadómstólnum. Söfnunarreikningurinn er í Lands- bankanum í Mjódd. Þeir sem vilja leggja málinu lið geta lagt inn á 0115- 05-77000. Kennitala Söru Lindar er 050398-2269. Safnað fyrir Söru Lind HEKLA frumsýnir á morgun, laug- ardaginn 3. apríl kl. 12–16, nýjan Volkswagen Caddy, sem er kominn með hleðsluhurðir báðum megin og tvöfalda afturhurð. Nýr Caddy er vel búinn, hefur aukið flutnings- rými sem nemur 300 lítrum, miðað við eldri gerð og er heildarflutn- ingsrými bílsins 3,2 rúmmetrar. Staðalbúnaður í Volkswagen Caddy er meðal annars ABS hemla- læsivörn með hjálparafli, ASR spól- vörn, geislaspilari með útvarpi, raf- drifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, hæðarstilling á bíl- stjórasæti svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fá Caddy með 1400cc 16 ventla bensínhreyfli og einnig með 2000cc dísilhreyfli síðar í sumar. Boðið verður upp á reynsluakstur. Hekla sýnir Volkswagen Caddy Morgunblaðið/Ásdís ÞESSIR hressu krakkar úr leik- skólanum Austur- borg, Ólátagarði, heimsóttu Morgun- blaðið föstudaginn 26. mars. Eftir að hafa horft á mynd um sögu Morgun- blaðsins fengu þau kynnisferð um Morg- unblaðshúsið og fylgdust með því hvernig nútíma dag- blað er búið til. KVENNRÉTTINDAFÉLAG Ís- lands hefur sent frá sér ályktun vegna skipulagsbreytinga hjá Íslandsbanka í kjölfar þess að bankinn keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Í ályktuninni segir m.a.: „Bæði hafa fyrirtækin verið fyrir- myndir og mjög leiðandi í jafnréttis- umræðu á Íslandi undanfarin ár. Fyr- irtækin hafa hvort um sig mjög metnaðargjarna starfsmannastefnu þar sem áhersla er lögð á m.a. jafn- rétti kynjanna og áherslu á samræm- ingu atvinnulífs og einkalífs. Áhrif þessa starfs má m.a. sjá í því að Sjóvá–Almennar tryggingar hlutu í nóvember sl. viðurkenningu Hollvina hins gullna jafnvægis. Fyrir skipulagsbreytingar vegna samruna félaganna var stjórn Sjóvár- Almennra trygginga hf. skipuð 6 körl- um og 1 konu og bankaráð Íslands- banka var skipað 6 körlum og 1 konu. Nýjar stjórnir þessara félaga hafa enga konu innan sinna vébanda. Þeir nýju framkvæmdastjórar sem koma til starfa í félögunum eru allir karl- kyns. Kvenréttindafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á fyrirmyndir og sýnileika í baráttu sinni að réttlátara samfélagi þegnanna þar sem kynin hafi sömu möguleika og sama rétt. Viðskiptalífið á Íslandi er í mikilli gerjun og því mjög áríðandi að konur séu sýnilegar í stjórnum og forystu þar sem annars staðar. Mikil völd fylgja fjármunum þeim sem í við- skiptalífinu liggja og eðlilegt að hlut- ur annars helmings mannkyns sé ekki lakari en hins þar frekar en annars staðar. Kvenréttindafélag Íslands lýsir því yfir miklum vonbrigðum með áhrif þessara breytinga á stöðu kvenna í Ís- landsbanka og væntir þess að sjá bæði í bankaráði og yfirstjórn bank- ans jafnara hlutfall kynja sem fyrst.“ Áríðandi að konur séu áberandi í stjórnum og forystu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.