Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 56

Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ STAÐAN í samningaviðræðum við ríkið fyrir hönd þeirra starfs- manna sem eru í Eflingu stétt- arfélagi er komin í hnút. Samn- inganefnd ríkisins sigldi málum í strand í síðustu viku. Þar er fyrst og fremst um að ræða skilningsleysi og ósveigjanleika samninganefnd- arinnar. Félagsmenn Efl- ingar stéttarfélags hafa frá árinu 1996 fallið undir lög um op- inbera starfsmenn. Með lögunum fengu þeir skyldurnar en ekki réttindin. Þetta er því lokaslagurinn um að leiðrétta þann réttindamismun sem er milli starfsmanna hjá ríkinu í Eflingu stéttarfélagi og öðrum félögum á landsbyggð- inni annars vegar og annarra starfsmanna sem vinna hjá ríkinu og hafa mun betri rétt- indi. Mikilvægustu atrið- in eru mismunur á líf- eyrisframlagi upp á 5,5% hærri greiðslur í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Þetta gerir um 50% hærri lífeyri við starfslok hafi tveir einstaklingar verið með þessi ólíku réttindi. Hér er verið að tala um sama at- vinnurekanda, þ.e. ríkið, og jafnvel sömu störf á sama vinnustað. Auk þess hafa önnur réttindi svo sem veikindaréttur og tryggingar starfs- manna verið með ólíkum hætti og munar þar verulega. Það er ná- kvæmlega ekkert í dag sem getur réttlætt þessa mismunun. Samningaviðræður hafa staðið yf- ir í nokkra mánuði og verulega hefur þokast í ýmsum þáttum kjarasamn- ingsins. En enn eru óleyst stóru mál- in eins og lífeyrismálið og launainn- röðun. Í launum er ríkið enn að bjóða mun lakari launatöflu en öðrum ríkisstarfs- mönnum. Það er alger- lega óásættanlegt að starfsmenn sem vinna hlið við hlið í sömu eða sambærilegum störfum skuli búa árum saman við þetta ástand. Þetta er ástæðan fyr- ir því að svona er kom- ið. Öll ráð hafa verið reynd gagnvart ríkinu. Við teljum ekkert ann- að vera í stöðunni en boða verkfall. Launa- skrið í heilbrigðisgeir- anum hefur verið mjög mikið en þessir hópar hafa algjörlega setið eftir. Stefna ríkisins er því greinilega sú að skilja þá sem eru á lökustum kjörum eftir þegar kjör annarra á sömu stofn- unum hafa verið bætt. Því unum við ekki. Þess vegna er vinnu- stöðvun eina leiðin. Hvers vegna verkfall á LSH? Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir skrifar um verkfallsboðun Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir ’Stefna ríkisinser því greinilega sú að skilja þá sem eru á lök- ustum kjörum eftir þegar kjör annarra á sömu stofnunum hafa verið bætt.‘Höfundur er 1. varaformaður Efl- ingar stéttarfélags. ÞAÐ er ekki oft sem áfengismál eru til alvarlegrar umræðu í fjölmiðlum, en þeim mun meira yfirgnæfandi eru áfengiskynningar hvers konar þar sem hinum ýmsu tegundum er óspart sungið lof og dýrð. Það fer heldur ekki mikið fyrir út- tekt á þeim geigvæn- legu afleiðingum sem neyzla áfengis, að ekki sé nú um ofneyzlu talað, hefur víðs vegar í sam- félaginu. Minnisstætt er mér hve vönduð rann- sókn Hagfræðistofn- unar Háskólans á sín- um tíma um kostnað þjóðfélagins af áfeng- isneyzlu og ótrúlega há- ar tölur þar vöktu lítinn áhuga fjölmiðla og var þó sannarlega reynt að vekja athygli á þeim, enda könnunin hlutlaus og víðtæk í hvívetna. Dapurleg staðreynd en skiljanleg í ljósi þess hversu mönnum er þessi neyzla hug- umkær. Mér gremst líka ósegjanlega þegar menn geipa um skaðsemi ólöglegra fíkniefna og hræðilegar afleiðingar þeirra án þess að koma að áfenginu sem höfuðorsakavaldi, jafnvel lofa þá neyzlu í framhjáhlaupi og þá sér í lagi bjórneyzluna. Órofasamhengið er þó ótvírætt og rannsóknir erlendis sanna að upphafið á neyzlu annarra fíkniefna er að yfirgnæfandi hluta áfengistengt, þar er byrjunin sem sagt. Einstaka sinnum sér maður þó fregnir sem vekja von um viðnám s.s. nýleg skýrsla á vegum landlækn- isembættisins er gott dæmi um, þar sem undirstrikuð eru hin slæmu áhrif áfengisneyzlu á svo marga þætti heilsufars okkar. Mættum við fá varn- aðarorð þaðan í kjölfar þessarar nið- urstöðu, raunar vel vitaðrar vonandi hjá þeim sem almennt kanna heilsufar þjóðarinnar. Mér þótti líka allrar athygli vert að heyra frá Alþjóðabankanum fregnir sem ég svo sem alls ekki átti von á úr þeim herbúðum. Við þær fregnir sakar ekki að staldra og huga að. Þar er frá því greint að fyrir þrem árum gjörðu menn þar á bæ þá samþykkt að Al- þjóðabankinn skyldi ekki lána fé í við- skiptalöndum sínum til áfengisframleiðslu nema taka alvarlega með í reikninginn áhrif þess- arar framleiðslu á þjóð- arheilbrigði í viðkomandi löndum. Þessari sam- þykkt hefur verið fram- fylgt tryggilega og nú þrem árum síðar er það staðreynd þrátt fyrir um- sóknir þar um að Al- þjóðabankinn hefur ekki lánað til áfengisfram- leiðslu. Kemur ekki á óvart í raun þegar skil- yrðið um þjóð- arheilbrigði er skoðað, því enginn heilbrigt hugsandi maður hygg ég að geti efast um skað- semina í framhaldi fram- leiðslunnar. Sannan heið- ur eiga þeir skilinn sem þessa ákvörðun tóku, því enginn þarf að efa það, að á sé sótt af fullum krafti af þeim ósvífnu gróðaöflum sem láta sig aldrei neinu skipta válegar afleið- ingar gjörða sinna, enda sjaldnast ef nokkurn tímann kölluð til ábyrgðar gagnvart óþurftarstarfsemi sinni. Ég á varla von þess að fjölmiðlar freisti þess að fara ofan í saumana á þessari merku samþykkt Alþjóða- bankans, enda reynslan af henni ólygnust um áhrif áfengisneyzlu á þjóðarheilbrigði. En allrar athygli vert er hversu hér er á málum tekið og seg- ir vissulega sína sögu. Allrar athygli vert Helgi Seljan skrifar um áfengismál Helgi Seljan ’Sannan heiðureiga þeir skilinn sem þessa ákvörðun tóku …‘ Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. FRÉTTIR Í kvöld kl. 20.30 heldur Pétur Gissurarson erindi: „Lögmál or- saka og afleiðinga (Karmalögmálið)“ í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Gunnlaugs Guðmundssonar: „Túlkun og umræður um stjörnukort þáttak- enda.“ (Þáttakendur hafi með sér fæðingartíma.) Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Guðspekifélagið er 129 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  184428½  Bi I.O.O.F. 1  184428  Hugleiðsla/ sjálfsuppbygg- ing.  Áruteiknun  Miðlun  Fræðsla Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Upplýsingar í síma 553 8260 fyrir hádegi. Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn á Kringlukránni 3. apríl kl. 11.30 f.h. Stjórnin www.paris.is AÐSTANDENDUR Söru Lindar Eggertsdóttur, fjölfatlaðrar stúlku, hafa opnað söfnunareikning í hennar nafni. 24. apríl 2002 dæmdi Héraðs- dómur Reykjavíkur ríkið til að greiða stúlkunni 28,5 milljónir í bætur vegna meintra læknamistaka við fæðingu hennar sem foreldrarnir töldu að hefðu leitt til þess að Sara Lind hlaut 100% varanlega örörku. Hæstiréttur hnekkti dómi Héraðsdóms og sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni. Tilang- ur söfnunarinnar er að styrkja fjöl- skyldu Söru Lindar fjárhagslega svo halda megi málinu áfram fyrir Mann- réttindadómstólnum. Söfnunarreikningurinn er í Lands- bankanum í Mjódd. Þeir sem vilja leggja málinu lið geta lagt inn á 0115- 05-77000. Kennitala Söru Lindar er 050398-2269. Safnað fyrir Söru Lind HEKLA frumsýnir á morgun, laug- ardaginn 3. apríl kl. 12–16, nýjan Volkswagen Caddy, sem er kominn með hleðsluhurðir báðum megin og tvöfalda afturhurð. Nýr Caddy er vel búinn, hefur aukið flutnings- rými sem nemur 300 lítrum, miðað við eldri gerð og er heildarflutn- ingsrými bílsins 3,2 rúmmetrar. Staðalbúnaður í Volkswagen Caddy er meðal annars ABS hemla- læsivörn með hjálparafli, ASR spól- vörn, geislaspilari með útvarpi, raf- drifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, hæðarstilling á bíl- stjórasæti svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fá Caddy með 1400cc 16 ventla bensínhreyfli og einnig með 2000cc dísilhreyfli síðar í sumar. Boðið verður upp á reynsluakstur. Hekla sýnir Volkswagen Caddy Morgunblaðið/Ásdís ÞESSIR hressu krakkar úr leik- skólanum Austur- borg, Ólátagarði, heimsóttu Morgun- blaðið föstudaginn 26. mars. Eftir að hafa horft á mynd um sögu Morgun- blaðsins fengu þau kynnisferð um Morg- unblaðshúsið og fylgdust með því hvernig nútíma dag- blað er búið til. KVENNRÉTTINDAFÉLAG Ís- lands hefur sent frá sér ályktun vegna skipulagsbreytinga hjá Íslandsbanka í kjölfar þess að bankinn keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Í ályktuninni segir m.a.: „Bæði hafa fyrirtækin verið fyrir- myndir og mjög leiðandi í jafnréttis- umræðu á Íslandi undanfarin ár. Fyr- irtækin hafa hvort um sig mjög metnaðargjarna starfsmannastefnu þar sem áhersla er lögð á m.a. jafn- rétti kynjanna og áherslu á samræm- ingu atvinnulífs og einkalífs. Áhrif þessa starfs má m.a. sjá í því að Sjóvá–Almennar tryggingar hlutu í nóvember sl. viðurkenningu Hollvina hins gullna jafnvægis. Fyrir skipulagsbreytingar vegna samruna félaganna var stjórn Sjóvár- Almennra trygginga hf. skipuð 6 körl- um og 1 konu og bankaráð Íslands- banka var skipað 6 körlum og 1 konu. Nýjar stjórnir þessara félaga hafa enga konu innan sinna vébanda. Þeir nýju framkvæmdastjórar sem koma til starfa í félögunum eru allir karl- kyns. Kvenréttindafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á fyrirmyndir og sýnileika í baráttu sinni að réttlátara samfélagi þegnanna þar sem kynin hafi sömu möguleika og sama rétt. Viðskiptalífið á Íslandi er í mikilli gerjun og því mjög áríðandi að konur séu sýnilegar í stjórnum og forystu þar sem annars staðar. Mikil völd fylgja fjármunum þeim sem í við- skiptalífinu liggja og eðlilegt að hlut- ur annars helmings mannkyns sé ekki lakari en hins þar frekar en annars staðar. Kvenréttindafélag Íslands lýsir því yfir miklum vonbrigðum með áhrif þessara breytinga á stöðu kvenna í Ís- landsbanka og væntir þess að sjá bæði í bankaráði og yfirstjórn bank- ans jafnara hlutfall kynja sem fyrst.“ Áríðandi að konur séu áberandi í stjórnum og forystu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.