Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 55
innflytjendur eru að stunda ís-
lenskunám á meðan þeir eru að
vinna jafn mikið og Íslendingar,
og þeir vilja einlæglega búa sér líf
á Íslandi. Að sjálfsögðu eru ýmsir
einnig að reyna að kalla á nánustu
aðstandendur frá heimalöndum
sínum en það er skiljanlegt eðli
mannlífs.Við innflytjendur á Ís-
landi höfum ekki valdlið neinum
vandræðum hingað til. Af hverju
verða íslensk stjórnvöld að setja
sams konar lög hérlendis vegna
mála sem eiga sér stað í Dan-
mörku, og að líta á okkur aðeins
sem uppsprettu vandamála? Rök-
stuðningur viðkomandi frumvarps
útskýrir ekkert um þetta atriði.
Hann gefur í skyn tilfelli um
„nauðungarhjúskap“ á Íslandi en
það eru í raun engin slík dæmi
hér.
Lokaorð
Góðir Íslendingar, ég vil ítreka að
þetta mál varðar jafnt réttindi Ís-
lendinga sem útlendinga.
Það sjást engin rök að baki við-
komandi ákvæði frumvarps um
aldurstakmörkun 24 ára fyrir
maka íslenskra ríkisborgara. Hins
vegar eru margar manneskjur
sem hafa áhyggjur vegna þessa
frumvarps, og velta fyrir sér hvort
þær geti búið með mökum sínum í
náinni framtið. Fólk hafði þegar
samband við mig í síðustu viku út
af þessum ótta. Það voru ekki út-
lendingar, heldur „íslenskir“ Ís-
lendingar. Er rétt að troða á
raunverulegum hjúskaparrétt-
indum þeirra vegna vandamála
sem eru ímynduð?
Mig langar til að heita á stjórn-
völd að endurskoða viðkomandi at-
riði í frumvarpinu sem koma fram
hér að ofan.
Höfundur er prestur
innflytjenda.
MIG UNDRAR sú græðgi forkólfa
hins opinbera, að hækka fasteignamat
húsnæðis á sama tíma og þeir lækka
brunabótamat þess. Eignaskattsvið-
miðið stendur hins vegar óbreytt.
Þetta þýðir að sjálfsögðu að þeir
sem eiga ekkert annað en þakið yfir
höfuðið – hafa kannski
barist fyrir því alla æv-
ina – þurfa að greiða
hærri fasteignagjöld til
sveitarfélagsins og þar
að auki eignaskatt til
ríkisins því til viðbótar,
af því sem sem ekkert
hefur hækkað að raun-
gildi.
Hreiðrið sem þú hef-
ur til íveru er nákvæm-
lega sama raunvirði fyr-
ir þig nú sem fyrr, nema
ef þú ætlar kannski að
selja það og fá þér
annað dýrara.
Þá, já nákvæmlega
þá mætti ef til vill
segja að þú gætir
hagnast eitthvað, en
fyrr ekki.
Kröfur trygginga-
félaganna um brunatryggingar, fast-
eignatryggingar, innbústryggingar,
foktjóns- og vatnsskaðatryggingar,
viðhaldskostnað, endurbætur og þess
háttar aðkeyptar aðgerðir ættu að
vera nógur skattur fyrir þá sem ekki
hafa atvinnu.
Þessi lúmski, lögbundni þjófnaður,
sem er hækkun fasteignamats, eign-
arskattsmyndunin samfara henni,
ásamt lækkun á brunamótamatinu,
eru einhverjar þær ósvífnustu aðgerðir
stjórnvalda samtímans á hendur öldr-
uðum, öryrkjum og þeim sem ekkert
eiga nema heimili sitt og eiga erfitt
með að flytja sig um set.
Nú er svo komið hjá mörgum öldr-
uðum að þeir geta ekki haldið heimili
sínu vegna þessa ómerkilega þjófnaðar
og reyna að selja eignir sínar og kaupa
sér minna húsnæði, sem ávallt er þó
hlutfallslega miklu dýrara, fyrir utan
þá röskun, bæði andlega, líkamlega og
félagslega, svo og þann mikla kostnað
sem þetta skapar fyrir þá
sem hafa ekki lengur
tekjur til að standa undir
kröfum samtímans um
mannsæmandi líf.
Þessi andstyggilega
þróun hefur verið að
gerjast undanfarin 3–4
ár.
Mín beiðni og krafa til
alþingis og sveitarstjórna
er að þessu verði breytt
nú samstundis, svo að
ekki komi lengur til upp-
gjafar fátækra, aldraðra
og öryrkja vegna þess-
ara breytinga, sem mis-
vitrir, grunnhyggnir
menn hafa gert á ör-
skömmum tíma.
Hættið stanslausum
hækkunum á fast-
eignagjöldunum.
Hættið að leggja eignarskatt á lóða-
leigu.
Burt með eignarskatt aldraðra og
öryrkja af húsnæði til eigin nota.
Látið ekki opinbera græðgi leggja
líf meðbræðra ykkar í rúst.
Gerið venjulegu fólki kleift að búa í
eigin húsnæði.
Minnkið þar með álagið á félags-
málastofnun.
Hækkið eignarskattsviðmiðið eins
og skot.
Löggiltur þjófnaður
Stefán Aðalsteinsson skrifar
um græðgi samfélagsins
Stefán Aðalsteinsson
’Hættið stans-lausum hækk-
unum á fasteigna-
gjöldunum. ‘
Höfundur er verslunarmaður.
DILBERT mbl.isKynning á spennandi nýjungum frá Kanebo, Japan,í Hygeu Kringlunni í dag, föstudag og á morgun, laugardag.
Sérfræðingur Kanebo mun veita faglega ráðgjöf og húðgreiningu.
K
H
A N E B O
R E I N S U N
KRINGLUNNI
SÍMI 533 4533
INTERNATIONAL