Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk FRAMTÍÐIN LIGGUR FYRIR OKKUR EÐA ER ÞAÐ FORTÍÐIN? ÞAÐ ER ERFITT AÐ SJÁ MUNINN HVERNIG VÆRI ÞAÐ EF VIÐ GÆTUM SÉÐ FRAMTÍÐINA GRETTIR? EF VIÐ GÆTUM SÉÐ 5 ÁR FRAM Í TÍMANN, HVAÐ VÆRUM VIÐ ÞÁ AÐ GERA? ÖRUGGLEGA NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA OG VIÐ ERUM AÐ GERA NÚNA, NEMA VONANDI MEÐ BETRA KAFFI! ÞEIR ÆTLA AÐ BANNA MÉR AÐ VERA Í SANDÖLUNUM MÍNUM Í SKÓLANUM... ÞEIR SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ BROT Á REGLUM... HVAÐ Á ÉG AÐ GERA KALLI? JÆJA... ÉG... ÉG... VEIT EKKI... ÞÚ ... ÉG .... ÉG.... TAKK KALLI... “KLIK” ÆI! KALLI ÉG VERÐ AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ EINHVERN Lalli lánlausi ©LE LOMBARD VIÐ LÁTUM ÞESSAR VIÐGERÐIR EKKI TRUFLA OKKUR OG HÖLDUM ÁFRAM MEÐ EFNIÐ LALLI KOMDU! JÆJA LALLI, HVAÐ ER 2X2? GOTT. MJÖG GOTT EN 1X5 FIMM HELD ÉG ÞETTA ER ÓTRÚLEGT LALLI! OG NÚNA ERFIÐARA. 6X7? SAGÐIRÐU 6X7? LOF MÉR AÐ HUGSA 6X7 6X7 JÆJA LALLIÆTLARÐU AÐ KOMA MEÐ ÞAÐ EÐA HVAÐ? BÍDDU ÉG HEYRI EKKI ALVEG NÓGU SKÝRT ÉG.. BRELLAN ÞÍN VIRKAR BARA FYRIR LÁGAR TÖLUR ÉG TÓK EFTIR ÞVÍ! 4 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÆLL vertu Kristján Þór. Ekki voru viðbrögð þín hinn 29. mars við stuttri fyrirspurn minni í Mbl. 17. mars s.l. merkileg og satt að segja allmiklu snautlegri en ég átti von á. Þú agnúast út í starf mitt og tímann sem í það fer, svarar ekki spurning- um sem ég lagði fyrir þig og tekst aldeilis ágætlega að koma hvergi að kjarna málsins. Ég nenni ekki að fást um barnaleg ummæli þín um „reykfyllt bakher- bergi“. Ég býst við að allir skilji hvað átt er við nema ef til vill þú. Og 40 greinar/fundarsamþykktir sem hafa birst einhvers staðar eru ekki kjarni málsins. Ég leit inn á gagnasafn Morgunblaðsins og sýndist að á sl. 12 mánuðum hefði menningarhús verið 7 sinnum til umræðu og þar af er mitt opna bréf og svar þitt tvær umfjallanir af þessum sjö! Sjálfsagt úir og grúir af fundargerðum menn- ingarmálanefndar og eitthvað hefur bæjarstjórnin rætt málið. Það sem ég er að taka til umfjöll- unar í opnu bréfi til þín er umræðu- leysið um svokallað menningarhús á Akureyri. Hvorki menningarmála- nefnd Akureyrar eða bæjarstjórn sjá ástæðu til þess að efna til al- menns fundar/almennra funda um þetta málefni. Sjálfsagt hefur menn- ingarmálanefnd haldið marga fundi – málið hefur stundum verið til um- fjöllunar á bæjarstjórnarfundum en almenna umræðu vantar, Kristján! Vilja menn almennt þetta hús eða eitthvert hús sem þeir hafa ekkert um að segja hvernig verður? Það er rétt: Þú ert búinn að und- irrita samning um þetta hús við fyrr- verandi menntamálaráðherra, – féð sem í þetta verkefni fæst úr ríkis- sjóði eru 720 millj. – gert er ráð fyrir að Akureyrrabær leggi fram 500 milljónir. En hafa Akureyraringar verið spurðir að því hvernig þeir vilja að þessu fé sé varið? Nei. Það eru Akureyringar sjálfir sem greiða hluta kostnaðarins og það er ekki nema sjálfsagt að þeir hafi eitthvað um málið að segja. Hvers vegna forðast bæjarstjórnin eins og heitan eldinn að tala við Akureyringa? Þetta er mál okkar allra en ekki tak- markaðs hóps. Ég lagði fyrir þig margar spurn- ingar. Þú svarar ekki einni einustu. Vilja menn 500 manna tónlistarsal og 200 manna fundarsal? Hvað vilja menn marga sali og hve stóra? Er hugmyndin að leikhúsið fái inni í þessu húsi? Er hugmyndin að þessi 500 manna salur verði einnig salur fyrir leikhúsið? Hvað kostar reksturinn á húsinu? Hvað annað mætti hafa eða er hugmyndin að hafa í þessu húsi? Sannleikurinn er sá að almenn umfjöllun um menningarhús er í skötulíki. Kemur bæjaryfirvöldum virkilega ekki í hug að leita álits Ak- ureyringa um menningarhús þeirra? Og svaraðu okkur nú á mannamáli. PÉTUR JÓSEFSSON, Heiðarlundi 6b, Akureyri. Hið seinna opna bréf til bæjarstjór- ans á Akureyri Frá Pétri Jósefssyni: Í MORGUNBLAÐINU 23. mars sl. birtist bréf frá viðskiptavini Nátt- úrulækningabúðarinnar þar sem hann greinir frá afar óskemmtileg- um samskiptum sínum við af- greiðslumann sem jafnframt er verslunareigandi. Náttúrulækningafélag Íslands vill að gefnu tilefni taka fram hér að fé- lagið tengist á engan hátt þessari verslun. Skrifstofa félagsins hefur fengið ótal fyrirspurnir varðandi Náttúrulækningabúðina og hefur þá komið í ljós að margir halda að Nátt- úrulækningafélagið reki þessa versl- un en það skal ítrekað hér að versl- unin er félaginu algerlega óviðkomandi. BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, skrifstofustjóri NLFÍ. Náttúrulækningafélag Íslands ekki Náttúrulækningabúðin Frá Björgu Stefánsdóttur: MÉR líst vel á þau lög sem dóms- málaráðherra er að setja í sam- bandi við útlendinga. Þetta er ekki gegn útlendingum heldur mjög sjálfsagður varnagli gegn öllu mögulegu, og það er sjálfsagt að allir útlendingar gangist undir læknisskoðun. Það er líka öryggi fyrir þá. Margir koma hingað frá pestarbælum þar sem heilsugæsla þekkist ekki, hvað þá meðul. Nú eru mörg ríki að bætast í Evrópu- sambandið og full ástæða til að slá alla mögulega varnagla gegn öllu mögulegu, bæði í heilsugæslu og ör- yggismálum. Ég er hissa á því fólki sem telur sig starfa fyrir Alþjóða- hús, það á að vita betur að allt sem er í frumvarpi dómsmálaráðherra er líka visst öryggi fyrir útlendinga. Það er vissulega gott að loksins fengum við alvöru dómsmálaráð- herra. VILHJÁLMUR K. SIGURÐSSON, Njálsgötu 48a, 101 Reykjavík. Líst vel á lög um útlendinga Frá Vilhjálmi K. Sigurðssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.