Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR í Verkmenntaskól- anum á Akureyri eru heppnir að fá jafn reyndan og fjölhæfan leikstjóra og Maríu Sigurðardóttur til þess að setja upp hjá sér en hún leikstýrði Honk þegar söngleikurinn var sett- ur upp í Borgarleikhúsinu. Honk er ljómandi fallegur söngleikur um Ljóta andarungann þar sem móð- urást og tryggð eru í forgrunni ásamt hinum sígilda boðskap æv- intýrisins að fegurðin komi innan frá. Nemendur VMA búa einnig að flinkum tónlistarstjóra, Arnóri Vil- bergssyni, sem stjórnar nú tónlist- inni hjá leikfélaginu í þriðja sinn á jafnmörgum árum. Hann hefur með sér tónlistarmenn úr röðum nem- enda og kennara skólans í sjö manna fyrirtaks hljómsveit sem leikur á hliðarsviði. Tónlistin er vel samin og útsetningarnar skemmti- lega flóknar en lögin eru ekki alltaf melódísk þó að áheyrileg séu. Sviðið er skemmtilega nýtt, leik- myndin er einföld og haganleg og búningarnir flottir þar sem ósköp venjulegur fatnaður sem hæfir per- sónum er notaður og alls kyns húfur sýna mismunandi dýra- og fuglateg- undir. Það kemur líka alveg nógu skýrt fram í textanum hver er hvaða dýr. Þýðing Gísla Rúnars Jónssonar er alveg bráðskemmtileg og orðaleikirnir fyndnir en þó vakn- ar sú spurning hvort þeir séu ekki oftast ætlaðir fullorðnu fólki eða stálpuðum krökkum fremur en þeim barnahóp sem sýningin virðist ætl- uð. Það breytir því þó ekki að boð- skapurinn kemst vel til skila. Eins og áður sagði er móðurást og tryggð í forgrunni í söngleiknum og kemur þetta best fram í fallegu sambandi andamömmu og ljóta ungans hennar sem allir aðrir fyr- irlíta. Val á leikurum í þessi tvö hlutverk hefur tekist vel. Svein- björg Smáradóttir geislaði sem Andrea andamamma og hélt alltaf einbeitingu sinni sem hin trygga móðir þannig að auðvelt var fyrir áhorfendur að tárast og hrífast og söng hún einnig mjög fallega. Sum- arliði Páll Ingimarsson sem Ljóti var fallega ólánlegur, saklaus og einlægur. Ásmundur Kristjánsson lék og söng hinn slæga Kisa af stakri lipurð með einstaka tilfinn- ingu fyrir líkama sínum. Gísli Freyr Eggertsson var öruggur og fyndinn í hlutverki andapabba. Af minni hlutverkum verður að nefna Jón Helga Helgason sem lék Geir Vart- an Froskaþjálfa en hann hvíldi vel í sínu hlutverki ásamt því að hafa kómíkina í sér. Leikfélög framhaldsskólanna keppast, eins og fleiri, við að setja upp söngleiki og oft í miklum glæsi- stíl þar sem kjarninn verður stund- um að aukaatriði. Leiklistarkrakk- arnir í Verkmenntaskólanum eru hugrakkir í vali sínu á söngleik fyrir alla fjölskylduna. Þó að finna megi að sjálfsögðu að um byrjendur er að ræða þá hefur Maríu Sigurðardótt- ur tekist að leiða krakkana á braut sannrar listsköpunar því að sýning- in skilur eftir sig tilfinningu um það sem máli skiptir í lífinu; eitthvað fallegt og satt. Móðurást LEIKLIST Leikfélag VMA Höfundar: George Stiles og Anthony Drewe. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Tónlistarstjóri: Arnór Vilbergsson. Þýð- andi: Gísli Rúnar Jónsson. Sýning í Gryfj- unni í VMA, 27. mars, 2004 HONK Hrund Ólafsdóttir Í SJÓNARHORNI Listasafns Íslands verður sýning Rögnu St. Ingadóttur opnuð í dag, en rýmið er í tveimur sölum á neðstu hæð safnsins. Útgangspunktur sýningarinnar er naflar – í öðrum salnum er innsetning sem samanstendur af rúmlega 70 ljósmyndum af nöflum og nokkr- um speglum, hengdum í lítilli hæð, en í hinum salnum er myndbandsverk, þar sem naflar koma einnig við sögu. Sýningin hefur orðið til á nokkrum árum, að sögn Rögnu, og á eftir að halda áfram að þróast. „Ég ljósmynda vini, vandamenn, fólk sem ég hitti, með imbamynda- vél. Svoleiðis myndavélar eru venjulega notaðar til að taka fjölskylduljósmyndir og þá er það yf- irleitt andlitið sem er aðalatriðið. En ég tek myndir af naflanum,“ segir hún um tilurð sýn- ingarinnar. „Það sama er að segja um hvernig ég hengi speglana, þar sér maður aldrei andlit- ið. Speglarnir hafa ennfremur það hlutverk að gera áhorfandann að hluta af rýminu og verk- inu sjálfu.“ Mikilvægt að geta hlegið Myndbandsverkinu í innra salnum fylgir hljóðverk, sem í fyrstu virðist afar persónulegt. Í ljós kemur þó að þar er einungis um að ræða mæði Rögnu sjálfrar eftir mikinn og djúpan andardrátt. „Þessi sýning vekur strax hugsanir hjá áhorfendum um einhverskonar nánd eða innileika, og það er sérstaklega þannig með hljóðverkið í þessum sal, þó að það hafi í raun ekkert með neitt slíkt að gera. Áhorfandinn kemst að einhverri niðurstöðu um hvað það er, á meðan ég leik mér að því að gera eitthvað sem ég veit að hann kemur til með að misskilja. Þetta er bara ég að anda og hljóðið kemur svona út af því að ég er búin að anda svo mikið að ég er orðin móð og másandi. Þetta er auðvit- að írónía, sem mér finnst mjög mikilvægt að sé til staðar í verkum mínum. Að maður geti haft gaman af þessu og hlegið að sjálfum sér.“ Ragna hefur notað þessa smáatriðakenndu sýn á viðfangsefnið í fleiri verkum. Fyrir nokkru var hin norska Bergen útgangspunkt- urinn í verki hennar. „Þar tók ég líka ljós- myndir af bænum, en þær sýndu einungis hluta af húsum, af götunni, af himninum og vatninu. Það sama geri ég nú með líkamann.“ Hún legg- ur áherslu á að um ljósmyndasýningu sé alls ekki að ræða. „Ég fer heldur ekki og verð mér úti um nafla, heldur þegar aðstaða kemur upp og ég er í stuði til þess, bæti ég nöflum í safnið. Ég hef notað þá áður og kem til með að nota þá áfram í verkum mínum. Þeir eru því lifandi partur af mínu lífi.“ Engin naflaskoðun Þegar naflar eru útgangspunkturinn á sýn- ingu, liggur beint við að spyrja listamanninn hvort hugtakið naflaskoðun tengist verkinu á einhvern hátt. „Í raun og veru ekki,“ svarar Ragna. „Fólk má auðvitað túlka það þannig ef því dettur það í hug, en ég er fyrst og fremst að skemmta mér þegar ég vinn að þessari sýningu. Það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk bregst við þegar ég bið það að fá að ljósmynda nafla þess, sumir eru komnir úr áður en ég veit af, aðrir fara varlegar og sumir alveg þverneita. Það er líka athyglisvert að finna fyrir hve marga naflinn er prívat, því þó að stelpurnar í dag gangi um með bera nafla, þá virðist naflinn ennþá vera fyrirbæri sem fólk vill halda fyrir sig.“ Sýning Rögnu verður opnuð kl. 17 í dag og stendur til 2. maí. Naflinn tekinn til skoðunar Morgunblaðið/Ásdís „Það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk bregst við þegar ég bið það að fá að ljósmynda nafla þess, sumir eru komnir úr áður en ég veit af, aðrir fara varlegar og sumir alveg þverneita,“ segir Ragna St. Ingadóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Sjónarhorni Listasafns Íslands í dag kl. 17. SAFN, Laugavegi 37, verður lokað í apríl. Það opnar á ný laugardaginn 1. maí með sumarsýningu og einkasýn- ingu Margrétar Blöndal. Þá er sýn- ing Finns Arnars, „Cod“, framlengd til 9 maí. Vefsvæði Safns er á slóðinni http://www.safn.is Safn lokað í apríl ♦♦♦ KARLAKÓR Reykjavíkur, Karla- kór Selfoss, Karlakór Keflavíkur, Karlakórinn Fóstbræður, Karla- kórinn Stefnir, Karlakór Hreppa- manna og Karlakórinn Þrestir minnast þess með dagskrá í dag að þá eru liðin 150 ár frá fyrsta opinbera samsöng á Íslandi. Þá voru fyrstu opinberu tónleikar sem haldnir voru á Íslandi. Tónleikarnir áttu sér stað 2. apríl 1854 á Langa loftinu í Lærða skólanum, sem nú er Menntaskólinn í Reykjavík, og var söngurinn framfærður af skólapiltum undir stjórn Péturs Guðjónssonar, þáverandi org- anista við Dómkirkjuna í Reykja- vík. Sagt er m.a. frá þessu í ævi- minningum Árna Thorsteinssonar tónskálds, Hörpu minninganna. Dagskráin hefst í Suðurgötu- kirkjugarði kl. 18. Þar munu kór- arnir sameinast í söng og lagður verður blómsveigur að leiði Pét- urs Guðjónssonar. Einnig mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika. Að því loknu munu kórarnir sjö með hátt í þrjú hundruð söngmönnum marsera með Lúðrasveit Reykja- víkur í broddi fylkingar niður Suðurgötu og inn Vonarstræti, að Lækjargötu og að Mennta- skólanum í Reykjavík þar sem kórarnir munu sameinast í hátíð- arkór fyrir framan skólann. Þess verður minnst í söng að þar áttu fyrstu tónleikarnir sér stað fyrir réttum 150 árum. Tónleikar í Langholtskirkju Frá Menntaskólanum í Reykja- vík halda kórarnir í Langholts- kirkju þar sem efnt verður til há- tíðartónleika kl. 20. Á efnisskrá eru hefðbundin íslensk karla- kóralög og lýkur tónleikunum með samsöng allra kóranna. Morgunblaðið/Kristinn Karlakór Reykjavíkur með stjórnanda sínum, Friðrik S. Kristinssyni. Hann minnist þess í dag, ásamt fleiri karla- kórum, að 150 ár eru liðin frá fyrstu samsöngstónleikunum sem haldnir voru hér á landi. Karlakórar minnast forgöngumanna  Endurbætari/38 LEIKRITIÐ Eldað með Elvis hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Loftkast- alanum frá áramótum. Frumsýning verður á Akureyri í kvöld. Þegar er uppselt á allar fyrirhugaðar sýning- ar og hefur verið bætt við aukasýn- ingu fimmtudaginn 8. apríl kl. 16. Miðar á þá sýningu eru þegar farnir í sölu. Hátíðarsýning verður miðviku- daginn 7. apríl að viðstöddum höf- undi verksins Lee Hall sem einnig skrifaði handritið að kvikmyndinni um Billy Elliot. Í Eldað með Elvis segir frá því að þegar lamaður eiginmaður, sem áður var Elvis-eftirherma, ófullnægð eig- inkona hans og brjóstgóð dóttir, kynnast ósköp venjulegum deildar- stjóra hjá Myllunni, er fjandinn laus. Leikarar eru Álfrún Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Friðrik Friðriksson og Halldóra Björnsdótt- ir. Þýðandi er Hallgrímur Helgason og leikstjóri er Magnús Geir Þórð- arson. Uppsetningin er samstarfsverk- efni Menningarfélagsins Eilífs og Leikfélags Akureyrar. Morgunblaðið/Eggert Steinn Ármann Magnússon í hlut- verki sínu í Eldað með Elvis. Eldað með Elvis nyrðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.