Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 5
Mánudagur 29. júni 1981 VlSIR S Aðaldómari Irans og leiðtogi rdðamesta stjórnmálaflokks landsins var meðal 24 áhrifa- manna, sem fórust i gærkvöldi, þegar sprengja lagði i rústir flokksskrifstofur þeirra I Teher- an. Mohammad Beheshti æðsti- prestur (52 ára) var af flestum talinn valdamesti maður Irans að frátöldum Khomeini triíarleiö- toga. Hann fórst undir mörgum smálestum af braki þegar húsið hrundi i sprengingunni. — Beheshti var stofnandi og aðalrit- ari tslamska lýðveldisflokksins og dómsforseti hæstaréttar. Sprengjan sprakk meðan hann var að ávarpa 90 leiöandi stjórn- málamenn þar á meðal Mohammad Ali Rajai forsætis- ráðherra og Hashemi Rafsanjani, forseta þingsins i aðalskrifstofum flokksins f suöurhluta höfuö- borgarinnar. Þeir Rajai og Rafsanjani eru sagöir hafa slopp- ið heilir á hiifi en átján þingmenn og þrír ráðherrar eru meðal hinna látnu. ETkki er vitað hverjir hafa staðið að qirengjutilræöinu, og raunar ekki vitaö i morgun fyrir víst, nema mannfalliö hafi verið meira. Hafði Utvarpið i Teheran þá ekki enn tilkynnt landsmönn- um fráfall Beheshti ayatolla. Málgagn fslamska lýðveldis- flokksins skýröi hinsvegar frá þvi og kenndi bandarlskum Utsendur- um um. Þeir Beheshti, Rajai forsætis- ráöherra og þingforsetinn Rafsanjani, mynduðu þrir for- sætisráð sem sett var á laggimar þegar Bani-Sadr forseta var vikið frá. En hinn alvöruþungi Beheshti var talinn sá, sem mestu réð. Aö margra mati var þaö ein- mitt Beheshti, sem mestan þátt átti I að grafa undan völdum Bani-Sadr þessa 17 mánuöi, sem Bani-Sadr var forseti. Ayatollann var flugmælskur á ensku og þýsku eftir fimm ára dvöl i Hamborg, þar sem hann var andlegur leiðtogi transkra Ut- laga á keisaratimanum. Hann lautilægra haldi fyrir Bani-Sadr i forsetakosningunum, en flokkur hans náði meirihluta i þing- kosningunum, sem á eftir fóru. Kannanir spá tvísýnum kosn- Ingum í ísraei Atján fulltrúar af iranska þinginu „Majii”, (en myndin hér er af hluta þess á fundi) fórust i sprengingunni i gærkvöldi. Sprengingin varð i aðal- skrifstofum isiamska lýðveldisfiokks- ins og má heita, að aliir valdamestu menn landsins — að Khomeini æðsta- presti einum undanskildum (sjá inn- felldu myndina) — hafi verið þar staddir. Mátti litiu muna.að blóminn af áhrifamönnum irans yröi felldur i einu höggi. 24 valdahrók- ar írans för- ust í spreng- ingu Beheshti æöstiprestur meðal hlnna látnu, en hlnir 2 úr forsælisráðinu sluppu Seldi pölskum njósn- urum leynlsKjöl Fyrrverandi starfsmaður flug- vélaverksmiðju I Bandarikjunum er grunaður um að hafa selt leyniskjöl pólskum njósnurum. Hefur hann verið handtekinn og Pólverji einn. William Bell, 61 árs, starfaði til skammst tima hjá Hughes-flug- vélaverksmiðjunum. FBI telur, að hann hafi selt skjifl um leyni- vopn í hendur Pólverja aö nafni Marion Zacharski (29 ára) og fleiri pólskum niónsurum og þeg- iö fyrir 110 þúsund dollara i greiðslu. Talsmaður alrikislögreglunnar bandarisku sagöi, að afhending skjalanna hefði átt sér staö bæði I Bandarikjunum og i Evrópu á eins árs bili. Skjölin eru sögö varða vopn og ratsjárkerfi. — Hughes-verksmiðjurnar fram- leiöa eldflauga- og ratsjárbúnaö fyrir Bandarikjastjórn. Zacharski var titlaður forstjóri pólsks- amerisks vélafyrirtækis (Polmaco) I Illinois. Tðk gísia hjá FBI Einhverri stormasömustu kosningabaráttu Israels er nú lcfliiö. Ganga ísraelar að kjör- boröinu á morgun. Skoðana- kannanir benda til þess að fylgi tveggja stærstu flokkanna, Likud-samsteypunnar, sem fer meö rlkisstjórn og Verkamanna- flíflcksins, sem forystu hefur fýrir stjórnarandstöðunni, sé hnifjáfnt. Samkvæmt þessum könnunum hefur Verkamannaflokkurinn aukið fylgi sitt á siðustu vikunni um 10% og er báðum flokkunum spáð 42 þingsætum i „Knesset”, þar sem sitja 120 fulltrúar. Báðir flokkar búa sig undir ákafa „kosningasmölun” á morg- un, þvi aö hvor um sig telur, að það geti oltiö allt að f jögur þing- sæti á þvi, hvort stuöningsliðið skili betri kjörsókn. Hin fyrirhugaða kosningasmöl- un hefur orðið tilefni þrefs, þar sem Likudmain saka Verka- mannaflokkinn um að ætla að misnota samyrkjubús-bila til smölunar I þágu flokksins. Róstur hafaeinkennt kosninga- baráttuna og þykja þær hafa reynst vatn á myllu Verka- mannaflokksins. Vilja menn halda þvi fram að fylgi hans sé I raun meira en kannanir gefi til kynna. Þær spegli ekki áhrifin af sáttum Simonar Peres, formanns og Rabins, fyrrum forsætis- ráðherra, sem er sagður njóta mest persónufyigis allra áhrifa- manna f Verkamannaflokknum. Vopnaður hriöskotabyssum hafði maöur einn 13 glsla á valdi sinu í þrjár og hálfa klukkustund I aðalskrifstofum alrikislögregl- unnar (FBI) í Atlanta i Georgiu I gær. Erindrekar FBI skutu hann til bana. Af gislunum, sem allir voru verkfalli kvikmynda- leikstjóra afstýrt Verkfalli, sem hefði lamaö bandariskan kvikmynda- og sjón- varpsiðnaö, var afstýrt á siðustu stundu f gær, þegar leikstjórar náðu samningum við framleið- endur um kauphækkanir. Samninganefndarmenn leik- stjóra segjast ánægðir með sam- komulagið, en þaö verður lagt fyrir fund stéttarsamtaka þeirra á morgun til staðfestingar eða synjunar. — Verkfalliö átti að hefjast á miðvikudag. Meðal kvikmynda, sem stöðvast heföu I framleiöslu, ef til verkfalls kæmi, eru stórmyndir eins og „Annie” eða „Yes, Giorgio” með söngvarann Luciano Pavarottii aðalhlutverki og „The World According to Garp” meö Robin Williams i aðalhlutverki. Sem dæmi um afleiöingar langs verkfalls á framleiðsluna mætti nefna, að Aileen Quinn, barna- stjarnan f „Annie”, hefur stækkað um 5 cm frá þvi, að hún var ráöin f sitt hlutverk og hefði getað vaxiö upp úr því I hálfnaöri mynd. starfsfólk FBI, særðust tveir I skotbardaganum en þó ekki alvarlega að sögn lögreglunnar. Vopnaður hriðskotariffli, af- sagaðri haglabyssu og tveim sjálfvirkum skammbyssum birt- ist maðurinn i skrifstofubygging- unni og krafðist þess aö ná tali af einhverjum erindreka FBI og presti. Tók hann starfsfólkið á 10. hæöhússins fyrirgisla. Lögreglu- maöur og sálfræöingur reyndu I simanum aö koma vitinu fyrir manninn, áöur en vopnaðir menn voru sendir inn. Ekki var vitaö, hver maðurinn var, eða hvað honum lá á hjarta. Begin og Peres f sætum sinum i „Knesset” (tsraelsþingi), en kosið verður til þess á morgun. Kauomenn : P' Raupfélög sadoíoss Eigum ávallt fyrirliggjandi á lager: Þéttiefni — gólflím — vegglím — flísalím — trélím hobbylím — steinlím. Tréfylli sandsparsl — kittissprautur og frauðlista ÓfviAsgeirsson HEILDVERSLUN Grensásvegi 22 Sími39320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.