Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 13
Mánudagur 29. júnf 1981 VISIR vaxandi úlflulningur á bonningum frá Odda á Akureyrl: Margföld söluaukning lll útflutnings í ár Vélsmiðjan Oddrsendi frá sér i siðustu viku 149 bobbinga, sem fara íil Kanada og Noregs. Hefur Oddi þar með sclt bobbinga og millibobbinga tii útflutnings fyrir rúmlega eina milljón króna það sem af er árinu, en allt árið áður nam þessi útflutningur 150 þús. króna. Mestur hluti af framleiöslunni hefur farið til Nýfundnalands, en þar eru þrjú stór fyrirtæki með togaraútgerð. Tvö þeirra eru við- skiptavinir Odda. 1 byrjun ársins kom Noregur siðan einnig inn i myndina og hafa pantanir þaðan verið tiðar, að sögn Torfa Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Odda. Hann upplýsti ennfremur, aö gjaldeyristekjur af þessum út- flutningi i ár, þegar búið er að draga verð á innfluttu hraefni frá, væru tæplega 650 þúsund kr., sem færi til Odda og islenskra skipafé- laga. Þetta þýddi um 93 þúsund kr. á hvern starfsmann sem vinn- ur að þessari framleiðslu. Gæti verðmætasköpun hvers þeirra þvi farið i a.m.k. 150 þúsund kr. á ár- inu. Er það vel af sér vikið þegar litið er til þess, að útflutningurinn er ekki nema um 35% af heildar- framleiðslunni, en65% fara á inn- anlandsmarkað. Þessi útflutning- ur er vaxandi þáttur i starfsemi Odda. Sagðist Torfi reikna með að hann næmi nær 10% af heildar- veltunni i ár. Bobbinga framleiðsla er þó ekki ný af nálinni hjá Odda, en nýlega hefur framleiðslan flutt i nýtt húsnæði og framleiðslukeðj- an var endurbyggð. Samhliða var framleiðslan kynnt á sýningum erlendis, auk þess sem farið var i söluferðir. Árangurinn er nú að skila sér. „Framleiðsla okkar hefur likað vel. Ég get nefnt sem dæmi, að upphaflega vorum við einungis með eitt útgerðarfyrirtæki i Kan- ada i viðskiptum. Annað fyrirtæki pantaði siðan hjá okkur milli- bobbinga til reynslu. Niðurstaða þeirra varð sú, að skipta alger- lega yfir og setja okkar bobbinga i öll sin skip. Þó kostuðu þeir bobbingar, sem þeir voru með fyrir, ekki nema 17 dollara, en okkar 59 dollara. En þeir töldu gæði okkar framleiðslu það mikil, að það réttlætti verðmismuninn”, sagði Torfi Guömundsson i lok samtalsins GS/Akureyri Pólýfónkórinn fcr i söngför til Spánar næsta sumar, en ekki i sumar eins og ráð hafði veriö fyr- ir gert. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem kórstjórnin boðaði til nýlega. Áætlað er að heimsækja sex borgir i ferðinni, en um þessar mundir eru 20 kór- félagar á ferð þar ytra til að und- irbúa söngförina. A næsta ári á kórinn 25 ára af- mæli. Siðustu tvö ár hefur kórinn verið mikið endurnýjaður og er unnið að markvissri uppbyggingu hans með markvissri þjálfun, þótt litið hafi ræst úr málefnum hans.hvað opinbera fyrirgreiðslu snertir, upplýsti Ingólfur Guð- brandsson söngstjóri. Fræg söng- kona, Eugenia Ratti, þjálfaöi kiór- inn i byrjun starfsárs i fyrra og er væntanleg sömu erinda i október. Framundan eru mörg stór verkefni. Mattheusarpassia Bachs verður flutt á 25 ára af- mælinu, en kórinn flutti hana áð- ur 1972. Þá hefur verið leitað til kórsins um að frumflytja eina stærstu tónsmið, sem vitað er til að Islendingur hafi samið, á Listahátið. Kórstjórnin vildi ekki Pólýfónkórinn h efur starfað f hart nær 25 ár. segja nánar frá þvi verki, taldi það frekar vera verkefni stjórnar Listahátiðar. Þetta verður i fyrsta sinn, sem kórinn kemur fram á Listahátið. A siðustu tónleikum sungu 140 manns i kórnum, en stærð hans hefur verið breytilegfrá 120 til 150 söngvarar. Vegna þeirra stóru verkefna, sem framundan eru getur kórinn bætt við sig góðum söngröddum. SV Póiýiónkórinn 25 ára á næsla árl: STÚR VERKEFNI FRAMUNDAN OPID: Fimmtudag kl. 9-22 Föstudaga kl. 9-19 Lokað lawgardaga jii Jón Loftsson hf. 'A A A A A A »■ -JDUEIlJTÍ JUUU3J j ; Hringbraut 121. Simar 10600 og 28603. Og bjóðum ekki aðeins lágt verð/ heldur einnig ótrúlega hagstæða greiðsluskil- mála- allt niður í 20% útborgun og lánstíma allt að9 mánuðum. Vegna mjög hagkvæmra innkaupa bjóðum við næstu daga nokkrar nýjar gerðir af gólfteppum á ÓTRÚLEGA hagstæðu verði. Verð f rá kr. 75 á ferm. Þú færð permanentið hjá okkur Hárgreiðslustofan Óðinsgötu 2 — Sími 22138 í sumarhúsið, tjaldvagninn og hjólhýsið Dynur eftir mali svefnsófar frá kr. 2.000 svefnstólar frá kr. 650 hornsófar frá kr. 5.300 kojur furu frá kr. 2 860 með dvnum einstaklinqsrúm fura kr. 1.675 sængur kr. 275 koddar kr. 31.20 svefnpokar kr. 339 sængurver kr. 285 meðdýnum Sendum í póstkröfu Eigum snið af Combi Camp og Camp turist Dugguvogi 8-10. Sími 84655.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.