Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 3
Mánudagur 29. júní 1981 Húsvíkíngar auka straum ferðamanna til sín „Hðfum ýmis- legt í poka- horninu” - segir Bjarni flðalgeirsson. bæjarsijóri á Húsavlk, sem telur ðfært að Akureyri skuli njóta farpega sem ætla til Mývatns Bæjarstjórn Húsavikur hefur ákveöiö að taka þátt i kostnaði við auglýsingaherferö, sem Flug- leiðir standa að til kynningar á nokkrum ferðamannastöðum á landinu, þar sem athyglinni veröur aðaliega beint að Húsavik. Var óskað eftir þvi að Húsvík- ingar greiddu 30.000 af um 150.000 kr. heildarkostnaði, en bæjarráð samþykkti að leggja fram 10.000 kr. „Það er mikiil áhugi fyrir þvi hér, að auka hingað feröamanna- strauminn með einhverjum hætti”, sagði Bjarni Aöalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavik, i sam- tali viö Visi. „Viö erum hér með „klassa” hótel, sem hefur verið okkur þungt fjárhagslega. Reksturinn gerir ekki betur en standa undir sér, þannig að eng- inn afgangur er til að standa undir fjármagnskostnaði. Það hefur þvi lent á eigendunum að standa skil á vöxtum og afborg- unum af lánum hótelsins”. Hlutafélag stendur á bak viö reksturinn á Hótel Húsavik. Stærstu eigendur eru Húsavikur- kaupstaður, Kaupfélag Þingey- inga og Flugleiðir. Nýtingin á hótelinu á ári hefur ekki verið nema um 30% þannig að rekstur- inn hefur verið erfiður. „Við erum með ýmislegt i pokahorninu til að laða ferða- menn að. Húsavik er mjög vel staðsett til ferðamannaþjónustu i Þingeyjarsýslum. Mér þætti til að mynda eðlilegra, aö koma hingað með Mývatnssveitarfarþega i stað þess aö lenda með þá á Akur- eyri og skondrast með þá þaðan rútum fram og til baka 4 tima akstur. Héðan liggur hins vegar mjög vel við að fara dagsferðir, til að mynda i Mývatnssveit, um Jökulsárgljúfur og i Asbyrgi”, sagði Bjarni. Ein af þeim nýjungum sem Húsvikingar hafa bryddað upp á fyrir ferðamenn er sjóstanga- veiði. Er fariö á trillum og rennt fyrir ýsu, sem er gráðug á þess- um slóðum, að sögn Bjarna. G.S./Akureyri. VÍSIR Flnnskir Fálkariddarar Tveir Finnar voru sæmdir riddarakrossi Fálkaorðunnar þann 17. júní s.l., þeir Lars Strömsten, ræöis- maður i Hangö, og Holger Strandberg, vararæöismaöur i Vaasa. 1 umboði forseta islands afhenti Kurt Juuranto aðalræðismaður f Helsinki orðurnar og er myndin frá þeirri athöfn. Strömsten er lengst til hægri, siðan Strandberg en Juuranto lengst til vinstri. Með þeim þremenningum eru konur þeirra. SÁA BÝÐUR UPP A KAFFI Um þessar mundir er S.A.A. að flytja fræöslu- og leiðbeiningar- stöð sina, sem starfrækt hefur verið i Lágmúla 9, ásamt skrif- stofu S.A.A. i eigið húsnæði í Siöu- múla 3—5. Þar starfar einnig i samvinnu við S.A.A. Afengis- varnardeild ReykjavUkurborgar. A þessum timamótum býður S.A.A. til kaffidrykkju að Siöu- múla 3—5, mánudaginn 29. júni n.k. kl. 17.00 til 20.00. Hestamenn á Suð- urlandi halda fjórðungsmðt Við gerum tilboð - og þú græðir! A fjóðra hundrað hross koma fram á sýningum og i keppni á fjórðungsmóti sunnlenskra hesta- manna, sem verður haldið á Rangárbökkum við Hellu 2.—5. júli. Fimmtán hestamannafélög á svæðinu frá Hvalfjaröarbotni að Lómagnúp standa að mótinu. Keppnisgreinar eru gæðinga- keppni, unglingakeppni og tölt- keppni, þar sem samtals koma fram um 80 hross, og kappreiðar með þátttöku liðlega hundrað hrossa. I sýningu kynbótahrossa verða um 80 hross og auk þess gefst hrossaræktarbúum á svæðinu færi á að halda sjálfstæða sýn- ingu. Fimm bú munu notfæra sér þann möguleika og sýna samtals um 50 hross. 1 sambandi við mótið hefur verið komið á fót getraun um sigurvegara i tveim greinum kappreiða. Getraunin er gerð i fjáröflunarskyni og jafnframt gefur hún þeim getspökustu möguleika á p>eningavinningi. Dagskrá mótsins og fyrirkomu- lag er mótaö til að vera fjöl- skylduskemmtun, þeir sem vilja vera i ró og næði eiga að geta orð- ið þess aönjótandi og fyrir unga fólkið eru haldnir dansleikir að Hvolsvelli. Cl, Byggðasjóður lánar ekkl fé til Þingeyrartogarans Kaupfélag Dýrfiröinga á Þing- eyri hefur samið við Slippstöðina h.f. á Akureyri um smiði skuttog- ara, eins og þekkt er af fyrri frétt- um. KD eða dótturfyrirtæki þess, á fyrir einn skuttogara og einn rúmlega hundrað tonna bát. Afli þessara skipa hefur nægt til að skapa heimamönnum stöðuga at- vinnu og mestan hluta ársins hef- ur þurft að fá aðkomufólk til að anna vinnslunni. Jafnan eru nokkrir útlendingar við fisk- vinnslu á Þingeyri. Fiskveiðasjóður samþykkti á sinum tima aö lána fé til smiði þessa nýja skips en aftur á móti hatnaði Byggðasjóður lánsum- sókn frá KD á stjórnarfundi á þriðjudaginn var. Samkvæmt lögum ber stjórn Byggðasjóðs að taka sjálfstæða afstöðu til hverrar lánsumsóknar og ljóst er þvi að stjórnin telur ekki ástæðu til að styrkja þessa smiöi meö láni. Ákvörðun þessi vekur allmikla athygli, einkum þegar haft er i j huga að rikisstjórnin samþykkti i i veturaö ábyrgjast sérstakt lán til Byggðasjóðs, sem skyldi varið til styrktar innlendum skipa- i smiöum. Við gerðum HUSQVARNA verksmiðjunum tilboð í magn a f ísskápum og sömdum um 2000 fTVÖÞÚSUND) KR. VERÐLÆKKUN!!! • Rétt verð 8.721.- • Tilboðsverð 6.721.- „ Þú hagnast um 2.000.- Tæknilýsing: 260 lítrar kæli- og frystiskápur. Kælihólf með 4 hillum, 2 grænmetisskúffum og 3 hillum í hurð. Frystihólf er með 3 aðskildum skúffum og klakahólfi. Alsjálfvirk afþíðing í ísskáp. HRINGDU EÐA KOMDU, OG LÁTTU TAKA SKÁP FRÁ FYR/R ÞIG!!! Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.