Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 12
12
VÍSIR
Mánudagur 29. júní 1981
MATSEBILL
HEIMILISINS
iiir kulK<*A KASf
Lítil hornhllla -
dálltil kostnaður
- ðmæld anægja ef við smiðum hana sjálf
„Þar sem yngsta barnifi mitt
er i sveit noröur i Húnavatns-
sýslu, hef ég hugsað mér að nota
tækifærið þessa viku og hafa
þann mat sem hann litur heldur
hornauga", sagöi Þorbjörg
Jósefsdóttir húsmóðir og bóka-
vörður i Hafnarfiröi við blaða-
tnann Visis. Þorbjörg sér um
matseðill heimilisins þessa viku
og verður góðmeti mikið á
hennar borðum. Við fyrri at-
hugasemd um yngsta soninn i
sveit bætti hún við aö þaö væru
geliurnar og lúðan sem hann liti
hornauga, en borðaði annars
allt sem fyrir hann væri borið.
Uppgefin fjölskyIdustærö sem
matseöillinn miðast við eru „4
verur” eins og Þorbjörg orðaði
það. Á því heimili er kvöld-
verðurinn aðalmáltfðin en varð-
andi hádegisverðinn sagði Þor-
björg: „Hádegisverðinn verður
hver og einn að bjarga sér um
sjálfur og gæða sér á þvi sein is-
skápurinn hefur upp á að
bjóða”.
— ÞG
Mánudagur
Djúpsteiktar gellur
Soðnar kartöflur
Hrásalat
Ferskir ávextir
Uppskrift:
Deig fyrir djúpsteiktu gellurnar
1 1/2 bolli hveiti
2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 egg
2—3 msk pilsner
1 1/2 bolli mjólk
Þriðjudagur
Snöggsteikt lifur
með karrýhrisgrjónum
Bláberjaskyr
með rjómablandi
Uppskrift: Karrýhrisgrjón
2 1/2 bolli vatn
1 bolli hrisgrjón
1 msk karrý
1 saxaður laukur
smjör
Laukurinn látinn krauma i
smjörinu ásamt karrýi, Vatnið
látið úti og suðan látin koma
upp, siðan er hrisgrjónum bætt
úti. Soðið i 25 minútur.
Miðvikudagur
Smálúða i fati
með grænmetisloki
Smálúðan skorin i litil stykki og
þeim raðað i eidfast mót og
siöan eru þau krydduð. 1-2
laukar saxaðir smátt og 2—3
gulrætur rifnar niður. Látið
ofaná fiskinn ásamt smjörbit-
um. Bakið i 200 gr. heitum ofni i
30—35 minútur.
Fimmtudagur
Lambaframhryggur
með brúnkáli
Sterkt og gott kaffi
með piparmyntusúkkulaði
Uppskrift:
Lambaframhryggur með brún-
kali
1 hvitkálshaus saxaður og
kálið brúnað i smjöri ásamt 3—4
msk sykri. Látið i pott lagskift
meðkjötinu. (ca. 4 bitar kjöt) og
ca. 2 dl vatn, kryddað með salti
og pipar allt látið krauma i
1—1 1/2 klukkustund.
Föstudagur
Spergilsúpa
Heitt ostabrauð
með skinku og bökuðum
baunum.
(örl. oregano stráð yfir ostinn
áður en brauðið fer i ofninn)
Laugardagur
Suskaba
— lambakjöt á teini
grillað á kolagrilli
1—1 1/2 kg lambakjöt
(skorið i teninga)
kryddlögur:
3 msk vinedik
4 msk sykur
1 tsk sinnep
4 msk hvitlaukssalt
3 msk Idealsósa
1 msk Bearnaise essens
1 tsk sellerisalt
1 tsk paprika
1/4 bolli Chilisósa
Kjötið er látið liggja i þessum
legi i 24 klukkustundir. Kjötbit-
arnir þræddir upp á teina ásamt
eplum, lauk, papriku og svepp-
um. Grillað á kolagrilli.
Sunnudagur
Kjúklingapottur
með vinberjum
Vanilluis
með súkkulagðisósu
og piparmyntulikjör
Uppskrift:
Kjúklingapottur með vinberjum
2 kjúklingar
50 g smjör
1 kúfuð tsk paprika
1 hvitlauksrif (má sleppa)
2 1/2 dl þurrt hvitvin
salt, pipar
3 dl kaffirjómi
150 kaffirjómi
150 g vinber
Hvorum kjúkling er skipt i
fjóra hluta. Salti og pipar stráð
yfir stykkin sem siðan eru
brúnuð i smjöri ásamt hvit-
lauknum. Látið i pott, papriku
stráð yfir og svo er hvitvininu
hellt yfir. Látið krauma i 35—40
minútur. Þá er rjómanum hellt
yfir og að lokum eru vinberin
sem skorin hafa verið i tvennt
og steinarnir fjarlægðir, sett i
pottinn.
1 súkkulaðisósuna með van-
illuisnum notum við:
100 gr suðusúkkulaði
2 dl rjóma
Sjóðum saman og látum siðan
kólna.
Piparmyntulikjörinn út á er
aðeins handa fullorðnum.
Litil einföld hornhilla úr hefl-
aðri furu, getur verið notadrjúg i
mörgum hornum heimilisins. 1
barnaherbergi, i stofu eða úti á
svölum, einfaldlega eftir þörfum
heimilismanna. Fleiri og fleiri
finna sér stað i garðinum til að
koma saman við útigrillið, ef ekki
er húsagarður tii að njóta grill-
stunda eru svalirnar ágætar.
Ýmsa hluti þurfum við að hafa
við hendina þegar við grillum
Af hillunni sem hér er til umtals
gætum við haft mikil not.
Á teikningunni sem fylgir
sjáum við hvernig hillan litur út
og eru öll mál gefin upp. Þeir sem
hug hafa á að taka hamar i hönd
og smiða slíka hillu skal gefiö upp
eftirfarandi varðandi efniskaup.
I uppistöður þarf 5,4 metra af
þristrendum listum, úr heflaðri
furu. Miöast þá við að hæð hill-
unnar sé 180 cm. i hilluborð þarf
6,3melra og i kantborð 10 metra,
allt sama efni, furu. „Galvaniser-
aður dúkkaður saumur” eins og
fagmennirnir segja er notaður
undir hamarinn. Krókar úr mess-
ing eru heppilegir ef setja á króka
á hilluna eins og er á meðfylgj-
andi mynd. Neðst á uppi-
stöðurnar er hægt að lima plast-
tappa svo að hillan verði stöðugri.
Ef hilluna á svo að staðsetja á
svölum, aðgætið að segja hana i
horn fjarri handriði þ.e.a.s. ef
börn eru á heimilinu, hættunni er
boðið heim ef þau taka upp á þvi
að klifra i hillunni. Að siðustu má
nefna að litaval að smiöi lokinni
er frjálst.
— ÞG
Hér er „grillstund” á svölunum. Ekki þurfa svalirnar að vera stórar
svo að fjölskyldan geti notið þess að koma saman og snæða úti á góð-
viðrisdögum.