Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1981, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 29. júní 1981 vísm Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjöri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. útlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 80 á mánuði innanlands og verö i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Að undanförnu hafa átt sér stað umræður um þá hugmynd að Norðurlöndin yrðu kjarnorku- laust svæði. Þessar tillögur hafa fengið misjafnar undirtektir og hafa verið teknar með miklum fyrirvara. Sá fyrirvari er eink- um fólginn i því, að f jarstæða sé af Norðurlöndunum að gefa lof- orð eða yfirlýsingar fram í tím- ann í þessum efnum, meðan Sovétríkin eru með kjarnorku- vopnabúr í næsta nágrenni. Bæði er Kolaskaginn talinn slík mið- stöð í herbúnaði Sovétríkjanna og eins hitt, að um Norður-Atlants- haf sigla kafbátar og sovésk skip, búin kjarnorkuvopnum. Svokallaðir friðarsinnar hafa hinsvegar tekið þessum hug- myndum um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd tveim höndum, og vinstri menn og kommúnistar hafa að sjálfsögðu kynnt undir á- iróður þeim til stuðnings. I þeim herbúðum er nú eins og áður ein- blínt á vopnabúnað Vesturland- ianna og spjótunum beint að skað- ■ serni hans,rétt eins og Sovétríkin væru ekki til. Stjórnmálamenn á Norður- löndum, þeir sem vita að minnsta kosti um Sovétríkin á landakort- inu, hafa margtekið fram, að engin kjarnorkuvopn séu á Norðurlöndum og ekki standi til að koma þeim upp. Þeir hafa ekki hafnað hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði, en bent á Kolaskagann og gert það að skilyrði fyrir frekari umræð- um, að hið sovéska landssvæði verði að vera með í friðlýsing- unni. Sovétmenn hafa verið svarafá- ir. þegar minnst er á friðlýsingu Kolaskagans þar til nú að Bre- snev hefur látið hafa eftir sér í finnsku blaði að Sovétríkin mundu vilja tryggja Norðurlönd- um að beita ekki kjarnorkuvopn- um gegn þeim, ef þau yrðu hluti af hinu kjarnorkulausa svæði. Fljótt á litið virðist vera hér vel boðið: Rússar tilbúnir til að gefa loforð um að beita ekki kjarn- orkuvopnum gegn Norðurlanda- búum. Næst geta þeir lofað fslendingum sérstaklega, að ráð- ast ekki á landið, ef varnarstöðin verði lögð niður! Nytsamir sakleysingjar taka mark á slíkum loforðum, „friðarsinnar" munu prísa góð- mennsku Bresnevs: nú má mikið vera ef Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa ekki fengið nýtt vopn í hendurnar, hjartagæsku Bresnevs. Slík lof orð eru ekki meira virði en pappírinn sem þau eru skrif uð á. Reynslan hefur sýnt það og sannað, að ofbeldið er mest gagnvart þeim, sem tekið hafa mark á friðlýsingum og hlut- leysi. Það hefur verið léttasta verk einsræðisherra allra tíma að svíkja friðarssamninga. Hver spyr um slík loforð, þegar til styrjaldar hefur dregið? í hvaða herdeild er hjartagæskunni skip- að? Hvað varðar herforingjana um hlutleysingjana og friðar- sinnana, þegar barist er upp á líf og dauða? Nei, Sovétríkin geta ekki boðið Norðurlöndum neina tryggingu í einu eða öðru formi. Það sem Sovétríkin gætu gert ef hugur þeirra væri jaf ngóður til Norður- landanna og Bresnev vill vera láta, er að draga úr hernaðarum- svifum sínum á norðurhöfum, kalla kjarnorkukafbátana heim, og eyða kjarnorkustöðvum sínum á Kolaskaga. Þetta væru aðgerð- ir sem hefðu raunhæfa þýðingu, trygging fyrir því, að Norður- löndin gætu tekið upp breyttar varnir. En ekkert af þessu minnistBré- snev á. Hann býður fram tryggingu en ekki meir. Hann biður um f riðlýsingu, um einhliða yfirlýsingar af hálfu Norður- landanna til þess að Sovétríkin geti farið sínu fram. Annaðhvort er Bresnev genginn í barndóm ellegar hann heldur sig vera að tala við börn. Tálbeita hans er gegnsæ, hún er gildra sem menn ganga ekki lengur í. Bresnev verður að bjóða betur. SYNDARMENNSKA Þaö er búiö aö skrifa sitt af I hverju um hina aumkunarveröu _ gönguferö sértrúarflokksins, sem kallar sig herstöövaand- | stæöinga frá Keflavik til Reykjavikur hér um daginn. I Ýmislegt gefur til kynna aö nú Íséu þáttaskil í starfi þessa hóps. Þar hefur hallaö undan fæti, ■ boöskapurinn á engan hljóm- grunn hjá þjóöinni. Uppgjöf og eymd hafa tekiö völdin. Samtök herstöðvaandstæö inga eru útibú frá Alþýöubanda- laginu. Þaöan er starfseminni stjórnaö, og tekist hefur aö fá tii fylgis viö málstaðinn ýmsa, sem I i misskilinni þjóöernisrómantlk kjósa aö loka augunum fyrir I raunveruleikanum og iáta beita sér fyrir áróöursvagn kommún- ista. Sumir úr þessum hópi falla I undir þaö sem Lenin á sinum | tima kallaði „nytsama kjána”. Kommúnistar hafa alltaf og ævinlega kunnaö aö notfæra sér ■ slikt fólk. Nýtt andlit Nú átti aö freista þess aö hefja baráttuna upp úr öldudal liöinna ára. Nú var breytt um nafn. Nú hét þetta ekki heldur ekki Kefla- vikurganga, heldur Friðar- ganga, eöa Peace March, eins og segir i bæklingi, sem sam- tökin létu dreifa I hús. En allt kom fyrir ekki. Göngufólkinu fjölgaöi ekki frá umliönum árum. Heldur fækkaöi. Þeir segjast hafa haldiö sex þúsund manna fund. Lögreglan segir aö eitt til tvö þúsund hafi sótt fund- inn. Þeir sem gengu þar fram- hjá velkjast ekki i neinum vafa um það hvor talan er nær sanni. Sem sagt Enn einu sinni átti aö koma meö nýjar umbúöir utan um gamla vöru, en upplýst fólk lét ekki blekkja sig. Hver er annars á móti friöi? Ég þekki ekki nokkurn mann, sem er á móti friöi. Spurningin er bara sú viljum viö friö, sem byggist á sovéskum yfirráðum, eöa viljum viö friö, sem byggir á þvi aö jafnvægi haldi út- þenslustefnu Sovétrikjanna i skefjum. Auövitaö viljum við öll kjarnorkuvopnalausa veröld, auövitaö viljum viö öll aö vig- búnaöarkapphlaupinu linni, auðvitaö viljum viö öll aö þvi fjármagni sem variö er til vig- búnaöar veröi variö til þess aö hjálpa soltnum og sveltandi þjóöum til sjálfsbjargar. Um þetta deilum viö ekki. En viö getum ekki lokaö augunum fyrir þvihvernig sú veröld er sem viö búum i I dag. Viö getum byggt okkur loftkastala, en þeir eru þvi miöur ekki Ibúöarhæfir. Við veröum aö horfast i augu viö raunveruleikann og reisa okkur hibýli samkvæmt þvi, Hin „islenska" utanrikis- stefna 1 bæklingum sem „samtök herstöövaandstæöinga” létu dreifa i hús (og minnir um margt á tungutak og málfar Glafs Ragnars Grimssonar) er talaö um „fyrirætlanir Banda- rikjamanna um uppsetningu meöaldrægra eldflauga og stýriflauga I Vestur Evrópu sem sagðar eru eiga að mynda jafn- vægi gegn ss-20 eldflaugum Eiður Guðnason al- þingismaður skrifar um „friðargönguna", sem runnin sé undan rifjum Alþýðubandalagsins. Enginn hefur á móti friði segir Eiður, en af hverju er aldrei minnst á hern- aðarumsvif Sovétríkj- anna, þegar herstöðva- andstæðingar efna til göngu? Sovétrikjanna” (leturbr. min) Þetta er athyglisvert. Þaö er ekki veriö aö mótmæla þeim eldflaugum sem Sovétrikin hafa þegar sett upp og beint er aö borgum Vestur Evrópu, heldur þeim eldflaugum sem af hálfu Atlantshafsbandalagsins eiga aö mynda hiö óumflýjanlega mótvægi. Ég minnist þess ekki aö samtökin, sem hér um ræöir hafi nokkurntima haft döngun i sér til aö mótmæla vigbúnaöi Sovétrikjanna. Þaö er ekki á dagskrá. Til þess er ekki leikur- inn geröur. Ef grannt er skoöaö, þá er allur málflutningur Alþýöu- bandalagsins og útibúsins, sam- taka herstöðvaandstæðinga, hallur undir Sovétrikin. Allt tal Alþýðubandalagsmanna um utanrikismál, er leynt og þó aöallega ljóst stuöningur viö utanrikisstefnu Sovétrikjanna, Þeir þingmenn eru til, sem setiö hafa hádegisveröarboö i so- véska sendiráöinu og hlustaö þar á útlistanir sovéska sendi- herrans á því hvernig utanrikis- stefnu Islendingum væri best að fylgja, en fariö siöan á þingfund og heyrt forystumenn Alþýöu- bandalagsins hafa yfir hinar ná- kvæmlega sömu röksemdir úr ræöustóli. Þetta er mergurinn málsins. Hin „islenska” utan- rikisstefna Alþýöubandalagsins er ekki frekar islensk en sovéski sendiherrann. Æ fleiri eru þeir, sem gera sér nú grein fyrir þessu. Starfsemin að líða undir lok Mér hefur alltaf þótt þaö merkilegt hvaö þaö hefur fengið mikiö rúm i fréttum rikisfjöl- miðlanna. þótt núll komma núll eitthvaö prósent af þjóöinni fari árlega gönguferö sunnan af Miönesheiöi. Þetta er satt best aö segja löngu hætt aö vera frétt. Allra sist þegar þetta eru sömu andlitin ár eftir ár, og ekki aöeins sömu ræðumennirnir heldur lika sömu ræöurnar. En hversvegna er gengið? Jú það | veröur aö sýna lit. Sýna aö bar- i áttan sé ekki alveg búinn aö ■ vera, enda þótt Alþýöubanda- lagsráöherrar sitji nú i fjóröu rikisstjórninni, sem hreyfir ekki I við varnarliöinu eöa aöild Is- ■ lands aö Atlantshafsbandalag- inu. Enda þótt Alþýðubanda- ! lagið kyngi hverjum stórfram- | kvæmdunum á Keflavikurflug- I velli eftir aörar, og sé nú búiö aö „samþykkja tillögur Oliufélags- ins h.f. i Helguvikurmálinu” eins og það var oröaö i Þjóövilj- | anum. Þau þáttaskil hafa nú oröiö i | starfsemi herstöövaandstæö- ■ inga, aö hún viröist vera aö liöa alveg undir lok. í viötali viö Þjóöviljann 7. mai i vor sagöi Vilborg Dagbjarts- ■ dóttir rithöfundur: „Ég var meö | i baráttunni gegn hernum frá fyrstu tiö, meö i undirbúningi fyrstu Keflavikurgöngunnar og seinna i stofnun samtaka her- stöövaandstæöinga. Baráttu- öflin voru sterk i upphafi. Viö I trúöum þvi, aö barátta okkar _ mundi leiða til sigurs. En eftir I aö undirskriftasöfnun her- I stöövaandstæðinga rann út i sandinn og eftir aö klofningur I kom upp og nýir stjórnmála- | flokkar voru stofnaöir hefur þetta mest veriö sýndar- | mennska”. Þaö er nákvæmlega rétt sem höfundurinn segir. Hún hittir naglann á höfuðið. Barátta her- » stöðvaandstæöinga, sem kalla sig svo er sýndarmennska, og sú I sýndarmennska á sem betur fer engan hljómgrunn hjá þjóöinni. Eiöur Guönason. |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.