Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 2
visnt Laugardagur ii. júll 1981 lá skotspónum Vídeó- stríðið Videótækjastriðiö hefur varla farið framhjá nokkrum. Umboðs- menn Bang & Olufsen á íslandi og Luxor auglýstu að þeir væru hættir að nota Philips kerfið i tæki sin en notuðu þess i stað VHS kerfi. i viðtali i einu blaðanna um daginn við forstjóra Heimilis- tækja, sem hefur umboö fyrir Ph:!ips, kum fram, aö hann hefði haft samband við Bang & Oluf- sen úti og þeir sagt að þeir væru alls ekki hættir að nota Philips. Nú heyrir eyra vort, að ástæöan fyrir þvi, að umboösmenn Bang & Olufsen á islandi segjast hættir að nota Philips, sé einfaldlega sú, að þeir eigi svo miklar birgðir af tækjum meö VHS keríinu... Ljósriti dreift Mennhafa mjög undrast hvern- ig á þvi stób, að fréttir af ,,mis- ferli” leiklistarstjóra útvarpsins bárust ekki út fyrr en raun ber vitni. Skotspónn hefur heyrt að ljósriti af dóminum hafi verið dreift i Ujóðleikhúsinu meðai starfsfólks þess. Hetta mun hafa gerstáður en máliö haföi komist i hámæli. Fyrir þessu stóö leikari nokkur ónefngreindur en vanga- veltur snúast nú mjög um þaö, hvaða leikari sé kunnugur skýrsl- um lögreglunnar og þviumliku... Dularfulla Flugleióa- bókin ilikil leynd virðist hvila y'fir Flugleiðabókinni, sem sögð hefur verið á leiðinni. Bókin á að fjalla um innri málefni félagsins, valdabaráttuna á sinum timá og fleira. Hún er sögð langt komin i vinnslu en mjög erfitt um allar upplýsingar. Þó má segja, að örn&örlygur gefa bókina út og hún er skrifuð af manni, með þe.kkingu á ferðamálum og reynslu af blaðamennsku. 1 bili munum viðekkieftir nema einum sem vel gæti uppfyllt þessi skil- yrði og vis væri til að leysa verkið vel af hendi. Við segjum eins og krakkarnir: Fyrsti stafurinn byrjar á Guðni... Odýr kostur er ostur Við þykjumst vita, aö á meðal mjólkurfræðinga sé talaö um, hversu litið verð fáist fyrir ost þann, sem seldur er til Ameiriku. Þar hefur heyrst, að litill vilji hafi verið fyrir öllum breytingum á núverandi háttu þótt hugsanlega mætti bæta markaðsstöðuna. Þessu fylgir, aö góðvinir séu ráðamenn Osta- og smjörsölunn- ar og hinn ameriski kaupandi, sem einn hefur setið að ostinum... Fasteignasalar úthluta lóðum Heyra má annaö úr Hafnarfirði en brandarana. 1 kringum lóðaút- hlutun þar, sem enn fer fram eftir gamla kerfinu en ekki punkta- kerfi, mun hafa oröið nokkur óánægja. Öánægðir segja þaö ekki til hreinnar lyrirmyndar, að þeir nafnarnir, Arni Gunnlaugs- son og Árni Grétar Finnsson, sem báðir sitja i bæjarráði íyrir sinn flokkinn hvor, skuli einnig vera fasteignasalar. Þegar hinir óánægðu voru hvaö óánægðastir sögðu þeir, að þeir sem fengu lóð- ir hefðu þann háttinn á, aö koma eldri fasteignum sinum i sölu til annars hvors Arnans... Fleiri fá fri en Helgi Þjóðviljinn hefur hamast á Helga Péturssyni, fréttamanni útvarpsins, vegna 18 mánaða leyfis, sem Helgi i'ékk til aö mennta sig frekar. Blaðið segir nefndar, væntanlega skipulags- nefndar og... svo frá að svo löng leyfi séu óþekkt. Skotspónn skalhins vegar bæta þvi við, að honum hefur ver- ið sagt, að Arnar Jónsson leikari hafi fengið árs leyfi hjá Þjóðleik- húsinu til að leika fyrir Alþýðu- leikhúsið. Þetta mun hafa gerst á sama tima og Róbert Arnfinns- syni var neitað um nokkurra daga leyfi til að leika i kvikmynd. Til viðbótar þessu um Arnar var sagt, að Arnar hafi verið á svo kölluðum A-samningi hjá Þjóð- leikhúsinu og hafi þess verið kraf- ist af hálfu hans stuðningsmanna að hann fengi að koma til baka á sama samningi. Slikt mun ekki hafa tiðkast... ,Meiraprófið’ i Torfunni Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að opna veitingahús. 1 öllu þvi fjaðrafoki, sem verið hefur i kringum Bernhöftstorfuna ogaðstöðuþar til aö taka „meira- prófið” og fleira, hafa þeir sem veitingahúsið eiga aö starfrækja algjörlega gleymst. Spóni er sagt, að til að geta haíiö rekstur hafi þurft að sækja um leyfi til, heil- brigðisnefndar, húsafriöunar- nefndar, bygginganefndar, Torfusamtakanna, b'runamála- BÚR breytir Allt er nú á tjá og tundri á skrif- stofu Bæjarútgerðar Reykjavikur i Hafnarhúsinu. Þar fjúka veggir, stólar og borð. Það er sem sagt verið að hressa upp á skrifstofuna með róttækum breytingum. Hér er ekkert verið að skipta sér af þvi hvort þessar breytingar hafi verið nauðsynlegar enda eins vist að svo sé en minntist einhver á að nýr forstjóri væri að taka við hjá útgerðinni? Stjórnarskrá vær so god! Nú segir af Thoroddsen. Aö hann hafi undarlega oft tengt stjórnarskrárbreytingar við nýj- ar kosningar. 1 Geirsarmi er þvi sagt, að Gunnar ætli sér að boða til kosninga vorið 1982 og keyra þá i gegn fyrri umferð stjórnar- skrárbreytinga. Sögunni fylgir að þá um vorið muni hann sjálfur bjóða sig fram. Þegar svo önnur umferð færi fram, um haustið segir, að Gunnar muni draga sig i hlé. Sjá menn hann þá fyrir sér, slá fram hendinni og segja: Hér hef ég nú verið i pólitik i 50 ár og færi ykkur i lokin nýja stjórnar- skrá... Sterk undiralda Mikið hefur verið spáð i, hvort landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði enn frestað. Þvi hefur svo gott sem verið neitað. Skotspónn fullyrðir samt, að sterk undiralda sé i röðum sterkra sjálfstæðis- manna fyrir slikri frestun og mál- ið alls ekki útkljáð... Hagkaup stækkar Hagkaup hættir ekki. Fyrir satt er haft að fyrirtækið ætli enn að auka við sig og nú i austur. Þá er átt við nokkur hundruð fermetra byggingu, sem Hagkaupsmenn hyggjast reisa til viðbótar þvi húsi sem fyrir er i Skeifunni... Tillögunni visað til yfirskolnefndar Yfirspýtunefndin i Reykjavik hefur nú unnið hálfan sigur i klósettrifrildinu við aðalspýtu- vinafélagið f borginni, sem eins og allir vita snérist um tvö ein- tök af klósettum i Bernhöfts- húsi. Þar af leiöir að spýtuvina- félagiö sigraði einnig aö hálfu. Sem sagt „fifty-fifty”, eins og þeir segja kollegarnir hjá W.C. Daily News. „Ég sat hjá við þessa at- kvæðagreiðslu um klósettin, þar sem ég sé i' hendi mér að þetta mál má auðveldlega leysa þannig að þegar dóttir min, sem er of litil til þess að fara ein á klósettið, já þegar hún segir „babbi bidda” þegar við drekk- um morgunkaffið þarna i fram- tiðinni, þá sendi ég konuna, móður hennar með hana en ekki ömmu hennar, sem ei báeði orðin stirð og er fremur feit að eðlis- fari. Á svipaðan hátt má troða flestum þarna inn á þessi klósett ef menn bara kunna á þvi iagift. Sem sé lagið er allt sem þarf. Þar að auki er gert ráö fyrir risakömrum bakatil viö spýtu- hrúguna einhvern timann i framtiðinni, sem ég veit að verða vinsælustu byggingarnar við Bakarabrekkuna, enda býst ég viö að gert verfá innangengt þangað Ur öllum hinum spýtu- hUsunum, samanber flug- stöðvargangana á Kastrup, sem ég gjörþekki af eigin raun. Þar veröa áreiðanlega höfð hlaupa- hjöl fyrir hreyfihamláða til þess að kaffið kólni ekki á meðan þeirbregða sér afsiðis. Ekki þar í FRÉTTA- SKUGGANUM Láki L. skrifar fyrirað synja að maður kynni ef til vill að gripa til þeirrar sjálfur.” Þannig mæltist formanni yfir- spýtunefndar, er ég hitti hann aö máli i gærdag á skákstað við Lækjargötuna, en þar var hann að máta likneski af borgarfull- trUum og helstu starfsmönnum borgarinnar á nýja taflborðinu. Formaöurinn var ekki jafn kampakáturyfir þessu verkéfni sinu og kvaðst vera i þann veg- inn að komast að þeirri óþægi- legu niðurstöðu aö mynd- höggvarinn hefði ekki sótt um höggleyfi til yfirspýtunefndar áður en hann lagði til atlögu við h'kneskin. Enda þótt þau væru út af fyrir sig allgóð sem slfk og augljóslega nógu forljót, yrði yfirspýtunefnd án efa að krefj- ast breytinga á þeim til þess að sýna svona köllum i tvo heim- ana (fifty-fifty). Annað mál væri það, hvort taka ætti af höfuðin eöa stytta við hnén, en liklega sæti hann sjálfur hjá og mætti þá eins bUast við að stytt yrfti um miftjuna og maginn fjarlægftur. Þettamál, kvaft for- mafturinn, verftur tekift fyrir á næsta vinafundi i yfirspýtu- nefnd, sem halda á beggja vegna á ganginum i Hverfi- steini, af öryggisástæöum „Höggleyfið er viftkvæmt mál”, sagði formaðurinn. En vikjum þá aftur að sjálfu klósettmálinu, sem hér er fjall- að um. Eins og lesendum er kunnugt, stóft stappiö um þaft, hvort kaupa ætti Gustavsberg eða Ifö tæki á þau og eins hvort kaupa ætti baðkör I fullri stærð efta einungis setkör. Aft visu blandaftist i málið hvort ef til vill ætti að flytja klósettin þangað sem eldhúsift var áftur og eldhúsiö þar sem klósettin voru, en þá yrðu þau sameinuð i einn sal og eldhúsið aftur hólfað niftur. Meft þessu gat unnist að amma dóttur formanns yfir- spýtunefndar gæti hjálpaft Áítturdóttur sinni að „bidda” á meðan hún héldi sig við núver- andimálog vog. Og loks kom til greina, að li'ta á það hvort troða mætti inn manneskju i hjólastól, ef hún skyldi asnast þarna inn! Málalok urðu þau (fifty-fifty) að ákveðið var sett af Gustavs- berg og sett af Ifö, en hafa Gustafsberg-hún á sturtunni á Ifö vatnskassanum, þar sem nafnið er antik. Yfirspýtunefnd sagðist ekki skipta sér af böð- unum, þar sem þau yrftu hvort sem er að standa upp á endann, og væri nóg aft fullnægja kröfum spýtureglugerftarinnar um böft á staftnum. Loks kvaftst nefndin ekki láta hafa sig út i aö fjalla um skiptin á klósettunum og eldhúsinu eða stærðina á kló- settunum og dyrunum að þeim, þar sem þaft væri allt of við- kvæmt mál. Hins vegar benti hún á þann möguleika, að væntanlegur veitingastaftur byfti og auglýsti fyrir hreyfi- hamlafta afnot af bekkenum þangaft til risakamrarnir, tengi- gangarnir og hlaupahjólin kæmust i' gagnift, hvenær sem þaft svo kynni að verða. Þessari tillögu var visað til yfirskol- nefndar borgarinnar, sem situr nú á fundi 4. daginn I röft. L.L.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.