Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. júli 1981 19 VÍSIR os timann n.a. nu segja sem var'? Og svo er hitt, aö þó mér væri sagt ég gæti sungiö aö ég heföi hæfileika, þá er þaö ekkert aö hrósa sér af i rauninni. Hvaö á aö gera viö svoleiöis hrós? Ganga um og hrópa, ég hef hæfi- leika, ég hef hæfileika? Þeir koma aö litlu gagni ef maöur notar þá ekki, hlúir aö þeim, vinnur meö þeim.” Hvernig tókst þér aö kosta námiö? „Ég hafði rikisstyrk, fyrir skólagjaldinu. Þvi fylgdi lika ábyrgö. Svo vann ég i verksmiðj- um á kvöldin og á nótt- unni „Oh, ég man allt i einu eftir dá- litlu, það var i skólanum og ég varö ástfangin i fyrsta sinn. Var alveg upptekin af ástinni og skrópaöi m.a.s. i tlmum. Þá hringdi kennarinn og skammaði mig. HUn sagði, Fraulein Kah- mann, þér eruð á rikisstyrk, þér hafið hæfileika, þér getið ekki leyft yður aö mæta ekki i timum. Annaö hvort verðið þér reknar eöa þér haldiö áfram aö koma i tima. Og ég varö að hætta að verða ástfangin! Manni fannst maður þurfa að leggja mikið á sig! En það þyddi ekkert annað.” Hvert var fyrsta stóra hlut- verkiö? „Anna i Kátu ekkjunum frá Windsor eftir Otto Nicolai. Þá söng ég á móti Fritz Wunderlich. Hann var nU ekki orðinn svona frægur þá! Gagnrjínendur sögöu að viö væru hiö fullkomna ástar- par. A sviöinu auðvitað!” „Ég vann mig upp smátt og smátt, raddirnar uröu erfiöari og erfiöari. Fyrst léttari raddir, t.d. i Fledermaus, ljfriskar raddir, t.d. Pamina i Töfraflautunni og Musettu söng ég auövitaö þá. Erfiöari hlutverk komu seinna. Sjáöu, þaö er eitt sem hér virðist svo erfitt að koma fólki i skilning um, aö þaö eru til svo margar raddtegundir, h'ka innan hvers sviös. Sópran er margvislegur og það henta ekki allar rullur hverri rödd. Maður getur ekki tekiö aö sér hvaö sem er bara vegna þess aö þaö er skrifaö fyrir sópran og i erfiöari hlutverkin þarf meira en rödd, þaö er annaö. Þaö þarf þroska, reynslu, ekki aöeins raddlega heldur lika persónulega. Ogþrótt, hreinan h'kamsþrótt. Ég söng nokkur slik hlutverk, t.d. Elvira i Don Giovanni og Zaffi i Sgaunabaróninum. Þau hlutverk hefði ég aldrei gert vel fyrr en eftir aö hafa náð réttum aldri og þroska.” Draumahlutverkið? „Ójá, mörg! Salome vildi ég mega syngja og Marschallin I Der Rœenkavalier, Mini var alltaf eitt af minum óskahlutverkum og aldrei óraði mig fyrir aö ég ætti eftir að sjá þann draum rætast á Islandi! OgDesdemona i Othello, það var annar draumur.” Af gagnrýnendum Sieglinde söng reyndar Des- demonu á óperutónleikum Sin- fóniuhljómsveitarinnar i vetur og fékk einróma lof islenskra gagn- rynenda. Þeir hljómuðu margir hissa jafnvel. Var það ekki hálf- dónalegt af þeim, aö vera hissa á þvi hvaö hUn gat? „Nei — ég tók þvi ekki þannig. Hvernig gátu þeir verið annaö en hissa. Ég var m.a.s. hissa sjálf! Og þeir höfðu aldrei heyrt mig syngja svo erfitt hlutverk áöur. Ég hef auövitað veriö sisyngjandi „Biöum við — það hefur verð 1947” alveg siðan ég kom hingað, en miklu léttari raddir. Ljóö, kammermUsik, óperettulög... aldrei neitt likt Desdemonu. En svona á þaö lika að vera — maður vinnur sér álits neðan frá, hægt og sigandi, ekki með þvi aö hrópa sem hæst fyrst og geta svo aldrei náð þvi aftur. Söngur þarf að þróast, lika i hugum áheyr- enda”. Hvaö finnst þér annars um is- lenska gagnrýnendur? „Gagnrýni er sjálfsögö ef hUn er réttlát. úti er hægt að treysta þeim og jafnvel læra af þeim þvi þeir skrifa af þekkingu og rök- styöja dómana. Slik gagnrýni er alltaf jákvæö og þakklætisverö, jafnvel þó hUn rakki niöur i svað- iö. Ef þaö er vel gert, þá er hægt aö læra af þvi. Þessu er ekki alltaf þannig farið hér”. Til íslands Allt 1 einu erum viö farnar að tala um Island. Látum liggja milli hluta feril Sieglinde erlendis. HUn hefur aö vfsu sagt mér undan og ofan af þvi. HUn söng i Stuttgart, i Kassel, i Zurich, I Graz I Austurriki, hér og þar á gestasamningum og tón- leikaferðum. Hlutverkin uröu erfiöari, stærri og skemmtilegri. Siöasta hlutverkiö Uti var greifa- ynjan í La Figaro i Gartner Platz Theater i Munchen, sem er önirar óperan bar í borg. Þar starfaði lika eiginmaðurinn, Sigurður Björnsson. „Siggi fór heim á undan mér þvi ég var að syngja i Figaro. Aö fara til íslands? JU, sjáöu fyrir honum var þaö sjálfsagt aö fara heim, hann vildi alltaf koma heim. Ég vissi það og vildi fara með honum, auðvitað. En e.t.v. reiknaði ég ekki meö aö þaö yröi svona fljótt Ef eitthvað er, þá finnst mér ég hafa farið of snemma, hætt of snemma. Radd- lega hefur mér aldrei liðið betur, ég er enn I f ramför, þó ómögulegt sé um þaö að segja hversu langt er þangað til röddin fer aö eldast og láta á sjá. Kannski fimm ár enn. Og þeim árum heföi ég e.t.v. heldur viljað verja erlendis. Þegar ég var aö syngja i Figaró, kom óperustjórinn viö Rikisóper- una I leikhúsið til okkar og sagöi okkur leikhUsstjóra aö nU væri hann kominn með ákjósanlega söngvara i Intermezzo eftir Strauss. — Kahmann, hUn er alveg sU rétta i aðalkvenhlut- verkiö.sagði hann. Og þeir töluðu um þetta við mig. Hvað átti ég að gera? Það haföi þegar dregist aö ég kæmi til Islands vegna Figaro, átti það að dragast enn lengur? Og hefði þetta diki haldið áfram? Ég var fráskilin þegar viö Siggi kynntumst, við fyrri maöurinn minn skildum vegna þess að viö vorum alltaf á sinum staðnum hvort, hann að leika, ég aö syngja. Þaö vildi ég ekki láta ger- ast aftur. En þaö var samt sárt.” Sieglindehugsar sig um áður en hUn heldur áfram. „Ég hef séð marga söngvara, sem hafa veriö að renna sitt siö- astaskeiö, röddin eldist og leiöin liggur niður á viö. Þeir hafa fórnaö öllu fyrir söngframa, og standa svo einir uppi, aleinir i öll- um heiminum. Ég ákvað einu sinni aö þaö skyldi ekki koma fyrir mig. (Hlær) Einu sinni ætl- aöi ég að eiga fimm börn, en ég „Annað hvort heldur þú áfram aö mæta, eöa þú verður rekin!” gaf mér nU aldrei tima til þess, þau urðu bara tvö. En þaö veit ég, að ég vildi ekki vera án þeirra og Sigga.” Eins og köld sturta Og þU ferö til fslands. Hvernig var þaö? „Eins og kalt sturtubaö, tsland var eins og köld sturta. Ég var aö syngja i'Figaro þ. 17. mars og 19. mars flaug ég til Keflavikur og sama kvöldiö söng ég i Austur- bæjarbiói á afmælistónleikum Þorsteins Hannessonar.” Sigurður og Sieglinde fluttu heim áriö 1977. Hann til aö gerast framkvæmdastjóri Sinfóniu- hljómsveitarinnar, hUn til aö vera með honum, halda áfram aö syngja og til að kenna. Sönglif á Islandi? „Þaö er hræöilega erfitt að vera söngvari hér. Ég er ekki aö tala um sjálfa mig, ég er aö tala um söngvara almennt. Tækifærin eru svo fá og þegar þau bjóöast, er ekki annaö hægt en aö taka þeim, þaö býðst kannski ekki annaö. Aldrei hægt aö segja nei. Söngvurum er nauðsynlegt aö geta sagt nei, þeir eiga ekki aö þurfa aö syngja hvaö sem er. Raddimar eru svo margvislegar, þaö sem hentar einni er ómögu- legt fyrir aðra. tmyndaöu þér aö byrja 24 ára gömul aö syngja á sviði eins og ég gerði, aö geta unniö sig upp, tekiö erfiöari hlut- verk, leyft röddinni aö eflast á réttan hátt. Byggja upp reynslu, kunnáttu, hæfni. Það er alls viröi fyrirsöngvara. Hér þurfa þeiraö taka öllum kostum. Og leyfa sér þaö. Þaö veröur ekkert svigrUm fyrir virðingu fyrir eigin rödd, fyrir tónlistinni.” Ópera? „Ég veit hvað þU átt viö, þU ert að hugsa um islensku óperuna, sem við Siggi viljum ekki taka þátti'. (Þung stuna) Reynsla, þaö er bannorö á tslandi. Hvernig er hægt aö ganga fram hjá reynslu, hUn skiptir öllu. Hér er efniviöur, hér er tækifæri til aö byggja upp óperustarfsemi. En þaö þarf aö gera hægt. Ala upp söngvara og áhorfendur. Hérfalla menn I stafi yfirsöng, sem er hróp, og heimta meira. Enópera, söngur er annað og meira. Þaö þýðir ekkert að ætla aö fara af staö með risastóra loftbólu, sem springur, þaö er ekki hægt að fara af stað með ein- hverja draumóra, sem aldrei geta ræst. Hér er ekki einu sinni lágm arkshópur sem hægt væri aö fastráða við leikhUsiö, sá lág- markshópur sem þarf i óperu, það þarf ljóðrænan sópran og dramatfskan sópran og svona „Helduröu þetta hafi veriö góö reynsla fyrir saklaust stúlku- barn?” .....þaö þarf aö byrja hægt og rdlega” „Hér er erfitt aö vinna tenor og hinsegin tenor og bassa og... hún heldur áfram aö telja á fingrum sér, hættir og litur á mig: „Þaö þarf að minnsta kosti 10 radda kjarna... hverjir ættu þaö að vera? Sumir eru of gamlir og hættir að geta sungið — þetta er ekki ljótt aö segja, þaö gerist með alla söngvara, sumir eru ekki nógu góöir og aðrir eru enn ekki orönir nógu góöir en veröa það kannski. Til aö vinna m eö þaö sem fyrir hendi er, þarf reynslu, kunnáttu.... Auðvitað er hægt aö nota þá eldri, en það þarf aö vera i réttum hlutverkum, auðvitað á að nota þá.... en þaö er ekki hægt aö ganga fram hjá fólki, sem veit betur. Garðar Cortes er duglegur og ákveöinn, ef aðeins hans orka nýttist betur, ef hann heföi betri ráögjafa...” Þaö dylstekki aö islensk ópera er Sieglinde áhugamál. tslensk tónlist. HUn er bUin að segja mér frá þeirri einbeitni sem fór i endurbyggingu tónlistarlifs i Þýskalandi eftir striðið: „Ég man eftir aö hafa séö Karl Böhm stjórna meö vettlinga á höndun- um, hljóðfæraleikararnir skulfu af kulda. Veistu hvað var haft fyrir aögangseyri á tónleika eftir striöið? Nei, upp á þvi geturöu aldrei! Eldiviöur. Ahorfendur komu með spýtur og viöarkubba til að hægt væri að kynda tón- leikasalina. En i Þýskalandi var hefð, ævaforn hefötilað byggja á, — bæöi tónlistarmenn og áhorf- endur nutu þess. Hér, hér er ekki hefð. Það er verið að byggja á 30 ára gömlum hlut. Ópera! HUn verður ekki reist á einum degi! „Þessu er ekki þannig fariö hérlendis...” „en nei, reynsla er bannorö hér” .en gaman aö bda" Ljosm.: ÞóG. Þaö er svo skrýtiö, aö þið eigiö þessa kynslóð af ágætum söngvurum, Guömund, Kristin, Þuriði, GuörUnu A. Og hér eru upprennandi söngvarar, sem vonandi fá tækifæri til aö þrosk- ast. En þaö er bil þarna á milli. Er hér einhver sem nU er upp á sittbesta? Það eru þeir sem ættu aö vera brUin, en hana vantar af einhverjum ástæðum. Og andnímsloftiö er svo skrýt- ið. öllum er skipt niöur i hópa, klikur þar og klikur hér. Ég er vön kritik, viö erum bæöi vön kritik. En réttlátri kritik. Við viljum starfa meö, ef breyting veröur á, skulum við veröa þau fyrstu sem slást i hópinn”. En hvernig likar þér annars á tslandi? „Vel. Hér er erfitt að vinna en gott aö bUa. Ég held i fullri hrein- skilni sagt, aö ég vildi hvergi ann- ars staðar eiga heima. Og þaö er ekki alveg satt, að vinnan sé erfiö. Þaö er erfitt að vera söngv- ari, en mér finnst gaman aö kenna. Ég kenni nU viö Tónlistar- skólann og ég heföi ekki trUaö þvi að óreyndu, hversu gaman það er....” Henni finnst gaman aö kenna, aö syngja, aö bUa á tslandi, aö undirbUa afmælisboöiö. Þaö er gaman aö tala viö hana, hUn er opinská, skefur ekki utan af neinu, ibrast einskis og vill halda áfram, ekki snUa til baka, rifja upp löngu liðna tið eða sýta neitt. HUn lætur ekki misbjóöa sér. Við kveöjumst og ég hlakka til aö hitta hana einhvern tima aftur. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.